Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 33 sumir byrja yflr tvitugt þannig að það þarf enginn að hafa lært neitt áður til að ná árangri. - En er þetta dýrt hjá ykkur? „Nei, nei, en ef við fáum einka- kennslu, eins og nýlega hjá mjög færum enskum kennara, þá er þetta dálítið dýrt,“ sagði Hólmar. Auður ræður engu hérna Nú var litið inn í danssalinn. Þar voru átta pör á svipuðum aldri og voru að fara í pásu, mikiö var skrafað og rætt. „Við komum nú eiginlega bara út af pásunum," sagöi ein konan í hópnum. „Við erum búin aö halda saman í átta ár. Fyrst komum við sitt úr hvorri áttinni og kynntumst í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar þar sem Auður kenndi. Síöan vorum þaö eiginlega við sem uröum til þess aö þessi skóli þróaöist. Viö höfum síðan haldið hópinn meö því að hittast einu sinni í viku.“ „Eiginlega kennum við Auði stundum," heyrðist karlmanns- rödd segja, „hún ræður engu hérna.“ „Svo erum við að fara í útilegu um helgina, borða, dansa og svo- leiðis á Flúðum. Ætlarðu að koma með, þaö vantar einn dansherra? Nú varð blaöamanni eitthvaö heitt í andliti og gaf speglinum á móti skemmtilega rauðan blæ. - Já ætliö þið að taka börnin með líka? „Já, já, og ef þaö snjóar þá fórum við á skiöi - sldðaballett.“ Allt í kerfi þegar skipter um maka Danskonumar voru á einu máli um aö það þýddi ekkert aö skipta um maka. „Þá fara þeir að hvísla eitthvaö aö konunni sem er ekkert konan þeirra - þaö fer allt í kerfl. Annars erum viö aö riíja upp núna að það er makinn okkar sem viö erum að dansa við.“ Karlarnir voru nú spurðir hvort þeir vildu skipta? „Jááá, já,“ heyrö- ist í einum kór. Sem sagt allir sam- mála, þeir voru sammála - en þær ráða. Tíðarandi Viðmælendur DV þetta kvöldið voru þó sammála um eitt mál, grín- laust - aö þaö vantaöi unga dans- herra, „frá 12 ára og fram að trúlof- unaraldri“. Þaö ætti aö hvetja stráka á þessum aldri og aöstand- endur þeirra til aö láta þá læra dans á þessum aldri. Með því móti er stuölaö aö eðlilegri framkomu þeirra og stelpnanna líka, t.d. á skólaböllum. Framkoma veröur þannig eðlilegri og óþvingaðri. LífsstOl Þar sem sérstakt samband myndast - dans kemur í veg fyrir ýmislegt neikvætt, sérstaklega hjá strákum Áhugi íslendinga er að aukast á dansi og danskennslu. Reyndar finnst mörgum sem til þekkja að það sé synd að dans sé ekki samof- inn skólakerfinu, þó ekki væri nema einn tími í viku. Þannig gæti danskennsla orðið til þess að ekki skorti sjálfstraust hjá ungu fólki á böllum, sérstaklega strákum, og þar af leiðandi ekki eins mikil ástæða til víndrykkju. Dans hlýtur að eiga jafnmikinn rétt á sér og leikfimi og matreiðsla. Þar sem íslendingar eru skemmt- anaglöð þjóð, því þá ekki að reyna að undirbúa arftaka þjóðfélagsins á sem eðlilegastan hátt undir þau „átök“ - kenna þeim aö dansa og umgangast félaga sína á eðlilegan hátt, án víns? DV heimsótti dansskóla Auöar Haralds í vikunni. Spjallað var við vana dansara, yngri og „aðeins eldri“- ekki mikið samt, um þetta heilbrigða áhugamál þeirra. Sérstakt sam- „Eg er bara sólanum!" að ná parketinu undan band myndast Á staðnum voru tvö pör sem tek- in voru fyrst tali, krakkar um tví- tugt. Þau hafa m.a. birst alþjóð með glæsilegri sýningu í sjónvarpi frá Hótel Islandi. Þetta voru pörin Ágústa og Hólmar og Sóley og Adolf. Þau eru búin að læra s- ameríska og svokallaða standard dansa í 1-2 vetur. „Þetta eru þessir dæmigerðu dansar þar sem dansað er í kjólföt- um,“ sögðu þau. Auður kennari þeirra sagði að í hópnum þeirra væru krakkar sem ná verulega langt eftir einn vetur. „Þau hafa m.a. fariö í heimsmeistarakeppni og keppt fyrir íslands hönd. Hjá þessum krökkum myndast alltaf sérstakur vinskapur, bæöi hjá pör- um og í hópnum, þarna eru sterk vináttubönd. Hjá pari er það alltaf þannig að sérstakt samband mynd- ast, enda veröur það að vera - ann- að gengur í rauninni ekki. Og þá vfil ástin stundum grípa unga fólk- ið.“ Krakkamir voru sammála um aö þau vildu sjá sem flest ungt fólk spreyta sig með þeim. „Það geta þetta allir á ekki mjög löngum tíma, enginn á að vera feiminn. í okkar hópi er aldurinn frá svona 16-25 ára - mjög góður félagsskapur. Og „Já, ég veit hvernig á að gera þetta, Auður, vertu ekki að stela honum frá mér. Má ég fá’ann aftur? DV-myndir GVA Yngra fólkið, þau Sóley, Adolf, Agústa og Hólmar, er að m.a. að læra s-ameríska dansa. „Aðeins eldra" fólkið fylgdist með þeim. Einn, tveir, þrir - tja, tja, tja - inn i tvistið, inn i tvistið - a le mana, a le mana. Auður leiðbeindi sextán- menningunum með miklum gauragangi og þeytti stöllu sinni til og frá. Átta pör hafa haldið hópinn i átta ár. Þau ætla að fara saman með fjölskyldurnar að Flúðum um helgina þar sem verður dansað, grillað og farið i „skiðaball- ett ef veður leyfir“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.