Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 49
' í
n frá Flateyri:
r enginn að tala umvatnogbrauð"
en leggur áherslu á að ástandið sé hroðalegt
dur Kristjánsson,
verðbólga og vextirnir fylgia á eftir.“
- Þið talið um að lækka vexti en
hækka aftur á móti vexti á húsnæðis-
lánum. Hvemig má það vera?
„Við töluðum um að hækka vexti á
húsnæöislánum vegna þess að þeir
hafa verið niðurgreiddir. Við teljum
auðsætt að niðurgreiddir vextir af hús-
næðislánum valdi því að aðrir vextir
verði hærri en þeir þurfa að vera. Þetta
er pólitískt mál og ekkert hægt að segja
um hvað stjórnvöldum finnst um það.“
Undrandiá
verkalýðsleiðtogum
- Hefur þú fengiö viðbrögð, t.d. frá
þínu eigin starfsfólki?
„Ég hef htið verið heima og varla
haft tíma til að ræða við mitt eigið
starfsfólk. Hins vegar trúi ég því að
það varði skuldugt fólk óskaplega
miklu ef við komumst úr verðbólgunni
og það getur ráðið úrslitum fyrir þús-
und heimila. Ég er viss um það. Það
er erfitt fyrir mig að átta mig á afstöðu
sumra verkalýðsleiðtoga. Þeir byrjuðu
að hrópa á okkur áður en við komum
saman og hafa verið að því fram á
þennan dag. Ég á erfitt með að skilja
hvað vakir fyrir þeim með þessum
stóru yfirlýsingum um hvað allt sé
voðalegt sem við lögðum til, jafnvel
áður en það var lagt til.“
- Hafa þessar tillögur verið skýrðar
nægilega fyrir launþegum?
„Ég veit ekki hvaða kynningar-
skyldu á að leggja á okkar herðar. Við
vorum einungis að vinna þetta starf
fyrir forsætisráðherra og hans ríkis-
stjórn. Þetta voru tillögur. Það eru ráð-
herrarnir sem hafa völdin og bera
ábyrgðina. Ríkisstjórnin tekur endan-
lega ákvarðanir um hvað hún vih gera
og stendur eða fellur með því. Nefndin
skilaði sínum tillögum og ég Ut þannig
á að okkar starfi sé lokið. Eg er ekki í
neinum vafa um að þegar ríkisstjór'nin
hefur lokið við að skoða þessar tillögur
og tekið sínar ákvarðanir þá muni hún
kynna þær rækilega."
- Hefur verið of einblínt á verstu hlið-
arnar en gleymst að geta um hvaö
kemur launþegum til góða?
„Þetta eru tillögur og ráðstafanir í
efnahagsmálum og ástandið í þeim
málum er hroðalegt. Svona nefndarálit
getur aldrei orðið jákvætt því það ketn-
ur illa við alla. Aðalatriðið í tillögunum
er hvernig við eigum að losna undan
verðbólgunni og hvatt til þess að við
drögum saman á öllum sviðum. í
fyrsta lagi verður að draga saman í
ríkisfjármálum og koma skipulagi á
þau og í öðru lagi að dregið verði sam-
an á öllum sviöum þjóðlífsins. Þetta
er tillaga um gífurlegan samdrátt. Mér
flnnst sú staðreynd hafa fengið heldur
Utla umfjöllun. Menn hafa einblínt á
beiðni okkar til stjómarinnar að
kanna vel hvort ekki sé rétt að fara
þessa kauplækkunarleið. Auðvitað eru
efasemdir og þeir hafa margt tú síns
máls að því leyti. Efasemdir em um
að þessum byrðum verði jafnt dreift.
Það er bara alveg sama hvaða önnur
leið verður valin, t.d. kæmi gengisfell-
ing misjafnlega niður líka. Eg held að
það sé enginn sem getur verið sá hand-
hafi réttlætisins að hann klári að
skipta þeim jafnt.“
- Það er sagt að niðurfærsluleiðin
komi verst niður á þeim sem hafa lægst
laun?
„Það er rangt í alla staði. Sá sem er
verst settur í þessu þjóðfélagi í dag er
láglaunamaðrurinn sem er skuldugur.
Fyrir hann gildir nákvæmlega. það
sama og fyrir framleiðsluna. Hann
verður aö losna undan þessum háu
vöxtum. Það skiptir hann engu máli
hvað menn kalla raunvexti eða nafn-
vexti. Hann er að berjast við að halda
húsinu sínu og það er spurning hvort
honum tekst það a næstu manuðum
eða ekki. Nafnvextirnir eru það sem
skiptir láglaunamanninn máli er hann
tínir peningana upp úr veskinu sínu.
Það er riákvæmlega sami hluturinn og
hjá atvinnuvegunum. Menn verða að
trúa því, hvort sem þeir vilja eða ekki,
að afkoma íslendinga er háð sjávarút-
vegi. Tekjur íslendinga og afkoma fer
upp þegar vel árar í sjávarútveginum
og kjör manna batna þá hvort sem
þeir taka eftir því eða ekki. Það sama
gerist þegar hallar á í sjávarútvegi, þá
versna kjör manna, hvort sem þeir
vilja eða ekki. Við lifum á fiskinum og
höfum ekkert annað að selja til útlanda
þótt margir hafi gleymt því.“
Aulabárðar og grátkór
- Þarf þá ekki að breyta hugarfari
íslendinga til fiskvinnslunnar?
„Það er alveg rétt. Við höfum ábyggi-
lega tapað áróðursstríði síðasta ára-
tugar rækilega. Útgerðarmenn heita
einu nafni grátkór. Það þarf þó ekki
glöggan mann til að sjá að þegar við
erum með verðbólgu, sem er allt að
átta sinnum meiri en í samkeppnis-
löndunum, þá rekur útflutninginn í
strand. Við erum aulabárðarnir sem
geta ekki staðið sig. Það er munur eða
þessar þjónustugreinar sem blómstra
í Reykjavík. Þar eru snjallir rekstrar-
menn, engir vælukjóar eins og þessir
vesahngar í fiskiðnaðinum. Þetta er
svarið sem við fáum.“
- Er það ekki ykkur sj álfum að kenna?
„Að hluta til getur það verið. Al-
menningur tekur eftir að það er sífellt
verið að fella þessa blessaða krónu
fyrir okkur útgerðarmenn. Það er von
að menn fari að hugsa hvort aldrei sé
hægt að bjarga bkkur. Hver maður
hlýtur að sjá hvaöa afleiðingar það
hefði fyrir byggðarlög og alla þjóðina
ef stór útflutningsfyrirtæki færu á
hausinn.“
- Stefnir ekki í atvinnuleysi í haust?
„Það er mikil hræösla í þessu þjóð-
félagi við atvinnuleysi. Mjög lengi hef-
ur atvinnustigið á íslandi verið hátt.
Það er neikvætt atvinnuleysi um þrjú
til fjögur prósent. Ég held að það sé
mjög óhollt og slæmt fyrir hvaða þjóð-
félag sem er. Þó að atvinnustigið færi
niður hér á landi yrði það ekki til tjóns.
Þá á ég við að það færi niður í jafn-
vægi eins og hjá öðrum þjóðum. Það
þarf að vera jafnvægi þannig að fram-
boð og eftirspurn haldist í hendur.
Menn þurfa ekki að óttast atvinnuleysi
á íslandi. Það eru til mörg þjóðfélög
þar sem er ekkert atvinnuleysi og eng-
in verðbólga þannig að það er frám-
kvæmanlegt. Þetta háa atvinnustig hér
veldur gífurlegu tjóni og er orsök þess
að samningar haldast ekki og allt lend-
ir í launaskriðurugli. Verkalýðsfor-
ingjar halda því fram að kröfur þeirra
um hækkun launa séu ekkert annað
en að fylgja eftir launaskriðinu og við-
urkenna markaðinn. Þetta er rétt hjá
þeim.“
- Ertu að segja að það væri í raun
betra að hafa eitthvert atvinnuleysi?
„Nei, ég er aö mæla með því og tel
það nauðsynlegt að hér sé jafnvægi.
Nákvæmlega eins og að hér sé jafn-
vægi á peningamarkaðnum eöa hjá
ríkissjóði. Það þarf að koma þessu
þjóðfélagi í jafnvægi eins og lönd í V-
Evrópu hafa kappkostað og tekist. “
- Hefur þú þurft að leita út fyrir land-
steinana eftir vinnuafli?
„Við höfum haft útlendinga i vinnu
hér í fimmtán ár. Það eru margir út-
lendingar sem vinna hjá okkur og það
eru margir íslendingar sem vinna er-
lendis. Enginn ætti að hafa neitt á
móti útlendingum í vinnu. Mest megn-
is er þetta fólk frá Englandi, Kanada,
S-Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Samkeppnisstaða útflutningsins á
vinnumarkaðnum hefur verið mjög
slæm. Þannig verður ástandið áfram.
Þjónustugreinarnar geta sífellt hækk-
að hjá sér og yfirborgað fólk. Viö erum
í samkeppni við fiskseljéndur í heimin-
úm og allan matvælamarkað þannig
1 að við eigum aldrei þann kost að yfir-
bjóða á vinnumarkaðnum.“
Ætlar aldrei á þing
- Ef við snúum okkur að þér sjálfum,
sjálfstæðismanninum. Eftir for-
mennsku í efnahagsnefndinni er þér
spáð á þing eftir næstu kosningar.
Liggur leiðin þangað?
„Nei, ég mun aldrei fara á þing. Ég
er fæddur sjálfstæðismaður og hef
unnið fyrir flokkinn svo lengi sem ég
man eftir. Þar hef ég reynt að verða
að liði og gert það sem ég hef veriö
beðinn um. Ég kaus mér örlög og hef
alla ævi veriö að basla við að vera al-
vöru atvinnurekandi. Þaö hefur gengið
upp og niður en ég vil ekki skipta. Mér
hugnast ekki líf og starf stjórnmála-
manna. Það ætti ekki að koma að sök
þótt ég hafi ekki áhuga. Mér sýnist að
framboðið sé meira- en eftirspurnin
víðast hvar.“
- Reistir þú við frystihúsið hér á Flat-
eyri?
„Hér var gamalt frystihús og við
keyptum það nokkrir árið 1968. Þá
voru hér miklir erfiðleikatímar í
frystiiðnaðinum. Við keyptum bát árið
1969 og togara árið 1976. Síðan hefur
þetta þróast,“ svarar Einar Oddur en
þess má geta að þegar hann keypti
frystihúsið Hjálm á Flateyri var hann
aðeins 25 ára gamall.
„Ég er Vestfirðingur að langfeðga-
tali. Flateyri byggðist ekki upp fyrr en
á síðustu áratugum nítjándu aldar.
Langafi minn keypti Flateyri árið 1854
og gerði héðan út. Þá fór Flateyri að
byggjast upp sem þorp.“
- Var alltaf ætlun þín að setjast að hér
og vera virkur í atvinnulífmu?
„Ég veit það ekki. Hins vegar hef ég
ekki önnur framtíðaráform en þau að
vera hér og halda áfram í mínu starfi.
Það er best að það s.é alveg ljóst."
- Hvenær kynntist þú fyrst frysti-
húsavinnunni?
„Ég byrjaði að vinna hér í fiskinum
ellefu ára. Fór á sjó og var skips-
hundur á togara fiórtán ára gamall.
Ég var í skóla, síðan nennti ég því ekki
og hélt áfram í þessu og hef alltaf ver-
ið nálægt fiskiðnaðinum. Það er mikill
misskilningur hjá ykkur borgarbörn-
unum að halda að þessi staöur sé langt
fyrir utan hinn byggilega heim. Ykkur
finnst skrýtið að einhver nenni að
verka fisk og þess háttar. Menn út-
rýma ekki einsemdinni í þéttbýlinu.
Ég segi oft viö kunningja mína sem búa
í Reykjavík að ég þekki þó nágranna
mína sem þeir gera fæstir. Hér er lífið
sjálft, hégóminn er hjá ykkur."
Einar Oddur er kvæntur Sigrúnu
Gísladóttur hjúkrunarfræðingi, Reyk-
víkingi að langfeðgatali, og eiga þau
þrjú börn, fimmtán ára dóttur og tvo
stráka, ellefu og átta ára. „Stelpan
vinnur hjá mér í frystihúsinu en við
höfum það fyrir reglu hér að miða ald-
urinn við fermingu þegar þau fá að
koma í vinnu."
Skelfílegar framboðsræður
- Þú hefur setið í hinum ýmsu
nefndum hér á Vestfiöröum.
„Já, eins og ég sagði áðan þá geri ég
það sem ég er beðinn um. Ég var lengi
formaður Sjálfstæðisfélags Önundar-
fiarðar. Síðustu tíu árin hef ég verið
formaður fyrir fulltrúaráð vestursýsl-
unnar.“
- Hefur þú mikinn áhuga á pólitík?
„Ekki alltaf. Ég er kannski gamal-
dags að þykja vænt um flokkinn minn.
Það er tilfinning sem mér er sagt að
sé að hverfa. Ég verð aö viðurkenna
að mér þykir ekki alltaf gaman að póli-
tík. Sérstaklega finnst mér oft leiðin-
legt að fylgjast með frambjóðendum.
Ég het reynt að leggja á mig að fylgj-
ast með þeim úr öllum kjördæmum og
úr ölluiri flokkum og þá leiðist mér.
Þessar framboðsræður eru skelfilegar.
Allir ætla að gera allt fyrir alla. Menn
ætla aö efla þetta og auka hitt og bæta
ósköp margt. Þaö sem þeir ætla ekki
að bæta ætla þeir að betrumbæta.“
- Hefur þú aldrei gefið kost á þér í
framboð?
„Nei, aldrei. Við.höfum verið með
prófkjör, Ég hef aldrei tekið þátt í þeim
og ætla aldrei að gera það. Um langan
aldur hef ég stillt upp á lista hér og
bið að sjálfsögðu ekki sjálfan mig enda
nóg framboö af fólki."
- Hvaö ef gengið verður hart að þér?
„Ekki á ég von á því enda hef ég
ekki ástæðu til að halda að ég sé væn-
legur maður að sitja á framboðslista.
Þar þurfa að sitja menn sem hafa
brennandi þörf fyrir slíkt starf og sú
þörf er ekki til í mínu hjarta. Ég hef
reynt í gegnum tíðina að styðja og
styrkja okkar þingmenn, sem eru
ágætis menn. Það er oft talaö niðrandi
um stjórnmálamenn okkar en ég hef
ekki séð að það fari allir í fötin þeirra.
Mér þykja menn oft ósanngjarnir. Ég
hef sagt áður að þótt margt megi finna
að íslenskum stjórnmálamönnum þá
þykir mér alltaf vænst um þá þegar
mér verður hugsað til þess hóps sem
bíður eftir að taka við af þeim."
Einar Oddur sat lengi í hreppsnefnd
Flateyrarhrepps. Hann hefur lengi átt
sæti í skólanefnd og setið í stjórn Ice-
landic Freezing Plant. Þá þefur hann
áetið á annan áratug í stjórn Vinnu-
veitendafélags Vestfiarða. Hann hefur
því oftsinnis setiö viö samningaboröið.
Einar Oddur á hugmyndina að því að
leggja niður bónuskerfi í fiskvinnslu
og var sá fyrsti er framkvæmdi það.
Starfsfólk hans vinnur aldrei lengur
en til fimm á daginn en byrjar í staöinn
klukkan fimm á morgnana þegar mik-
il vinna er. Þannig segir Einar Oddur
að kraftarnir nýtist betur. Þá leggur
hann mikla áherslu á að starfsfólkið
fái helgarfrí. „Annars eru mánudag-
arnir ónýtir,“ segir hann.
Einar Oddur býr í fiallshlíðinni fyrir
ofan bæinn og hefur gott útsýni. Þar
hefur hann ræktað upp fallegan trjá-
garð.
- Er garðyrkjan eina áhugamálið utan
vinnunnar?
„Ég dútla viö ýmislegt og er lélegur
í öllu,“ segir hann hæverskur. „Mér
finnst gaman að rækta því það er nær
útilokað á þessum stað. Orðið gróður
er mjög skylt orðinu gróði, eitthvað
sem vex,“ segir Einar Oddur og hlær.
„Þær verða víst aldrgi mjög stórar,
plönturnar, en ég var ánægður er ég
heyrði af smáplöntunum í Japan."
Hvorki gáfnaljós
né bjargvættur
Einar Oddur er skrafhreifinn þegar
rætt er um efnhagsmál og útgerðina.
Minna vill hann tala um sjálfan sig.
Segist ekki vera gáfnaljós og þetta
bjargvættartal sé bara bull. Ekki vill
hann heldur viðurkenna að hann ejgi
þorpið. „Hvaða vitleysa. Ég bara vinn
hér," svarar hann.
- Hvaða álit hefur þú á stjórnarsam-
starfinu?
„Ég er mjög íhaldssamur maður og
lít þannig á að það hafi mistekist á ís-
landi að hafa stjórn á ýmsum hlutum.
Ef við gætum komið skipulagi á okkar
mál, eins og aðrar þjóðir ge'ra, þá yröu
íslehdingar- á mjög skömmum tíma
ríkasta þjóð í heimi."
- Hvernigmyndirðuframkvæmaþað?
„Ef við gættum betur að fiármálum
okkar, stunduðum sparnað eins og .
aðrar þjóðir gera og hefðum jafnvægi
á hlutunum þá ættum við miklu meiri
framleiðslumöguleika en nokkur önn-
ur þjóð í heiminum. Það er stað-
reynd."
- Ertu reiður út í þá útþenslu sem
verið hefur?
„Það er mjög rangt að þenja út þjón-
ustustig og neyslustig eins aðila án
þess að tryggja undirstöðu hans. Eins
og aö vanda hús en gleyma grunnin-
um. Það er hægt að bjarga hlutunum
en okkur liggur bara alltaf svo mikið
á í öllu. Einn kemur með forgangs-
verkefni og þá kemur annar á eftir og
svo koma alhr hinir. Menn veröa að
átta sig á því sem er staöreynd aö ekk-
ert er svo nauðsynlegt á íslandi í dag .
að ekki megi fresta því. Og engin und- f
antekning," segir Einar Oddur og legg-
ur mikla áherslu á þaö sem hann segir.
- Hvaö um ráðhús í Reykjavík?
„Ráðhús og ekki ráðhús. Menn eru
með þetta ráðhús á heilanum. Það er
bara alls kyns rugl í gangi á meöan
við setjum grunnatvinnuvegina út á
gaddinn. Þetta skaöar hagvöxt og lífs-
kjör og hefur gert lengi.“
- Er okkur viðbjargandi að þínum
dómi?
„Já, og viö erum ekki á vonarvöl
þótt við lækkum aðeins seghn. Við
erum áfram sú þjóð heimsins sem hef-
ur það hvað bærilegast. Það er enginn
að tala um vatn og brauð."
- Nefndin leggur til að þúsund stöður
hjá ríkinu verði aflagðar. Fer það fólk
þá ekki á atvinnuleysisbætur hjá rík-
inu og við sitjum í sama farinu?
„Viö settum þetta inn til að leyfa
mönnum að hrökkva í kút. Ríkið hefur •
verið að þenjast út og menn viröast
ekki hafa hugmynd um þaö. Það skipt-
ir ekki máli hvort það eru fimm hundr-
uð stöður eða sjö hundruö, eins og
menn eru að rífast um, sem bættust-
við á síðasta ári. Hvort tveggja er Qar-
stæða. Ef menn ætla ekki aö taka á
þessari launaþenslu hjá ríkinu þá eru
þeir ekkert að meina með aðgerðum.
Við gáfum merki um að alvara er á 1
ferð og heföi þess vegna mátt standa
tvö þúsund stöður. Þetta fólk fer ekki
á atvinnuleysisbætur á meðan vantar
í störf upp á fleiri hundruð."
- Reiknar þú með að eftir þessum til-
lögum verði farið?
„Ég veit auðvitað ekkert um það. Við
leggjum þær fram eftir bestu samvisku
og síðan er það ríkisstjórnarinnar að
ákveða framhaldið. Þó viö leggjum
fram þessar tihögur er ekki þar með
sagt að við séum handhafar stóra
sannleikans og þannig eigi þetta að
vera. Ég reyni að vinna mitt starf eftir
því sem ég get. Sjálfur myndi ég ekki
fara eftir ráðum annarra ef ég teldi þau
röng. Á hitt ber að líta að ég er bjart-
sýnn á að menn muni gera eitthvað í
þessa veru. Við komumst ekki hjá að-
gerðum. Hagsmunir framleiðslunnar
og launþegans fara saman, hvað sem
menn segja."
- Er ekki kahað á eftir þér launþega-
hatarinn?
_ „Nei, það hefur enginn hrópaö á mig.
Ég er enginn launþegahatari svo það
væri vitleysa. Ég hef setið lengi í samn-
ingum og ég held að menn í verkalýðs-
forystunni á Vestfiörðum og allir laun-
þegar hér viti að við erum engir hat-
ursmenn starfsmanna okkar. Við
verðum einungis að halda okkur á
jörðinni og skilja að launin verða ekki '
til af engu. Það leikur enginn eftir
Munchausen barón að hífa sig upp á
hárinu,“ segir Einar Oddur Kristjáns-
son, sem menn geta kallað ýmsum
nöfnum, en sjálfur segist hann vera
ósköp venjulegur, 45 ára gamall mað-
ur, sem á aðeins þá framtíðarósk að
búaáframáFlateyri. -ELA