Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Jarðarfarir Ólafur Þorkelsson er látinn. Hann fæddist á Jaðri á Bíldudal 30. mars 1897. Hann var sonur hjónanna Þor- kels Kristjáns Magnússonar og Ingi-, bjargar Sigurðardóttur. Ólafur lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1918. Hann var sjómaður til ársins 1932 en gerðist þá vörubíl- stjóri og keyrði lengi hjá Vörubíla- stöðinni Þrótti. Kona hans var Una Árnadóttir, en hún lést árið 1946. Þau eignuðust eina dóttur. Útför Ólafs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Eggert Magnússon, Söndum, Akra- nesi, er látinn. Jaröarförin fer fram í dag, 2. ágúst, kl. 14.15. Lára Skarphéðinsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 2. ágúst, kl. 15. Bálfór Gunnars Þorkelssonar, Hraunbæ 174, fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Björg Jónasdóttir tannsmiður, Hverfisgötu 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnaríjarðarkirkju í dag, 2. ágúst, kl. 15. Andlát Guðlaug Valdimarsdóttir talsíma- vörður, Rauðalæk 35, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala að kvöldi 29. júlí. Guðriður Sveinbjarnardóttir, Fram- nesvegi 10, lést þann 28. þ.m. á Elli- heimilinu Grund. Ingi Árdal lést í Borgarspítalanum 29. júlí. Markús Jónsson, Borgareyrum, Vestur-Eyjafjöllum, lést á heimili sínu að kvöldi 28. júlí. Sigríður Einarsdóttir frá Flatey á Breiðafirði, andaðist í Melrose, Mass., USA, þann 27. júlí. Hjónaband Þann 24. júní sl. voru gefin saman í hjóna- band af séra Braga Friðrikssyni, Ásthild- ur Haraldsdóttir og Hallgrímur Helga- son. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Ljósm. Svipmyndir. Tapaö fundið Gleraugu töpuðust í biðskýli Strætisvagna Reykjavikur við Austurbrún eða Norðurbrún. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 33929. Tilkynningar Tombóla Nýlega héldu þessir krakkar tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þau 300 krónum. Krakkarnir heita Am- dís Hauksdóttir, Elin Eiríksdóttir, Magn- ús Finnur Hauksson og Finnur Eiríks- son. Námskeið fyrir foreldra/ aðstandendur fatlaðra barna Allt frá árinu 1984 hafa félögin Þroska- hjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, staðið fyrir nám- skeiðahaldi fyrir foreldra fatlaðra barna. Þetta eru helgamámskeið og ekki er gert ráð fyrir bamagæslu eins og á fyrri nám- skeiðum. Hámarksþátttaka foreldra er Menning Bachsonötur i Skálholtskirkju Síðasta tónleikahelgi Collegium Musicum Síðustu sumartónleikar í Skál- holti að þessu sinni voru í gær. Þetta voru endurteknir tónleikar frá því á laugardag og á efnis- skránni voru þijár sónötur eftir Bach. Fyrst léku þær Ann Walström, Lilja Hjaltadóttir, Bryndís Björg- vinsdóttir og Helga Ingólfsdóttir, tríó-sónötu í G dúr, BWV 1038 og komu undarlegar fraseringar og uppbrot á linum manni strax í skrýtna stemningu. Þær Ann og Lilja léku á einhvers konar barokk- fiðlur með stuttum barokkbogum sem hafa auövitað allt aðra við- spyrnu en nútímabogar. Þetta kall- ar vitaskuld á sérstakan stíl í flutn- ingi og stundum flnnst þeim sem hefur rómantísk asnaeyru á höfð- inu eins og verið sé að spila niður vatni og jafnvel afturábak. Áhersl- ur falla á furðulegustu stöðum og línurnar „anda“ í einhvers konar synkópu sem er bæði skemmtilegt og býsna örvandi í byrjun en virkar dálítið svæfandi þegar frá líður. Og það er auðvitað alls ekki nógu Tónlist Leifur Þórarinsson gott að maður missi hvað eftir ann- að niður þráðinn í ööru eins snilld- arverki og tríósónötunni úr „Tóna- fórninni" sem var lokaverkið og leikið á barokkflautu af Kolbeini Bjarnasyni og á barokkfiðluna af Ann Walström en þær Bryndís Björgvinsdóttir (selló) og Helga Ingólfsdóttir (semball) sáu um „basso continue". Aðalvandræðin frá mínum bæjardyrum heyrt voru að barokkflautan hans Kolbeins er of lágróma til að hafa í fullu tré við hin hljóðfærin. Hefði satt að segja veriö talsvert gefandi fyrir að heyra Kolbein leika þetta á nútíma silfurflautu með Böhmsystemi og öllu tilheyrandi. Miöjuverkið, són- ata í A dúr BWV 1015 fyrir fiðlu og sembal, var því í rauninni há- punkturinn á tónleikunum því þar léku saman tveir „spesíalistar" sem kunna á þessu allt lagið, þ.e. þær Ann Walström og Helga Ing- ólfsdóttir og var með þeim fullkom- ið jafnræði. Það er óskaplega mikil músík í leikstíl Ann Walström, hún framkvæmir þessar snöggu og óvæntu fraseringar af töfrandi mýkt og Helga svarar henni full- komlega á sembalinn. En þótt ýmislegt hafi virkað einkennilega á undirritaðan á þessum tónleikum voru þeir samt þægilega spennandi og gefa góða líðan í endurminning- unni. LÞ 15 og þaö er reiknað með því að foreldrar sofi á staðnum. Einnig er reiknað með 3-4 foreldrum utan af landi, og er þeim greiddur ferðakostnaður. Þátttökugjaldi foreldra á þessum námskeiðum er haldið í lágmarki. Námskeiðin eru til skiptis fyrirlestrar og hópvinna foreldra. Reynslan af þessum námskeiöum hefur verið mjög jákvæð og nú er fyrirhugað að halda tvö námskeið í Reykjadal i Mos- fellssveit, eitt af hvorri gerð í september og október 1988. Fyrir foreldra unglinga 24.-25. september og fyrir foreldra barna á forskólaaldri og fyrstu skólaárin 29.-30. október. Þess skal geta að þátttaka for- eldra hefur verið ntjög góð af öllu landinu. Skráning er i síma 91-32961 hjá Kristínu Jónsdóttur þroskaþjálfara milli kl. 17.30 og 19.30. sem jafnframt gefur allar nánari upplýsingar um fyrirkomu- lag námskeiðanna. DV-mynd KAE Itaktviðallífið á laugardögum Á bílamarkaði DV á laugardögum auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og öllum verðflokkum. Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Kammersveit í Skálholtskirkju Seinni sumartónleikar í Skál- holti á laugardaginn var voru hljómsveitartónleikar og þeir voru endurteknir fyrir fullu húsi daginn eftir. Þarna var komin lítil hljóm- sveit sem hafði æft í nokkra daga undir stjórn sænsku fiðluleikkon- unnar Ann Walström og viöfangs- efnin voru tveir concerti grossi eft- ir Corelli og konsert fyrir barrok- flautu, blokkflautu og strengi eftir Telemann. Camilla Söderberg og Kolbeinn Bjarnasori voru sólistar í Telemann og náðu þau verulega fallega sam- an. Þó brá örsjaldan fyrir smávegis óðagoti eða fælni, sem ekki var þó hættulegt og átti reyndar að sumu , leyti vel við stíl verksins, sem er fullt af kostulegum uppátækjum. Telemann er nefnilega feikna leik- húslegur í andanum og langt frá allur þar sem hann er séður. Stórkonsertar Corellis eru eins og ailir vita unaösleg músík úr miðjum barrokknum, fullir af tón- rænum ævintýrum sem minna á þjóðkvæði. Það var ekki ónýtt að Tónlist Leifur Þórarinsson heyra þessa tvo flutta upp á nýja- gamlamóöinn, sem að vísu jaðrar við að vera tilgerðarlegur í sinni eilífu sannleiksleit. Þetta var lif- andi hjartnæm músisering, þar sem allir lögðu sig fram við að skemmta áheyrendum meö syngj- andi sveitalegu strengjaspili og þegar „útilegumenn í Ódáða- hraun“ brá fyrir í lok c-moll kon- sertsins, slógu hjörtun glaðlega í takt viö allífið. LÞ Fjársterkur aðili óskar eftir að kaupa BAKARÍ í fullum rekstri. Áhugasamir hafi samband við auglýsingaþjónustu DV merkt bak- arí 123. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.