Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Við þurfum Karlalistann Æskilegt væri, aö stjórnmálaþróunin leiddi fyrr en síðar til myndunar flokks um hin höröu gildi í þjóð- félaginu. Þau eiga sér engan málsvara, meöan hin spilltu gildi og hin mjúku gildi eiga hvor um sig öfluga full- trúa, sem ráða þjóðfélaginu með sterkri miðstýringu. Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar eru meira eða minna uppteknir af valdabraski í kvótaráðuneytum og ríkisbönkum og öðrum slíkum valdsöfnunarstofnunum, sem settar hafa verið upp til að reyra þjóðfélagið í viðj- ar miðstýringar af hálfu embættis- og stjórnmálamanna. Hrossakaupin einkenna stjórnkerfi hinna hefð- bundnu pólitíkusa. Á máh þeirra heita hrossakaupin „að vera í pólitík“. í því felst það mat þeirra, að hin spilltu gildi séu raunhæf og hagnýt stjórnmál, en önnur gildi séu eins konar óraunhæf óskhyggja skýjaglópa. í kerfi hinna spilltu gilda skiptir höfuðmáh, hveijir verða bankastjórar Landsbankans; hvort Samband ís- lenzkra samvinnufélaga getur fengið ríkisstjórnina til að lækka vaxtabyrðina; og hvort Sambandið getur feng- ið Landsbankann til að kaupa ónýtu Nígeríuvíxlana. Þessi spihtu gildi hafa verið á undanhaldi fyrir hinum mjúku gildum Kvennalistans. Þar er ekki spilhngunni fyrir að fara, en hins vegar mikið af hugsjónamálum, sem kosta mikla peninga. Hjá Kvennalistanum er fjallað um, hvernig megi dreifa lífsgæðum á réttlátan hátt. Kvennahsti hinna mjúku gilda er að því leyti líkur stjórnmálaflokkum hinna spihtu ghda, að hann stefnir að sterkri miðstýringu. Gæludýr hans eru bara önnur en gæludýr hinna flokkanna, svo sem einstæðar mæður og böm í stað Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Kvennahstinn viU, að stjórnmál snúist um að hjálpa htUmagnanum, fremur en aflóga fyrirtækjum. í hans heimi rennur fjármagnið um hendur félagsmálastofn- ana th þeirra, sem minnst mega sín. í heimi hinna flokk- anna rennur fjármagnið til þeirra, sem aðstöðu hafa. Það, sem vantar í þessa mynd, þegar gömlu flokkarn- ir grotna niður af eigin iUverkum, er karlahsti gegn kvennahsta, flokkur hinna hörðu gUda tU mótvægis mjúku gUdunum. Okkur vantar flokk til að stuðla að framleiðslu verðmæta, fremur en dreifingu þeirra. Flokkur hinna hörðu gUda ætti að stefna að strangri markaðshyggju og gróðahyggju með miskunnarlausu úrvah fyrirtækja, sem hafi næga rekstrarlega þjálfun tU að standast samkeppni við umheiminn, meira eða minna frjáls af íjötrum embættis- og stjórnmálamanna. Flokkur hinna hörðu gUda á að geta sagt með tölu- verðum rétti, að afrakstur hans aðferða sé meðal ann- ars bezta leiðin tU að útvega fjármagn til að kosta hin mjúku gUdi á þann hátt, að atvinnulífið sé ekki þess vegna reyrt í viðjar skattheimtu, reglugerða og kvóta. Flokkur hinna hörðu gUda mun hafna gæludýrum flokka hinna spiUtu gUda. Hann hafnar hins vegar ekki gæludýrum flokks hinna mjúku gUda, en bendir á, að þau gæludýr eru dýr í rekstri eins og önnur. Heppilegt sé að framleiða verðmæti upp í kostnaðinn við þau. Þjóðin er byijuð að efast um notagUdi hinna hefð- bundnu stjórnmálaflokka, sem segjast „vera í póhtík“, það er að segja fyrst og fremst í spillingu og valdsöfn- un. Hún hefur uppgötvað hin mjúku gUdi Kvennahst- ans, sem nálgast fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Næsta skref er, að þjóðin uppgötvi, að hún þurfi einn- ig alvöruflokk hinna hörðu gUda, eins konar Karlahsta, sem geti verið hentugt mótvægi við Kvennahstann. Jónas Kristjánsson Úlfur! úlfúr! Salmonella! Kjúklingar! Flestir kunna söguna um smala- drenginn sem lék sér aö því í end- urtekin skipti að hlaupa til þorps- ins og kaila á hjáip manna til að bjarga kindunum undan úifinum. Loks hættu menn að trúa gabbinu en þá kom úlfurinn og slysið varð því að þorpsmenn sinntu ekki kalli drengsins lengur. Það er nokkuð svipað þessu sem nú er að gerast hér á landi í sambandi við athafnir nýrrar kerflskarla-stofnunar, sk. „Hollustuvemdar", sem lög hafa sett undir yfirstjóm heilbrigðis- ráöuneytisins. Hingað til hefur heilbrigðiseftirlit starfað á vegum landlæknis og yfirdýraiæknis með þeim árgangri að ég hygg að matar- eitranir séu sjaldgæfari hér en í öðrum löndum. Þá var ekki hrópað í fjölmiðlum „salmonellur, kjúkl- ingar“! og bent á saklausa „söku- dólga“. Þetta er nú búið að ske nógu oft til að nægi til aö ekki sé gert neitt með þessa kerfiskarla lengur. Enginn skyldi taka mark á þeim ef þetta gerist oftar. Best að nota gamla formið á þessu og leggja þessa Hollustuvemd ríkisins nið- ur. Stofnunin hefur valdið saklaus- um mönnum allt of miklum búsifi- um. Hvemig get ég leyft mér að full- yrða þetta? Mér er ekki ljúft að rekja gang mála þegar um þessar matareitranir hefur verið að ræða, aö því það er ekki gaman að fletta ofan af svona viröulegum eftirlits- embættismönnum með hátíðlegan kerfiskarla-svip og í hreppstjóra- fótmn. En takið nú eftir því, neyt- endur góðir, að matareitranir em mjög sjaldgæfar á heimilum. Þær koma venjulega upp á hótelum og matsölustöðum. Hve margir skyldu þeir íslendingar vera sem hafa fengið slíkar eitranir í sigling- um erlendis, ekki síst í suðlægum löndum? Mig minnir að það hafi verið landsþing breska Ihalds- flokksins sem fékk upp til hópa magakveisu og slæman niðurgang þar sem þingmenn neyttu nauta- kjötsmáltíðar á frægu hóteh fyrir fáum árum. Oft fá menn matareitr- anir í flugvélum en maturinn er þar framleiddur í gríðarlega stór- um matsölueldhúsum. Og hvað skeði í Búðardal í fyrra? - og hvem- ig unnu þá þessir hollustuvemdar- eftirlitsmenn? 1. Var hreinlæti í eldhúsinu gaumgæft? 2. Vom at- hugaðar gerla-(salmonellu)-teg- undir í saur starfsfólksins á hótel- inu? 3. Var gengið úr skugga um að kjúklingamir hefðu verið gegn- hitaðir, minnst 1 80 gráður C og vom þeir teknir beint úr steiking- unni með hreinum eldhúsgaffli eða töng og settir á diskana án þess aö vera snertir með höndum mat- reiðslufólksins? Þama liggur um það bil 90% af orsökum matareitr- unar, að minni hyggju, og er þar lítill munur á matartegundum. 4. Vora frystigeymslur og aðstæður í sláturhúsinu athugaðar? Að leita uppi og benda á framleið- anda fuglanna og hrópa á hann 1 fiölmiðlum „Úlfur! úlfur!“ var bæði ófyrirleitni og vanþekking hjá fiöl- miðlum og sök hjá hollustueftirlit- inu. Og svo nokkra seinna kom skandallinn i JL-húsinu. Ungur og ágætlega fær maður er aö koma upp hjá sér kjúklingaframleiðslu, allt gert af myndarskap og þekk- ingu. Fjölskyldan framleiöir orðiö 4 tonn af kjúklingakjöti á mánuði en það er ríflega helmingur þess kjötmagns sem „vísitölubú" sauð- fiárræktarinnar hérlendis fram- leiðir á ári. Hann er sem sagt með kjötframleiðslu á við sex til sjö fiár- bændur. Maður fær kjúkling mat- reiddan í JL-húsinu eða heima og fær matareitrun. Sökinni strax Kjallarinn Gunnar Bjarnason ráðunautur skellt á framleiðandann og honum bönnuð sala á kjúklingum frá bú- inu af heilbrigðisfulltrúanum á Suðurlandi. Bóndinn varð gjald- þrota fyrir vikið. Haldið þiö nú, lesendur góðir, að ekki hefðu ein- hverjir fleiri vesturbæingar í Reykjavík, sem versla í JL-húsi, fengið í magann þar sem frá þessu eina búi vora seldir um eitt þúsund kjúkhngar á viku? Þetta var annað hneykslið í fyrra. Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í að greiða þeim tveimur kjúklingabúum, sem urðu fyrir áfallinu í fyrra, fullar skaðabætur og leggja niður starf- semi þessara eftirlitsmanna. Eftir- lit dýralæknanna með búunum nægir. Hvar skyldi finnast skepnu- hús þar sem ekki úir og grúir af óteljandi tegundum saurgerla? Almenn fræðsla Ég kenndi m.a. gerlafræði og mjólkurfræði í meira en tvo áratugi í bændaskóla hér á landi. Þá vora á markaðinum tvær afbragðsgóðar kennslubækur í þessum greinum eftir dr. Sigurð Pétursson gerla- fræðing og starfsmann við atvinnu- deild Háskólans. Ég reyndi einu sinni að komast að því hvort þessi mikilvægu fræði og þessar ágætu bækur væra ekki námsefni í skól- um fiskiplássanna þar sem unnið var að matvælaframleiðslu. Mér virtist þessum fræðum vera lítfil gaumur gefinn þar sem ég grennsl- aðist eftir. Og nú era húsmæðra- skólarnir ekki lengur starfandi. Hvar er matreiðsla kennd svo að gagn sé aö í skólakerfi okkar? Er til góð kennslustofnun fyrir mat- reiðslumenn, slátrara og yfirmenn í fiskverkunarhúsum? Þetta er mikfivægt og þarf aö vera í góðu lagi en eftirlits-kerfiskarlar og mest af þessu eftirlitsmanna-kerfi í landinu er hreinasta húmbúkk og mætti spara það að mestu. Ég vfi hér með benda Jóni Baldvini fiár- málaráðherra á þetta. Hann hefur beðið um spamaðartfilögur. Allt þetta brambolt Hollustu- vemdarinnar gefur mönnum sterkan grun um að þeir séu að vekja á sér athygli og hræða al- menning og landstjómendur tfi að fiölga hjá sér höi, stækka rann- sóknastofur tfi að telja fleiri gerla og rannsaka eitur í súpuhtum og á glerungi brjóstsykurs, aht era þetta vörategundir sem gengið hafa á heimsmarkaði í áratugi. Einu sinni var hrópað um allan heim að sakkarín væri banvænt og hefði valdið krabbameini í rottum. Mér var sagt það í Ameríku að rottun- um hefði verið gefið aht aö því það magn sem nam þeirra eigin líkams- þyngd yfir árið. Ég hef neytt sakk- aríns í áratugi án þess að kenna merkjanlegs meins af því en ég mundi þá líklega þurfa að koma ofan í mig um 80 kg af því á 12 mánuðum tfi að fá krabbameiniö. Vonandi lætur Hollustunefndin vítamínblöndumar og steinefna- blöndurnar í friði en í stórum skömmtum er þetta flest banvænt eitur. Varnaðarauglýsing Landlæknir hefur látið gera og birta mjög áhorfanlega sjónvarps- auglýsingu tfi aö koma því sterk- lega inn í vitund fólks hversu nauð- synlegt er að varast hinn hræðfieg- asta sjúkdóm sem mannkyn hefur ennþá þekkt svo sögur fari af. Svo voðalegt er þetta að sjúkdómurinn er fylginautur ástarunaðar manns- ins. Aögátin er þeim mun mikfi- vægari. Nú bar svo við um daginn að Hohustuvemdin þurfti að aðvara fólk með svipuðum tilþrifum við kjúkhnganeyslu. Sett var á svið í sjónvarpi matarborð þar sem uppá- búnir kerfiskarlamir með miklum ábyrgðarsvip sátu við borð og átu kjúkhng og var sjálfum heilbrigðis- ráðherranum boðiö með. Hvaö sagði svo aht tfistandið: Jahá, góð- ur er kjúklingurinn - en hættifieg- ur: Þið getið fengið niðurgang. Það hefði nú verið tilkomumeira að hafa herramennina aha berstripaða sitjandi á klósettinu með þjáningarsvip. Það hefði verið í samræmi viö hstina í auglýsingu landlæknis, en aðeins dáhtiö annað þema. Ég hef aldrei séð eins brútalan áróður gegn fæðutegund og gegn þeirri sem einna hohust er og eftir- sóttust af neytendum og unnt er að framleiöa svo ódýrt að hún keppir við fiskinn á heimsmarkað- inum hvað verö snertir. Svona áróðursstríð er vel þekkt í Bandaríkjunum. Þegar kjúklinga- neyslan óx svo mikið fyrir nokkr- um áram að nautakjötsframleið- endur óttuðust um hag sinn var fyrst farið að hrella neytendur með fiölmiðlafréttum um salmonelluna. Þetta verkaöi kröftuglega í nokkur skipti en svo gleymdu neytendur þessu og kjúkhnganeyslan óx. Svipað skeði í fylkinu Maine nokkra seinna. Þar veiða menn og borða mikið af humri. Nú fór kjúkl- ingurinn aö ógna humarverðinu og þá vora eftirhtsmenn hollustu- vemdanna fengnir tfi hðs við hum- ar-karlana og settur í gang salmon- elluáróður. Það verkaði skamma stund. Hvað skeði ekki í Þýskalandi í fyrra með „orminn í fiskinum"? Dramatískur sjónvarpsþáttur var gerður og afitaf era hollustu-kerf- iskarlamir einhvers staðar nærri þessum „úlfa-upphrópunum“ og menn tefia víst að þeir, sem kosta áróðurinn gegn kjúkhngum eða fiski vegna orma eða salmonella, múti þessum kerfiskörlum tfi að hjálpa sér i stríðinu viö ódýra og hohu fæðutegundimar. Þetta era „grænfriðungalæti“ kostuð úr undirheimum gróðabrallsins. Gunnar Bjarnason . aðmatareitranirerumjögsjald- gæfar á heimilum. Þær koma venjulega upp á hótelum og matsölustöðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.