Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Síða 44
60 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Lífsstfll Þegar búlevörðum og baoströndum sleppir í ödrum gír um sveitavegi Austur-Frakklands Þegar París hnerrar fær Frakkland kvef. Þannig lýsa Frakkar sjálfir gjarnan sambandi höfuðborgar sinnar og landsbyggðarinnar. París er höfuðið og þangað beinast augu allra, kannski ekki síst ferðamannanna, íslenskra jafnt sem annarra þjóða. Frakkland er þó allt annað og miklu meira en höfuðborgin án þess að hlutur hennar sé rýrður á neinn hátt. Ökuferð um sveitir landsins er einhver skemmtilegasti ferðamáti sem hugsast getur. Ekki á ofsahraða á beinum og breiðum hraðbrautum heldur á íslenskum þjóðvegahraða um bugðótta sveitavegi með lands- lagið allt um kring. Miðaldakastali í Menthon-Saint-Bernard við Annecyvatn, með Alpafjöllin í baksýn. Austurhluti Frakklands er kjörinn áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast annarri hlið á þessu fallega og margbreytilega landi þar sem búlevörðunum og bað- ströndunum sleppir. Ekkert er auð- veldara. Bílaleigubíll í Lúxemborg og stefnan tekin í hásuður. Að þessu sinni liggur leiðin um Lorrainehérað gegnum borgimar Metz og Nancy. Síðan er haldið um Júrafjöll til Bes- ancon og smáþorpsins Arbois og það- an yfir Sigðarskarð, eða Col de la FauciRe, til Genf í Sviss og aftur yfir landamærin til borgarinnar Annecy, sem tilheyrir Efri-Savoie-sýslu, með stuttum stansi við Broddgaltarfoss. Menn skyldu ekki láta sér bregða þegar farið er yfir landamæri Lúx- emborgar og Frakklands. Reykspú- andi verksmiðjustromparnir, sem þar eru, era ekki fyrirboði þess sem koma skal. Handan þeirra eru lágir ásar og akrar með gulum blómum svo langt sem augað eygir og aUt þar til Júrafjöllin blasa við allnokkru sunnar. Albert og Erró Eftir liðlega klukkustundarakst- ur frá Lúxemborg er komiö til borg- arinnar Nancy sem er stjómsýslu- setur Meurthe-et-Moselle-sýslu. Sýslan sú er í Lorrainehéraði sem löngum hefur verið bitbein Frakka og Þjóðveija. Nancy er ekki aðeins merkileg fyrir faUega 18. aldar bygg- ingarlist heldur hafa tveir íslending- ar sett svip sinn á borgina. Albert Guðmundsson lék þar knattspymu á sínum yngri áram, og ekki ails fyrir löngu voru sett upp í ráöhúsi borgar- innar risastór málverk eftir Erró þar sem hann lýsir sögu héraðsins á sinn sérstæða hátt. Myndirnar gerði Erró að beiðni Pierre Mauroy, borgar- stjóra og fyrram forsætisráðherra. Úr ráðhúsinu er faUegt útsýni yfir Stanislastorg sem er eitt hið fegursta í allri Evrópu, með glæsilegum stór- byggingum og skrautlegum hliðum umhverfis marmaragosbrunna. Úti á torginu miðju stendur svo stytta af manninum sem torgið er kennt við, Stanislas Leszcynski, konungi Pól- verja. Rússar settu hann af 1736 en Stanislas átti þvi láni að fagna aö vera tengdafaðir Loðvíks 15. og fékk hann hertogadæmið af Lorraine í sárabætur. I þakklætisskyni helgaði hann líf sitt uppbyggingu borgarinn- ar sem hafði orðið mjög Ula úti í þrjá- tíu ára stríðinu á 17. öldinni. Við norðurenda torgsins er sigurbogi tU heiðurs Loðvíki 15. Erró er ekki eini Ustamaðurinn sem á verk sín við Stanislastorg því Ustasafn borgarinnar, Musée des Beaux-arts, er tU húsa á númer 3. Þar má sjá verk eftir menn eins og Delacroix, Courbet, Manet, Rubens og fleiri. Caesar og salt konungs Frá Nancy er ekið sem leið Uggur suður með Moselle-ánni á þjóðvegi númer 57 og honum fylgt til Besan- con við ána Doubs sem umlykur svo tíl aUa miðborgina. Besancon er höf- uðstaður Franche-Comté-héraðs í JúraQöllum. Borgarstæðið þótti snemma gegna mikUvægu hernaðar- hlutverki og meðal þeirra sem þar hafa herjað er sjálfur JúUus Caesar sem hertók borgina árið 58 fyrir Krists burð. Ýmsar rómverskar minjar era í borginni, svo sem sigur- boginn La Porte noire, eða Svarta hhðið, sem taUð er að hafi verið Ferðir Broddgaltarfoss er heimsóknarinnar virði þótt afskekktur sé. Verð við allra Frakkland hefur löngum haft orð á sér fyrir aö vera dýrt feröa- mannaland. Svo þarf þó alls ekki að vera, einkum ef maður heldur sig fjarri vinsælustu ferðamanna- stööunum. í Frakklandi er nefni- lega hægt að finna verð á mat og gistingu viö hæfi hverrar buddu. Gistihús era fjölmörg hvar sem mann ber niöur, í þorpum, bæjura og borgum, jafnvel á hraðbrautun- um sjálfum, og þau era af ýmsum gæðaflokkum. Algengt verö á tveggja manna herbergi í vel boð- legu hóteU er um 1500-2000 krónur, en hægt er að komast neðar ef menn láta sér nægja hreinan kodda til að haUa höfðinu á. Þetta á viö um hótel inni í bæjunum en hrað- brautahótelin era, legu sinnar vegna, aUtaf dýrari. Svipaða sögu er að segja af matn- um. Þar er.aUt tiL M)ög góð og vel útflátin máltíö þarf ekki að kosta meira en 500-700 krónur á mann. Á venjulegum veitingahúsum er ódýrast að kaupa það sem Frakkar kaUa „Menu“ en það era 3-4 rétta máltíðir sem kokkurinn setur sam- an. Þá hafa Frakkar ekki farið var- hluta af skyndibitamenningunni. HamborgaragriUum og öðram slík- um stöðum hefur fiölgað mjög á undanförnum árum og þar kostar máltíöin kannski 200 krónur. Eitt er það sem síst er ódýrara i Frakklandi en hér á landi, bensínið á bílinn. Annað sem vert er að hafa í huga, ef leigður er bíU i Lúxem- borg, er blýlausa bensínið. Slíkt bensín er nýlunda í Frakklandi og í vor var óvíða hægt að fá það nema í stærri borgum og bæjum, svo og á hraðbrautunum. Blýlausu bens- índælunum fer þó fiölgandi og ættu bílaleigur í Lúxemborg að hafa nýjustu upplýsingar um hvar þær er að finna. Svo er það ökulagið. Frakkar aka geyst, stundum mjög svo. Þótt há- markshraði á hraðbrautum sé 130 km, 90-110 á þjóðvegum og 60 í borgum er hann sjaldnast tekinn of hátíðlega. Engu að síður aka Frakkar vel og geta stundum verið óþolinmóðir gagnvart þeim sem ekki gera eins og þeir. Akreina- skiptingin er í hávegum höfð og engum lýðst að aka á þeirri vinstri nema hann sé að taka fram úr öðr- um bíl. Ef þetta er haft í huga er engin ástæða til að ætla annað en að ökuferðin um landiö verði hin ánægjulegasta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.