Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. 17 Æðið tók enda Einn á tveimur jafnfljótum hringdi: Það var tími til kominn að bijálæð- inu linnti í sambandi við hamslausan bílainnflutning landsmanna. Við eig- um orðið svo mikið af bílum að Bandaríkin eru að verða eftirbátar okkar í þessum efnum. Neikvæðu hliðamar á þessari miklu bílaeign sjást alls staðar. Slysum fer fjölg- andi, sífelldur hraðakstur á götun- um, of fá bílastæði, mikið sht á götum og vegum, versnandi umferðar- menning, hækkandi tryggingar og þannig mætti lengi telja. Hvár á svo að finna pláss fyrir bílhræ þegar all- ir þessir bílar úreldast? Nú þegar stopp er á óráösíunni sitja bifreiðaumboðin í súpunni. Þess sjást þegar merki. Bílar seljast ekki lengur og umboðin neyöast til þess unnvörpum aö lækka bifreiðar sínar um 100 þúsund eða meira. (Hvernig geta þau það annars, eru bílarnir seldir með tapi eða voru álögumar svona miklar?) Sennilega koma um- boðin aldrei út þessum birgðum af bílmn sem til em hér á landi. Æth bílakaup landsmanna séu ekki stór þáttur í því þensluvanda- máli sem hefur skapast viö kaupæði landsmanna nú þegar spamaður er ekki lengur í tísku? Bifreiðaeigendur eiga hka eftir aö lenda í vanda þegar á að reyna að losa sig við bifreiðam- ar. þetta er vandamál, spái ég, sem á eftir að vaxa meira þegar tímar hða. Sviká „Eg tek fram aö verktakar eru ekki lengur einhverjir ríkir karlar sem moka upp gróða, heldur eru þetta stelpurnar á börunum, „sum poka- dýrin“ I stórmörkuðúm, sölumenn, ,,(rílans“ biaðamenn og aragrúi af ungu fóiki á Ijósvakamíðlunum sem splla plötur á lágu kaupi,“ segir I bréfinu. skattlausu ári G.H. skrifar: Okkur var lofað skattlausu ári en það er greinilega bara fyrir suma. Láglaunaverktakar sem bera allan kostnað af vinnu sinni sjálfir, fá nú hver af öðrum svi- virðileg svikabréf inn um bréfalúg- una sem geta gert suma þeirra gjaldþrota. Skattlausa áriö var ekki fyrir þá. Hvers vegna er einni teg- und vinnu gert lægra undir höfði en annarri? Fjölmiölar fúllyrða að nú gleðjist allir yTir álagningarseðlinum sín- um. Eg giaddist ekki því þrátt fyrir aö ég hafl fengið nýög færan endur- skoðanda til að sjá um framtahö mitt, þvi pappírsvinna sjálfstæðra verktaka er óheyrileg, kom þessi óréttláta álagning mér í opna skjöldu. Er löglegt að koma svona aftan að fólki? Hvers vegna þarf ég aö borga skatt, en maðurinn sem vinnur viö hhðina á mér svipað starf sem launþegi, ekki? Hann býr auk þess við atvinnuöryggi, fær greitt veik- indafrí og sumarleyfi, lífeyrissjóð og ýmislegt fleira sem ég þarf sjálf að borga af mínu vesæla kaupi. Ég tek fram að verktakar eru ekki lengur einhvérjir ríkir karlar sem moka upp gróða, heldur eru þetta stelpumar á börunum, sum „poka- dýrin“ í stórmörkuöum, sölumenn, „frilans" blaðamenn og aragrúi af ungu fólki á yósvakamiðlmum sem spila plötur á lágum launum. Ég sem stóð i þeirri trú að nú fengi ég langþráðar bamabætur greidd- ar út, eins og búið var að básúna að gert yrði fyrir okkur einstæðu mæðumar. Þessar barnabætur voru mín eina von um aö geta staðið í skilum með afborgun af pínuhtilh íbúð sem mér hefúr loksins tekist að kiófesta fyrir mig og bamið mitt. Bamabæturnar voru teknar upp i skattinn. Mér var ekki einu sinni treyst til aö greiða sjálf mína skatta. í þessum hremmingum mínum er aðeins einn fjós punktur, starfsfólk skattstjóra og Gjald- heimtunnar í Reykjavík hefiir reynst alveg einstaklega hjálpsamt, kurteist og manneskjulegt. Vona ég að það hafi átt ánægjulega versl- unarmannahelgi. Fram til baráttu láglaunaverk- takar, látum við bjóða okkur þetta? Til leigu við Laugaveg Verslunarpláss til leigu á góðum stað við Laugáveg. Stærð 80 m2. Upplýsingar í síma 31521. Fóstrur Starfsfólk Okkur vantar barngott og hresst fólk til starfa sem fyrst. Góð vinnuaðstaða og gott fólk er á staðnum. Upplýsingar gefur forstöðukona Kirkjubóls í síma 656322 og 656436. Félagsmálaráð Garðabæjar Útboð Óskað er eftir tilboðum um endurtryggingu á bruna- tryggingum húseigna í Reykjavík, frá 1. janúar 1989. Útboðsskilmálar og nánari upplýsingar fást í afgreiðslustofu Húsatrygginga Reykjavíkur, Skúlatúni 2. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 20. september 1988, kl. 16.00, í fundarherbergi á 5. hæð, Skúla- túni 2, Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík, 26. júli 1988 FELLAHREPPUR FELLASKÓLI - FLJÓTSDALSHÉRAÐI KENNARAR ATH. Á besta stað á Fljótsdalshéraði (2 km frá Egilsstöð- um) er Fellaskóli í Fellahreppi sem er nýr skóli, vel búinn tækjum, með u.þ.b. 40 nemendur í forskóla - 6. bekkjar. í Fellahreppi búa um 350 manns og er þjónusta á svæðinu öll hin besta. Ef þú, kennari góður, hefur áhuga á að komast í ákjósanlegt umhverfi hafðu þá samþand við Sigurlaugu í síma 97-11326 eða skrif- stofu Fellahrepps í síma 97-11341. Á heimilissíðum DV verður á morgun fjallað um eldhúsinnréttingar. í könnun okkar kom í Ijósaðauðvelteraðskipta um útlit innrétt- ingar fyrir lítinn pening. Þá er ýmist hægt að kaupa nýjar hurðir eða láta saga fyrir sig og smíða sjálfur. Eldhúsinnréttingar eru á mjög misjöfnu verði. Stundum er talað um verð á lengdar- metra. Innréttingar í eldhúser hægt aðfá fyrir 60 þúsund og allt upp í hálfa milljón. í lífsstíl á morgun bendum við á hvernig best er að snúa sér ætli maður að skipta um eða fá nýja eldhúsinnréttingu. Átískusíðu á morgun verður hausttískan kynnt. Nú er orðið Ijóst hvaða straumar og stefnur verða ríkjandi í klæðnaði. Myndefni hefur borist með nýjungum og falleg- um fötum. Við fáum örlít- innforsmekk af því hvernig tískudrósir og -gosar munu klæðast hér á landi í nánustu framtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.