Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Sviðsljós I>V Ólyginn sagði... Jackie Collins sem skrifaði um Hollywood-eig- inkonumar og karlana og er auk þess systir Joan Collins er nú aö gera alla alvörugefna rithöfunda í Bandaríkjunum brjálaða. Á meðan þeir rembast eins og rjúp- an við staurinn við að skrifa eitt- hvað gáfulegt niður á blað, til þess eins að komast að því aö enginn viU borga svo mikið sem túskilding með gati fyrir að lesa verkin þeirra, þá var Jackie að fá fjögur hundruð og fimmtíu milljónir króna borgaöar inn á næstu þrjár bækur. Jackie skrif- ar aðaÚega um kynlíf og valda- baráttu ríks og frægs fólks - greinilega það sem fólkið vill lesa. Andrew Bretaprins er flórði í röðinni að bresku krún- unni en ekki er þar með sagt að hann njóti þess vegna einhverra sérréttinda í hernum þar sem hann dvelur flestum sínum stundum. Þar er hann ósköp venjulegur Uðsforingi. Á dögun- um héldu yfirmenn hans mikið boð fyrir Margréti Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, og þá mátti Andrew gera sér að góðu að standa vörð á meðan aðrir skemmtu sér. Jamie Lee Curtís leikur í nýrri mynd með gamla spaugaranum John Cleese. Þessi mynd heitir „A Fish Called Wanda“ og er um ástir, morð og sjávarrétti. Cleese vildi krydda myndina með fallegum mynda- skotum og bað Curtis um að fækka klæðum í myndinni. Hann fékk svar við hæfi. Ungfrúin varð trítilóð og gekk berserksgang og sparkaði í lurk sem var við arin- inn. Sá lenti í Cleese sem stóð hokinn á eftir með báðar hendur á milli fóta og tár í augum. IIIIIIIIIJMM 1.1 M' ~ . ' Mike Tyson og Robin Givens sjást hér við komuna tii Moskvu fyrir tæpum mánuði en þangað þurftu þau að fara vegna þess að framhaldsmyndaflokkur, sem Givens leikur í, var tekinn upp þar. Þarna fer nú bara nokkuð vel á með þeim. Símamynd Reuter Stmg á fullu í Aþenu Breski rokkarinn Sting er nú á ferð um helminn að halda hljómleika til stuðnings mannréttindum. Ekki er hann alveg einn á ferð, því að með honum er Bruce Springsteen og fleiri góðir. Fyrr í vikunni voru kappam- ir í Aþenu og vöktu þar mikla lukku eíns og hvarvetna. Eftir klæönaöin- um að dæma var bara nokkuð kalt. • /1 •••/» r r - jolagjofm í ar Þessi litla stúlka trúir á jólasveininn. Aðdáunin skín úr augum hennar. Kannski er hún ekki alveg viss og vill fullvissa sig með því að toga í skeggið á þeim gamla, enda er hún komin á þann aldur, orðin tuttugu og eins árs, að skoða heiminn með gagnrýnum augum, hún Inez Soman sem er fyrir- sæta hjá Dior. Hún var í London að kynna jólanærfatatiskuna í ár þegar hún fékk að hitta jólasveininn. Símamynd Reuter Jóla hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.