Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Spumingin Á að tengja krónuna er lendum gjaldmiðli? Tryggvi Elíasson: Hef ekki hugmynd um þaö. Jón Thorsteinsen: Já, hún verður * stöðugri. Pétur Bergmann: Ég veit það ekki. Jón Þórðarson: Það er alveg sjálf- sagt. Ásta Björnsdóttir: Nei. Ásta Hannesdóttir: Ég veit það ekki. Lesendur Opið bréf til dómsmálaráðherra Fangi á Litla Hrauni skrifar: Mig langar til að varpa fram nokkrum spurningum um stefnu hins opinbera í félagsmálum fanga. Nánar tiltekið varðandi húsnæðis- mál þeirra sem eru að losna úr fangelsum. Ég veit ekki til þess að það sé stefna ráðuneytisins eða hins opin- bera að útvega öruggt húsnæði fyr- ir menn sem eru að losna úr refsi- vist. Augljóslega hlýtur það þó að vera undirstaða nýs og betra lífs og jafnframt grundvöllur fastrar atvinnu og menntunar. Enginn fé- lagsráðgjaíi ráðleggur föngum neitt í þeim efnum eða öðrum yfir- leitt. Enginn félagsráðgjafi starfar í fangelsum né heldur sálfræðingur þótt lög mæli svo fyrir. Þykir mér það ótrúleg skammsýni og fyrir- hyggjuieysi. Fangar, sem koma húsnæðislausir úr fangelsum, virð- ast í fljótu bragði eiga um þessa kosti að velja: 1. Að flytjast til bráðabirgða á heimili Vemdar. Þar mega þeir búast við tafarlausum útburði ef þeir þiggja róandi lyf þótt að lækn- isráöi sé. Einnig nægir að húsvörð- ur gmni þá um að hafa fengið sér í glas á dansstað. Geti fangi ekki, vilji ekki eða þurfl ekki að lifa sam- kvæmt leiðbeiningum AA-samtak- anna getur hann útilokað þann möguleika. 2. Þeir sem vilja búa í miðborg Reykjavíkur geta fengið herbergi hjá Hjálpræðishernum með útsýni yfir „rúntinn“. Sumir lenda þó á lakari gististöðum. Ef fangar eru mjög heppnir og reglulega þolin- móðir losar Félagsmálastofnun sig viö þá með því að styrkja þá með kr. 15 þúsund til fyrirframgreiöslu upp í húsnæði. 3. Þeir sem eru svo vel settir að eiga tjald geta e.t.v. tjaldaö í Laug- ardalnum. 4. Þeir sem em svo vel stæðir að eiga bílgarm geta sofið í honum eða selt hann og leigt sér 8 fermetra kvistherbergi í nágrannabyggðum Reykjavíkur. 5. Þeir sem eftir era geta svo far- iö til sjós eða upp í sveit að bíta gras. Þeir fangar sem koma ungir og ómenntaðir úr fangelsum era margir. Margir þeirra eru skuldug- ir eða húsnæðislausir í þokkabót. Sumir hafa átt ansi rótlaust og ömurlegt líf allt frá bernsku. Hafa jafnvel lent ungir á uppeldisstofn- unum hins oþinbera sem gjarnan mætti nefna forskólafangelsi. Fangelsi brjóta menn niður en bæta ekki nokkurn mann. Það er a.m.k. skoðun flestra sem hafa þurft að dúsa bak við rimla og einn- ig margra „fræðinga" sem við þau hafa starfað. Ekki hef ég oröið var við uppbyggingarstarf í íslenskum fangelsum og ætti í því sambandi aö nægja að nefna skortinn á fé- lagsráðgjafa og sálfræðingi sem eru þar vitaskuld bráðnauðsynlegir. Ég veit mörg dæmi þess að menn hafi framið afbrot eftir fangavist beinlínis eða óbeinlínis vegna beiskju yfir vonlítilli félagslegri stöðu sinni. Ef ég misskil ekki fjár- lögin eru svo þessir sömu menn á fjárlögum næsta árs undir fjárlaga- liðum sem nefnast; löggæsla, gæsluvist, réttargæsla og máls- kostnaður, dómskostnaður og síð- an afplánun og refsivist. Vissulega skapa afbrotamenn atvinnu í þessu landi. Þá er tilvist þeirra ágætt dæmi um það sem ekki er að hjá „okkur“ góðborgurum þessa lands. Svart-hvítt, uppi-niðri. Sumir fróðir menn telja þó að málin séu ekki svona einföld og að allt í lífinu eigi sínar orsakir og skýringar. Líka tOvist afbrotamanna. Loks koma spurningarnar til dómsmálaráðherra: 1. Er það stefna ríkisins og þar með yðar að útvega þeim sem koma húsnæðislausir og blankir út úr fangelsum ríkisins húsnæði á við- eigandi kjörum? 2. Ég vil einnig spyija hvort þér áhtið ekki að menn sem losna úr fangelsum án þess að eiga sér ör- uggt athvarf séu líklegri til aö skila sér fljótlega aftur í klefann sinn en sá sem athvarfið á? 3. Teljið þér að sú skilyrðing sem felst í því að bjóöa mönnum sem losna úr fangelsum aðeins upp á húsnæði þar sem menn verða að lifa og hlýta agareglum eins og í fangelsum sé heiöarleg gagnvart þeim? Síðasta spurningin minnir mig á leikritið Glerbrot. Stúlkan leitaði á náðir trúarinnar í einrúmi þegar allar leiðir virtust lokaðar. Þegar reynt var að þröngva henni til trú- ar snerist hún til varnar. Að lokum leyfi ég mér að vona að stjóravöld komi einhvern tíma auga á, í öllum hamagangi húsbygginga, þarfir og neyð annarra en ráðherra og Seðla- bankastjóra. Af hógværð leyfi ég mér að vonast eftir svari. „Ég veit mörg dæmi þess að menn hafi framið afbrot eftir fangavist beinlínis eða óbeinlínis vegna beiskju yfir vonlítilli félagslegri stöðu sinni,“ segir m.a. í bréfinu. - Litla Hraun í Árnessýslu. Rás 2 goð Útvarpshlustandi hringdi: í minni vinnu hef ég tækifæri til þess að hlusta á útvarp allan dag- inn án þess að þaö trufh mig. Eg geri því mikiö að því aö hlusta á eitthvaö af afþreyingarrásunum, Bylgjuna, Stjöraunaog Stöð 2. Eftir þvi sem ég hlusta lengur fæ ég allt- af meira og meira dálæti á rás 2. Síbyljan, blaðrið og diskótónlistin á Bylgjunni og sérstaklega Stjöm- unni eru að gera mig vitlausan. Iöulega eru sömu lögin, sem eru vinsæl á listum þá vikuna, spiluð margsinnis sama daginn svo mað- ur er orðinn hundleiður á þeim eft- ir daginn. Mun minna ber á þessu hjá rás 2 þar sem reynt er að vera meö ahar tegundir tónlistar. Þar er til dæmis mikiö meira gert aö því að spila tónlist sem samin var á árunum 1970-80 og virðist hreinlega vera iabú hjá Bylgjunni og Stjömunni. Ég skil ekkert í því af hveiju sú tónhst á ekki upp á pallborðiö þar því flestum pælandi mönnum þykir hún mun merkilegri en sú sem framleidd er í dag. Ég vil því koma að þakklæti til rásar 2 fyrir að sinna þessum tíma eitthvað og vona aö rásin leggi ekki upp laupana þótt hlustendahópur- inn sé kannski ekki mjög stór. Hvalveiðar og mannúð Ingvar Agnarsson skrifar: Hvahr eru stórfenglegustu dýr sjávarins. Þeir eru flestir fardýr, og sumar tegundimar koma hingað til að ala hér afkvæmi sín. Það er mikil- fengleg sjón að sjá þá synda og bylta sér í sjávarborðinu. Það verður öh- um ógleymanleg sjón, er séð hafa. Allflestir skíðishvalir lifa á ljósátu einni saman. Það er því algjört rang- hermi þegar hvalveiðisinnar bera það á borð fyrir alþjóð að þessir hval- ir éti svo mikið af fiski og þess vegna verði aö halda fjölda þeirra í skefjum. Hættum að drepa hvali, það væri okkur til sóma og okkur samboöið. Og meðan ekki eru þekktar aðferðir til að drepa þessi stóru dýr á hrein- legan hátt, þá er hvaladráp okkur th stórkostlegrar minnkunar. Á meðan ekki er hægt að aflífa þá nema með óheyrilegum pyntingaraðferðum þá eru hvalveiöar algjör ósvinna og níð- ingsháttur, einkanlega þar sem eng- in þörf er á þessum veiðum, því sagt er að óseld hvalkjötsfjöll séu þegar allt of há. Garðar, hvar áttu heima? íbúi skrifar: Mallorca á Spáni og heitir Christina Ég fékk bréf inn um lúguna hjá R. Fischer og stílar bréfið á Gardar mér um daginn sem stílað er á mitt (sennilega Garðar) BergGudjónsson, heimilisfang, en ég kannast ekkert Hringbraut 78,109 (?) Reykjavík. Ef við nafn viötakanda og veit ekki til einhver kannast við að eiga þetta þess að hann hafi nokkum tíma átt bréf, þá getur hann vitjað þess á heima á þessum stað. Sendandi er frá DV. Þetta er bréfið sem íbúi á Hringbraut fékk inn um lúguna hjá sér. íbúi á Hvitarbakka i Biskupstung- grafhundakyni). Ef einhver vill fá um skrifar: okkur getur hann eða hún hringt Við erum fjórir, fallegir hvolpar í síma 98-68862 eða komiö að Hvít- sem vantar heimili. Við erum árbakka í Biskupstungum, 801 Sel- fæddir 28. maí og erum af blönduðu foss. smáhundakyni (móðir okkar er af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.