Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 41 Afrhæli Kristín Lúðvíksdóttir Kristín Lúövíksdóttir fram- kvæmdastjóri, Æsufelli 4, Reykja- vík,ersextugídag. Kristín er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún gekk í Austurbæj- arskólann, Æfingadeild Kennara- skólans og síðan Kvennaskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifað- ist 1946. Kristín starfaði sem gjald- keri hjá Byggingafélaginu Brú þar til hún giftist og stofnaði heimili árið 1952. Með húsmóðurstörfum rak Kristín í allmörg ár búskap í Mosfellssveit þar sem hún bjó árin 1966-1978. í nokkur ár rak hún tískuverslun við Laugaveginn. Hún gerðist síðan sölu- og innkaupasljóri hjá heildverslun Kristjáns G. Gísla- sonar þar til hún hóf störf hjá eigin heildverslun, Höggdeyfir/Effco, árið 1980. Kristín hefur starfað nokkuð við félagsmál, var meðal annars for- maður Kvenfélags Lágafellssóknar í nokkur ár, sat í skólanefnd Mos- fellssveitar og starfaði í mörg ár sem gjaldkeri orlofsnefndar Kvenfélaga- sambands Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Kristín giftist 31.5.1952 Friðrik Ólafssyni, f. 10.4.1930 í Point Ro- berts, Washington, í Bandaríkjun- um, syni Ólafs Helga Hjálmarssonar og Sigríðar Jónu Þorbergsdóttur. Friðrik fæddist í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hans bjuggu í fjög- ur ár en hann ólst upp í Aöalvík og flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1946. Friðrik nam renni- smíði og vélstjóm í Landssmiðjunni og hefur rekið eigið bifreiðaverk- stæði frá árinu 1963, fyrst í Reykja- vík en síðan í Kópavogi. Böm Kristínar og Friðriks era Lúðvík, f. 26.9.1952, verkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Rafreikni, kvæntur Áshildi Þorsteinsdóttur húsmóöur, þau eiga þijú böm; Sig- ríður Jóna, f. 27.10.1953, aðalbókari Hörpu, gift Hlyni Árnasyni, sölu- stjóra Bifreiða- og landbúnaðarvéla, eiga tvö börn; Haukur, f. 21.12.1956, framkvæmdastjóri á Hvamms- tanga, kvæntur Sigríði Önnu Ragn- arsdóttur sjúkraliða, eiga þijú börn; Hrönn, f. 16.12.1957, gjaldkeri hjá Ólafi Laufdal, gift Hreggviði Jóns- syni, starfsmanni Húsasmiðjunnar, eiga þrjú böm; Pétur, f. 11.2.1960, kerfisforritari hjá Rafreikni, kvænt- ur Sigurlínu Gísladóttur húsmóður, eigaþijúböm. Systkini Kristínar eru Páll, f. 1926, verkfræðingur hjá Nýju teiknistof- unni, kvæntur Ásu Þorgeirsdóttur félagsfræðingi; Haraldur, f. 1930, verksmiðjustjóri hjá Alpan, kvænt- ur Valborgu Eiríksdóttur læknarit- ara; Sigmundur, f. 1931, vélvirki, lést 1977; GuðlaugÁgústa, f. 1933, sölumaður, gift Hermanni Guðjóns- syni vélvirkja; Erla Sigrún, f. 1936, gift Hilmari Júlíussyni frystivéla- tækni. Foreldrar Kristínar vora Lúðvík Sveinn Sigmundsson, f. 1903, yfir- verkstjóri í Landssmiðjunni, og kona hans Alexía Sesselja Pálsdótt- ir, f. 1900. Lúðvík lést um aldur fram áriö 1947,43 ára. Alexía lést 1976. Foreldrar Lúðvíks voru Sigmund- ur Sveinsson, umsjónarmaöur Mið- bæjarskólans í Reykjavík, og kona hans Kristín Símonardóttir. Önnur böm þeirra vora Sesselja, sem stofnaði og rak Sólheima í Gríms- nesi; Gróa hárgreiðslukona; Stein- unn sjúkraþjálfi; Kristinn mat- sveinn; Símon kennari; Sigríður tannsmiður og Þórarinn mjólkur- fræðingur. Foreldrar Alexíu vora Páll Haf- liðason, skipstjóri frá Gufunesi, og kona hans Guðlaug Ágústa Lúðvígs- dóttir. Önnur böm þeirrar vora Guðbjöm bifreiðastjóri; Ámi bif- reiðastjóri; Bergþór bifreiðastjóri; Hannes, fyrrv. forstjóri Hampiðj- unnar; Bjarni skrifstofustjóri. Börn- in Haraldur, Ágúst og Sigríður lét- Kristín Lúðvíksdóttir. ust öll ung. Uppeldissystir þeirra og frænka er Ágústa Bjömsdóttir, blómakona í Hafnarfirði. Guðlaug var systir Lárusar G. Lúðvígssonar en af honum er komin stór fjöl- skyldaíReykjavík. Kristín tekur á móti gestum í dag frá kl. 19 í sal Tannlæknafélagsins, Síðumúla 35, Reykjavík. Grímur Sigurðsson Grímur Sigurðsson verkstjóri, Engjavegi 6, Selfossi, er sextugur í dag. Grímur fæddist í Pálsbæ á Stokks- eyri og ólst upp á þeim slóðum. Grímur lærði bifvélavirkjun hjá Kaupfélagi Ámesinga árin 1944- 1948 og var meistari hans Þórmund- ur Guðmundsson. Hann starfaði hjá kaupfélaginu til ársins 1970 én hóf þá störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna og starfar þar nú sem verksjóri á bílaverkstæði. Grímur var slökkvi- liðsstjóri á Selfossi um tíma. Hann hefur verið félagi í Rotary- klúbbi Selfoss síðastliðin 16 ár og spilað í Bridgefélagi Selfoss um ára- bil. Grímur er kvæntur Ástu Kristins- dóttur, f. 5.10.1934, húsmóður. Hún er dóttir Kristins Jónssonar, f. 26.5. 1899, d. 13.6.1969, trésmiðs og pósts Vestmannaeyinga, og Jónu Guð- laugsdóttur, f. 15.8.1903, d. 20.12. 1985, frá Mundakoti á Eyrarbakka. Börn Gríms og Ástu era Sigurður Ingvar, f. 12.9.1951, vélstjóri, kvænt- ur Mónu Jónu Ingvarsdóttur þroskaþjálfa, þau eiga þrjú böm; Kristinn, f. 17.3.1953, rafvirki, kvæntur Erlu Gísladóttur skrif- stofustúlku, eiga tvö börn; Jóna, f. 6.5.1956, d. 25.11.1956; Sveinn, 14.6. 1960, vélstjóri, kvæntur Sædísi Jónsdóttur bankastarfsmanni. Systkini Gríms eru Ágústa Þór- hildur, f. 8.8.1930, gift Sigurði Guð- mundssyni, eiga 5 böm; Sigurður Símon, f. 14.10.1935, kvæntur Ingi- björgu Guðmundsdóttur, eiga eitt barn; Ólafur, f. 10.3.1940, kvæntur Gróu Bjamadóttur, eiga þrjú böm. Faðir Gríms var Sigurður Ingvar Grímsson, f. 12.2.1901, d. 5.9.1987, frá Stokkseyri, bóndi og smiður á Svanavatni og síðar á Selfossi, son- ur Gríms Grímssonar, f. 16.8.1870, d. 12.7.1914, og konu hans, Þuríðar Grímur Sigurðsson. Sigurðardóttur, f. 15.6.1861, d. 8.9. 1937. Móðir Gríms var Sesselja Símon- ardóttir, f. 21.2.1901, d. 29.6.1978, húsmóðir, dóttir Símonar Jónsson- ar, f. 7.5.1864, d. 24.9.1937, frá Sel- fossi, og Sigríðar Sæmundsdóttur, f. 10.7.1876, d. 15.5.1965, frá Selfossi. Grímur verður að heiman á af- mælisdaginn. Uuölaugsdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík. Bragi Gíslason Bragi Gíslason gangavörður, Hað- arstíg 22 í Reykjavík, er fimmtugur ídag. Bragi fæddist á Miðsandi í Hval- firði og ólst upp í Borgarfirði. Hann er sonur Gísla Brynjólfssonar, f. 5.8. 1906, bónda, og Sigríðar Jónsdóttur, f. 24.8.1916, d. 8.4.1986, húsmóður. Þau bjuggu á Miðsandi og Lundi í Lundarreykjadal. Bragi giftist 1. júní 1969 Birnu Björnsdóttur, f. 1.2.1947, sjúkraliða, dóttur Ingibjargar Siguijónsdóttur og Bjöms Kristjánssonar. Böm Braga og Birnu era Björn Kristján, f. 16.9.1983, og Sigríður Biörk.f. 24.4.1988. Bragi Gíslason. Lovísa Bjargmundsdóttir Lovísa Bjargmundsdóttir hús- móðir, Hraunbæ 86 í Reykjavík, er sjötugídag. Lovísa er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún giftist Grími Aðal- bjömssyni, f. 1.3.1917, d. 1986. Böm Lovísu og Gríms eru Þor- björg, f. 20.2.1942, aðstoðarstúlka í bókbandi, gift Einari Hafsteini Magnússyni bílstjóra, þau eiga fjög- ur böm; Áuður, f. 12.11.1943, fisk- verkakona, gift Sæmundi Kristjáns- syni, bæjarstarfsmanni á Rifi á Snæfellsnesi, þau eiga þrjú böm; Kristján, f. 29.9.1946, stýrimaður, kvæntur Jocelyn Lankshear sem starfar á vökudeild Landspítalans, þau eiga tvö börn en Kristján á önn- ur tvö böm með fyrri konu sinni; Bjargmundur, f. 10.4.1950, skipa- smiður, kvæntur Sólveigu Guð- mundsdóttur húsmóður, þau eiga þijúbörn. Lovísa Bjargmundsdóttir. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Seltúni 6, Rangárvallahreppi. 85 ára Kristrún Gísladóttir, Hátúni 23, Reykjavík. Margit B, Guðmundsson, Snorrabraut 58, Reykjavík. 75 ára ~~ Anna Guðjónsdóttir, Seljanesi, Ámeshreppi. 70 ára Sveinbjöm Benediktsson, Hraunprýði, Neshreppi. 60 ára Guðbergur Nilsen, Sólvallagötu 3, Reykjavik. 50 ára Sigrún Pálsdóttir, Stóragerði 6, Reykjavík. Guðrún Valný Þórarinsdóttir, Sunnuflöt 22. Garðabæ. 40 ára Guðmundur Bjartmarsson, Smáragötu 3, ReyKjavík. Halldór Gísli Guðnason, Þóreyjamúpi, Kirkjuhvamms- hreppi. Eydís Ólafsdóttir, Engihjalla 17, KópavogL Guðni Þ. Guömundsson, Hófgerði 10, Kópavogi. Jón Mór ólason, Keilufelli 1, Reykjavík. Jónas Þór, Sigtúni 3, Patreksfirði. Svanhildur Pólsdóttir, Vallholti 13, Ólafsvík. Ltiuyaiuciyu, a.uu — i i kwhHBMI Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þ»«rhoiti n s; 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.