Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Side 30
3ti Sérstæö sakamál LAÚGÁRDÁGUR 3. SÉPTEMBÉR 1988. Ekkert fór meira í taugarnar á Alice Midgeley en sá vani manns hennar, Cyrils, að standa upp og ganga út úr stofunni þegar umræður þeirra urðu að deilu. Þaö var eins og hann væri ófáanlegur til þess að rífast við hana. Kvöld eitt í fyrra sátu Midgeley- hjónin í stofunni á heimili sínu í bænum Luton-á Englandi. Cyril var með dagblað í höndunum en kona hans sat andspænis honum. Um- ræðuefnið var tuttugu og sex ára gamall fóstursonur þeirra en hann hafði þá nýlega kynnst ungri konu inu til kvöldverðar og lét afstöðu Alice ekki aftra sér í því. Þá fór hann stundum að heimsækja unga fólkið sem tekið hafði séð íbúð á leigu og spilaði þá oftast við þau en Rakel hafði mjög gaman af því. Þegar Cyril kom svo heinrhafði hann gjarnan orð á því hve vel færi á með Símoni og Rakel. Alice finnst hún afskipt Er þannig hafði gengiö um hríð fannst Alice þau þrjú, Símon, Rakel og Cyril, hafa myndað samheldinn Rakel og vonaðist til þess að fundur- inn yrði til þess að Rakel sæi að hún yrði aö slítá sambandinu viö Símon. Símon fór í kvöldskóla á hverju miðvikudagskvöldi. Þá væri upplagt að heimsækja Rakel því hún væri ein heima. Um sama leyti yrði Cyril að spila bridds með vinum sínum. Hent- ugri tími fyndist því vart. Miðvikudagskvöldið 16. september settist Alice inn í bíl sinn og ók til hússins sem Rakel bjó í en leiðin var um þrír kílómetrar. Hún lagði bíln- um nokkuð frá hliðinu og gekk inn um hlið á bakgaröinum en hún vissi Alice Midgeley. Cyril Midgeley. Rakel og Simon. sem hann kunni mjög vel við. Símon, en svo hét ungi maðurinn, var sjón- varpsviðgerðarmaður og stóð sig mjög vel í starfi. En Alice, fósturmóð- irin, sem var orðin sextíu og tveggja ára er hér var komið sögu, gat ómögulega fellt sig viö ungu konuna sem hann var með, Rakel að nafni. Rúmlega þrítug Rakel var fráskilin og þrjátíu og þriggja ára og þau Símon höfðu byrj- að sambúð. Það gat Alice ekki fellt sig við og þetta umrædda júlíkvöld fyrir rúmu ári ákvað hún að reyna að fá mann sinn á sitt band ef það mætti veröa til þess að tækist að fá Símon til þess að snúa baki við Rakel. Það eina sem Cyril, sem var sextíu og eins árs, sagði, er hann háföi hlustað á konu sína um hríö, var: „Þú æsir þig allt of mikið út af þessu, Alice. Símon eru nógu gamall til þess að vita hvaö hann er aö gera. Þú getur ekki haft nein áhrif á hvaða konu hann velur sér.“ „Þú ert mér alltaf ósammála,“ sagði Ahce þá. Svo spurði hún mann sirih hvers vegna hann gæti aldrei séð neitt með sínum augum. Ekki kæmi til greina að Símon léti sér nægja það næstbesta sem honum stæði til boða. Þar að auki væri það ekki rétt af honum og Rakel að búa saman ógift. Þetta mætti þó ekki skilja svo sem hún óskaði þess að þau gengju í hjónaband. Nei, Símon ætti að flnna sér yngri og laglegri stúlku til að kvænast. Er hér var komið braut Cyril sam- an blaðiö sem hann haíði verið að lesa og sagöi að í raun fyndist sér Rakel indæl stúlka og mætti Símon teljast heppinn að hafa kynnst henni. Svo gekk hann út úr stofunni. Cyril tekur til sinna ráða Cyril Midgeley mun hafa tekið nærri sér þá gagnrýni sem kona hans kom með á fósturson hans og unn- ustu hans. Hann bauð því unga fólk- hóp og væri það ætlun þeirra að halda sér fyrir utan hann. Þá varð þaö ekki til þess að létta skap hennar að hún var búin aö taka þá afstööu að hún myndi aldrei viðurkenna Rakel. Heldur vildi hún deyja. Þar kom að Alice þóttist viss um að hún fengi engan stuðning í málinu frá Cyril og því yrði hún sjálf að láta til skarar skríða til þess að rétta hlut sinn. Hún ákvað því að heimsækja aö Símon hafði nýlega látið setja gler- hurð í útidyr á borðstofunni. Alice tók í húninn en komst aö því að hurð- in var læst. Hún var í þann veginn að banka er hún sá dálítið sem kom henni úr jafnvægi. í spegli sem var í borðstofunni sá 'hún Rakel. Hún sat nakin í fanginu á manni og leyndi sér ekki að náið samband hlaut að vera á milli þeirra. Aiice gat ekki séð hver maðurinn var því andlit hans sást ekki en hún var viss um að það væri ekki fóstursonur hennar, Símon. Þó fannst henni eitt- hvað kunnuglegt við mannir.n. Skyndilega lyfti maöurinn höfðinu svo að sást framan í hann. Það var Cyril! Það var þá eiginmaðurinn og fósturfaðir Símons sem var með Rak- el nakta í fanginu. Hann var farinn að halda við unnustu sonar síns. Það eina sem Alice kom til hugar var að koma sér burt eins fljótt og hún gæti. Ný áætlun Það var ekki fyrr en Alice var sest upp í bíl sinn að hendur hennar hættu að skjálfa. Og um leið sá hún dálítið sem hún hafði ekki séð fyrr. Bíll Cyrils stóð við annan enda bíl- skúrsins við húsið. Er Alice hafði jafnað sig um stund ók hún heim. Er þangað kom ákvað hún aö gera eithvað sem byndi enda á þetta ástand. Skömmu síðar heyröi hún að Cyril Hús Midgeleyhjónanna. kom heim. Hún rétti úr sér í stólnum og leit á mann sinn. Svo sagði hún: „Var þetta skemmtilegt spilakvöld?" „Ekki sem verst,“ svaraði hann. „Það hefði þó getað verið betra." „Hvað gengur að þér?“ Cyril tók dagblaðið, settist í stól sinn og lét fara vel um um sig. Eins og vepjulega leit hann fyrst á íþrótta- síðurnar. Alice lét hann í friði um stund en gekk síðan til hans og þreif af honum blaðið. „Nei, þú kemst ekki upp með það í kvöld,“ hvæsti húrr „Nú færðu ekki að fela þig á bak við blaðið eins og venjulega. Hvar hef- urðu verið?“ „Hvað áttu við?“ spurði Cyril. „Hya^ gengur að þér?“ „Ég er með fullu viti,“ sagði Alice, „þótt þú haldir alltaf að sé eitthvað að mér. Það vill bara svo til að ég sá þig með þessari dræsu.“ Cyril leit á konu sína og fölnaði. Um leið tók hún eftir því að hendur hans fóru aö skjálfa. I fyrsta sinn í þrjátíu ára hjónabandi vissi hún að hún hafði trompspilin á hendinni. Nú yrði hann aö svara til saka. „Ég veit ekki hvað þú ert aö tala um,“ sagði maður hennar svo. „Sestu og reyndu að ná stjörn á þér.“ „Þú varst með Rakel.-Eg sá hvað þið tvö voruð að gera. Þið hafið fariö á bak við okkur Símon. Nú skil ég líka betur hvers vegna þú vilt ekki að hann snúi baki við henni. Það myndi ekki henta þér.“ Án þess að segja nokkuð reis Cyril á fætur, braut saman blaðið og gekk að dyrunum. „Gerðu þetta ekki, Alice“ Alice hljop nú að stólnum sem hún hafði setið í og tók eitthvað úr honum. Er Cyril sá hvað það var var um seinan fyrir hann aö gera nokk- uð. Kona hans var með skammbyss- una sem hann var vanur að hafa við rúm sitt ef svo skyldi fara að einhver brytist inn til þeirra hjóna að nætur- lagi. „Gerðu þetta ekki, Alice,“ sagði hann. „Láttu mig fá byssuna.“ En hún skaut. Kúlan hæfði Cyril í brjóstið og hann féll á stofugólfið. Alice stóð um stund sem lömuð og horfði á hann. Nokkru síðarvhrökk hún upp viö að dyrabjöllunni var hringt. Komu til að tilkynna trúlofun Er Alice gekk loks til dyra sá hún að Símon og Rakel voru komin. Þau virtust glöð og ánægð að sjá. „Hvar er pabbi?“ spurði Símon. „Við erum með góðar fréttir.“ En þegar hann fékk ekkert svar fannst honum sem eitthvað hlyti að vera að. Hann gekk því inn í stofuna og kom að fóður sínum blóðugum og látnum á gólfmu. Rannsókn hefst Símon kallaði á lögregluna. Fariö var með Alice á lögreglustöðina þar sem hún var beðin að gera grein fyr- ir því sem gerst hafði. Þar komst hún brátt að því að allir virtust vera á einu máli um að hún hefði séð ofsjón- ir. Er ásakanir Alice á nendur Rakel voru gerðar að umræðuefni við hana svaraði unga konan því til að þær væru með öllu tilhæfulausar. Þótti það strax styrkja frámburð hennar að hún og Símon skyldu hafa komið heim til foreldra hans þetta kvöld til þess að tilkynna þeim að þau hefðu trúlofað sig þá um daginn. Annaö kom svo fram síðar sem styrkti það sem hún hélt fram. Hugarórar og ofsjónir Aldrei hefur tekist að upplýsa hvað það var sem Alice sá í speglin- um hafi það þá verið nokkuð. Við réttarhöldin kom fram að hún væri taugabiluð og þjáðist af hugarórum og ofsjónum. Yrði að meta lýsingar hennar á atburðum í ljósi þess. Varð veijandi hennar meira að segja að viðurkenna að hann væri þeirrar skoðunar. Alice Midgeley var sek fundin um morð og fékk fimm ára fangelsi. Þessi skelfilegi atburður varð til þess aö tengja Símon og Rakel enn traustari böndum og hafa þau nú ákveðið að ganga í hjónaband.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.