Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Page 20
Ólafur V. Noregskonungur í
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988.
opinberri heimsókn á íslandi:
Ættm er aönsk en konungurinn norskur
Þegar Norömenn riíja upp lífs-
hlaup Ólafs konungs V. vitna þeir
oft til lítillar sögu frá árinu 1905.
Karl Danaprins, bróöir Kristjáns tí-
unda, konungs Danmerkur og ís-
larids, var að taka viö ríkiserfðum í
Noregi. Þetta var seint um haust.
Prinsinn kom á dönsku skipi inn á
Oslófjörðinn og sté þar yfir á norskt
skip sem flutti hann til höfuðstaðar-
ins. Þegar hann gekk milli skipanna
hélt hann á tveggja ára smásnáða og
skýldi honum með hvítu teppi.
Drengurinn, sem þarna skipti um
fóðurland, var ríkisarfi Norðmanna
og fékk í fyllingu tímans tignarheitið
Ólafur konungur V. Faðir hans tók
sér nafniö Hákon VII. Þetta hefur
þótt táknrænn atburður og sjaldgæft
er að þjóðhöfðingjar hafi notið jafn-
mikillar hylli og þeir feðgar þótt þeir
verði að teljast útlendingar að ætt
og uppruna.
Ólafur konungur er nú orðinn 85
ára gamall. Hann hefur gegnt kon-
ungdómi í rúma þrjá áratugi við al-
mennar vinsældir. Nú er hann vænt-
anlegur til íslands í opinbera heim-
sókn og dvelur hér dagana 5. til 8.
þessa mánaðar.
Danskar ættir
Norska konungsættin á sér ekki
langa sögu samanboriö við margar
aðrar konungsættir í Evrópu. Hákon
VII. gekk á land í Noregi að loknu
stuttu en snörpu frelsisstríði Norð-
manna við Svía árið 1905. Svíar höfðu
þá ráðiö yfir Noregi í tæpa öld en nú
var komið að skiptum milli land-
anna. Norrænar þjóðir hafa ekki háð
stríð sín í milli eftir þetta og átökin
eru löngu gleymd. I staðinn hafa
Norðmenn og Svíar látið nægja að
skiptast á háðsglósum og veitir ýms-
um betur.
Gamla norska konungsættin var
löngu horfm af sjónarsviðinu þegar
Danaprins fékk konungsnafn í Nor-
egi. Áður en Svíar tóku völd í Noregi
höfðu Danir stjórnað Noregi um ald-
ir rétt eins og íslandi. Að fengnu
sjálfstæði þótti Norðmönnum ekki
annað við hæfi en að fá konung fyrir
þjóðhöfðingja og af prinsum var nóg
í Danmörku. Þetta var á þeim árum
þegar danska konungsættin tengdist
öllum helstu konungsættum Evrópu.
Ólafur prins hlaut hefðbundiö upp-
legasti kosturinn var að fá prins af
dönsku konungsættinni og prinsessu
af þeirri bresku. Það átti í það
minnsta aö nægja til að Svíar færu
ekki aö abbast upp á þjóðhöfðingja
sem átti svo víða hauk í horni.
Karl Danaprins neitaði að taka við
konungdómi nema áöur væri kosiö
um þaö meðal norsku þjóðarinnar.
Svo var gert og Norðmenn tóku við
sínum konungi. íslendingum þóttu
þetta vitaskuld merkileg tíðindi.
Blöðin sendu frá sér frégnmiða þann
15. nóvember þar sem sagði: „Marc-
oniskeyti frá í gærkveldi segir kon-
ungstjórn samþykkta í Noregi með
almennri atkvæðagreiðslu og þar
með að Carli Danaprinz skuli boðin
konungstignin. Hann tekur því kjöri
og nefnist Hákon VII.“
kennt norsku konungsfjölskylduna
og það má mikið koma til ef konung-
urinn lætur sig vanta á stórmót á
skíðum í heimalandinu. Á sumrum
hefur Ólafur stundað siglingar en á
yngri árum var hann einn af fremstu
siglingamönnum í heiminum.
Fyrstu ár skólagöngu sinnar fékk
Ólafur einkakennslu heima í kon-
ungshöllinni. Menntaskólanám
stundaði hann hins vegar í almenn-
um skóla. Hann var vinsæll meðal
skólasystkina sinna og orð fór af
honum sem íþróttamanni. Hann lauk
stúdentsprófi af raungreinasviði vor-
ið 1921. Að prófi loknu hélt hann
heilmikið rússagiUi heima í höllinni
fyrir skólasystkini sín. Norðmenn
vitna enn í þessa veislu sem haldin
var á þjóðhátíðardaginn 17. maí.
Tveir kennslustaðir: „HallarseV', Parabakka 3 í
Mjóddinni og Auðbrekka 17, Kópavogi.
Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska,
standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa
fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á
báðum stöðum. Nemendur skólans unnu 17 af
20 Islandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum
1988.
Innritun og upplýsingar dagana 1. - 10.
september kl. 10 - 19 í síma: 641111.
Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn
12. september og lýkur með jólaballi.
*
FID Betri kennsla - betri árangur.
DANSSKÓU
SIGURÐAR
HÁKONARSONAR
Siglingamaðurinn Olafur V. Hann var á yngri árum einn af bestu siglingamönnum heimsins.
eldi konungssona. Hann gekk í her-
inn og á stríðsárunum síðari sátu
þeir feðgar í Lundúnum og voru sam-
einingartákn Norðmanna á erfiðlei-
katímum. Þessi danska konungsætt
var þá orðin norskari en allt norskt.
Ólafur var krónprins Norömanna
í 52 ár og var nær hálfsextugur þegar
hann tók við konungdómi árið 1957.
Þegar hann hafði ríkt í 30 ár kom í
ljós í skoðanakönnun að Norðmenn
studdu sinn konung nær undantekn-
ingarlaust og vildu viðhalda konung-
dæminu.
Vinsælastur allra
Flest bendir til að Noregskonung-
ar hafi aldrei notið meiri hylli en
Ólafur. Þetta vilja menn öðru fremur
skýra með framkomu hans. Hann
þykir í senn landsföðurlegur og um
leið alþýðlegur. Norðmenn segja að
svqna eigi konungar að vera.
Ólafur V. er fæddur 2. júlí árið 1903.
Hann varð því 85 ára í sumar. Faðir
hans var sonur Friðriks VIII. sem
þá var Danaprins en varð konungur
árið 1907. Hann var annar í erfðaröð-
inni á eftir Kristjáni bróður sínum
sem árið 1912 varð Danakonungur.
Móðir Ólafs var Maud, dóttir
bresku konungshjónanna Játvarðar
VII. og Alexöndru drottningar. Ólaf-
ur fæddist á Englandi og var skírður
Alexander Edward Christian Frede-
rik en við komuna til Noregs var
málið einfaldað og sá stutti fékk
gamla norska konungsnafnið Ólafur.
Þegar Norðmenn sögöu skilið við
Svía árið 1905 var ráðamönnum þar
umhugað um að tryggja sjálfstæði
ríkisins með persónulegum tengsl-
um við konungsættir Evrópu. Álit-
Fjölskyldan á skíöi
Norska konungsfjölskyldan lagði
sig fram um það frá byrjun að til-
einka sér siöi fólks í hinu nýja hei-
malandi. Maud drottning var mikil
áhugamanneskja um útivist og hóf
skíðaiðkun af kappi þegar fyrsta vet-
urinn í Noregi, Olafur sonur hennar
erfði þennan áhuga og varð á sínum
yngri árum keppnismaður í skíða-
stökki og göngu. Þessi sérstaki áhugi
á skíðaíþróttinni hefur alla tíð ein-
Nátn í Oxford
Að loknu stúdentsprófi hófst her-
þjónusta Ólafs. Hann var í hernum
í þrjú ár og lauk þjónustu þar sem
lautinant. Haustið 1924 sneri hann
síðan til heimalands móður sinnar
og lagði í tvö ár stund á þjóðhag-
fræði og stjórnmálafræöi við Balliol
College í Oxford.
Ólafur hefur sagt að ef hann heföi
ekki verið fæddur til konungdóms
Hermennska hefur alltaf heillað Olaf
tiu árum.
V. Hér er hann á heræfingu fyrir um
4-