Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 13 Utlönd Námsmenn her- taka skrifstofúr Suður-kóreska lögreglan yfirbug- aði í gær róttæka stúdenta sem höfðu lagt undir sig skrifstofu fyrrum vam- armálaráðherra landsins og krafist þess að honum yrði refsað fyrir þátt sinn í að kveða niður uppreisn árið 1980. Sérstakt eitt hundrað manna árás- arlið réðst inn á mótmælenduma tuttiigu og þijá og handtók þá. Mótmælendumir, sem höfðu brot- ið sér leið inn í byggingu sem stendur gegnt þinghúsinu og lagt undir sig skrifstofu Chong Ho Yong, sem nú er þingmaður stjómarflokksins, á fjórðu hæð, höfðu hótaö að farga sér ef lögreglan reyndi að koma þeim út úr húsinu. Lögreglan setti mótmælenduma í langferðabíla sem biðu fyrir utan bygginguna. Engar fregnir vora af alvarlegum meiðslum. Chong er fyrrum herforingi. Árið 1979 tók hann þátt í stjórnarbyltingu sem kom Chun Doo Hwan hershöfð- ingja til valda. Hann var ekki á skrif- stofu sinni þegar atvikið gerðist og þrír aðstoðarmenn hans sluppu óskaddaöir. í Kwangju, borg í suðvesturhluta landsins, var gerð uppreisn gegn her- stjóminni í maí 1980 og héldu menn út í tíu daga, þar til sérstakar sveitir réðust inn í borgina og bmtu upp- reisnina á bak aftur. Tvö hundmð manns létu lífið. Námsmaður stekkur ofan af annarri hæð til að reyna að sleppa frá lög- reglu eftir að tuttugu og þrír námsmenn lögðu undir sig skrifstofu fyrrum hershöfðingja. Óeirðalögreglan dró úr fallinu með því að leggja dýnu und- ir hann. Símamynd Reuter Margir íbúar Kwangju álíta að Chong og Chun, fyrrum forseti, Roh, núverandi forseti, og tveir aðrir her- foringjar séu ábyrgir fyrir aðfómn- UmíKwangjU. Reuter HVITLAUKUR Lyktar- og bragðlaus, inniheldur meira magn af allicini en nokkur ann- ar hvitlaukur á mark- aðnum. Inniheldur fjölda vítamína, stein- efna og efnahvata sem bæta heilsuna. Einn þekktasti visindamaður á sviði hvítlauksrann- sókna, dr. Jerzy Lot- omsky, álítur ILJA hvit- laukinn bestan vegna þess að hann er ekki unninn við upphitun og að hann inniheldur meira magn af hinu afar mikilvæga heilsuefni ALLICIN. FÆST: í heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. DREIFING: Bio-Selen umboðið, sími 76610. HAR-PANTOTE'N er sérstaklega heilsusamlegt fyrir: hárið, húð ina og neglurnar. Lögregla, vopnuð táragasi, réðst í gær gegn ungmennum sem höfði kveikt í ríkisbílum og byggingum og komið upp götuvirkjum til að mótmæla nýjustu áætlunum stjórnarinnar um aðhaldsaðgerðir. Þúsundir ungmenna, sum náms- memi og önnur atvinuulaus, brutu rúður í verslunum, rændu strætis- vögnum og byggöu götuvirki úr brennandi rusli í höfuðborginni í gær, að sögn vitna. Eitt af skotmörkum múgsins var byggingin þar sem ráöuneyti æsku og íþróttamála er tll húsa. Lögreglan svaraði af hörku meö si og undir kvöld var orðiö Reuter Reagan neitar að hafa heimilað launmorð Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington: Aðgerðir bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, em enn á ný fjöl- miðlamatur í Bandaríkjunum. Á for- síðu Washington Post í gær var haft eftir ónefndum háttsettum embættis- mönnum bandarísku ríkisstjórnar- innar að Ronald Reagan forseti hefði undirritað leynilegar heimildir, sem í raun væru „leyfi til launmorða", til handa CIA í baráttunni gegn hryðju- verkum. í frétt blaðsins segir að forsetinn hafi undirritað tvær slíkar heimildir, þá fyrri árið 1984 og hina síðari 1985. Þar segir einnig að orðalag heimild- anna, að allar leynilegar aðgerðir teknar í baráttunni gegn hryðjuverk- um væru taldar löglegar svo framar- lega sem þær væra framkvæmdar í „góðri trú“, væri svo loðið og óskil- greint að flestir tóku það sem leyfi til pólítískra launmorða. Ekki er tal- iö að leyniþjónustan hafi framið nein launmorö í skjóli þessara heimilda. Washington Post hefur það einnig eftir embættismönnum Reagan- stjórnarinnar aö heimildir þessar hafi verið undirritaðar í þeim til- gangi að sniðganga fyrirmæh til leyniþjónustannar, sem gefin vom út árið 1981, um bann við og aðild að pólítískum launmorðum. Fyrri heimildin var afturkölluð tæpu ári eftir að hún var undirrituð, að sögn heimildarmanna blaðsins. En vegna síendurtekinna árása hryðjuverkamanna á bandarísk skotmörk og ekki síst vegna ránsins á farþegaflugyél TWA-flugfélagsins í júní 1985 undirritaði forsetinn aðra heimild með sama óskilgreinda orða- laginu. Núverandi heimild, sem var undirrituð 1986, hefur ekki á að skipa hinu umdeilda orðalagi, aö sögn blaðsins. Forsetinn neitaði staðhæfingum blaðsins í gær og kvaðst ekki hafa undirritað slíkar heimildir. r r NY SKOVERSLUN Skóverslun fjölskyldunnar Vesturbæingar - Seltirnmgar Ný skóverslun í Hagkaupshúsinu, Eiðistorgi 11, 2. hæð Kuldaskór - barnaskór - klossar - stígvél - kventískuskór - kvenstígvél - herraskór - inniskór - o.m.fl. Okkar kjörorð er: Góð þjónusta, gott verð, góð vara Lítið inn og reynið viðskiptin. Móttaka fyrir skóviðgerðir OPIÐ: mánudaga - fimmtudaga 9-18 föstudaga frá 9-19 laugardaga frá 10-16 Sendum í póstkröfu U SJÁI jjjf DREGIÐÍ Ll B. C FSTÆÐ )KT. ISMENN OPIÐ TILKL. 22 . HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.