Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988.
Utlönd
„S< >vét ríkin einl; seg í
ffl' ðari imleitunu im“
MENNT ER MÁTTUR
Byrjendanámskeið
á PC tölv in*
DAOSKM
* GrundvallaralriSi við notkun PC-töIva
* Stýrikerfið MS-DOS.
* Rilvinnslukcrfið WordPerfcct.
* Töflureiknirinn Multiplan.
* Umrœður og fyrirspurnir.
Kjörið tækifæri fyrir
þá, sem vilja kynnast
hinum frábæru
kostum PC- tölvanna,
hvort heldur sem er, í
leik eða starfi.
LeVbbeinandi
TÖLVUFRÆÐSLAN
frtSaal
Borgartúni 28
Tími: 9., 11., 16.,
18. ágúst kl. 2(1-23.
Upplýsingar og innritun í símum
687590 og 686790.
VR og BSRB styöja sína félaga
til þátttöku í námskeiðinu.
Gizur Helgason, DV, Reersnæs:
Hans-Dietrich Genscher hefur ver-
ið í opinberri heimsókn í Moskvu.
Þar hefur Gorbatsjov látið í ljósi ugg
yfir því að það sem nefnt hefur verið
„innri markaður" Evrópubandalags-
ins muni skaða samvinnuna milli
austurs og vesturs.
Genscher fékk í kveðjugjöf að lok-
inni tveggja daga heimsókn í Moskvu
nú um helgina loforð frá sovéska
leiðtoganum, Mikhail Gorbatsjov,
um að Sovétríkin myndu ekki gera
neinar tilraunir til þess að sundra
vestrænum bandalögum. Genscher
lýsti því yfir á blaðamannafundi í
Moskvu á sunnudag að hann, eftir
að hafa rætt við Gorbatsjov og Edu-
ard Shevardnadze utanríkisráðherra
nú um helgina, væri enn sannfærð-
ari um það að Sovétríkin ynnu að
því í fullri alvöru að betrumbæta
samvinnuna milli austurs og vest-
urs.
Af hálfu Sovétríkjanna var það
undirstrikað ótal sinnum að það
væri í andstöðu við hagsmuni Sovét-
ríkjanna að reyna að reka fleig á
milli V-Evrópu og Bandaríkjanna að
sögn Genschers. „Við erum sammála
um að það sé hagstætt fyrir bæði
NATO og Varsjárbandalagið að sam-
vinna austurs og vesturs aukist. Því
þá myndi friöurinn samtímis eflast
bætti utanríkisráðherra Bonn-
stjórnarinnar við.
Samkvæmt tilkynningu frá sov-
Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra V-Þýskalands, ásamt Helmut
Kohl kanslara að lokinni opinberri heimsókn Genschers til Sovétrikjanna.
Símamynd Reuter
ésku fréttastofunni Tass lýsti Gor-
batsjov yfir áhuggjum sínum varð-
andi uppbyggingu hins innri mark-
aðar Evrópubandalagsins ogtaldi að
hún gæti skaöað nánari samvinnu
austurs og vesturs. Genscher full-
vissaði aftur á móti flokksleiðtogann
um það að hinn innri markaður gæti
ekki orðið til að hindra aukna sam-
vinnu. „Ég sagöi að viö hefðum ekki
áhuga á því að nota steina frá þeim
múrum sem við erum nú að brjóta
niður innan Evrópubandalagsins og
nota þá í nýja múra umhverfis Evr-
ópubandalagið,“ sagði Genscher.
Eitt aðalmarkmið heimsóknar
Genschers til Moskvu var að und-
irbúa för Helmuts Kohl kanslara til
Sovétríkjanna í október nk. en einnig
stóð heimsóknin í nánum tengslum
við væntanlega heimsókn Mikhails
Gorbatsjövs til V-Þýskalands á fyrra
helmingi ársins 1989.
Þú safnar liði og vinnur
utanlandsferð í Fjarka-bónus
SAGA
CLASS
Safnaðu Fjörkum með nöfnum sjö mismunandi landsliðs-
manna í handknattleik eða sex mismunandi stórmeistara í
skák og þú færð Fjarka-bónus, utanlandsferð að eigin vali
á Saga Class með Flugleiðum.
Þú ert fljótari að fá vinning efþú færð þér fjóra Fjarka í einu.
Það vinna fleiri í Fjarkanum - fjórði hver Fjarki ber að