Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Erlendir fréttaritarar I>V Krefst skaðabóta vegna barneignar Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Norsk kona, sem fyrir ári lét taka sig úr sambandi til þess að eignast ekki fleiri böm, höfðar nú mál á hendur sjúkrahúsinu sem fram- kvæmdi aðgeröina. Rúmu ári eftir aðgerðina varð konan, sem er ein- stæð móðir, nefnilega barnshafandi í þriðja sinn. Konan krefst skaðabóta vegna barneignarinnar. Hún var þess full- viss aö hún gæti ekki átt fleiri böm. Þess vegna fmnst henni og lögfræð- ingi hennar eðlilegt að sjúkrahúsið í Þrándheimi standi undir kostnaði vegna uppeldis bamsins fram undir átján ára aldur. Ef sjúkrahúsið borg- ar alla upphæöina fyrirfram nemur fjárhæðin 5 milljónum norskra króna. Sjúkrahúsið viðurkennir að að- gerðin á konunni var ekki rétt fram- kvæmd. Konur hafa áður fengið skaðabætur þegar tilsvarandi að- gerðir hafa verið misheppnaðar. En flestar þær konur sem hafa orðið bamshafandi eftir meðhöndlun hafa farið í fóstureyðingu. Þessar bætur hafa þá komið fyrir tekjutap vegna auka sjúkrahúslegu við endurteknar aðgerðir og fóstureyðingar. Þetta er aftur á móti í fyrsta skipti sem krafist er að sjúkrahús taki að sér að borga uppeldi barns. „Það kom ekki til greina fyrir skjól- stæðing minn að láta eyða fóstrinu og ábyrgðin á barneigninni hvílir hjá sjúkrahúsinu. Stofnunin hefði átt aö bjóða konunni skaðabætur en þess í stað neitar sjúkrahúsið að borga og veldur konunni óþarfa persónulegi álagi vegna þess að hún veröur að lýsa einkalífi sínu í smáatriðum fyrir rétti,“ segir lögfræðingur konunnar. Gróði hjá bíla- framleiðendum Bjarru Hmrikaaoin, DV, Bordeaux Franskir bílaframleiðendur kvarta ekki núna, ólíkt því sem oft hefur verið á síöustu árum. Á hinni árlegu bílasýningu sem nú stendur yfir í París hafa stjómarformenn fyrirtækjanna keppst við að til- kynna gróöa þessa árs sem virðist ætla að verða mun raeiri en í fyrra sem þó var ekket slor. Renault segist ætla að græða rúma 45 miUjaröa króna á þessu ári, Peugeot-Citroen talar um 30 milljarða og þá einungis fyrstu fjóra mánuði ársins. Það er af sem áður var þegar rík- iö kom æðandi til bjargar líkt og riddaraliðið í kúrekamynd og dró fyrirtækin upp úr skuidafeni og ódrjúgri framleiðslu. í Frakklandi hefur gerst það sama og á íslandi. Gífurleg aukning í bílasölu síðustu tvö ár nema hvaö samdráttur virðist ekki alveg fyrir- sjáanlegur alveg á næstunni. í ár er búist við sölu á 2,2 milljónum bíla. Peugeot-Citroen samsteypan vonast til að geta orðið númer eitt meðal evrópskra bílaframleiðenda á næsta áratug en til þess þurfa Frakkamir að fara fram úr bæði Volkswagen og Fiat Hjá Renault er metnaðurinn að- eins minni enda enn við ýmsa drauga fortíðarinnar að fást. Skuldir Renault nema enn rúmum 200 milljónum króna þrátt fyrir greiðvikni ríkisins sem á stóran hlut í fyrirtækinu og hefur gefið upp miklar skuldir. Hjá Peugeout- Citroen nema skuldimar ekki nema rúmlega 100 milljónum króna. Nýtt lyf leysir upp gallsteina Anna Bjamason, DV, Denver. Nýtt lyf, sem leysir upp gallsteina, er nú komið á markaöinn í Banda- rikjunum. Prófessor viö New Jersey læknaskólann, sem hefur reynt lyfiö á íjögur hundruð sjúkhngum, segir að meira en helmingur gallsteina- sjúkhnga geti náð fuhum bata án uppskurðar með töku lyfsins. Hann segir að í fyrra hafi gallblaðr- an verið tekin úr um það bil hálfri mihjón Bandaríkjamanna. Tæpur þriöjungur þeirra, eða um 150 þús- und, þjáðist af gallblöðrubólgu sem gerði það nauðsynlegt að íjarlægja gahblöðruna. Áttatíu prósent hinna hefðu náð fullum bata án uppskurðar með töku hins nýja lyfs. Það leysir fyrst og fremst upp steina sem myndast hafa úr kólest- erolefnum. Hefur það engar auka- verkanir. Ekki eru allir sérfræðingar sam- mála um ágæti nýja lyfsins. Lækna- prófessor í Denver segir aö gahstein- ar myndist sjaldnast eingöngu úr kólesterolefnum heldur blöndu þeirra og kalsíumefna sem nýja lyfið leysi ekki upp. Það þykir einnig ókostur að taka þarf lyfið í sex til tólf mánuði áður en takmarkinu er náð og að steina- myndun getur hafist á ný þegar töku lyfsins er hætt. Byfting í tannvemd Anna Bjamaaon, DV, Denver. Tilraunir sem geröar hafa veriö með nýtt undraefhi i tannkremi benda tU þess að tannkrem fram- sem valda þessari byltingu. Vísindamenn í Los Angeles, sem reynt hafa þetta nýja efiú, segja að ef það sé sett í flúortannkrem geti það minnkað tannskemmdir um 80 tíðarinnar muni draga rajög úr prósentÞeirbúastekkiviöaðnýja tannskemmdum frá þvi sem nú er. eftúð verði almennt komið í tann- Nýja efnið breytir tannsýklunni, krem fyrr en efifr 7 tU 8 ár. sem nú er helsta orsök tann- Vísindamaöurinn, sem fann upp skemmda, i efhi sem ver tennur nýja efniö, segir að fólk verði þó skemmdum. Það eru áhrif nýja áfram að foröast sætindi og bursta gerviefhisins á sykureftn í munni tennurnar reglulega. Samkvæmt nýsamþykktu frumvarpi í Bandaríkjunum verður meðal annars einstæðum foreldrum á framfæri hins opinbera, sem eiga börn þriggja ára og eldri, skylt að taka þátt í námskeiðum á vegum hins opinbera. Námskeið- ið sér þeim fyrir grunnmenntun sem verkmenntun og aðstoð verður veitt til atvinnuleitar. Myndin er frá atvinnu- miðlun. Gagngerar úrbæt- ur í félagsmálum Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington: Bandaríkjaþing hefur samþykkt rúmlega þriggja mihjarða dohara frumvarp til laga um gagngerar úr- bætur í félagsmálum á næstu fimm árum. Umræöur um breytingar á núgildandi lögum hafa staðið yfir í þinginu í nær tuttugu ár án árang- urs. Ahs eru hátt í fjórar mihjónir fjöl- skyldna í Bandaríkjunum á framfæri hins opinbera. Meirihlutinn er ein- stæðir foreldrar, sér í lagi einstæðar mæður. Samkvæmt frumvarpinu er ein- stæðum foreldrum bama þriggja ára og eldri skylt að taka þátt í námskeið- um á vegum hins opinbera sem veit- ir þeim aðstoð til að finna atvinnu og sér þeim fyrir grunnmenntun sem og verklegri menntun. Fjárveiting th þessa frá ríkinu fyrir fjárhagsárið 1989 er 600 mhljónir dohara en áætlað er að árið 1995 verði ahs 1,3 mhljörðum dohara var- ið th þessa verkefnis. Það ár er einn- ig gert ráð fyrir að 20 prósent ein- stæöra foreldra taki þátt. í frumvarpinu er vikið harðar að þeim foreldmm sem koma sér undan að greiða bamsmeðlög en nú er gert. Þar er vinnuveitendum skylt að draga barnsmeðlög frá launum þeirra starfsmanna sem búa fjarri börnum sínum, jafnvel þó að ekki sé um vanskil að ræða. Þá er einnig að finna í frumvarpinu ákvæði um áframhaldandi aðstoð th einstæöra eftir að beinni framfærsluaðstoð þeirra lýkur. Einstæðir foreldrar eiga, samkvæmt þeim ákvæðum, nú rétt á aðstoð við barnagæslu sem og sjúkratryggingu í eitt ár eftir að þeir hætta að þiggja framfærsluaðstoð ríkisins. Frumvarpið kveður einnig á um að annað foreldri í fjölskyldu, þar sem báðir foreldrar búa undir sama þaki, skrái sig hjá atvinnumiðlun. Sé enga vinnu að fá er foreldrinu gert að vinna á vegum hins opinbera að minnsta kosti 16 klukkustundir á viku í 6 mánuði. Foreldrum á vmgl- ingsaldri er gert að stunda nám hafi þeir ekki þegar lokið grunnskóla- námi. Þingið samþykkti að ákvæði frum- varpsins skyldu taka ghdi í öhum fylkjum Bandaríkjanna eigi síðar en 1990. Stuðningsmenn frumvarpsins segja að það muni umbylta félags- málakerfinu eins og það er nú og gera fjölda fjölskyldna kleift að standa á eigin fótum. Andstæðingar þess segja aftur á móti að flest ákvæði frumvarpsins muni hafa hth áhrif og þau sem muni breyta ein- hverju komi th með aö gera það á mjög löngum tíma. Læknamir segja upp Gurmar Guðmundssan, DV, KáupmJiöfn: Fjöldi danskra lækna hefur tekið þá ákvörðun að hætta störfum á Grænlandi. Hingað til hafa 22 af 44 fastráðnum sagt upp störfum frá árs- byijun 1989 og fleiri hafa nú þegar tilkynnt aö þeir muni segja starfi sínu lausu. Einnig hefur fjöldi græn- lenskra lækna sagt upp. Nú þegar er mikhl læknaskortur á Grænlandi og af 16 læknaumdæmum verða 8 umdæmi án lækna þegar uppsagnimar ganga í ghdi. Ástæða fjöldauppsagnanna er léleg laun, slæm vinnuskhyrði og mikið vinnuálag. Hefur hehbrigðisráð- herra Danmerkur nú verið beðinn um að grípa inn í máhð. Efasemdir um þjóðaratkvæðagreiðslu Bjami Hmrikssan, DV, Bordeaux: Léleg þátttaka í sveitarstjómar- kosningunum um síðustu helgi í Frakklandi hefur orðiö mörgum stjómmálamönnum thefni efasemda um væntanlega þjóðaratkvæða- greiðslu vegna Nýju-Kaledóníu. Þar verður kosið um thlögur ríkisstjóm- arinnar varðandi framtíöarstjórn mála á eyjunni þar sem um helming- ur íbúa er af innfæddu bergi brotinn og krefst sjálfstæðis. Forystumenn innfæddra og að- fluttra Evrópubúa komust að sam- komulagi í sumar skömmu fyrir þingkosningamar, sem teljast verð- ur merkhegt, en settu þar með hægri menn í khpu. Stærsti flokkur hvítra á Nýju-Kaledóníu er nefnhega syst- urflokkur gaulhsta sem voru ásamt öðmm í ríkisstjóm frá 1986 th 1988 undir forystu Jacques Chirac. Þá var htið gefið eftir við innfædda og tihög- ur stjómarinnar allt aðrar en þær sem nú em. Þegar forystumenn hvítra á eyj- unni skiptu um stefnu gátu Chirac og félagar ekki sagt nei og hætt þar með á klofning systurflokksins. Þeir gátu heldur ekki sagt já og afneitað þar með sinni fyrri stefnu. Miðju- og hægrimenn hahast helst að því að segja ekki neitt, í mesta lagi aö biðja fólk um að kíósa ekki. Kosningamar núna em þeim því kærkomið thefni th að sleppa úr þessari khpu með því að krefjast þess að þingið verði látið sjá um af- greiðslu málsins í stað þjóðarinnar ahrar, á þeim forsendum að þjóðin nenni ekki að kjósa. Þjóðaratkvæða- greiðslan fer fram eftir fimm vikur og sósíahstar taka ekki annað í mál en að hún fari fram. Þjóðaratkvæðagreiðsla varðandi framtíðarstjórn mála á Nýju-Kaledóníu fer fram i Frakklandi eftir fimm vikur. Á myndinni má sjá lögreglumenn stöðva mótmælagöngu innfæddra á Nýju-Kaledóníu í vor. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.