Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988. w 73^ Afmæli Guðrún Zoéga Guðrún Zoega, aöstoðarmaöur iðnaðarráðherra, Lerkihlíð 17, Reykjavík, verður fertug á morgun. Guðrún er fædd í Rvík og varð verk- fræðingur frá Danmarks Tekniske Höjskole 1974. Hún var verkfræö- ingur hjá verkfræðistofunni Fjar- hitun hf. 1974-1987 og formaður Stéttarfélags verkfræðinga 1981- 1983. Guðrún var í aðalstjórn Verk- fræöingafélags íslands 1981-1983 og varaborgarfulltrúi í Rvík frá 1986. Hún hefur verið aðstoðarmaður iðnaðarráðherrafrá 1987. Guðrún giftist 3. j úlí 1973 Ernst Torben Hemmingsen, f. 17. maí 1947, hag- fræðingi. Foreldrar hans eru Vagn Hemmingsen, verkfræðingur í Kaupmannahöfn, og kona hans, Karna Hemmingsen. Börn Guðrún- ar og Emst eru Jóhannes Þorgeir, f. 8. mars 1974, og Karen Kristjaha, f. 20. júní 1976. Systkini Guðrúnar eruTómas, f. 3. júlí 1946, geðlæknir, kvæntur Fríði Bjarnadóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau fjögur böm, Benedikt, f. 4. maí 1955, tölvu- fræðingur, kvæntur Vigdísi Jóns- dóttur, skjalaverði Alþingis, og eiga þau þrjú börn, og Sigurður, f. 26. október 1961, hagfræðingur í Rvík. Foreldrar Guðrúnar eru Jóhannes Zoega, fyrrv. hitaveitustjóri í Rvík, og kona hans, Guðrún Benedikts- dóttir. Em þau hjón fjórmenningar. Jóhannes er sonur Tómasar Zoega, sparisjóðsstjóra á Norðfirði, Jó- hannessonar Zoega, skipstjóra í Rvík, bróður Geirs, afa Geirs Hall- grímssonar seðlabankastjóra. Jó- hannes var sonur Tómasar Zoega, formanns á Akranesi, Jóhannesson- ar Zoega, glerskera í Rvík, Jóhann- essonar Zoega, tuktmeistara í Rvík, ættfóður Zoegaættarinnar, af höfð- ingjaætt gyðinga í Feneyjum. Móðir Tómasar var Guðný Hafliðadóttir, tómthúsmanns í Rvík, Nikulásson- ar, systir Ólafar, móöur Bjama Jónssonar vígslubiskups. Kona Haf- liða var Guðfmna Pétursdóttir, b. í Engey, Guðmundssonar, langafa Guðrúnar, móður Guðrúnar Zoega. Móðir Jóhannesar hitaveitustjóra var Steinunn Símonardóttir, b. á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal Jónssonar, b. á Efstabæ í Skorra- dal, Símonarsonar, ættfóður Efsta- bæjarættinnar, fóður Halldóru, ömmu Sveinbjörns Beinteinssonar, skálds og allsherjargoða, og Hildar, ömmu Péturs Ottesen, alþingis- manns á Ytra-Hólmi, Jóns Helga- sonar ritstjóra, Magnúsar Ásgeirs- sonar, skálds og þýöanda, Leifs Ás- geirssonar prófessors, langömmu fnga Sigurðssonar lektors og Helga H. Jónssonar fréttamanns. Móðir Steinunnar var Herdís Jónsdóttir, systir Magnúsar, langafa Guðrúnar, móður Hannesar Pálssonar banka- stjóra. Móðursystkini Guðrúnar eru Sveinn framkvæmdastjóri, Bjarni forsætisráðherra, faðir Björns að- stoðarritstjóra, Kristjana, móðir 'Benedikts Blöndals hæstaréttar- dómara og Halldórs Blöndals al- þingismanns, og Ólöf menntaskóla- kennari. Guðrún er dóttir Bene- dikts, alþingismanns í Rvík, Sveins- sonar Víkings, gestgjafa á Húsavík, Magnússonar, bróður Björns, afa Guðmundar Benediktssonar ráðu- neytisstjóra, föður Solveigar Láru prests. Móðir Benedikts var Kristj- ana, systir Baldvins, afa Þóris Bald- vinssonar arkitekts. Kristjana var Guðrún Zoéga. dóttir Sigurðar, b. á Hálsi í Kinn, Kristjánssonar, b. á Illugastöðum, Jónssonar, föður Kristbjargar, langömmu Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Móðir Guðrúnar var Guðrún Pétursdóttir, b. i Engey, Kristinssonar. Móðir Péturs var Guörún Pétursdóttir, systir Guð- finnu, konu Hafliða Nikulássonar. Ágústa Guðmunsdóttir Ágústa Guðmundsdóttir verslun- armaður, Hraunbraut 12, Kópavogi, erfimmtugídag. Ágústa fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún lauk gagn- fræðaprófi og er nú nemi í öldunga- deild MH. Ágústa hefur búið í Reykjavík, á Akranesi, í Kópavogi og í Vestmannaeyjum. Hún er stofn- félagi Bókasafns Kópavogs og Leik- félags Kópavogs en með því starfaði hún Og lék 1955-60 Og 1972-78. Ágústa var félagi í Golfklúbbi Vest- mannaeyja og síðar í Golfklúbbi Reykjavíkur en hún hefur verið þátttakandi í golfmeistaramótum í fjöldaára. Maöur hennar er Ólafur Gunnars- son, f. 22.3.1930, verkfræðingur í Reykjavík, sonur Jóhanns Gunnars Ólafssonar, sýslumanns og bæjar- fógeta á ísafirði, og konu hans, Rögnu Haraldsdóttur. Böm Ágústu og Ólafs eru Ásta, f. 16.1.1960, ritari í Kópavogi, en hún á eina dóttur, Ragna, f. 6.3.1964, d. 31.10.1982, og Sigríður, f. 20.5.1975. Systkini Ágústu eru: Egill, f. 12.1. 1944, flugvélstjóri hjá Cargolux í Lúxemborg, kvæntur Aniku Sjöfn Berndsen, en þau eiga íjögur börn; Böðvar, f. 14.6.1948, hljóð- og mynd- meistari í Reykjavík, kvæntur Margréti Berndsen, en þau eiga þrjú börn, og Einar, f. 14.1.1957, flugmað- uríReykjavík. Foreldrar Ágústu: Guðmundur Egilsson, loftskeytamaður í Reykja- vík, f. 25.10.1908, d. 31.10.1987, og kona hans, Ásta Einarsdóttir, f. 1.10. 1917. Guðmundur var sonur Egils á Hellu í Hafnarfirði Guðmundsson- ar, af Víkingslækjarættinni, og konu hans, Þórunnar Einarsdóttur, Jóhannessonar, Hansen. Móðir Þór- unnar var Jensína, systir Matthías- ar, langafa Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra. Jensína var dóttir Árna, verslunarmanns í Hafnarfiröi, bróður Páls, langafa Ólafs Ólafsson- ar landlæknis. Árni var sonur Jóns prests í Arnarbæh, ættföður Mathi- esenættarinnar. Jón var sonur Matthíasar, stúdents á Eyri, Þórðar- sonar, stúdents í Vigur, Olafssonar, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar, ættföður Eyrarættar- Agústa Guðmundsdóttir. innar, langafa Jóns forseta. Móðir Áma var Ingibjörg Pálsdóttir, prests á Ofanleiti, Magnússonar, langafa Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráðherra. Páll var einnig langafi Ásgeirs, fóður Ás- geirs forseta. Ásta er dóttir Einars Hróbjarts- sonar frá Húsum í Holtum, Einars- sonar. Móðir Ástu var Ágústa Sveinbjamardóttir, smiðs í Hafnar- firði, Stefánssonar og konu hans, Ástríðar Guðmundsdóttur. Ásta var tíundi ættliður frá Hallgrími Péturs- syni. Sígurþór og Skúli Oskarssynir Tvíburabræðurnir Sigurþór Óskarsson vélstjóri, Gauksstööum 2, Reykjavík, og Skúli Margeir Óskarsson, næturvörður og kraft- lyftingamaður, til heimihs að Unu- felh 25, Reykjavík, eru fertugir í dag. Þeir fæddust á Fáskrúðsfirði og ólust þar upp. Sigurþór Sigurþór lærði vélstjóm og vinnur nú sem yfirvélstjóri á flutningaskip- inu Grímsey. Hann og kona hans bjuggu á Seyðisfirði frá 1968-73 en fluttu þá tíl Reykjavíkur og bjuggu þar í funm ár. Þá fluttu þau til Vest- mannaeyja þar sem þau voru þar th fyrir ári er þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Kona Sigurþórs er Ásdís Helga Ólafsdóttir, f. 25.11.1951, húsmóðir og verslunarmaður, dóttir Ólafs Magnússonar matsveins og Fann- eyjar Sigurjónsdóttur snyrtisér- fræðings. Sigurþór og Ásdís eiga fjögur böm. Þau em: Ólafur, f. 7.5.1968, nemi, Óskar Birgir, f. 17.11.1969, verkamaður, Sigurþór Skúh, f. 30.5. 1978, og Fanney Guðrún, f. 31.10. 1979. Skúli Margeir Skúh starfar við næturvörslu í Hagkaup en þar hefur hann starfað undanfarin ár. Hann vann áður í nokkur ár hjá Nýju bhkksmiðjunni íÁrmúla. Skúli er landsþekktur afreksmað- ur í íþróttum en hann hefur náð frábærum árangri í kraftlyftingum Sigurþór og Skúli Oskarssynir. og setti m.a. heimsmet í réttstöðu- lyftu árið 1980. Þá var hann kosin íþróttamaöur ársins árið 1978 og aftur 1980. Kona Skúla er Svanhvít Hrönn Ingibergsdóttir, f. 16.9.1948, hús- móðir og dagmamma, en þau eiga eina dóttur, Söm Maríu, f. í júní 1973. Systkini Sigurþórs og Skúla eru: Guðný sjúkrahði, f. 9.2.1950, gift Sveini Sigmundssyni bónda; Tova Flórenthína starfsstúlka, f. 27.6. 1952, gift Guðmundi Inga Sigur- björnssyni skólastjóra; Elín Jó- hannasjúkrahði, f. 17.11.1953, gift Axel Steindórssyni kennara; Ósk íþróttakennari, f. 12.1.1957; Nína starfsstúlka, f. 7.10.1962, gift Bárði B. Olsen verslunarmanni, ogMár húsasmiður, f. 20.12.1965, kvæntur Unni Sigurjónsdóttur nema. Hálf- bróðir Sigurþórs og Skúla, sam- mæöra, er Tommy Mortensen mat- sveinn, f. 3.5.1942, kvæntur Hall- gerd Mortensen húsmóður. 90 ára 60 ára Ingibjörg Jósefsdóttir, Hjaltabakka 24, Reykjavík. Pálína Guðlaugsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavik. Aðalbjörg Baldursdóttir, Framnesvegi 32, Reykjavík. 50 ára 85 ára Guðmundur Jónsson, Bláskógum 8, Reykjavík. 80 ára Ingibjörg Ásgeirssdóttir, Bjarkarbraut 9, Dalvík. Gunnar Þór ísleifsson, Laufási 4, Garðabæ. Svandís Kristjánsdóttir, Yrsufehi 13, Reykjavik. Gréta Jónsdóttir, Heiðarhrauni 30A, Grindavik. Helga E. Bjömsdótir, Hvassaleiti 18, Reykjavík. Sigurmundur Jörundsson, Dalbraut 4, Tálknafirði. Gunnar Jóhannsson, Karlagötu 24, Reykjavik. 40 ára 75 ára Stmonia Ásgeirdóttir, Neðri-Tungu, ísafirði. Haukur Kristjánsson, Krummahólum 6, Reykjavík. Björn Einarsson, Laufvangi 18, Hafnarfirði. Gunnar Þór Sveinbjörnsson, Vatnsnesvegi 23, Keflavík. Þórarinn Ólafsson, Hrismóum 1, Garðabæ. Gerður Þórðardóttir, TorfufelU 23, Reykjavík. Eiríkur Ágústsson, Mimisvegi 9, Dalvík. Ásta Björg Björnsdóttir, Fagrahjalla 5, Vopnafirði. Sigurþór og Skúli eru synir hjón- anna Óskars Sigurðssonarfisk- matsmanns, f. 10.10.1924, og Nínu Mortensenhúsmóður, f. 13.6.1923, d. 28.4.1983. Foreldrar Óskars; Sigurður Guð- mundsson trésmiður og Þórunn Guöbrandsdóttir, en þau bjuggu aö Sólheimum á Fáskrúðsfirði. Sigurð- ur var sonur Guðmundar á Þor- valdsstöðum í Breiðdal Sveinsson- ar, b. á Hólum í Mjóafirði, Jónsson- ar, b. á Sveinsstöðum í Norðfirði, Stefánssonar, bróður Sveins, lang- afa Stefaníu, móður Ármanns Snævars, fyrrv. háskólarektors og hæstaréttardómara, föður Árna, fréttamanns hjá ríkissjónvarpinu, og Stefáns, heimspekings og skálds. Móðir Sigurðar var Elínbjörg Gunnlaugsdóttir, af Ásunnarstaðar- ættinni, en meðal niðja hennar eru Albert Guðmundsson og Geir Hall- grímsson. Foreldrar Nínu: Tómas Mortensen og Flórenthína Mortens- en frá Hovi á Suðurey í Færeyjum. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síð- asta lagi tveimur dögum fyrir af- mælið. Munið að senda okkur myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.