Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 37 Lífsstm ur hver kona sé meö svoleiðis eftir- líkingu vegna þess hve þær eru ódýr- ar og erfitt að sjá mismuninn. í töskuheiminum segja þeir einfald- lega að þessar töskur komi þeim ekki við. Þær séu misheppnaðar tilraunir hjá þessum frægu tískuhönnuðum sem eru að gera aðra hluti. Þeir eru frægir fyrir fatahönnun og margir fyrir ilmvötn en töskugerð er hliðar- grein hjá tískukóngunum. klæðast frökkum eða jökkum hér á landi. Helstu skinnin í töskum eru lappa- skinn, sem er geita- eða kindaskinn, og buffalo, sem er nautshúð og mun stífari. Mismunurinn á verði er vegna þess að sumt er grófunnið á ódýran hátt en annað á fínan og dýr- an hátt. Töskur geta verið dýrar og fínar og þá viðkvæmar og verður þá að hugsa sérstaklega vel um þær. Þar má sjá að ekki liggur verðið í styrk- leika. Það má líkja vönduðum tösk- um við fínan demantshring sem er auöveldlega hægt að skemma þó að dýr sé. Krókódílaskinn 10 sinnum dýrara Krókódílaskinnsáferðin er mjög mikið í tísku í ár, ýmist í bryddingum eða aUri töskunni. Krókódílaskinn er um 10 sinnum dýrara en venjulegt skinn og hefur veriö ómögulegt að selja það íslendingum, enda skiptir það ekki öllu því að töskur með krókódílaskinnsáferð eru margar hverjar mjög líkar ekta krókódíla- skinnstöskum. Og jafnvel mjög erfitt að sjá mismuninn. Þau lönd sem höfða helst til íslend- inga í töskugerð eru Danmörk, Þýskaland og Holland vegna þess hve þetta eru praktísk lönd en hins vegar höfða ítalskar töskur ekki eins vel til íslendinga. Á myndunum hér með greininni má sjá örhtið brot af sígildum tösk- um og töskum sem tískan býöur nú upp á. -GKr Ætlar að láta framleiða fyrir sig[ hanska Víðir Þorgnínsson verður líklega fyrstur íslepdinga til að láta fram- leiða og hanna sérstaklega fyrir sig hanska. Til þess ætlar hann að nota eina stærstu hanskaverksmiðju heims, sem er í Ungverjalandi, og framleiðslan verður merkt hans verslun. Einnig ætlar hann að nota skinn sem enginn annar vih kaupa vegna þess hve það er dýrt. En verk- smiðjan í Ungverjalandi framleiðir meðal annars fyrir Svía, Breta og Þjóðverja. Hann verður sem sagt einn með þessa hágæða skinnhanska sem að hans sögn verða, þegar upp er staðið, ekki dýrari en aðrir han- skar. Inni í hönskunum verður ýmist ekta silki, ekta gæra eða kanínu- skinn „Ég er kominn í það mikinn hágæðaflokk að það á enginn að komast nálægt mér í hönnun og merki. Þama ætti fólk aö njóta minnar reynslu í hönskum. Að baki þessu liggur margra ára vinna,“ sagði Víðir en hann er að verða einn reyndasti tösku- og hanskakaup- maður á landinu og þótt víðar væri leitað. Þessir hanskar koma sennilega th með að kosta um 2500 krónur en það verður bæði hægt að fá þá mun dýr- ari og mun ódýrari. Leirbrúnir litir En áfram með töskutískuna. Litir á þeim eru yfirleitt mhdir miðað við fatnað. Síðustu þrjú árin hefur svarti hturinn verið allsráöandi en brúni liturinn verður áberandi í vetur. Það verða milhbrúnir leirhtir, frá ljós- brúnu niður í rauðbrúnt, og venju- legar einlitar töskur, því að íslend- ingum virðist ekki faha tvhitar tösk- ur vel í geð. Þeir vhja heldur ekki sjá gylltar skreytingar á töskum. Fyrir vorið er spáð tveimur gráum. htum í töskum ásamt leirbrúnum lit- um. Snið á töskum breytast með tísk- unni en htir ekki. Það er helst ef phs- in styttast að minni töskur komi í kjölfarið. Það á hins vegar fremur iha við ísland vegna þess að flestir Dæmi um sígilda tösku sem jafnvel er hægt að nota í skólann og kostar tæpar 2.500 krónur. Litlar töskur sem henta með stutta pilsinu í samkvæmið eða síða kjólnum. Meðalstór taska úr mjúku leðri með krókódílaskinns- munstri. Svona töskur eru mjög vinsælar í dag og kosta tæpar 5.000 krónur. RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 OPNUNARTÍMAR: MÁNUDAGA-FIMMTUDAGA 9-17.55. FÖSTUDAGA 9-18.30. LAUGARDAGA 10-14. HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 13010. Hanskar með nýju sniði. Þessir hnepptu eru frá Pierre Cardin og kosta innan við 2.000 krónur. Flestir hanskar eru á verðbilinu 2.000 til 3.000 kr. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greióa meó korti. Þú gefur okkur upp: 1 ~ - Nafn þitt og heimilisfang, síma, nafnnúmer og gildistlma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar I slma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 aroAHC j _ - ., _____ SIMI 27022 ■ - - ■ • •—riHiíjfiHi iiiTii^kinlriiirnii%«ifnir>ttTarirtimniihiiiiitH,nhfói éiín.v^tfiiiiáagliM4Mri>i>a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.