Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Page 27
,ggf>[ .8 HUOAGflAOUAJ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 9S 27 Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Spumingaleikur 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig lstig Fleyg orö „Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rök- um,“ skrifaði hann í einni af fjölmörgum bókum sín- um. Tilvitnuð orð eru úr einni af síðari bókum hans. í bókinni segir einkum frá mannlífi í Mosfehssveit. Höfundur umræddra orða hefur lengi átt heima þar. TUvitnunin er sótt í bók sem heitir Innansveitarkrónika. Staöur í veröldinni Um er að ræða eitt af stærstu vötnum Kanada. Eitt helsta fljótið, sem renn- ur í það, heitir Rauðá. Annað minna fljót, sem feh- ur í vatnið, heitir íslend- ingafljót. íslendingar komu fyrst að þessu vatni sumarið 1876. Við vatnið er fiölmennasta byggð íslendinga í Vestui'- heimi. Fólk í fréttum Hún var í fréttunum vegna ferðalags norður í land. í ferðinni fór hún m.a. langt undir yfirborð jarðar í mannvirki þar um slóðir. í feröalaginu kom hún í aha hreppa í Húnavatnssýslum. í ferðinni var henni flutt dýr drápa í heimabæ frægs sveitasöngvara. Hún hefur oft áður farið í svipaðar ferðir um landið. Frægt í sögunni Spurt er um samning sem hefst á orðunum: „Það var sammæh bænda fyrir sunn- an land og norðan, að þeir játuðu ævinlega skatt herra Hákoni konungi... “ Konungurinn, sem þama er nefndur, var Noregskon- ungur. Það voru íslenskir bændur sem gerðu samninginn við hann. Samningurinn er látinn marka tímamót í sögu ís- lands. Hann var gerður áiið 1262 og endanlega samþykktur árið 1264. Sjaldgæft orö Orð þetta hefur lengi verið notað um horn á axarblaði. Það þekktist líka sem nafn á höfuðklút sem konur báru. Það er notað um hvassa fjallstinda eða eggjar. Þannig kemur það fyrir sem síðari hður í mörgum fiaUa- nöfnum. Það er einnig notað sem heiti á umbúðum sem til skamms tíma voru notaöar utan um mjólk. s-< Ö :o s 4—>* cö & Af þessum manni er stytta í hverri einustu höfuðborg í Suður-Ameríku. Hann beitti hervaldi til að ná fram póhtískum mark- miðum sínum. TU baráttu hans má rekja sjálfstæði flestra ríkja í Suð- ur-Ameríku. Hann var uppi á árunum 1783 tU 1830. Eitt af ríkjum Suður-Amer- íku heitir eftir honum. Rithöfundur Fyrsta kvæði hans birtist opinberlega árið 1835. Hann var náttúrufræðingur að mennt en þekktastur fyr- ir skáldskap. Hann samdi fyrsta eiginlega ritdóminn á íslensku árið 1837. Hann var einn hinna svo- köUuðu Fjölnismanna. Hann fæddist árið 1807 og andaðist árið 1845. Svör á bls. 55 — ' ''i • ? <•> m. > - JLi IMÍ _ —•*■ _ 7 *• j *. - Læknar og vísindamenn segjast seint eða aldrei geta fullþakkað mormónum, sem búa í Utah-fylki í Bandaríkjunum, fyrir það að hafa haldió ættartöl- ur frá því er fyrstu landnemarnir, sem ætluðu að finna konungsríki Guðs, settust þar að. Þeir segj- ast einnig standa í þakkarskuld við þá vegna þess að þeir hafi eignast stórar fjölskyldur og að þar hafi tíðkast fjölkvæni. Þessi trúarlegu atriði eru að leiða lækna og vísindamenn á sporið meö nýj- ar og áður óþekktar staðreyndir í krabbameins- rannsóknum. Með stærri ættum er mögulegt að rannsaka fleiri einstaklinga sem tengast blóðböndum. Til dæmis ef um einhvers konar arfgengt krabbamein er að ræða er ólíklegt að nema eitt af þremur systkinum fái það. Hins vegar ef um 6 til 7 systkini er að ræða er mögulegt að fleiri en eitt systkini fái sjúk- dóminn. Út frá því er þá hægt að rannsaka aðra ættingja með tiliiti til þess að um erfðasjúkdóm séað ræða. Þróunin er orðin slík að vísindamenn geta nú orðið tekið blóðprufu úr einstaklingum og séð hvort þeir hafa tilhneigingu til að fá krabbamein. Allt um þessar merku uppgötvanir í Lífsstíl á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.