Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1988, Síða 64
62 • 25 • 25
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rítstjórn - Augiýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Þorsteinn Pálsson:
Frekari
skattheimta
kemur ekki
til greina
- Qárlagahallinn vonbrigði
„Frekari skattheimta umfram þaö
sem er á þessu ári kemur ekki til
greina," sagði Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra.
„Þegar viö sjálfstæöimenn gengum
til samstarfs við Alþýöuflokk og
Framsóknarflokk í fyrra féllumst viö
á verulega aukna skattheimtu til
þess aö ná jöfnuöi í ríkisfjármálum.
Við teygðum okkar mjög langt í því
efni til móts við samstarfsflokka okk-
ar og lengra en viö sjálfir töldum
vera þörf fyrir. Þaö eru okkur því
mikil vonbrigði að það skuli ekki
skila jöfnuöi í reynd þó það hafi skil-
aö jöfnuöi í fjárlögunum sjálfum.
Jafnmikill halli á ríkissjóði og
skýrsla Ríkisendurskoðunar bendir
til að muni verða sýnir okkur að
vandinn verður ekki leystur með því
að auka tekjurnar. Það er ekki tilefni
til þess að halda áfram að leysa
vandamálin með sama hætti því aug-
ljóslega gæti það haldið áfram að
vinda upp á sig með stöðugt aukinni
skattheimtu og stöðugt auknum
hafla.“
- í samþykkt þingflokks Alþýðu-
flokksins gera þeir kröfu um skatt-
heimtu á fjármagnstekjur og taka
fram að þær tekjur skuli ekki vera
skattlagðar minna en launatekjur.
Þið sjálfstæðismenn hafið verið
andsnúnir þessari skattlagningu?
„Menn geta sett svona setningar
niöur á blað en lagasetning um þetta
efni er mjög flókin og vandasöm. Það
þarf að liggja fyrir mat á því hvort
skattur á fjármagnstekjur hækki
ekki raunvexti. Það væri afar
óheppilegt núna að grípa til ein-
hverrar þeirrar aðgerðar sem hefur
slíkt í fór með sér,“ sagði Þorsteinn
Pálsson.
-gse
LOKI
Davíð sagði 3 vikur,
Þorsteinn 2. Hvað segir
þá Friðrik Sophusson?
Ríkisstjómin hefur frest fram 1 miðjan mánuð:
Hótun um stjórnarslH
hangir yfir ráðherrunum
- segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
nefndin óskaöi eftir því að þetta
yrði athugað. Það var mjög vitur-
legt af nefndinni að setja þetta frain
sem ósk um athugun en ekki sem
beina tillögu. Okkar viðbrögð voru
aö kanna þessa leiö til hlítar áður
en ákvöröun yrði tekin. Viöræður
viö Alþýðusambandiö byrja núna á
mánudaginn og þaö á að koma til-
tölulega íljótt í ljós hvort það er
grundvöllur fyrir samstöðu eða
sameiginlegum skilningi á þessari
leið. Eg á ekki von á þvi að þaö
taki langan tíma að fá úr því skor-
ið,“ sagöi Þorsteinn Pálsson.
„Þetta er sá frestur sem ég gaf
mér sjálfum og minni eigin ríkis-
stjóm þegar bráöbirgöalögðin voru
sett. Þá lýsti ég því yfir að ríkis-
stjórnin hefði ekki nema gildistíma
laganna til að komast að samkomu-
lagi og ég kysi að því yrði lokiö á
styttri tíma en það. Ég sagði þá og
segi enn að ég vil sjá niðurstöðu
um og upp úr miöjum september.
Þaö sem Davíð segir er því ná-
kvæmlega það sama og ég tilkynnti
þjóðinni um mánaðamótin,“ sagði
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra aöspurður um ummæli Dav-
íös Oddssonar borgarstjóra í DV i
gær.
- Ertu ekki að segja með þessu
að þú munir fara til Bessastaöa og
biðjast lausnar fyrir þig og ráðu-
neyti þitt ef samkomulag hefur
ekkináðst um miðjan þennan mán-
uð?
„Ég hef ekkert tilefni í dag til
þess að vera með slíka hótun. Vinn-
an hefur gengiö ágætlega þessa
viku síðan lögin voru sett og á
mánudag hefiast formlegir fundir
með Alþýðusambandinu. En mat
mitt á þeim tíma, sem er til stefiiu,
hefur legiö fyrir alveg frá þeim
degi að bráðabirgðalögin voru gefm
út.“
- Hefúr ríkisstjórnin þá unniö
það vel þessa viku að þú hafir ekki
þurft aö beita þessari svipu á ráð-
herrana?
„Þessi svipa hangir yftr. Hún var
sett meö bráðbirgðalögunum og
hún hangir yfir mönnum. En menn
eru að vinna að þessum málum í
fullri alvöru og þegar svo er ástatt
þarf ekki nota neina svipu,“
- Af ummælum manna má ráða
að niöurfærslan sé ákaflega vanda-
söm og fiókin 1 útfærslu og verði
sífellt flóknari þvf nánar sem hún
er skoöuð. Er frestur fram í miðjan
mánuð ekki of skammur tími til
undirbúnings á jafnflóknum að-
gerðum?
„Það er alveg rétt aö þessi leiö
er fiókin. Við sjálfstæðismenn
bentum á það ura leið og ráögjafar-
■
Rebbie Jackson, hin glæsiiega systir Michaels Jackson, notaði góða veðrið i gær og fór niður að tjörn til að
gefa öndunum. í gærkvöldi hélt hún síðan hljómleika í Evrópu í tilefni tveggja ára afmælis skemmtistaðarins.
DV-mynd KAE
Veðriö um helgina
Hæg norð-
austanátt
Um helgina er gert ráð fyrir
fremur hægri noröaustanátt, aö
mestu úrkomulaust sunnan- og
suðvestanlands. Þokusúld verður
austan- og norðanlands.
Jackson
á íslandi
Rebbie Jackson, systir Michaels
Jackson, kom fram og söng á tveggja
ára afmæli Evrópu í gærkvöldi.
Jackson kom til landsins á fimmtu-
dagsmorguninn eftir stanslaust
ferðalag frá Los Angeles þar sem hún
býr. Hljómleikar hennar í gærkvöldi
voru fyrstu hljómleikar hennar á
hljómleikaferðalagi um Evrópu.
í samtali viö DV í gærdag sagöi
Rebbie Jackson að tónlist hennar
væri rytmablús meö poppívafi. Sagð-
ist hún hafa orðið fyrir áhrifum frá
mörgum söngvurum og mætti þar
nefna Nat King Cole, Diönu Ross og
jafnvel Doris Day. Einnig sagöist hún
vera undir áhrifum frá bróöur sín-
um, Michael, enda heföu þau sungiö
saman hér áður fyrr, en hún reyndi
að fara sína eigin leiðir.
Rebbie sagðist vilja þakka íslend-
ingum fyrir að vilja fá sig og að sér
þætti sérlega gaman að vera hér í
þessu fallega landi. Hún er elst Jack-
son systkinanna níu, þrjátíu og átta
ára gömul, en hún lítur út fyrir að
vera ekki degi eldri en átján ára.
Þessi geðuga og glæsilega kona, sem
heldur til Amsterdam á morgun,
sagði að þaö væri draumur sinn að
öll systkinin kæmu saman og færu í
hljómleikaferð. -ÓA
Forsala á Evrópu-
leikina hafín
Forsala aðgöngumiða á Evrópu-
leiki Vals og Fram í knattspyrnu
hefst í Kringlunni í dag og eru þeir
seldir milli klukkan 11 og 16. Á
mánudag veröa seldir miöar í Kringl-
unni og Austurstræti milli klukkan
11 og 18.
Miðaverð er 750 krónur í stúku, 500
í stæði og 200 fyrir börn. Hægt er að
kaupa stúkumiða á báða leikina í
einu á 1200 krónur. -hlh