Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. 21 Iþróttix næsta manni Mótið tókst í alla staði mjög vel og að sögn Björgúlfs Luðvíkssonar, formanns Golfklúbbs Reykjavíkur, þá gekk öll tímasetning og framkvæmd að óskum enda mótið gífurlega vel undirbúið. „Ég held að allir geti verið sammála um að mótið hafi tekist framar öllum vonum enda lögðu skipuleggjendur mikinn tíma og fyrirhöfn í að undirbúa mótið sem best. Þetta var geysilega stórt mót og það er ótrúlegt að einn völlur geti staðið undir undir þessum fjölda. Völlurinn var sem betur fer í topp- ástandi og stóöst álagiö," sagði Björg- úlfur í samtali við DV. „Þetta var mjög skemmtilegt mót og keppendur léku mjög vel. Það var sér- staklega gaman að Sigurður skyldi vinna en hann lék frábærlega vel og átti svo sannarlega sigurinn skilið," sagði Björgúlfur ennfremur. -RR - 'IV*-., - Nýkrýndir Islandsmeistarar, Sigurður Sigurðsson og Steinunn Sæmundsdóttir, fagna hér titlunum. Þau höfðu sannarlega ærna ástæðu að fagna því þau léku bæði glæsilega á mótinu. Sigurður, sem vann sinn fyrsta islandsmeistaratitil, lék á 12 undir pari og varð 6 höggum á undan næsta manni og 7 höggum á undan Úlfari Jónssyni sem' sigraði á mótinu í fyrra. * DV-mynd GVA Nú veistu hvernig þú færð hollan, bragðgóðan fjölbreyttan og fljótlagaðan mat. Með Mueller’s pasta _ Allt sem þú óskar þér í einum munnbita. Mueller’s pasta er ekki bara spaghetti. Mueller’s er líka lasagna, vermicelli, núðlur og skrúfur úr spínati, tómötum og durum semolina, sem er eggjahvítu- rík og fitusnauð korntegund. Að auki er Mueller’s pasta ríkt af B- víta- mínum og járni. Mueller’s pasta getur þú fengið án kólestrols og salts. Með Mueller’s pasta færðu hollan og bragðgóðan mat. Það er góð hugmynd að fá sér Mueller’s pasta (borið fram Mullers). * Uppskriftin er fengin úr bókinni Pastaréttir í bóka- flokknum Hjálparkokkurinn frá Almenna bókafélaginu. Pasta og pylsur * Handa fjórum. Undirbúningur: Um 15 mín. Suða/steiking: Alls 15-20 mín. 350-400 g pasta Basilíkum, merían Salt, olía og smjör 100 g beikon 1-2 hvítlauksgeirar 200 g kokkteilpylsúr 100 g óðalsostur (eða jarl) 1. Meyrsjóðið pastað í velsöltuðu vatni og 1 msk af olíu. Klippið beikonsneiðarnar í 2 eða 3 bita, fínrífið ostinn. 2. Snöggsteikið beikonið og síið úr því á eldhús- pappír. Brúnið pylsurnar í beikonfeitinni og hald- ið þeim heitum. 3. Hellið soðnu pastanu í sigti og bræðið 1 msk af smjöri í pottinum. Bætið í krömdum hvítlauk, rifnum osti og dálitlu fersku eða þurrkuðu basilík- um og merían. Hellið síuðu pasta í pottinn, setjið á lok og hristið pottinn svolítið yfir hitanum. 4. Hellið réttinum í framreiðslufat og leggið beik- on og pylsur ofan á. Borið fram strax með tómat- salati. Muellers 3SÖED Mueiler’s ?^ies pasta swirls ENHBCHED MACARONI PROOUCT «« ®í SEIMOILÍMIA FAAIINA KARL K. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 ■> Muelier's

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.