Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Síða 35
.880i L .1 u i vi J i’Ic .ö viUijACÍ/iAiJo/\u LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. 51 í talfæri Gunnar Gunnarsson Markaðurinn sér um sína Kunningi minn, sem lenti í þeirri óhamingju aö eiga of miMö af stein- steypu á skökkum tíma, fór á kúp- una vegna þess og skældi hátt i lauginni um daginn. - Ertu þá á vonarvöl? spurði ég og sá fyrir mér fjölskyldu hans í biö- röö fyrir utan Félagsmálastofnun, fyrrverándi starfsmenn hans sömuleiös og í kjölfariö kæmu svo allir iðnaöarmennimir sem hann hefur haldiö uppi meö yfirborgun- um síðustu árin. - Já, sagöi hann. - Það er rétta orðið. Vonarvöl. - Hvað er til ráða? spuröi ég. - Verðurðu aö selja húsið, bílinn veiðileyfin? - 0 nei, sagði hann rólegur. - En maöur er að verða þreyttur á mark- aðsdyntunum. Það er ekki nokkur leið að læra á þetta hérna. Lítill markaður er miklu erflðari en stór. Annaðhvort dreg ég mig alveg í hlé, flyt inn í helgan stein, eða ég einbeiti mér að erlenda markaðn- um. - Ætlarðu í útflutning? - 0 nei. En maður hefur verið að gamna sér við stórar fúlgur á al- þjóðlega markaðnum. Ég fann aö þegar menn fóru aö tala um alþjóðlegheit í viðskiptum var ég út úr samræðudæminu, En ég vildi fræðast. - Hvenig virkar það? spurði ég sakleysislega. -Er það ekki erfitt? - í rauninni er það auöveldara. Þú kaupir fimm hundruð tor.n af kjúklingum í S-Afríku fyrir hádegi- og selur þau með tífóldum hagnaði í ísrael fyrir kaffi. Það er enginn kostnaður á þessu nema telexið og það er frádráttarbæn frá skatti. íslenskir skattgreiðendur borga mér eiginlega fyrir aö græða svona, sagöi hann skellihlæjandi og ég var hættur að sjá fyrir mér sultariega fjölskyldu í biðröð við Félagsmála- stofnun. Aðferðir og útvegir márkaðsins, sköpulag hans og stefna, löngun hans og hræringar eru órannsak- anlegar. Núorðið tala menn og hugsa virðist mér í markaðseiningum eða stærð- um. Það er talað um stærð mark- aösins í stað þess að nefna fólks- fjölda. Hér á landi er raunar oftar talað um smæð markaðsins. Og mér heyrist á þeim sem mest hugsa um markaöinn að það sé slæmt að hafa hann lítinn. Markaöurinn er það fyrirbæri í mannlífmu sem kaupsýslumenn nota til að hafa í sig og á. Ef enginn er markaðurinn fellur varan dauð og ómerk og arðurinn verður mín- us eitthvað. Svo heyri ég talað um t vaxandi markað, vakandi markað, kröfuharðan markað, íjársterkan markað, hruninn markað og fleira í þessum dúr. Ég heyri helst á svona tal í gufubaðstofum og heit- um laugum - þar sem markaðurinn eða aðilar markaðsins hittast, þá er markaðurinn oft á floti eða við það að sökkva. Raddir markaðsins Snjallir kaupsýslumenn kunna að hlusta á markaðinn, leggja eyr- um viö - eða skynja vaxandi þörf eöa eftirspurn sem gjarnan kemur í kjölfar auglýsingaherferðar elleg- ar tískubylgju sem getur átt upptök sín í bókmenntum, myndlist, fata- Ástandið á markaðnum Um eitt skeið var hægt að hagn- ast á því að eiga húsnæði sem hægt var að leigja til ýmissa fyrirtækja í verslun eða iðnaði. Verslunin gat staðið á brauðfótum og iðnaðurinn á hausnum - en útleiga á húsnæði blómstraöi. Þar af leiöandi hættu menn í verslun og iönaði og fóru að byggjahúsnæði til að leigja þeim veslings bjálfum sem enn voru í verslun eða iðnaði. Von bráðar var allt orðið yfirfullt af iðnaðar- og verslunarhúsnæði og húseigendur gátu ekki selt, fóru á hausinn. hönnun ellegar útsmoginni bíó- mynd. Góðir markaðshlerarar eru viðbúnir, leika með þegar þörfm verður æpandi og á einu misseri eða svo er hægt að maka krókinn, selja plagg með nýju Sniði, leigja frá sér tæki eða tól eða myndbands- spólur. Trúlega er markaöurinn sú lífkeðja sem hvað vandlegast er hlustuð og oftast og nákvæmast fylgst með heiisufari hans af öllum •heimsins sjúklingum. Mér virðist að markaðurinn fari oft og iðulega fantalega með sína menn, þá sem eiga allt sitt undir honum. Og í þjóðfélagi nútíinans eigum við flest (þessf sem mynda markaðsheildina) allt okkar undir markaðnum. Markaðurinn verður aö taka við fiskinum okkar. Mark- aðurinn verður að graöka í sig ke- tið í tonna vís, mjólkina verður hann að drekka og brúka iðnvam- inginn. Ef hann tekur ekki við, lok- ar á neysluna, erum við öll dauðans matur. Og stöku sinnum setur markaðurinn sína helstu vini á gaddinn, bregst harðneskjulega við verði þeim á að lesa hræringarnar skakkt. Saklaus eins og bam í öllum kvennamálum Sex stökur Sveinbjörn Beinteinsson á Drag- hálsi orti svo fyrir alllöngu. 1. Yfir haga fannafreðinn forna lagatóninn ber, líkt sem bragur langt aö kveð- inn ljós og fagur virtist mér. 2. Dularmögn frá eldri öldum óspillt þögnin dró að sér. Rímuð sögn af römmum völd- um rökkurfögnuð veitti mér. 3. Ýmsan vanda líöur lund lostin eigin gremi. Mannsins andi marga stund mettast órósemi. 4. Stefnt í voða virðist mér völtum gnoðum þegar skaps á boðum bylta sér bylgjur hroðalegar. 5. Þaö er lengi vegavon á villuheiðum, meðan helgum árdagseiðum enn er fylgt á kvöldsins leiðum. 6. Veðurbarinn á villuslóð vandkvæðin mín ég yrki. Gaddur og hríð úr gildum sjóð greiða mér sína styrki. Tækifærisvísur Gísli Jónsson, sem oft var kennd- ur við Bíldudal, ólst upp í stórri fjolskyldu í Arnarfirði, en foreldrar hans voru úr nágrenni Reykjavík- ur. Þrír bræður Gísla báru ættar- nöfn: Jón Maron, kaupsýslumaöur á Bíldudal, Björn Blöndal, lög- reglumaður í Reykjavík, og Guð- mundur Kamban rithöfundur. Gísli lærði að vera vélstjóri á stór- um skipum og vann við það lengi, síðar gerðist hann heildsali og loks stjórnmálamaður. Um hann stóð irdkill styr, sat alllengi á þingi. Ekki hefur þeim líkað illa við Gísla, sem svo orti: Þó að margur þingstörf viö þyki sæmdarringur, góðu máli greiðir lið Gísli Barðstrendingur. Sveitamaöur hafði gerst bílstjóri í Reykjavík, næst þegar hann kom á heimaslóðir var hann spurður hvort þetta væri ekki mikill bjarg- ræðisvegur í kvennamálum. Hann svaraði. Ekki glaður ek minn veg upp þá stúlkur hirði, einkum þær, sem eins og ég, ekki eru mikils virði. Jónas frá Gijótheimum Jónas Jónsson hét reykvískur hagyrðingur og kunnur í borginni fram yfir seinna stríðið, þá aldrað- ur og í þokkalegum efnum. Hann gaf sjálfur út vísur sínar í tveimur ljóðakverum. Hann kenndi sig við Grjótheima. Sýnishorn. Oft ég ramma söngva syng þó sé mín gleði í banni. Og hvorki sál né sannfæring sel ég nokkrum manni. Eru ljóð mín á þann veg illa hnoðuð saman, einfóld jafnan eins og ég, oftast meinlaust gaman. Svona lýsti hann kunningja sínum úr sveitinni: Aldrei Magnús eignast grip, sem er að neinu mætur. Hans er allt meö sama svip, synir, kýr og dætur. Uppáhaldshestur Jónasar hét Ylur. -Um hann var ort: Þegar bylur úti er, ofsinn þilin lemur, best hann Ylur ornar mér, engan vil ég fremur. Ei það dyl, sá ann mér rétt, og mig skilur hestur, þegar vil ég þeysa á sprett, þá er Ylur bestur. Þessar þrjár eru ortar í æsku: Glaður jafnan er ég á öllum mannafundum, gæfan þó að gangi hjá garði mínum stundum. Þótt ég virðist gleðigjarn og gangi á vegi hálum er ég saklaus eins og barn í öllum kvennamálum. Öfugstreymið eltir þrátt undarlega víða, allir þurfa á einhvern hátt eitthvað við að stríða. Og nú er hann orðinn lífsreyndur: Eina hef ég alltaf haft aðferðina tama. Þeim, sem byrja að brúka kjaft, býð ég upp á sama. Vísnaþáttur Ef mér gerir einhver mein í orðsins fyllsta máta, hef ég oftast einhvern stein upp í hann að láta. Lokavísa Torfi Jónsson, stundum kenndur við Prestbakka, nú vinnufélagi minn við vísnaþáttinn, var lengi löggæslumaður, en síðustu ár feng- ist við fræðimennsku. Hann er vísnasjóður og kvæða, nokkrum árum yngri en ég. Ekki oröinn eins móður á göngunni. Nú í ágústlok skrifaði ég þessa vísu á bók eftir mig, sem heitir Altarisbergið, og gaf Torfa. Var svo lengi, vona enn, aö vaki forna glóðin, og konur elski kvæðamenn kannski meir en ljóðin. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.