Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 45 DV Tyson gengur berserks- gang Það slettist heldur betur upp á vin- skapinn hjá heiðurshjónunum Mike Tyson og Robin Givens um síðustu helgi. Reyndar fékk tengdamamma Tysons þaö óþvegið hka. SíðastUðið fóstudagskvöld komu Tyson og Givens fram í sjónvarps- þættinum 20/20 í viðtali hjá Barbara Walters stjörnufréttamanni sem þekkt er fyrir aö draga yfirlýsingar upp úr fólki sem búið er að sverja þagnareið. Ekki varð nein breyting á í þetta skiptið því að Givens gaf út alls kyns yfirlýsingar um manninn sinn sem jafnvel þekktustu aflraunamenn þyrðu ekki að láta út úr sér, og er hún þó ekki há í loftinu. Givens sagði að hún væri hrædd við Tyson og aö hann væri ógurlegur í sambúö, ógnaði henni, ýtti við Simamynd Reuter Ólympíu- frímerki á Spáni Ekki eru fyrr búnir einir ólympíu- leikar en þeir næstu eru komnir af stað. Reyndar eru ólympíuleikarnir í Barcelona ekki byijaðir, og munu ekki byrja fyrr en sumarið 1992, en Spánverjar eru þegar farnir að minna okkur á þá. Á mánudag gáfu þeir út fyrstu ólympíufrímerkin sem gefin veröa út í tengslum viö leikana. Þeir ætla að gefa út fjöldann allan af frímerkjum og fær hver íþrótta- grein eitt merki fyrir sig. Ni/ Prtf-ölíntpfca i 4 4 '4 -4 á 4 Þrtí-Otonpk-a liurct‘kjna‘92 * Prc-Olimpica -«=** Batcekma'92 J Sviðsljós Sviðsljós neitar að trúa því að Tyson hafi reynt að lemja konuna sína og ekki tekist. Það er frúin sem sést fyrir aftan hann. Simamynd Reuter henni og að stundum reyndi hann að slá til hennar. Maöur tekur nú svona yfirlýsingum með varúð. Ef Tyson hefði einhvern tíma reynt að slá til konu sinnar væri hún varla til frásagnar. Tyson tók þessu meö jafnaðargeði og sat brosandi við hlið konu sinnar og hlustaði á yfirlýsingasúpuna. Sjálfur sagðist hann þjást af of- læti/fálæti, vera „ manio-depressi ve“, og taldi það skýra ýmis atvik í einka- lífinu, sem komið hafa upp á undan- fómum vikum og mánuðum. Það var síðan á sunnudagsmorgun, einum og hálfum sólarhring eftir að þátturinn var sendur í loftið, að kappinn varð ósáttur við þessar yfir- lýsingar konu sinnar. Rann þá á hann mikið æði og tók hann til við að henda húsmunum og ganga ber- serksgang. Til að byija með voru þetta smámunir, en svo fór áður en yfir lauk að hann var farinn að henda húsgögnum út um glugga, án þess að opna þá. Robin Givehs og móðir hennar Ruth Roper, sem virðist eyöa öllum stundum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, sáu þá þann kost vænstan að forða sér. Þær komust á einum af glæsivögnum húsbóndans á næstu bensínstöð þar sem þær hringdu á lögregluna. Síðan fóru þær aftur heim og biðu eftir iögreglunni sem kom að vörmu spori. Þá var Tyson orðinn hinn rólegasti og sagð- ist ekki sjá ástæðu fyrir veru lögregl- unnar á landareign sinni. Ekki kæröi Robin, svo aö lögreglan lét sig hverfa við svo húið. Sama dag flugu Givens og mamma hennar til Los Angeles, en þau hjón búa í New Jersey skammt utan við New Yorkborg. Ætii lausnin hjá Tyson hjónunum yt fehst ekki einfaldlega í því að reka tengdamömmu á dyr? Það getur ekki verið draumastaðan hjá ungum hjónum að geta vart farið að sofa án þess að hafa tengdamömmu með, sérstaklega þegar sú tengdamamma hefur það orð á sér að vera nokkuð frek og ráðrík. skemmtista&wnm Danshúsið Álfheimum 70, sími 686220 Ari Jónsson úr Roof Tops verður gestasöngvari helgarinnar. Hljómsveitin í gegnum tíðina sér um danstónlistina. Rúllugjald kr. 500. Snyrtilegur klæðnaður. André Bachmann leikur föstudags- og laugardagskvöld Mímisbar /fl/n/IDEIJS ÞÓRSC/IFÉ Brautarholti 20 Símar: 23333 & 23335

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.