Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. 35 Afmæli Bogi Þorsteinsson Bogi Þorsteinsson, fv. yfirflugum- ferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli, Hjallavegi 7, Njarðvíkum, er sjötug- urídag. Bogi fæddist að Ljárskógaseli í Laxárdal í Dalasýslu og ólst upp hjá afa sínum, Boga Sigurðssyni, í Búð- ardal og síðari konu hans, Ingi- björgu Siguröardóttur. Bogi lauk loftskeytaprófi 1941 og starfaði á ýmsum skipum til stríös- loka, þ.á.m. e.s. Dettifossi er því skipi var sökkt í febrúar 1945. Bogi réðst til Flugmálastjómar á Reykja- víkurflugvelli 1.2.1946. Hann lauk námi í flugumferðarstjórn á Reykja- víkurflugvelli og framhaldsnámi hjá flugmálastjórn Bandaríkjanna. Bogi var settur yfirflugumferðar- stjóri á Keflavíkurflugvelli 1.6.1951 og starfaði sem slíkur óslitið til 1.8. 1985 er hann fór á eftirlaun. Bogi hefur verið virkur í félags- málum. Hann stofnaði m.a. íþrótta- félag Keflavíkurflugvallar er sigraði á fyrsta íslandsmóti í körfuknatt- leik. Hann var fyrsti formaður Körfuknattleikssambandsins og gegndi fjölda annarra trúnaðar- starfa á vegum íþróttahreyfingar- mnar. Systkini Boga: Ragnar kennari; Ingveldur, húsfreyja á Vallá; Sig- valdi Gísli lögfræðingur; Gunnar Þorsteinn á Vallá; og Elís Gunnar á Hrappsstöðum. Hálfsystir Boga: Guðlaug er átti Gest Olafsson, kenn- ara á Akureyri. Foreldrar Boga: Hjónin Þorsteinn Gíslason, b. í Ljárskógaseli, f. í Stykkishólmi 25.11.1873, d. 9.11, 1940, og Alvilda María Friðrikka Bogadóttir, f. 11.3.1887, d. 22.3.1955. Fööurforeldrar Boga voru Gisli Þorsteinsson í Stykkishólmi og kona hans, Ingveldur Jónsdóttir. Alvilda var dóttir Boga Sigurössop- ar, kaupmanns í Búðardal, og Maríu Guðmundsdóttur frá Kollugerði. Bogi var bróðir Björns er rak versl- un í Flatey og í Kaupmannahöfn og var bankastjóri Landsbankans 1910-16 en sonur Björns var Sigurð- ur, forstjóri og konsúll. Bogi var sonur Sigurðar Finnbogasonar á Sæunnarstöðum í Hallárdal og konu hans, Elísabetar Bjömsdóttur frá Þverá, Þorlákssonar. Foreldrar Sigurðar vom Finnbogi Sigurðsson á Kirkjubóli í Skagafirði og kona Bogi Þorsteinsson. hans, Guðrún Árnadóttir frá Reykj- arhóh, Árnasonar. Jón H. Þorvaldsson Jón H. Þorvcildsson, umsjónarmað- ur húseigna lögreglunnar í Reykja- vík, til heimilis að Holtagerði 12 í Kópavogi, veröur sjötugur í dag. Jón fæddist að Ytri-Reistará í Eyjafirði en foreldrar hans voru Signý Friðriksdóttir og Þorvaldur Jónsson. Jón er lærður húsasmiöur, lauk námi frá Iönskólanum á Akureyri 1940. Hann sat í bæjarstjórn Akur- eyrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1953-65. Jón er þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Hilma Vigfúsdóttir, en þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: Sveinn húsasmíðameistari, búsett- ur í Marieholm í Sviþjóð, kvæntur Gunnlaugu Garibaldadóttur og eiga þau fjögur böm og tvö barnabörn; Friðrik, ókvæntur og búsettur í Reykjavík; og Kolbrún, gift Thorleif Jóhannssyni, en þau eru búsett á Akureyri og eiga fjögur böm og eitt barnabarn. Hilma lést 1971. Önnur kona Jóns var Steinunn Pálsdóttir, en hún lést af slysförum 1974. Þriðja kona Jóns er Guðrún S. Guömundsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn, frá klukkan 17-19 í Norðurljósasal í Þórskaffiá4.hæð. Jón H. Þorvaldsson. Kolbeinn Kolbeinn Helgason, Mávahrauni 14, Hafnarfirði, varð sextugur í gær. Kolbeinn er fæddur á Hrappsstöð- um í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði og vann við verslunar- og skrifstofu- störf á Akureyri 1949-1956 og 1962- 1977. Hann vann viö fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, á Raufarhöfn og á Akureyri 1957-1961 og hefur verið skrifstofustjóri á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði frá 1977. Kolbeinn var í stjórn Félags verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri 1953-1977, gjaldkeri 1953-1956, varaformaður 1967-1975, formaður 1976-1977 og sat flest Alþýðusambandsþing 1956- 1976 sem fullrúi félagsins. Hann var í stjórn Alþýðuflokksfélags Akur- eyrar í nokkur ár, þar af formaður 1966-1969 og í flokksstjórn Alþýðu- flokksins 1966-1970. Kolbeinn var í stjórn Krossanesverksmiðjunnar 1966-1970 og í framtalsnefnd Akur- eyrarkaupstaðar 1968-1977. Kolbeinn kvæntist 8. ágúst 1964 Sigríði Aðalbjörgu Jónsdóttur, f. 13. nóvember 1928, forstööukonu á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði. For- eldrar hennar eru Jón Jónsson, fyrrv. skipstjóri, frá Tjörnum í Eyja- firði og kona hans, Guðbjörg Bene- diktsdóttir. Dætur Kolbeins og Sig- ríðar eru Guðrún Emilía, f. 24. des- Helgason ember 1970, og Kristín, f. 24. janúar 1974. Bræður Kolbeins, samfeðra, eru Haukur, húsvörður Digranes- skóla í Kópavogi, kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur; Njáll, iðnverka- maður á Akureyri, kvæntur Öldu Einarsdóttur, en þeir eru báðir látn- ir, og Haraldur, fyrrv. kaupfélags- stjóri Kaupfélags verkamanna á Akureyri, kvæntur Áslaugu Einars- dóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri. Foreldrar Kolbeins voru Helgi Kol- beinsson, b. á Hrappsstöðum, síðar verkamaður á Akureyri, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Helgi var sonur Kolbeins, b. á Svertingsstöð- um í Öngulsstaðahreppi, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar, systur Sigurlaugar, ömmu Indriða Indriða- sonar rithöfundar. Ingibjörg var dóttir Jósefs, b. á Kálíborgará í Bárðardal, Þórarinssonar, b. á ís- hóli í Bárðardal, Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Helga, systir Ás- mundar á Hvarfi í Báröardal, föður Valdimars ritstjóra, fóður Héöins alþingismanns. Helga var dóttir Sæmundar, b. á Amdísarstöðum, bróður Jóns, langafa Barða, skrif- stofustjóra Vinnuveitendasam- bandsins, og Kristjáns forstjóra Friðrikssona. Jón vár einnig langafi Þóris, afa Höskuldar Þráinssonar Kolbeinn Helgason. prófessors. Sæmundur var sonur Torfa, b. í Holtakoti, Jónssonar, b. á Kálfárborg, Álfa-Þorsteinssonar, b. á Ytrileikskálaá, Gunnarssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Sól- heimatungukoti, Bjarnasonar og konu hans, Halldóru Jónsdóttur, b. í Hrísnesi í Þverárhlíð, Sigurðsson- ar, b. í Sanddalstungu, Jónssonar, b. og dbrm. í Deildartungu, Þor- valdssonar, ættfóöur Deildartungu- ættarinnar. Óli Bjarni Jósefsson, Ásgarði 25, Reykjavík, varð fimmtugur í gær. Hann fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Jósefs Einarssonar verk- stjóra og Katrínar Kristjánsdóttur hjúkrunarkonu sem bæði eru látin. Óli hefur unniö ýmis störf hjá Reykjavíkurborg síðan 1954 en hann hefur verið bifreiðastjóri hjá Véla- miðstöð Reykjavíkurborgar frá stofnun hennar 1964. Óli kvæntist 29.5.1960 Sesselju Eiríksdóttur ræstingarstjóra, f. 22.8. 1941. Sesselja er dóttir Eiríks Helga- sonar, rafvirkjameistara í Stykkis- hólmi, og konu hans, Unnar Jóns- dóttur, en þau eru bæði látin. Börn Óla og Sesselju eru: Unnur, hárgreiðslumeistari, f. 26.3.1961, gift Jóni A. Kratch sjómanni, en þau eru búsett í Ólafsvík og eiga eitt barn; Katrín kennari, f. 2.10.1962, gift Hafliða Sívertsen, húsasmið og tæknimanni, en þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn; Kristján húsasmiður, f. 14.3.1964, en unnusta hans er Kristín Halla Þórisdóttir stúdent og eru þau búsett í Reykja- vík. Óli Bjarni Jósefsson. Óli Bjami Jósefsson Magnea Bjarnadóttir Magnea Bjarnadóttir, Borgar- heiði 31, Hveragerði, varð sjötíu og fimm ára síðastliðinn sunnudag. Magnea er fædd í Rvík, lauk prófi frá Héraðsskólanum aö Laugar- vatni 1933 og var síðar á Húsmæðra- skóla ísafjarðar. Hún giftist 1934 GuömundiMagnússyni, d. 1969. Böm Magneu og Guðmundar voru átta en þau misstu eitt í æsku. Á lífi eru Magnús, fyrrv. lögreglu- þjónn, nú b. og oddviti á Gríshóli í Helgafellssveit, kvæntur Guðrúnu Reynisdóttur; Gyða, fyrrv. banka- starfsmaður, gift Kolbeini Kristins- syni, b. á Haukabrekku á Skógar- strönd; Hjördis, fyrrv. póstmaður, húsfreyja í Mosfellsbæ, var gift Hauki Kjartanssyni, d. 1976; Bjarni, búfræðingur og b. á Svelgsá í Helga- fellssveit, kvæntur Brynju Sveins- dóttur; Ragnheiður, garðyrkjufræö- ingur, rekur plöntusöluna Borg í Hveragerði, gift Lars Nielson; Sveinn bifvélavirkjameistari, rekur Byggðasel hf. í Hveragerði; kvæntur Gerði Tómasdóttur, og Hildur, rek- ur Ásplast í Hverageröi, gift Þráni Svanssyni. Systkini Magneu eru Jón B. Long, rafvirki á Akranesi; Sveinn H. Long, Magnea Bjarnadóttir. bifvélavirki í Hafnarfirði; Þórlaug, húsmóðir í Rvík; Antonía, húsmóöir í Hveragerði; Bergþóra, húsmóðir á Akureyri; Gunnar, lagermaður á Akranesi, og Rebekka, húsmóðir á Norðfiröi, en hún er látin. Foreldrar Magneu voru Bjarni Jónsson, skipstjóri og skipaskoðun- armaður á Búðum i Fáskrúðsflrði, af Longættinni, og kona hans, Ragn- heiður Magnúsdóttir. Blaðið hveturafmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar umfrændgarðog starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Til hamingju með daginn 85 ára Bengta K. Grímsdóttir, Hringbraut 77, Reykjavík. Tryggvi Sigurðsson, Útnyrðings- stöðum, Vallahreppi. Einar Ágúst Einarsson, Fjarðar- stræti 18, ísafirði. 80 ára Karvel Sigurgeirsson, Bárugötu 37, Reykjavik. 75 ára Þorgerður Pétursdóttir, Miðhús- um, Búlandshreppi. Sigrún Sigtryggsdóttir, Aðalstræti 20A, Akureyri. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Reykjabraut 5, Þorlákshöfn. Marteinn Steingrímsson, Ásgarðs- vegi 25, Húsavík. 70 ára Sæmundur Valdimarsson, Tungu- vegi 22, Reykjavík. Ingunn Annasdóttir, Asparfelli 8, Reykjavík. Pétur Benediktsson, Hringbraut 89, Keflavík. Elínborg Bjarnadóttir, Fellsmúla 9, Reykjavík. 60 ára Jóhanna Ólafsdóttir, Völlum, Innri-Arkaneshreppi. Einar Þórarinsson, Eyrargötu 4, Eyrarbakka. Sólrún Sigurðardóttir, Grænuvöll- um 6, Selfossi. 40 ára Mattea Katrín Pétursdóttir, Kam- baseli 7, Reykjavík. Jóhanna Björg Ström, Brekkugötu 31, Þingeyri. Árni Halldórsson, Borgarhlíð 2E, Akureyri. Kristrún Sigurðardóttir, Litlageröi 11, Reykjavík. Guðmundur Siguijónsson, Orra- hólum 3, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.