Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓuER 1988. 19 Erlendir fréttaritarar Glæpum fjölgar í bandarískum háskólum Anna Bjamason, DV, Denver: Alvarlegum aíbrotum og glæpum hefur fjölgað ískyggilega innan lóða- marka bandarískra háskóla á síð- ustu árum. Háskólalóðimar eru nú langt frá því að vera þeir rólegu stað- ir þar sem glæpir eru fjarlægt hug- tak. Hið víðlesna blað USA Today hefur kannað glæpi og afbrot á stúdenta- görðum og háskólalóðum og niður- staðan er ískyggileg. Að minnsta kosti þijátíu og einn námsmaður var myrtur innan marka bandarískra háskólalóða á síðasta ári. Rumlega átján hundruð stúdentar urðu fórn- arlömb vopnaðra ræningja. Rúmlega þrettán þúsund háskólanemendur kærðu einhvers konar líkamsárás og sex hundruð fimmtíu og þrjár nauðg- anir voru kærðar. Sérfræðingar telja þó víst að aðeins ein af hveijum tíu nauðgunum, sem eiga sér stað, séu kærðar til lögregluyfirvalda. Rannsókn blaðsins á þessum glæp- um stóð i átta mánuði og voru um fimmtíu stórir háskólar heimsóttir. Rætt var við rúmlega fjögur þúsund háskólanema, rúmlega sjö hundruð lögreglumenn og tugi kennara, auk þess sem rannsóknarskýrslur voru kannaðar. Tæplega tveir þriðju hlutar líkams- árásanna og nauðgananna áttu sér stað eftir „partí“ þar sem vín hafði verið haft um hönd. Langalgengustu afbrotin innan háskólanna eru þó þjófnaðir og hnupl. Allt lauslegt virð- ist í hættu, peningaveski hvar sem er, alls kyns hlutir í ólæstum her- bergjum, þvottur í almennings- þvottahúsum og ólæst reiðhjól fá hvergi að vera í friði. Að minnsta kosti þrjátíu og einn námsmaður var myrtur innan marka banda- riskra háskólalóða á síðasta ári. Átján hundruð námsmenn urðu fórnarlömb vopnaðra ræningja. - Frá lóð Chicagoháskóla. Kanadamenn ánægðir með friðatverðlaunin Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa: Úthlutun friðarverðlauna Nóbels í síðustu viku voru mikil gleðitiðindi fyrir Kanadamenn. Verðlaunin runnu aö þessu sinni til friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna. Kanada hefur frá upphafi tekið þátt í starfsemi friðargæslusveitanna og er eina landið sem lagt hefur til hermenn í hvert einasta verkefni sem sveitimar hafa tekist á hendur. Frá árinu 1949 hefur Kanada tekið þátt í sextán verkefnum. Fyrsta verkefnið var í Kashmir í Pakistan sem Indveijar og Pakistanar höfðu deilt um frá 1947. í þijátíu ár voru kanadískir hermenn þar við friðar- gæslu og kanadíski herinn veitir að- stoð þar enn þann dag í dag. Ef undan er skilið stríð Sameinuðu þjóðanna um Norður-Kóreu í byijun sjötta áratugarins var umfangsmesta verkefni kanadíska hersins friðar- gæslan í Egyptalandi. Frá 1956 til 1979 voru alltaf 1.150 hermenn að störfum þar. Nýjasta verkefnið er umsjón með vopnahléf írana og íraka sem hófst í ágúst síðasthðnum. Af þeim 850 hermönnum frá 24 löndum, sem eru í þessari friðargæslusveit, eru 500 Kanádamenn. Auk þess að leggja til hermenn leggur kanadíski herinn til mikið af þeim tækjum sem nauðsyn- leg eru til þessarar starfsemi. í íran og írak sjá þeir til dæmis um öll fjar- skipti og leggja tO öll nauðsynleg tæki. Á þeim 39 árum, sem liðin eru frá fyrsta verkefninu, hafa 77 þúsund kanadískir hermenn verið í sveitum Sameinuðu þjóðanna. Kostnaðurinn fyrir Kanada hefur verið mikill í út- gjöldum en enn þá meiri í mannslíf- um. Alls dóu 312 Kanadamenn í stríð- inu við Norður-Kóreu og 78 kana- dískir hermenn hafa látið lífið í störf- um fyrir friðargæslusveitirnar. Þrátt fyrir að gjalda dýru verði eru Kanadamenn stoltir af framlagi sínu til friðargæslu. Þegar Brian Mul- roney, forsætisráðherra Kanada, ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna í síöustu viku sagði hann meðal ann- ars að Kanada myndi halda áfram að taka ötulan þátt í starfsemi friðar- gæslusveitanna og reyna þannig að stuðla að auknum friöi í heiminum. Vopnahlé framlengt Bjanú Hmriksson, DV, Bordeaux: Sjálfstæöishreyfing Korsíkubúa hefur framlengt vopnahléð sem sett var á í júníbyijun og gilda átti í 120 daga. Að sögn forystumanna hreyf- ingarinnar, sem héldu leynilegan blaöamannafund sinn lengst inni í skógi, vopnaðir og grímuklæddir, er þetta gert til þess að póhtísk lausn fáist á því sem kallað hefur verið Korsíkuvandamálið, það er aö segja sjálfstæðiskröfum eyjarskeggja. Fyrir vopnahléð gekkst sjálfstæðis- hreyfingin fyrir sprengjutilræðum og skotárásum og hefur gert svo í mörg ár. Eftir tvær vikur fara fram réttarhöld í Bordeaux yfir tveimur meintum félögum hreyfmgarinnar. Eru þeir sakaðir um morð á frönsk- um hermanni. Segja talsmenn sjálf- stæðishreyfingarinnar að niðurstaða þessara réttarhalda se prófsteinn á vilja yfirvalda th að ná samkomu- lagi. Hvort framlenging vopnahlésins er til komin vegna sáttfýsi sjálfstæðis- hreyfingarinnar eða einfaldlega vegna bágrar stöðu hennar er erfitt að segja til um. Margir telja að sak- borningar tveir í Bordeaux séu í raun leiðtogar hreyfingarinnar. Verður fóstur- eyðingarpillan leyfð í Noregi? Björg Eva Eriendsdóttir, DV, Osló: Ný einfóld leiö th þess að eyöa fóstri getur orðið aö veruleika í Noregi innan þriggja ára. Fóstu- reyðingarpillan er nú þegar leyfð í tveimur löndum, Frakklandi og Kína. Það er franskt fyrirtæki sem framleiðir phluna sem er afar auð- veld f notkun. En það þarf að taka hana áður en fimm vikur eru hðnar af meðgöngunni. Forstjóri hehbrigðisstofnunar því th fyrirstöðu að fóstureyðingar- pillan verði leyíð í Noregi. En vist er um þaö að margir aðrir aðilar munu sjá þessari þæghegu fóstur- eyöingaraðferð aht th foráttu. Má þar fýrsta nefiia fóstureyðinga- prestana sem hafa afsalaö sér bæði kjól og kalh í umdehdri herferð gegn fóstureyðingum. En margt fólk, sem ekki er svo róttækt, mun einnig verða tor- tryggið gagnvart þessu nýnæmi Raddstýrður almenningssími Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Frakkar eru fyrstir th að setja í þjónustu almenningssíma sem hægt er að tala við. í stað þess að snúa skífu eða ýta á takka les símhringj- andinn upp númerið og talar svo án símtóls við þann sem er á hinum enda línunnar. Það er eins gott að stama ekki eða vera jórtrandi tyggjó því enn sem komið er telst þessi sími nokkuð viðkvæmur. Tveir svona símar eru í thrauna- notkun í einni borg í landinu og eru ávöxturinn af miklum raddrann- sóknum. Markmiðið er að síminn geti skhið mismunandi framburð í sama númeri, th dæmis hina syngj- andi frönsku í suðurhluta landsins eða þyngri framburð Norður-Frakk- ans. Kostir svona síma eru augljósir, sérstaklega fyrir fatlaða svo ekki sé taláð um bíleigendur sem finnst óþæghegt að vesenast mikið með tól og takka í umferðinni. Gallarnir eru líka nokkrir, til dæmis verður að setja símann á rólegan stað því há- vaði truflar og ruglar tölur. Ef thraunin gefst vel og auðvelt verður að laga þau tæknivandamál sem upp koma geta Frakkar vonast eftir að komast inn á stóran markað því flest stór iðnríki framkvæma svipaðar rannsóknir án þess að vera komin jafnlangt og Frakkar. Dýrt en odýrt í Danmörku Cuwnai Guömundsson, DV, KaupnUicfa Danmörk er eitt af ódýrustu löndum I heimi hvað varðar neysluvöru, segirí skoðanakönnun er kemur frá alþjóðasaratökum jámiðnaðarmanna. Niðurstaða þessi er algjör andstaða nýjustu skoðanakönnunar Evrópubanda- lagsins en þar segir aö verölag í Danmörku sé eitt hið hæsta í heima. Orsök þessara tveggja óhku nið- urstaðna er hins vegar sú aö verð- lagið er reiknað út á mismunandi hátt. í niðurstöðum frá Evrópu- bandalaginu er eingöngu fariö eftir vöruveröi en alþjóðasamtök jám- iðnaöarmanna reikna hka með tekjura launþega. Sem dæmi má nefna að hver Dani er 6 mínútur að vinna fyrir 1 kílói af hrísgijónum, Finni 23 mínútur, Frakki 16 mínútur, Svu 19 mínútur og Portúgali 39 raínútur. Það sama gildir um aðrar neysluvörur eins og th dæmis brauð, smjör, kaffi, kjöt og fisk. Pýreneabjöm í úbýmingarhættu Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Pýreneabjörninn er í útrýmingar- hættu, a.m.k. Frakklandsmegin landamæranna. Þeir 15 eða 16 birnir, sem eftir eru, lifa alhr á svæði sem ekki telst hluti Pýreneaþjóðgarðsins og eru því í stöðugri lífshættu vegna villisvínaveiðimanna eða vega- vinnujarðýtna. Þrátt fyrir aö gripið hafi verið til sérstakra vemdaraðgerða síöustu 15 árin fækkar bjömunum. Þeir sem eftir lifa em gamlir og varla færir um að halda stofninum við. Umhverfismálaráöherra Frakk- lands er ákveðinn í að stöðva þessa þróun með því aö setja inn á svæðið hinn svokaílaða Evrópubjörn sem ætti vonandi að verka eins og vít- amínsprauta. Bandaríkjamenn hafa reynt fyrir sér með svipaða blöndu bjarnartegunda og Frakkar segjast ætla að bíða með sínar aögeröir þar th niðurstaða fæst fyrir vestan haf. En á meðan veröur farið af stað með matargjafir th bjarnanna th að fjölg- unarkraftur þeirra aukist og þeir haldi sig á minna svæði en hingað th.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.