Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Side 28
28
LÁUGÁSÐÁGÚÉ%. SÉPTÉMBÉR Í988.
Popp I>V
Rúnar Þór:
„Ef SÁÁ hefði
ekki verið til
væri ég ekki
til, ábyggi-
lega dauður
úrdrykkju..."
í fylgd með Eyðimerkurhálsum:
Fíkn er fyrirbæri sem allir verða varir við á lífsleiö-
inni. Þessi fikn birtist i hinum ólíklegustu myndum,
bæði jákvæðum og neikvæðum. Sumir fmna sina fíkn
í öðru fólki, í vinnu sinni og í löngun til að öðlast meiri
veraldlegan munað en nágranninn. Þessi aíbrigði af
fikninni eru svo sem oftast meinlaus en málin fara að
vandast þegar fíknin er orðin svo sterk að hún brýst út
í sjálfseyðingarhvöt. Þá er hún farin að hafa áhrif á þá
sem standa manni næst og oft getur leiðin úr ógöngunum
orðiðvandrötuð.
Alkóhólismi er fikn sem hefúr hijáð mannkynið frá
örófi alda. Þær ljúfu veigar Bakkusar, sem létta flestum
mönnum lund í erli lífsins, eru stórum hópi fólks hið
banvænasta eitur. Eðlilegt og heilbrigt líf er aðeins í]ar-
læg minning í huga þessa fólks. Það verður oft hornrek-
ur í þjóðfélaginu og er fordæmt fyrir þann aumingja-
skap að geta ekki staðist kröfúr samfélagsins.
Seinustu ár hefur það sjónarmið smám saman oröið
ofan á að hjálp er það sem fólk þarf til að losa sig úr
viðjum alkóhólismans. Meðferðarstofnanir á borð viö
SÁÁ hafa reynst mönnum ómetanleg hjálp í baráttu
sinni og þakklætið frá þeim sem notið hafa aðstoðar þar
hefúr lýst sér í hinum ólíklegustu myndum.
Rúnar Þór er maður sem hefur kynnst þessum málum
af eigin raun og á næstu dögum kemur út ný plata frá
honum sem er gefin út af SAÁ, í þeim tilgangi að styrkja
starfsemi stofnunarinnar. Eyðimerkurhálsar heitir plat-
an sem ersúfjórða sem Rúnar Þór hefur sent frá sér á
viöburðaríkum tónlistarferli sínum. Platan er öll unnin
í sjálfboðavinnu en meðalþeirra sem gáfu vinnu sína
eru sumir af þekktustu tónlistarmönnum landsins, t.d.
Bubbi Morthens, Egill Ólafsson og Sverrir Stormsker.
Ætlunin er aö allur ágóði af sölu gangi til SÁÁ.
Það er ekki á hverjum degi sem menn gefa heila plötu
til styrktar slíku málefni. Því var þaö að ég settist niöur
raeð Rúnari Þór á einu kaffihúsi borgarinnar og svalaði
forvitni minni um þessa ó venjulegu útgáfu.
- Hver var aðdragandinn aö því að þú gefúr út þessa
plötu til styrktar SÁÁ?
„Mér datt í hug aö koma við hjá SÁÁ og bjóða efnið
og láta félagsskapinn njóta góðs af. Þar var tekið vel á
raóti mér og einfaldlega sagt: menn eru aö koma með
peningagjafir en þú kemur hingað, átt enga peninga en
býður okkur tónlist sem er alveg hægt aö seýa og taka
sjensinn á sjálfur. - Útgáfan var lögð fyrir fund, sam-
þykkt og viku seinna var ég kominn í stúdíó.,‘
- Nú koma allmargir tónlistarmenn viö sögu á Eyði-
merkurhálsum. Hvernig gekk samstarfið viö fólkið?
„Það voru allir mjögjákvæðir á þetta. Sem dæmi um
þá hljóðfæraleikara, sem komu við sögu, má nefna Jón
Olafsson, sem lék á bassa, og Steingrím Guðmundsson
sem lék á slagverk. Söngvaramir komu þegar ég bað
þá ura aö koma og sérstaklega var gaman að því að
þegar maðurinn, sem ég þekkti minnst, Felix Bergsson,
hafði lokið við sinn hluta þakkaöi hann mér fyrir að fa
að taka þátt í þessu. Það er nýtt hjá poppurum og hann
var sá eini sem geröi þetta.“
- Þú hefur, að mér skilst, verið að fast viö tónlist nán-
ast frá því þú sleist bamsskónum. Á tímabili bar hins
vegar htið sem ekkert á þér.
„Já, ég datt út úr þessu í átta ár. Var að reyna að fara
í tónlistarskólann. Það gekk ekki neittþví ég drakk svo
mikið. Var að þvælast á bátum en gerði mest ekki neitt.“
- Þaö hefur þá verið drykkjan sem vafðist mest fyrir
þérítónlistinni?
„ Já, það er enginn vafi á því. Ég var búinn aö vera
að spila á fyllirísböllum frá 14 ára aldri til tvitugs. Þetta
var viökvæmur aldur. Maður spilaði fimmtudag, fóstu-
dag, laugardag og ailtaf eitthvað að drekka. Svo flutti
Þorsteinn Högni Gunnarsson
maður í bæinn og byijaði að drekka fyrir alvöru. Ég
spilaði í peningaböndum eins og Tríói 72 og Tríói Þor- _
valdar. Manni líkaöi það ekkerí og drakk bara meira. Á
þessum tí ma var ég líka ailtaf að rey na að hætta aö
drekka. Var aö reyna aö hætta, en gat það ekki. Þaö fór
öll afgangsorka mín í það. Síðan, þegar ég hætti aö
drekka, 1984, byijaði ég strax að vinna og gaf út Auga
í vegg 1985.“
- Þessi nýja plata er gefm út til styrktar SÁÁ og virðist
manni sem lögin mörg hver fjalli aöallega um drykkj-
una.
,, Að vissu marki em textarnir um lífshlaup mitt og
hugsunarhátt. Það er kannski ekki alveg bókstaílegt,
en mikiö um það sem ég er að gera, mína stefnu í hfinu
og aðrir tilfinningatextar. Síöan er Jónas Friðgeir með
texta þama líka. Hann er kannski með s vona texta líka,
en ég vil annars ekkert segja um þaö sem hann er að
spá. Það er eins og þessi mál, þ.e.a.s. brennivínsmál, séu
að koraa upp á yfirborðið núna, í textagerö hjá mér og
fleirum. Menn eru kannski frekar að semja um þetta í
gríni eins og í einu lagi nýju plötunnar, í fylgd með full-
um. Ég fer hins vegar yfirleitt aðeins neðar og tek grunn-
inn að þessum lifnaöarhætti.
Fyrir mér var sveitaball ekkert annaö en stanslaust
fyllirí, frá mætingu og þangað tii maður var keyrður í
burtu. Ef þú smakkar vín, dettur í það og verður þunn-
ur daginn eftir hefurðu á einum sólarhring sömu
reynslu og ég hafði alla sólarhringa. Munurinn er að
þú rífur þig upp á ný, en ég reifmig ekkert upp úr því,
minn sólarhringur varði í átta ár.“
- Er Eyðimerkurhálsar eins konar lokauppgjörþitt viö
þetta tíinabil í lífi þínu?
„Ég held að maöur geri aldrei upp sitt líf. Maður telur
alltaf að maður geti betur. Maður verður alltaf að miða
við sjálfan sig. Aö mínu mati er þessi lausagangur, sem
einkenndi fyrri plötur mínar, horfinn. Til viðmiðunar í
þessu sambandi má sjá að ég eyddi þrjátíu tímum í aö
taka upp Auga í vegg og sjötíu tímum í Gísla. Hvað
Eyðimerkurhálsa snertir hins vegar varði ég samtals
250 tímurn í upptökur og vinnslu. Maður er ekki að
kasta til höndunum við þessa plötu. Þetta sýnir aö mað-
ur sækir í rétta átt núna. Ef svona heldur áfram, ef
maður er blessunariega laus við brennivíniö, þá finn
ég að ég get alltaf búist við einhverju betra. Ég heyri
lika greinilega að ég er aö gera miklu betri hluti en
áður.“
- Svoþúertánægðurmeðútkomuna?
„ Já, þótt hún mætti vera miklu betri. Helmingi betri.
Skrýtið með þessa plötu að ég er með sama hugsunar-
hátt og þegar ég var fimmtán ára og iangaði aö gera
plötu. Þótt ég hefði ekki haft langan drykkjuferil að
baki er ég viss um að ég hefði gert svipaö. Aldrei kannski
gert hana líkari en þegar ég var fimmtán ára.“
- Eru þetta ný eða gömul lög á plötunni?
„Lagið sem við Bubbi syngjum saman, Ein af þeim
konum, er tíu ára.í fylgd meðfullum er gamall slag-
ari, sem ég samdi í veislu einhvern tíma. Svo eru ný lög
eins og Rásmark, Stundarfriður og Höfðingi smiöjunn-
ar. Síðasttalda lagið var líka á Gísla en þá var það spil-
aö. Núna er það sungið á nýju plötunni en svo er ég
aftur með spilað lag á Eyðimerkurhálsum sem verður
sungið á næstu plötu. Þetta geri ég m.a. til þess að fólk
geti fylgst með þróun þeir rar tónlistar sem ég er aö
gera.“
- Það mætti vissulega segja aö sterkur boðskapur felist
í textum nýju plötunnar. Hvort eru það textamir eða
tónlistin sem eru í aðalhlutverki í þessu tilfelli?
„Það skiptir mig alltaf mestu máli að texti og lag falh
saman og ég hef veriö krítiseraður fyrir það að textam-
ir séu kannski illa unnir á Gísla, textarnir hafi ekki
verið nógu góðir. Ég samþykki það alveg en til þess aö
textinn félli viö lagiö gat ég ekki haft þetta öðruvísi. Ég
fann engin orð, sem gátu virkað, öðmvísi en að slíta
hljóðferhð, sem ég finn í orðunum, í sundur. Þetta er
það sem ég hugsa um, þ.e. að textinn falli í lagiö og vinni
með því. T.d. að texti og lag vinni saman til að sýna aö
róni geti ekki hlaupið, heldur fahi í hans göngulag, fari
á hans hraða í hans htla lífi. Því að líf róna er æðislega
stutt. Þaö er bara upp og niöur Laugaveginn. Það er
ekkert meira eöa lengra. Þú sérö menn sem hafa bara
lifað á Laugaveginum í raörg ár. Ef Laugaveginum yrði
kippt burt væru þessir raenn allslausir.“
- Þinir textar era þá eins konar brot úr daglegu lífi
þessafólks?
„Oft sem ég kannski texta eins og þú myndir sjá þetta
sjálfur, maður sem hefur aldrei prufaö þetta. Ég reyni
stundum að setja mig i þín spor, tekst misjafnlega vel
en á aö fara að geta gert það, er búinn aö vera edrú í
fiögur ár. Viö þetta bætist að ég hef hitt lífiö líka. Ég
get séð það frá rónanum, síöan frá þínu sjónarhomi og
blandað þessu saman.“
- Hafðirðu eitthvað unnið fyrir SÁÁ áöur en þú réðst
íþessaplötu?
Nei, ekki að öðru leyti en að ég hef notfært mér þjón-
ustu þeirra. Það er eins og maöur sé að borga til baka.
Þeireiga þetta inni hjá mér. Þaö má eiginlega segja að
ef SÁÁ hefði ekki verið til þá væri ég ekki til, áby ggi-
lega dauöur úr drykkju."