Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 35 Mágkona Florence Griffith-Joyner, Jackie Keerse-Joyner, fyllir einnig flokk hinna sönnu íþróttakvenna sem slegið hafa öllum kvikmyndastjörnum við. Matarovenjur Þó virðist almenningsálitið komið nokkuð á veg. Konur virö- ast með aðstoð læknavísindanna vera að færast frá þeirri gömlu Twiggy-ímynd að borða sem minnst og vera ny óar eins og spýtur. Ein skýringin gæti verið sú að nú eru konur famar að telja í sig kjark til að viðurkenna mat- aróvepjur sínar og þar af leiðandi hafa fleiri leitað til lækna um ráðleggingar. Hvað sem ímynd og hugmynd- um um líkamshreysti líður virð- ast konur alltaf vera óánægðar með það sem þær eru. Dæmi um það er Kitty Dukakis, eiginkona Mike Dukakis forsetaframbjóö- anda. Hún hefur undanfarin 26 ár lifað á megrunarpillum þrátt fyrir að hún hafi aldrei átt við ofBtuvandamál að stríða. í þann- ig tilfellum er þetta þrálátt vandamál. Hingaö til hafa það verið kílóin fremur en úthtið sjálft sem skipt hafa konuna máh. Konur hafa horft á ákveðnar ímyndir sem hafa verið svo og svo mörg kíló og hugsað með sér: svona verð ég ef ég verð j afnlétt oghún. Þyngdin meiri -útlitið betra En með þessari nýju ímynd eru það ekki lengur kílóin sem skipta öhu máh. Griffith-Joyner er sjálf- sagt mörgum khóum þyngri en Kjörþyngd segir til um vegna þess að mikil þyngd hggur í vöðvun- um. Hún hefur útht sem margar konurvhduhafa. Læknar eru hka á þeirri skoðun að enginn eigi að vera of grannur og að sjálfsögðu enginn of feitur heldur. Ef fólk veikist hastarlega er miklu betra hehsunnar vegna aö hafa einhvem forða th að ganga á. Það er í sjálfu sér stór- merkhegt framlag th bættrar heilsu. ímynd þessara ólympíukvenna gengur einnig út á hehbrigði í líf- erni. Þær lifa reglusömu lífi með því að reykja ekki og drekka helst ekki. Þær leggja ahan sinn metn- að í þá íþrótt sem þær stunda og af þeim geislar orka hinnar sönnu íþróttakonu, konu fram- tíðarinnar. -GKr Martina Narvatilova er sögð ekki öll þar sem hún er séð í ástarmálunum. Engu að síður er hún í augum margra karla og kvenna ímynd um hreysti og kraft-tákn hinnar nýju konu. Lífestm Brúðir sem hata áhuga á að gifta sig i 10.000 króna sokkabuxum með perlum geta það nu. Þær sem eru loðnar um tótana geta fjárfest i sokkabuxum með dem- ðntum og smarögðum sem kosta einar 360.000 krónur. Flestir tískuhönnuöir heims hafa nýlega sent frá sér svokahaða mini-tísku fyrir yngstu bömin. Nú í vikunni voru nokkrir hönnuðir með sýningu í Paris á vetrartísk- unni fyrir þau allra yngstu. Það er yfirleitt síöasta verk þeirra á hverju hausti. Christian Dior er, ef svo má að orði komast, afi bamahátískunnar og vekur ævinlega mikla athygli fyrir hönnun sína á bamafotum. Hann var með fyrstu sýningu sína á bamafatnaði árið 1967. Dior hehl- ar afa, ömmur og gamlar frænkur upp úr skónum enda er tiska hans fyrir yngstu bömin fremur gamal- dags í sniöum. Fleiri hönnuðir hafa fylgt í kjöl- far Dior og meðal annars ætlar Kenzo aö koma með sína bamalínu á næsta ári. En þeir sem þama voru samankomnir vom meðal annars þau Sonja Rykel og Cantal Tohmass sem sýndu svartan fatnað á börn. Svart hefur hingað th ekki þótt hæfa yngstu kynslóðinni en með fjólubláum og grænum tónum getur tískan nánast oröiö ir bömin. Fleiri frægir hönnuöir hafa veriö með sýningar víða um heim að undanfömu. Meðal annai-s sýndu Fendi-systur frá Róm hugmyndir sínar um sumartískuna í Mílanó í vikunni. Þar mátti meðal annars sjá þröng þverröndótt pils og síðar þröngar peysur með belti. Auk þess síðar stuttenna skyrtur, sport- sokka, hatta og síö og víð pils. Frá Tokyo er þaö að frétta að jap- anski undirfatahönnuðurinn Wacoal Corp sýnir á sér dýru hlið- ina með því að láta brúöi klæöast sokkabuxum með 18 smarögöum og 12 demöntum. Þær kosta mihjón yen sem em um 360 þúsund ís- lenskar krónur. Brúðir, sem vhja heldur fara ódýrari leiöina, geta keypt sokkabuxur með perlum sem kosta ekki nema 10.000 krónur. -GKr sem oftast er nefndur afi tískunnar, Fendi systur frá Róm sýndu sumartiskuna næsta sumar sem sést hér að ofan. hannaði þennan hvíta og bláa gamaldags kjól meö jakka utan yfir til þess aö reyna aö heilla afa, ömmur og gamlar frænkur. Simamyndir Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.