Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Lífsstm Byssan er í íyrsta sæti en makinn í þriðja - skotfélagsmenn á æfingu Hjá Skotfélagi Reykjavíkur er nú æft af fullum krafti enda er veiði- tíminn að hefjast og á næstunni verð- ur haldin haglabyssuskotkeppni á skeetvellinum í Hafnarfirði. Skot- félagiö hefur aðstöðu upp í Leirdal í Grafarholtinu, rétt fyrir ; :an golf- völlinn. Þar eru bæði riffilvöllur og aðstaða til að skjóta leirdúfur. í síðustu viku voru samankomnir nokkir karlmenn að æfa sig fyrir skotkeppnina sem fram undan er og fyrir veiðina í vetur. Sagt er að menn sem hefji veiðar af áhuga séu aldrei heima, byssan sé í fyrsta sæti, hund- urinn í öðru en eiginkonan/eigin- maðurinn í þriðja sæti. En aðrir segja að þetta sé aðeins í nösunum á þeim. Einn skotfélagsmanna hafði á orði að skytturnar þjáðust af öllu öðru en minnimáttarkennd í þessum bransa. Furðulega hittnir Um það bil 10 félagar voru mættir til leiks á skotvellinum hver með sína haglabyssu sem þeir höfðu vart aug- un áf allan tímann. Venjulega fara 6 manns út í einu að skjóta leirdúfur en þar sem þeir urðu fyrir truflun þetta kvöld fóru að meðaltali tveir til þrír saman aö skjóta. Rafknúin leirdúfuvél kastaði upp leirdúfum af fullum krafti og menn skutu hagla- byssuskotúm í gríð og erg. Blaöa- maður furðaði sig á hversu hittni þeirra var mikil, kannski vegna þess að hann hafði ekki upplifað slíkt áð- ur. Þessi hópur er yfirleitt með mjög góða reynslu í skotfimi enda höfðu þeir margir hverjir stundað veiöar í allt að 10 ár eða lengur. Að sögn félaganna eru meðlimir skotfélagsins á öllum aldri, frá 18 ára Einar Páll er vígalegur skotmaður enda talinn einn a» þeim efriilegri í dag. Þess má geta svona til gamans að Einar og fleiri félagar hans fóru að sjá Rambo að lokinni æfingu. DV-myndir GVA „Ég fóma öllu fyrir skotfimina og veiðina" - segir Einar Páll Garðarsson Einar Páll Garðarsson er nýkom- inn úr mikilli æfingaferð um Svíþjóð. Hann fór ásamt öðrum félaga til æf- inga og var studdur af Skotsambandi íslands. „Ég hef stundaö skotæfmgar í þrjú ár en hef farið á veiðar frá því ég man eftir mér,“ sagði Einar „Á sumrin fer ég á laxveiðar en á veturna stunda ég skotveiðar. Það er farið að setja manni skorður hversu dýrt þetta sport er.“ Einar sagðist fórna öllu fyrir veiö- ina og fara allar helgar yfir vetrar- tímann á veiðar, fyrst á gæs svo á ijúpu og síðast á önd og á sumrin í laxveiði. Þegar best lætur labbar hann allt að 30 kílómetra samkvæmt beinni línu á kortinu fyrir utan ýms- ar krókaleiðir sem farnar eru. Einar tekur einnig alltaf þegar færi gefst þátt í skotkeppni og þykir ein af efni- legri skyttum landsins. Síðustu fjög- ur skiptin, sem hann tók þátt í keppni, vann hann tvisvar og varð tvisvar í ööru sæti. „Ég æfi að meöal- tali fjórum sinnum í viku og fer 4 tU 5 hringi í senn. Það kostar á bUinu 20 til 30 þúsund á mánuöi. En auövit- að veiöir maður eitthvað upp í kostn- aöinnsagði Einar. - Hvað þarf til að verða góður veiöi- maður? „Það er mikil spurning um að byrja rétt og hafa góðar byssur. Margir gefast tU dæmis Ujótt upp ef þeir hafa ekki góðar byssur. Og góður byssumaður þarf að virða allar ör- yggis- og umgengisreglur og virða náttúrunna. -GKr á að fá byssuleyfi? Hvemig AUir sem hafa aldur tU, 20 ára og eldri, geta fengið byssuleyfi. Önnur skUyrði eru þau aö maður- inn hafi ekki misnotaö þessi vopn áður né sé með flekkaö mannorð. Sótt er um byssuleyfi tíl lögreglu- sfjóra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, eða fijá sýslumanni, en við- komandi fær ekki leyfið fyrr en hann hefur lotóð námskeiöi í með- ferð þessarra vopna, sem standa yfir í tvö kvöld. Að sögn Friðriks Gunnarssonar, fúUtrúa hjá lögreglunni í Reykja- vík, eru þessi námskeið haldin nokkrum sinnum á ári eftir því hve margir sækja um. Hann átti von á því áð þó nokkur mörg námskeið yrðu í byijun ágúst vegna þess að leyfi tíl að fara á gæsastóttirí hæf- ist um miðjan ágúst. „Ef einhver ætlar sér aö kaupa skotvopn i verslunum veröur sá hinn sami að sýna skírteini eða kvittun sem sýnir að viökomandi hafi byssuleyfi. Það sama gUdir um þá sem kaupa byssur erlendis þeir verða að sýna pappíra upp á að þeir hafi byssuleyfi. Ef þeir eru ekki með neitt í höndunum eru byssumar geymdar uns þeir hafa aflað tUskiiinna leyfa,“ sagöi Frið- rik. Byijendur fá leyfi fyrir riffla og haglabyssur en þeir sem hafa haft byssuleyfi í 4 ár geta tekið meira- próf fyrir skammbyssur en sjálf- virk skotvopn eru ektó leyfð hér á landi fyrir almenning. -GKr upp í 70 ára. Ennfremur sögðu þeir að best væri að æfa frekar oftar og styttra í einu tU að halda sér við, fremur en sjaldan og mikið. Hvað sem því líður æfa þessir garpar tvi- svar til fjórum sinnum í viku að meðaltali frá febrúarmánuði fram að hausti og fara fjóra tU fimm hringi í senn og skjóta 25 leirdúfur í hverjum hring. En vetrartíminn fer allur í veiðar. Siðareglur skotveiðimanna Sem kunnugt er, er þessi íþrótt afar umdeUd og vilja skotmenn halda því fram að það sé fyrst og fremst af vanþekkingu. Þeir hafa sínar siða- reglur, eins og aðrir íþrótta- og veiði- menn, sem eru eftirfarandi: 1. Sýna landi og lífríki fyUstu virð- ingu. 2. Virða lög og reglur um vopn og veiðar - 3. Fara vel með veiðibráð. 4. Viröa rétt landeigenda og standa vörö um eigin rétt. 5. Vera tiUitssamur og háttvís veiði- félagi Dægradvöl 6. Góður veiðimaður skUur ekkert eftir sig nema sporin. Einnig leggur Skotvís til að allir veiðimenn séu vel tryggðir fyrir óhöppum á mannvirkjum eða dýr- um. 98% stunda skotveiði „Skotveiði og skotfimi eiga sam- leið, það er engin spurning. Það má segja aö 98% þeirra sem stunda skot- fimi séu einnig veiðimenn en það er lægra hlutfallið sem er veiðimenn og stundar skotfimi," sagði Þorsteinn Ásgeirsson, formaður skotsambands íslands, í samtah við DV. „Þetta eru tvö aðskUin félög. Skotfimin er innan íþróttasambands íslands og þiggur styrki þaðan en Skotveiðifélagið er áhugamannasamband. Hins vegar er ljóst að þessi tvö félög væru ágæt saman undir einum hatti en gamlar kellingabækur hafa gert það aö verk- um að þau hafa ekki náð að samein- ast.“ Skotfélag Reykjavíkur er elsta starfandi félag á íslandi. Það var stofnað árið 1867 og síðan þá hafa sprottið upp félög víðs vegar um landiö, bæði skotfélög og skotveiðifé- lög. Til dæmis verður Skotveiðifélag íslands 10 ára 23. september. Þorsteinn tjáði okkur að einmitt nú í ár væri mikiö að gerast hjá skot- félögum víða um land, til dæmis væif verið að taka nýjan skeetvöll í notkun á Höfn í Hornafirði, sem og í Hafnarfirði, og væri veriö að vinna að velli í Vestmannaeyjum og verið að velta fyrir sér velli á Akranesi. Þorsteinn Ásgeirsson, formaður Skotsambands íslands, mundar byssuna. En samkvæmt reglum byssumanna ber alltaf að hafa hana opna ef hún er ekki i notkun. Opinbert hálfkák Sverrir Scheving Thorsteinsson jarðfræöingur, sem starfað hefur mikið innan Skotveiðifélagsins og séð um fræðslu, sagði að ísland væri mjög skemmtilegt veiðiland, til dæm- is það, að geta keyrt í hálftíma út fyrir bæinn og vera þá kominn í ágætis veiðilendi, teldist mjög mikill kostur. Hann vildi meina það að 12 til 14.000 manns stunduðu skotveiðar á íslandi. „Það er stutt í veiðieðlið í okkur öllum,“ sagöi Sverrir. „Það sem helst er ábótavant varð- andi veiðimennskuna hér á landi er hversu mikið hálfkák er af hálfu hins opinbera. Það á að skylda alla til að fara á alvörunámskeið úti í náttúr- unni áður en þeir fá byssuleyfi. Það mætti líkja núverandi byssuleyfi við það að taka bílpróf meö því aö lesa aöeins örfáar leiðbeiningar," sagði Sverrir. .qjq. „ísland er mjög skemmtilegt veiði- land,“ segir Sverrir Scheving Thor- steinsson jarðfræðingur. Birgir Sæmundsson skytta: Sló út heimsmetið í nákvæmnisskotfimi „Ég stefni á aö veröa í einhverjum af efstu sætunum á heimsmeistara- mótinu í nákvæmnisskotfimi," sagði Birgir Sæmundsson, skytta og byssusmiður, í samtali við DV en hann mun halda utan síöar í þessum mánuði til að taka þátt í heimsmeist- arakeppninni í svokallaöri ná- kvæmnisskotfimi í Ohio í Bandaríkj- unum. Birgir náði þeim undraveröa ár- angri á dögunum að ná betri árangri í þessari íþrótt en skráð er sem heimsmet. „Það var ekki hægt að skrá þennan árangur þar sem þetta var ekki í keppni. Hins vegar voru mörg vitni að árangrinum sem ég náði,“ sagði Birgir. Skotíþróttin, sem Birgir stundar með heimasmíðuðum rifíli, byggist á því að hitta með fimm skotum í gegn- um lítið gat sem hann myndar með fyrstu kúlunni. Ef ein kúla geigar getur það skipt sköpun. Árangurinn mælist frá miðju aðal- gatsins til miðju þess sem fer lengst frá. Því lægri sem talan er því betri er árangurinn. Skráö heimsmet er 0.177 en besti árangur Birgis er 0.171. Hann hefur því náð töluvert betri árangri. Birgir hefur keppt þrisvar áður, árið 1978, ’80 og ’81. í síðustu keppni var Birgir í 18. sæti af um 200 kepp- endum. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.