Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. 5 Fréttir Geysir: segir Þórir Sigurðsson „sápustjóri“ „Þaö hafa veriö svona um þaö bil 3-4000 manns sem fylgdust með Geysisgbsinu klukkan 15 á laugar- daginn, ef áætla má þá tölu út frá þeim mikla flölda bifreiöa sem komu á staöinn, en þeir hafa verið um 1000 talsins. Gosiö var mjög gott, stóð lengi og hefur verið svona um það bil 30-40 metrar á hæö,“ sagöi Þórir Sigurðsson, sem hefur séö um að setja sápu í Geysi. „Það er ekki hægt að líkja þessu gosi saman við gosiö sem framkallað var í síðustu viku, en það var mjög lélegt,“ sagði Þórir að lokum. Greinilegt var að stór hluti áhorf- enda var erlendir ferðamenn sem áttu ekki orð yfir þetta náttúruund- ur. Nokkuð skyggði á gosið að úr- helhsrigningu gerði á Geysissvæð- inu á meðan glampandi sólskin var allt um kring í næsta nágrenni. Mik- il örtröð bifreiöa geröi mönnum nokkuð erfitt fyrir, og rétt fyrir klukkan 15 var komin nokkur hundruð metra biðröð að hvemum. Eftir að gosinu lauk gekk erfiðlega að greiða úr flækjunni og þurftu menn að bíða rúman klukkutíma eft- ir að komast frá staðnum á ný. Greinilegt var að margir af nærhggj- andi útivistarsvæðum notuðu tæki- færið til að hta á gosið, til dæmis var straumur' fólks frá Laugarvatni á svæðið. ÍS Mikla úrhellisrigningu gerði á meöan gosið stóð yfir. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.