Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Qupperneq 56
72 EINBREIÐ VATNSRÚM 90 cm kr. 37.000. Kr. 35.150.- stgr. 120 cm kr. 40.800. Kr. 38.760.- stgr. 3ja ára ábyrgð Sendum að kostnaðar- lausu á Reykjavíkursvæð- ið og á vöruafgreiðslur. Tjarnargötu 2-Keflavík-Sími 13377 Hugsaðu um heilsuna í vetur og æfðu reglulega með okkur. Nú eru vetrarnámskeiðin að hefjasf og bjóðum við þér að slást í hóp fjöl- margra kvenna sem halda sér í formi og koma aukakílóum fyrir kattarnef á heilsusamlegan og skemmtilegan hátt. í- Áhersla lögð á æfingar fyrir maga, ra.ss og læri, Teygjur og slökun, engin hopp. Fjörug tónlist. ÁTAK I MHC.KUM - Góðar æfingar fyrir maga, rass, læriogupphandleggi. Teygjurog slökun. Viktun, gott aðhald, mikill árangur. ERÖBIK - Fjörug þolþjálfun. Styrkjandi æfingar, teygjurog slökun. FYlR BARNSH AFANDTKOMtm- Örugg- ar, uppbyggjandi og styrkjandi æfingar. Teygjur, öndunar- óg slökunaræfingar. FYRIR KONUR FFl'IR BARNSBURÐ - Byggt itpp alhliða líkamsþrek, létt þolleikfimi, styrkjandi æfingar fyrir viðkvæma líkams- hluta. Áhersla á bak, maga og hendur. KRAFFGANGA : Nýtt á íslandi, það vinsæl- asta í Bandaríkjunum þessa dagana. Arftaki skokksins, minna álag á liðamót. Alhliða þjálfun fyrir hjarta ogæðar, styrkir, eykur þol og brennir fitu. Námskeið fyrir alla. JAZZBALLf:TT fvrir 5-15 ára hefst 8. sept. * Vigtun * Matseðlar * Fitumæling *' Þrekpróf * Æfingar með lóðum og teygjum * 36 peru ljósabekkir * Vatnsgufubað OPNIR TÍMAR Á LAUGARDÖGUM MORGUN- OG DAGTÍMAR KARLALEIKFIMI Eingöngu lærðir íþróttakennarar leiðbeina og ekki eru fleiri en 25 í hverjum tíma. Petta er þin trygging fyrir góðri Ieiðsögn. Aðeins 7 mínútur úr Breiðholti. Nú eru sum námskeið þegar full. Skráöu þig strax í síma 652212. HRFSS LÍKVMSRÆKT OG IJÓS BÆJARHRAUNI d/VlÐ KEFLAVIKURVECINN/SIMI 652212 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. Afmæli_______________________ Hanna S. Halldórsdóttir Hanna Sigurrós Halldórsdóttir, Baldursgötu 16, Reykjavík, varð sextug á flmmtudaginn var. Hún fæddist á Ytri-Tungu í Stað- arsveit og ólst þar upp. Hún hefur sl. tuttugu ár starfaö í gæludýra- verslun í Reykjavík. Maöur hennar er Hans Peter Lars- en, f. 14.4.1929, verslunarmaður í Reykjavík, sonur Hjartar Helgason- ar og Dagnýjar Helgason. Börn Hönnu eru: Ástvin Hreiðar Gíslason, f. 31.5.1948, símsmiður, búsettur í Svíþjóð, en hann á fjögur börn; Hjörtur D. Hansson, f. 14.11. 1954, markaðsstjóri í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Björnsdóttur, en hann á eina dóttur; Helgi Hilmar Hansson, f. 1.9.1957, bifreiðastjóri í Hveragerði, kvæntur Jakobínu Gunnþórsdóttur, en þau eiga tvö börn. Systkini Hönnu eru: Fjóla Unnur, f. 24.10.1922; Reynir, f. 7.3.1924 en hann er látinn; Lilja, f. 14.3.1926; Sóléy, f. 17.6.1927, d. 17.6.1987; óskírð, f. 19.2.1930, d. sama dag; Ragna, f. 8.1.1931; Ragnhildur Stein- unn, f. 26.6.1935; og Guðbjörg, f. 30.8.1945. Foreldrar Hönnu eru: Halldór Ólason, b. og bifreiðastjóri á Akra- nesi, og kona hans Lára Jóhannes- ardóttir. Halldór er sonur Óla Arngríms- sonar, útvegsbónda á Bakkahúsi í Ólafsvík, og konu hans Guðbjargar Guðmundsdóttur. Lára er dóttir Jóhannnesar, b. á Ytritungu, Þorlákssonar, b. í Hanna Sigurrós Halldórsdóttir. Varmadal á Kjalarnesi, Jónssonar, og konu hans Guðrúnar Eiríksdótt- ur frá Fitjakoti. Móðir Láru var Steinunn ljósmóðir Þórðardóttir, b. á Skiphyl í Hraunhreppi, Svein- björnssonar, prests á Staðarhrauni, Sveinbjörnssonar. Móðir Þórðar var Rannveig Vigfúsdóttir, sýslu- manns á Hlíðarenda, Þórarinsson- ar, ogkonu hans Steinunnar Bjarnadóttur, landlæknis Pálsson- ar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir, landfógeta Magnússon- ar. Móðir Steinunnar ljósmóður var Guðrúri Gísladóttir, b. á Hraunhöfn í Staðarsveit, Árnasonar og konu hans Ragnhildar Jónsdóttur. Hanna tekur á móti gestum í dag klukkan 17-24 í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. III hamingfu með morgundaginn ___________________ Ólaflá Sveinsdóttir, 85 ára Guðlaug Gísladóttir, Hraunbæ, Alftavershreppi. 75 ára Jósefína Árnadóttir, Tungu, Húsavík. 70 ára Gunnar Guðjónsson, Tunguvegi 17, Reykjavík. Guðrún S. Jónsdóttir, Hjailavegi 35, Reykjavík. 60 ára Vilhelm Þorsteinsson, Ránargötu 23, Akureyri. Baldvin Þorst.einson, Kotárgerði 20, Akureyri. Borgarhrauni 6, Grindavík. Sigurður Guðmundsson, Lindarflöt 39, Garðabæ. 50 ára Jón Auðunn Viggósson, Haukshólum 1, Reykjavík. Kolbrún Ásta Jóhannsdóttir, Ólafsvegi 41, Ólafsflrði. Gunnar Rúnar Pétursson, Goðatúni 7, Garðabæ. 40 ára Martin Kr. Olesen, Þjóttuseh 7, Reykjavík. Árdis G. Guðmarsdóttir, Háaleitisbraut 121, Reykjavík. Sigurður Magnússon, Hofi II, Lækjarhúsi, Hofshreppi. Guðný Óskarsdóttir, Smáragötu 10, Vestmannaeyjum. Bergþóra Helgadóttir, Sólheimum 32, Reýkjavík. Arthur Emil Aanes Arthur Emil Aanes mótorvél- stjóri, Efstasundi 12, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Arthur fæddist við Sandnessjöen í Helgeland í Noregi og ólst upp í Noregi en kom til Vestmannáeyja 13.1.1925 og réð sig á fiskibátinn Sæbjörgu. Dvöl hans í Vestmanna- eyjum varð lengri en til stóð í upp- hafi en Arthur var í nítján ár á ýmsum bátum í Eyjum og sigldi hann öll stríðsárin með fisk til Bret- lands. Síðustu tvö ár sín á sjónum var Arthur á Eldborgu, fiskibát frá Borgamesi, en þegar Arthur hætti til sjós 1952 var hann með réttindi yfirvélstjóra. Hann fór þá í vél- virkjanám í Vélsmiðjunni Héðni. Lauk hann þaðan prófi 1956 og fékk meistararéttindi í vélvirkjun 1961. Arthur hefur verið búsettur í Reykjavíkfrál945. _ Kona Arthurs er Katrín Gunnars- dóttir kennari,f. 15.12.1901, dóttir _ Gunnars Andréssonar, b. í Hólmum í-Austur-Landeyjum, og Katrínar Sigurðardóttur. ' BömArthursogKatrínareru: Sigrún, f. 10.5.1936, verslunarmað- ur, búsett á Stokkseyri; Gunnar, f. 30.10.1939, flugstjóri í Reykjavík, og Rannveig, f. 25.7.1942, verslunar- maður, búsett í Bandaríkjimum. Arthur Emil Aanes. Böm Arthurs af fyrra hjónabandi em Guðjón Emil, f. 24.7.1930, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, en hann er nú látinn, og Örn, f. 18.11.1932, vélsfjóri í Reykjavík. Móðir þeirra bræðra er Ragnheiður Jónsdóttir. Foreldrar Arthurs vora Anton Johanson Aanes, múrari og fiski- maður við Sandnessjöen, og kona hans, Emma Aanes. Arthur veröur ekki heima á af- mælisdaginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.