Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 12
12 Sælkerinn Stórgott á Skaga Meistari Jakop, meistari Jakop, sefur þú, sefur þú. Já, allir-kannast við þessa gömlu vísu. Eitt er víst að meistari Jakop, veitingamaður á Hótel Akranesi, sefur ekki á verðin- um. Að undanfórnu hefur nokkuð veriö ritað um hinar „slæmu“ hhðar veit- ingareksturs úti á landi. Á Hótel Akranesi er veitingahúsið „Stromp- urinn“ auðvitaö, því það sem Reyk- víkingar sjá best á Akranesi er strompur Sementsverksmiðjunnar. Það verður að segjast eins og er'að Strompurinn kom verulega á óvart. Við fyrstu sýn mætti halda að Strompurinn væri svokallaður pitsustaður en þar er pitsuofn og eru pitsur á boðstólum. Einnig er lítill sérréttaseðill eða dagsseðill. Þegar hann var skoðaöur kom i ljós að hann var frekar óvenjulegur, bæði franskur og frumlegur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að mat- reiðslumeistari á staðnum .er hinn fransk-íslenski meistari, Francois Louis Fons, sem í mörg ár var yfir- matreiðslumaður á Hótel Sögu. Eins og áður hefur komið fram er matseð- illinn frekar lítill og ræður framboð af hráefni gerð hans og er honum breytt í samræmi við þaö. Meðal rétta á seðlinum mætti nefna villi- sveppasúpu og hina frægu köldu súpu Gaspacho Andalous. Af forrétt- um er rétt að benda á t.d. laxagalant- ine sem er köld laxasneið með fyll- ingu og ekki má gleyma grísapaté hússins með súrum gúrkum. Nokkrir réttir minna á nágrenni Akraness, t.d. pönnusteikt hvalsteik með tonic og piparsósu, mjög athygl- isverður réttur, og svartfugl með blá- berjasósu. Vitaskuld er gott framboð af góðum fiski á Akranesi og þegar Sælkerasíðan var á ferð var t.d. boð- ið upp á skötusel með villisveppum og rjómasósu. Vitaskuld mætti nefna ýmsa aðra góða rétti en fyrir þá sem ekki eru svangir mætti mæla með Sallat Nico- ise. Auðvitað eru eftirréttir á mat- seðlinum, t.d. Grand Marnier ís í sykurkörfu með berjasósu. Segja má að veitingahúsiö Strompurinn á Akranesi sé nokkuð óvenjulegur veitingastaöur, þ.e.a.s. pitsustaður og íslensk-franskur. Þetta fyrir- komulag hentar vitaskuld sérlega vel úti á landi. En það sem skjptir þó mestu máli er að á veitingahúsinu Strompinum á Akranesi er unnið eftir hinum gömlu frönsku hand- verksreglum í matargerð. Þar af leið- andi hefur Strompurinn allmikla sérstöðu meðal veitingahúsa á ís- . landi. Þótt Akranes sé í loftlínu nálægt Reykjavík er drjúgur spölur að aka þangað og ferðir Akraborgar taka sinn tíma. Það er því kannski ekki mikið um það að Reykvíkingar skreppi upp á Skaga svona í sunnu- dagsbíltúr. Það er þó sannarlega þess virði að snæöa á Strompinum. Álhr í fjölskyldunni ættu aö geta fundið eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum. Þá er thvalið að skoða hiö merka byggðasafn. Fyrir þá sem aka í gegn- um Akranes á leið sinni út á land er tilvahð að hefja ferðina á góðri mál- tíð. Bláberjadagar Þá er sá tími kominn að hægt er að tína ber. Fróðir menn segja að berin þroskist nokkuð seint í ár en nú ættu þau að vera orðin nægilega þroskuð. Berjaspretta er nokkuð misjöfn um landiö. Hvergi mun hún þó vera virkilega góð, víðast hvar svona í meðallagi. Auðvitað er sjálf- sagt fyrir aha sem vetthngi geta vald-' ið að fara í berjamó. Berin eru holl, góð og ódýr og svo er það ánægjulegt fyrir aha fjölskylduna að taka nesti með sér og fara í beijamó. Það má matreiöa ber á ýmsa vegu, flestir gera þó sultu og saft en margir frysta berin og sumir sjóöa þau niður. Hér kemur uppskrift að verulega góöri blábeija- eða aðalblábeijatertu sem auðvelt er að laga. Þessi upp- skrift er úr bók er nefnist „Jane Grig- sons Fruit Book“ Jane þessi er ensk og bók hennar frábær. 300 g bláber eða aðalbláber 2 skræld og úrkjörnuð eph rifinn börkur og safi úr einni sítrónu 1.5 dl púöursykur 2.5 dl sigtað hveiti 1 dl sykur 1 tsk. lyftiduft 1 sléttfull tsk. salt 50 g smjör 1 þeytt égg 50 g valhnetur eða heslihnet- ur, grófhakkaðar kanih Smyijið eldfast fat að innan með smjöri. Skerið eplin í sneiðar. Bland- ið saman berjum, eplum, sítrónu- berki, safa og púðursykri. Jafnið þessari blöndu í fatið. Balndið svo saman hveiti, sykri, lyftidufti, og salti. Hrærið smjörið saman við og því næst þeytt eggiö og hnetuhakkið. Breiðið þetta deig yfir berin og ephn, sáldrið kanií yfir. Kakan er svo bökuð í ofni við 200° C hita í 30 mín. Ef kakan verður of brún má lækka hitann. Best er kakan volg með þeyttum rjóma eöa vanhlu- ís. ' LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Nýtt, nýtt- jógúrtís Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu matvæla í heiminum. Nú er helst lögð áhersla á að bæta geymsluaðferðir, auka hollustu og minnka fitu. Bandaríkjamenn hafa löngum vériö miklir ísneytendur. Undanfárin ár hefur gengið yfir Bandaríkin hálfgert heilsuæði. Með- al vörutegunda, sem þróaðar hafa verið í Bandaríkjunum, er jógúrtís. Þessi nýja tegund af ís hefur náð verulegum vinsældum. Jógúrtís hef- ur verið á markaði í Bandaríkjunum í um 12 ár. Hann hefur náð miklum vinsæld- um í Japan og öðrum Asíulöndum. Nú er þessi ágæta afurð komin á markað hér á landi. Þaö er fyrirtæk- ið íshölhn sem hefur kynnt jógúrtís- inn hér á landi en fyrirtækið rekur ísverslanir víða um borgina sem kunnugt er, m.a. í Kringlunni. Uppskriftina að jógúrtísnum sækir íshöllin auðvitað til Bandaríkjana eða til Colombo samsteypunnar sem Sælkerinn Sigmar B. Hauksson er einn stærsti framleiðandi jógúrt- íss í heiminum. Jógúrtísinn er fram- leiddur fyrir íshöhina í samvinnu við Mjólkurbú Flóamanna og Emmess ísgerðina. Þess má geta að þessi fyrir- tæki eru þau fyrstu í Evrópu til að framleiða og markaðssetja þennan vinsæla, bandaríska jógúrtís úr inn- lendri mjólkurafurð. Helsti kostur- inn við jógúrtísinn er að hann er þrisvar sinnum fituminni en venju- legur ís. Þá eru í jógúrtinni gerlar sem eru mjög holhr og nytsamir fyr- ir mannslíkamann. Til að auka holl- ustu jógúrtíssins eru hafðir með hon- um ferskir ávextir, hnetur og jafnvel granóla. Ekki veitir nú af að auka framboðið af hohustuvörum sem geta talist sælgæti því sykur- og sæl- gætisneysla Islendinga er vægast sagt of mikfi. Þess vegna er hægt að mæla með bikar af jógúrtís frekar en poka af sælgæti, súkkulaði eða sætum kökum. Enn sepi komið er fæst jógúrtísinn aðeins í verslunum íshallarinnar sem eru víða hér í borg, t.d. við Hall- ærisplanið og Melhaga. Vonandi verður þó þessi ágæta af- urð sett á almennan markað sem fyrst. SIVIÁAU G L_VSIN G A R mmmmmsm Sýnum gagnkvæma tillitssemi í umferðinni. IUMFERÐAR ’RÁÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.