Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 40
% LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Skákþing íslands í Hafnarborg: c > Niemand var maður mótsins Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands var slitið sl. laugardag með veglegu hófi bæjarstjórans í Hafnarflrði, Guðmundar Árna Stef- ánssonar. Margeiri Péturssyni, skák- meistara íslands 1986 og 1987, tókst ekki að verja titil sinn en missti held- ur ekki af honum. Einvígi tveggja efstu manna mótsins þarf til að skera úr um það hvor hlýtur sæmdarheitið „Skákmeistari íslands 1988“. Margeir og ritari þessara lína urðu efstir og jafnir á mótinu með 9,5 v. en Hannes Hlífar Stefánsson varð þriðji með 8 v. Karl Þorsteins hreppti flórða sæti með 7,5 vinninga og síðan kom Þröstur Þórhallsson með 6 v. Þessir voru fimm stigahæstu menn mótsins og hefði komið verulega á óvart ef einhverjum hinna þátttak- endanna hefði tekist að komast þar upp í milli. Þó voru Róbert Harðar- son og Ágúst Sindri Karlsson nálægt því að hrifsa í Þröst, en þeir fengu hálfum vinningi minna, voru með 5,5 vinninga. Teflt var í Hafnarborg, glæsilegri menningar- og hstastofnun þeirra Hafnfirðinga við Strandgötu. Þetta er hið notalegasta hús og þótt það - Einvígi þarf um íslandsmeistaratitilinn henti e.t.v. ekki alls kostar til skák- mótahalds tókst aðstandendum mótsins að gera prýðilegasta afdrep fyrir skákmennina. Munaði þar mestu um glerbúrið fræga sem skildi að skákmenn og áhorfendur. Það er nýjung hér á landi að setja skákmenn í glerbúr en mun þó hafa tíðkast er- lendis, t.d. á skákmótinu fræga í Til- burg. Þar hefur glerbúrið sennilega verið sett upp til hlífðar mestu jafn- teflisvélunum svo að vonsviknir áhorfendur létu ekki reiði sína bitna á þeim með eggjum og tómötum. í Hafnarfirði var engin hætta á þessu, jafnteflin urðu aðeins 14 í 66 skákum eða liðlega 21% tefldra skáka. Eins og lágt jafnteflishlutfallið gef- ur til kynna tefldu skákmenn glannalega á mótinu og varð því kannski ekki hjá því komist að af- leikir yröu nokkuð margir. Gárung- arnir vildu kenna glerveggnum um slaka taflmennsku. Þeir sögðu að skákmennirnir hefðu ekki heyrt ráð- leggingar spekinganna úr salnum og hefðu neyðst til að treysta á eigin dómgreind! Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson og fórst honum það starf vel úr hendi »S»KÍx«r»xi,a Frá skákþingi Islands sem endaði með að Jón L. Arnason og Margeir Pétursson urðu jafnir í efsta sæti. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 V. R. 1. Jón L. Árnason SM 2535 1 h 'h '/2 1 1 1 1 1 1 1 9 h 1.-2, 2. Jóhannes Ágústsson 2315 0 1 0 0 0 1 0 0 'h 'h 1 4 8. 3. Þröstur Þórhallsson AM 2410 'h 0 '/2 '/2 0 /2 1 '/2 1 'h 1 6 5. 4. Hannes H. Stefárrsson FM 2395 % 1 0 0 1 1 1 1 1 1 8 3. 5. Margeir Pétursson SM 2530 'h 1 § 1 '/2 1 1 1 1 1 1 9 'h 1.-2. 6, Karl Þorsteinsson AM 2430 0 1 1 1 § mi 1 ‘/2 0 1 1 'h l'h 4. 7. Ásgeir Þ. Árnason 2290 0 0 ‘/2 0 0 0 1 0 1 0 0 2 'h 10.-11. 8. Benedíkt Jónasson 2330 0 1 0 0 0 'h 0 0 0 1 0 2'4 10.-11. 9. Ágúst S. Karlsson 2235 0 1 '/2 0 0 1 1 1 1 0 0 5/2 6.-7. 10. Þráinn Vigfússon 2230 0 0 0 0 0 0 1 0 >/2 0 2 12. 11. Davíð Ólafsson 2270 0 '/2 'h 0 0 0 1 0 1 '/2 0 3'2 9. 12. Róbert Harðarson 2295 0 0 0 0 0 ‘/2 1 1 1 1 1 5G 6.-7. að venju. Hann er í hópi okkar al- bestu skákstjóra. Honum til aðstoðar voru Grímur Ársælsson og Jóhann Larsen en auk þeirra sat Ágúst Sindri Karlsson í framkvæmdanefnd mótsins. Blaðafulltrúi mótsins var Gísli Ás- geirsson og sá hann jafnframt um mótsblaðið sem út kom eftir hveija umferð. Óhætt er að segja að móts- blað þetta hafi vakið mikla athygli fyrir óvenjulega kímni og þá ekki síst fyrir sögur af Lothar Niemand nokkrum. Glefsur úr ævisögu hans „Schachlust und Lebensraum" var víða að finna í mótsblaðinu. Kepp- endur mótsins höfðu reyndar hvorki Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir aö ráöa í stööu framkvæmdastjóra um- sýslu- og fjármáladeildar hjá stofnun verklegra fram- kvæmda. Krafist er menntunar og/eöa reynslu í sviöi viðskipta. Stjórnunarreynsla ásamt mjög góöri enskukunnáttu nauðsynleg. Umsóknir berist varnar- málaskrifstofu utanríkisráöuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, Njarðvík, eigi síðar en 20. sept. nk. Nánari uppl. veittar í síma 92-11973. INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntuiiar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Nafn........................... Heimilisfang..................................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 03/09/88 Bridgeheilræði BOLS: „Spilaðu lang- litniim strax" - segir Patrick Jourdain Ritstjóri tímarits alþjóðabridge- lenska stórfyrirtækisins BOLS: Flestir spilarar halda að kastþröng blaðamanna er Englendingurinn „Hafirðu átta toppslagi og fimm tap- myndist aðeins í lok spils og þeir Patrick Jourdain. Hann gefur okkur slagi í þremur gröndum þá spilaðu þurfi að eiga alla slagina nema einn bridgeheilræði dagsins í keppni hol- langlitnum strax.“ til þess aö framkvæma hana. Samt sem áður getur kastþröngin myndast miklu fyrr þegar varnarspilari þarf að verja þrjá liti, jafnvel þótt ekkert endaspil sé mögulegt. Þetta spil er gott dæmi: Tilboö óskast í þessa flugvél Þetta er Cessna 152 II árg. 1982. Hún er nýkomin úr ársskoðun og er búin ADF, VOR og Transspond- er. Þá er hún með „Longe range" eldsneytistanka (6 tíma flugþol). Ca 1600 tímar eru eftir á mótor. Upplýsingar veittar og tekið við tilboðum í símum 98-75034, 98-75021, 98-75933 eftir kl. 17. * 982 V G103 ♦ D74 + Á652 ♦ DG743 V Á54 ♦ 95 + G108 * Á10 V KD ♦ ÁKG103 + K743 Suður opnar á tveimur gröndum, noröur hækkar í þrjú og vestur spil- ar út spaðafjarka. Margir sagnhafar myndu reyna að stela níunda slagn- um á hjarta áður en vörnin áttar sig. Þeir myndu fara inn á blindan og spila síðan hjartagosa sem blekki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.