Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 39 LífsstOl Sætabrauð án sykurs Mjög margir verða að gæta að sykurinnihaldi matar vegna sjúk- dóma en aðrir vilja takmarka syk- umeyslu sína í hollustuskyni. Því er oft ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að sætabrauði fyrir þetta fólk. Eftirfarandi upp- skriftir að kaffibrauði eiga það sammerkt að enginn sykur er í deiginu. Gervisykur má síðan nota til að sæta ávextina sem notaðir eru til bragðbætis. Lagterta með eplamauki 150 g smjörlíki 150 g hveiti 150 g soðnar, stappaðar kartöflur Brytjið smjörlíkið í hveitið og hnoðið saman. Bætið stöppuðu kartöflunum saman við. Látið deig- ið bíða í kæliskáp í hálftíma. Deilið því síðan í fjóra hluta. Hver hluti er síðan flattur út í hringlaga botn sem er pikkaður með gaffli. Best er að nota disk til að fá botnana sem jafnasta. Leggið hvem botn á bökunarpappír og bakið viö 225” í ca 10 mínútur. Kæhð. Leggið botnana saman með epla- mauki sem sætt er með gervisykri eða öðru ávaxtamauki, sérstaklega ætlað sykursjúkum. Epli í smjördeigi 3-400 g smjördeig 1 epli kanill Fletjið smjördeigið út og búið til fjóra feminga (15x15). Afhýðið ep- lið, takið kjarnann úr og skerið í báta. Deilið bátunum á milli deig- bitanna og stráiö kanil yfir. Ef vill má sæta eplin með gervisykri. Brjótið hornin upp aö miðju og klemmið vel saman. Skreytið hver samskeyti með deigafgöngum. Lá- tið kökurnar kólna um stund. Bak- ið við 210° þar til kökumar eru ljós- brúnar. Kökurnar eru bornar fram volgar með ijómatoppi. Eplalengja Eplalengja þessi er svipuð um- slögunum nema hvaö magnið er meira. 5-600 gr smjördeig 4 stór eph kanill Afhýðið eplin, takiö kjarnann úr og skerið í báta. Leggið eplabátana á miðja lengjuna og brjótið hliðarn- ar yfir til hálfs. Stráið kanil yfir og sykrið með gervisykri, ef vill. Látið kökuna bíða í kæli um stund. Bakið eplalengjuna við 210° þar til hún er oröin gulbrún. Eplalengj- an bragðast vel með þeyttum ijóma eða ís. Smjördeig fæst hjá bökumm ýmist ferskt eða frosiö. Svo er ekki nauðsynlegt að binda sig viö eph til bragðbætis, heldur má nota aðra ferska ávexti eða niðursoðna, sérs- taklega ætlaða sykursjúkum. Lagterta með eplamauki. Vatnsdeigs- hringur 125 g smjorUki 214 dl vatn 125 g hveiti 4 egg Hitið vatnið að suðu í potti og bræðið smjörUkið þar í. Sigtið hvei- tið i pottinn og hrærið vel. Þegar hræran er laus við pottinn er hann tekinn af heUunni og hræran látin kólna aðeins. Eggin eru hrærð saman við, eitt í einu, og hrært vel á mUli. Setjið deigiö á smurða bökunarplötu með tveim skeiðum. Deigið er sett í einn hring eða mótaðar nokkrar bollur. Bakið við 210° í ca 20 mínútur. FyUið með þeyttum rjóma og ferskum eða niðursoðnum ávöxt- um (sérstaklega ætlaða sykursjúk- um). Ávaxtabaka 150 g hveiti 100 g smjörlíki örUtið kalt vatn oröinn ljósbrúnn. Kælið. HelUð vanUlukreminu í botninn og skrey- tið með ferskum jarðarberjasneið- um eða öðrum ávöxtum. Ávaxtabaka með vanillukremi og jarðarberjum. Vatnsdeigshringur með ferskum ávöxtum og rjóma. Vanillukrem: 2!4 dl mjólk 1 egg 3 tsk. kartöflumjöl nokkrir dropar fljótandi gervisyk- ur vanUludropar 1 dl ijómi Myljið smjörlíkiö saman við hveitið og setjið kalt vatn (1-2 msk.) saman við og hnoðið vel. KæUð deigið um stund. Vanillukrem: Hrærið saman egg, kartöflumjöl og nyólk í potti. Hitið blönduna og hrærið stöðugt í á meðan. Takið af hellunni og bragö- bætið með sætuefninu og vaniUu- dropum. Aðgætið að vanUlukremið á aðeins að hita að suðu en ekki sjóða. Þeytið rjómann og blandið saman við kremið. Þrýstiö deiginu innan í vel smurt mót (ca 24 cm í þvermál). Bakið botninn við 200” þar tU hann er Hafrakex 2 dl hafragijón 3 dl mjólk 125 g sipjörlíki 54 tsk. salt 1 msk. hjartarsalt 4 dl hveiti Blandið þurrefnum og mjólk saman. Hnoöiö síðan smjörlUdð saman við. Fletjið deigið út (ca 2 mm þykkt). Skerið út hringlaga kökur og pikkið þær með gaffli og bakiö við 200” hita þar tU kökumar eru gulbrúnar. Bragðast vel með alls konar ávaxtamauki og/eða osti. Sykurlausar vöfflur 214 dl vatn 2 dl mjóUc 354 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 70 g bráðið smjörlíki 54-1 tsk. fljótandi gervisykur 1 egg Blandið saman vatni, mjólk, hveiti og lyftidufti. Sláið eggið sundur og bætið í hræruna ásamt bræddu smjörlíkinu. Smyijið vöfflujárnið bara fyrir fyrstu kök- una. Berið nýbakaðar vöfflumar með ávaxtamauki og þeyttum ijóma. Einnig má leggja tvær vöfflur sam- an og hafa niðursoðna ávexti (ætl- aða sykursjúkum) á milli ásamt ijóma. -JJ Sykurlausar vöfflur meö niöursoðnum ávöxtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.