Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 13
Grandabræó-
ingur hjá Davíð
13 Sí
Uppáhaldsmatur á sunnudegi
geta aö surimi er gervi-
krabbakjöt, nokkurs
konar paté. Aö sögn
Davíðs líkist það humri
og er jafnvel betra. Jap-
anir búa mikiö til surimi
og líkja þá eftir krabba-
kjöti, rækjum og ýmsum
öðrum sjávartegundum.
Davíð segir að auðvelt
sé að fá surimi hér á
landi. „Surimi fæst hér
úti í næstu búð og er
mjög gott.“
Með þessum girnilega
rétti er best að hafa nýtt
grænmeti og kartöflur.
Gott brauð sakar ekki
en sósa er óþörf þar sem
safinn af fiskinum og
rjómaostinum gefur
milda sósu.
-ELA
Salan á Granda hefur
verið mikið til umræðu
þessa vikuna og var því
ekki úr vegi að fá sælke-
rann Davíð Oddsson til
að gefa lesendum upp-
skrift. Eins ogbúast
mátti við býður borgar-
stjórinn upp á ljúffeng-
an fiskrétt sem við leyf-
um okkur hér með að
kalla Grandabræðing.
í réttinn hans Davíðs
þarf tvö smálúðuflök.
Þeim er raðað 1 ósmurt,
eldfast mót og krydduð
með saltiogpipar.
Rjómaosti er smurt yfir
fiskinn og látin þekja
hann.
Ofninn er hitaður í tvö
hundruð gráður og mót-
inu stungið inn 1 tuttugu
ogfimm mínútur.
Þá er mótið tekið út og
handfylli af rækjum og
surimi í bitum bætt ofan
á. Mótinu er síðan
stungið aftur í ofninn í
fimm mínútur. Þess má
Lúxushús, flug og bíll
VERÐ FRÁ KR.
18.705
Vikuferð fyrir 4
miðað við 2 fullorðna
og 2 börn.
Aukavika kr. 5.655,-
íbúðarhúsin í Hostenberg búa yfir hinu rómaða þýska
yfirbragði og anda, eru rúmgóð, hlý og vistleg. I húsun-
um er stór dagstofa með svölum og arni, nýtísku eld-
húsill með öllu tilheyrandi, svefnherbergjum (1-3), eftir
húsagerð, snyrtiherbergi og baði. Einnig er hægt að fá
hús með heilsuræktarherbergi, sauna og Ijósalömpum.
Hér er auðvelt að láta sér líða vel og slappa af, milli
þess að fara í skoðunarferðir til ýmissa skemmtilegra staða
í nágrenninu.
Hafið samband
sem fyrst
og fáið
bækiing. Hafnarstræti2 Sími 623020
Ferðabær
OPIÐ UM HELGINA