Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Heimsbikarmótid í skák Jóhann saumaði að Portisch - en lék vænlegri stöðu niður 1 tap Lánið lék ekki við íslensku kepp- endurna á heimsbikarmótinu í gær. Jóhann Hjartarson átti hug og hjarta áhorfenda er hann yfir- spilaöi ungverska stórmeistarann Lajos Portisch en undir lokin missti Jóhann þráðinn og Ungveij- inn vann óverðskuldaðan sigur. Margeir getur einnig nagað sig í handarbökin eftir tap gegn Tim- man. í tímahrakinu missti Margeir af óvæntum möguleika sem hefði fært honum yfirburðastöðu. í stað- inn féll hann í lævísa gildru Hol- lendingsins. Andersson og Tal urðu fyrstir til að semja um jafntefli en á öðrum borðum stefndi í æsispennandi skákir. Nikolic og Nunn tefldu flókna skák í kóngsindverskri vörn; Sax og Beljavsky þræddu ref- ilstigu spænska leiksins og heims- meistarinn Kasparov beitti Griinfeldtsvörninm heittelskuðu gegn Speelman. Öllum þessum skákum lauk þó með jafntefli eftir tiltölulega skamma hríð. Jusupov og Kortsnoj tefldu fjör- uga skák. Kortsnoj seildist eftir peði í byrjun og síðar fómaði hann riddara til að koma samstæöum frelsingjum af staö. Allt kom þó fyrir ekki. Jusupov náði að bægja hættunni frá og er sýnt var að hann gæti fórnaö til baka á peðin fram- sæknu voru friðarsamningamir undirritaðir. Ribli naut þess að tefla stöðu gegn Sokolov þar sem hann var sjálfur ekki í neinni hættu. Hann vann peð og í hróksendatafli hafði hann flög- ur peð gegn þremur, öll á sama væng. Þeir eru enn að. Skákin fór í bið og hefur Ribli nú tvö peð gegn einu peði Sokolovs. Spassky tapaði! Eistlendingurinn Jaan Ehlvest kom mjög á óvart á heimsbikar- mótinu í Belfort fyrir góða frammi- stööu og ekki síst fyrir fallegar og heilsteyptar skákir. Engum þarf að dyljast, sem skoðar skákir hans, að fyrirmyndin er sótt frá Paul Keres, snjallasta skákkappa Eist- lands. Ehlvest var í slíkum „Keres- ham” í gær að sjálfur Boris Spas- sky réð ekki við sókndirfsku hans. Skákin var óljós framan af en er Spassky fór á peðaveiðar á drottn- ingarvæng notaði Ehlvest tækifær- ið og beindi spjótum sínum aö svarta kónginum. Spassky fann enga vöm og gafst upp eftir hróks- fóm Ehlvests. Það er ekki víst að nokkur annar á þessu móti nái að leika það eftir Ehlvest að máta Spassky. Hann þykir nú orðið með öruggari skák- mönnum. Á heimsbikarmótinu í Belfort tapaði Spassky aðeins einni skák - gegn Anatoly Karpov í síö- ustu umferð. Frábær skák en sorgleg úr- slit Þá víkur sögu aö tafli Jóhanns og Portisch. Óhætt er að segja að skák þeirra sé sú innihaldsríkasta og skemmtilegasta á heimsbikar- mótinu til þessa. Allt frá byijun iðaði taflið af möguleikum. Ekki spillti fyrir ánægju áhorfenda að Jóhann téfldi miðtaflið af stakri snilld og um tíma var Portisch nán- ast leiklaus. Jóhann átti ýmsa möguleika til að þróa stöðu sína. Erfitt er að full- yrða hvort sú áætlun sem hann valdi hafi verið best en vissulega lofaði hún góöu. Hins vegar lék Jóhann veikt rétt fyrir fyrri tíma- mörkin og er 40 leikja markinu var Skák Jón L. Árnason náð var tafliö óljóst. í framhaldi skákarinnar valdi Jóhann beitt- ustu leiðina en eftir mistök af hans hálfu náði Portisch að treysta stöðu sína og snúa taflinu sér í vil. Hvítt: Lajos Portisch Svart: Jóhann Hjartarson Bogoindversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 c5 5. Bxb4 cxb4 6. g3 0-0 7. Bg2 d6 8. Rbd2!? Dc7 Eftir 8. - Rc6 er 9. Rfl!? athyglis- verður möguleiki því að riddarinn er á leið á góðan reit á e3. Tilraun- in 9. - Da5?! 10. Re3 b3+ 11. Dd2 Dxd2 12. Rxd2 bxa2 13. Bxc6! bxc6 14. Hxa2 gefur hvítum betra enda- tafl en þannig tefldist skákin Do- hojan - Jón L. Árnason í Sotsí á dögunum. 9. 0-0 b6?! 10. d5! Bb7 Svartur hefði gjarnan viljað leika 10. - e5 en það strandar á 11. Rxe5! dxe512. d6 og Ha8 er í skotlínu bisk- upsins. Níundi leikur svarts er hugsanlega ónákvæmur. 11. dxe6 fxe6 12. Rd4 Bxg2 13. Kxg2 e5 14. Rf5 Rc6 15. Rf3 Had8 16. Re3 Kh8 17. Hcl Riddarinn er á leið til d5 og hvítur virðist eiga betra tafl. Frá og með næsta leik nær Jóhann hins vegar smám saman aö bæta stöðu sína og yfirspila Ungverjann. 17. - Db7! 18. Rd5 Re4 19. Dc2 Rc5 20. Rg5 g6 21. Dd2 Einkennilegur leikur, því að Portisch hættir við þá áætlun að koma riddara til e4 í drottningar- valdi. Ekki gekk 21. Re4 strax vegna 21. - Rd4 og sennilega hefur Port- isch ekki heldur litist á 21. e3 vegna 21. - b5! og nú hriktir í stoðum ridd- arans á d5. 21. - b5! 22. f3 b3 23. a3 Rd4 24. e4 Þaö er slæmt að þurfa aö gefa svörtum riddara bækistöð á d4 en um annað var ekki aö velja. 24. - bxc4 25. Hxc4 h6 26. Rh3 g5! 27. Hc3! X X é if A 1 A ÍIA A A fl í» A & * ^ A A B C D E 2 F G H Portisch er lentur í erfiöri stöðu en það sem eftir er skákarinnar hittir hann ávallt á besta varnar- leikinn. Nú reynir hann að koma drottningarriddaranum í leikinn með 28. Rf2. 27. - Df7! 28. De3 Aðalhótunin var 28. - Rxe4! o.s.frv. 28. - Dg6 29. Re7 Dh7 30. Rd5 Þessir leikir sýna vel úrræðaleysi hvíts. Nú kemur 30. - g4 vel til greina en Jóhann treystir stöðu sína réttilega enn frekar. 30. -Hf7 31. Rgl Hdf8 32. Hccl! Dg6 í þessari stöðu var 32. - g4!? mjög freistandi. Portisch setur fyrir lek- ann. 33. Rc3! h5 34. Hf2 Rce6 35. Hcfl h4 36. g4 Rf4+ 37. Khl Hc8 38. Hdl De6 39. Hfd2 Hc6? Eftir 39. - Hfc7! væri hvítur ekki öfundsverður af stöðunni. Nú nær Portisch að rétta úr kútnum. 40. Rd5! Hc2 41. Rxf4! gxf4 í ljós kemur að 41. - Hxf4 strand- ar á 42. Re2 Hxf3? 43. Rxd4 og vinn- ur. 42. Df2 Hh7 43. Re2 Hxd2 44. Hxd2 Dc4!? Hugmyndin er að svara 45. Rxd4 með 45. - Dcl+ 46. Kg2 h3 mát! Eftir á að hyggja var 44. - Rxe2 lík- lega betra. 45. Rxf4! Dcl+ 46. Kg2 Kg8? Hér hefði 46. - h3 + 47. Rxh3 Rxf3! 48. Hxd6 Hf7 leitt til skemmtilegra sviptinga. 47. Rd5! Hf7 48. f4! Re6 49. f5 Rg5 50. He2 Ekki 50. Rc3? h3+ 51. Kg3 Dxc3! 52. bxc3 Rxe4+ og hróksendatafliö er óljóst. Nú hefur Portisch náð að bægja hættunni frá. 50. - Dc4 51. De3 Kf8 52. h3 Hg7 53. Rc3 a5 54. Hd2 Dc6 55. Dd3 Hd7 56. De3 Hg7 57. Hf2 Dc4 58. f6 Hg6 59. Db6 Og Jóhann gafst upp. Svartur dagur hjá íslendingunum - gleymdi Kasparov vopnunum í farangurstöskunni? Enski stæröfræöingurinn Jonathan Speelman vekur hvarvetna athygli þó hann sé hættur að ganga á pálmatré á skákmótum. Hann segist ekki hafa mikinn metnaö sem skákmaöur en hefur nú þegar náö glæstum árangri. DV-mynd Brynjar Gauti Það var svartur dagur hjá íslending- unum tveim á heimsbikarmótinu í skák í gær. Þrátt fyrir vænlegar horf- ur um tíma var uppskeran rýr. Mar- geir Pétursson virtist hafa í fullu tré við Jan Timman frá Hollandi þar til allt í einu að óvæntur hróksleikur breytti stöðunni í rjúkandi rúst. Margeir virtist ekki sjá leikinn og tók kipp í sæti sínu þegar Hollendingur- inn hárprúði svipti honum fram úr erminni sem er reyndar í víðara lagi. Þá var skák Jóhanns við Portisch hreinasta píslarganga fyrir speking- ana í skýringarherberginu. Eftir tæpa byijun bætti Jóhann stöðu sína með hverjum leik. í fréttamannaher- berginu sögðu ensku stærðfræðing- amir Speelman og Nunn að um þessa skák þyrfti ekki að ræða frekar, sigur Jóhanns væri vís. En það var sama hvemig Jóhann barðist, honum tókst ekki að bijóta niður vamir Ungveij- ans sem greinilega ætlaði ekki að tapa annarri skák sinni í röð fyrir Frónbúa. Sókn Jóhanns kostaði of mikið og um kl. 23 í gærkvöldi mátti hann játa sig sigraðan. Kasparov á friðarstóli Þaö er ekki oft sem heimsmeistar- inn, Garrí Kasparov, byijar skákmót jafnrólega og nú. Hefur sú hugmynd vaknað að hann hafi kannski veriö með öll vopnin í ferðatöskunni sem tíndist. Hann treysti sér ekki út í flækjur á móti enska stærðfræðingn- um Speelman og sættust þeir furðu fljótt á jafntefli. Má segja að þeir hafi eytt álíka löngum tíma í að skoöa stöðuna eftir á og vakti það mikla athygli því þær rannsóknir fóm fram fyrir fullum skáksal. Annar friðar- höfðingi, Mikhail Tal, kom einnig fljótlega til skjalanna og veltu þeir vöngum yfir skákinni. Athyglisvert var aö enska var notuð enda mun Speelman ekki vera sleipur í rúss- neskunni. Annar kappi hefur tínt ferðatösk- unni og er það Viktor Kortsnoj og hefur honum heldur ekki gengiö sem skyldi. Hann var þó ekki svo óhress í gærkvöldi og gaf ungum aðdáend- um eiginhandaráritanir. Eftir þijár umferðir er staöan þannig að Kasparov, Nikohc, Beljav- sky, Timman og Ehlvest em efstir með 2 vinninga. Jóhann og Margeir hafa 1 vinning. -SMJ Mikið flölmenni mætti á 3. ura- starfsmaður, Elfa Gísladóttir leik- ferð mótsins og hafa ekki verið kona, Hallmar Sigurðsson leikari, fleiri. Vom tneöal annarra mættin Ólafur H. Ólafsson viðskiptafræð- Halldór Blöndal alþingismaður, ingur, Haraldur Blöndal lögmaður, Daði Guðmundsson skákmaður, Guömundur Arason, fyrverandi Páll Valsson bókmenntafræðingur, forseti SÍ, Guðjón Magnússon lög- Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, fræðingur, Friðjón Friöjónsson Eggert Þorleifsson leikari, Lárus lögfræðingur, Bjöm Jónsson nemi, Ymir Oskarsson kvikmyndagerð- Magnús Sigurjónsson heildsali, armaður, Ámi Njálsson íþrótta- Þóroddur E. Jónsson nemi, Eyjólf- kennari, Gunnar Salvarsson kenn- ur Ármannsson skákmaður, Anton ari, Róbert Harðarson skákmaður, Sigurðson bílsflóri, Gísh Sigur- Jónína Yngvadóttir húsmóöir, karlsson kennari, Bragi Hahdórs- Ornólfur Thorsson bókmennta- son kennari, Reynir Jónasson org- fræðingur, Amar Páll Hauksson anisti, Bergsteinn Jónsson lög- fréttamaður, Elín Hirst fréttamað- fræðingur, Krisflán Silveríusson ur, Halldór Karlsson smiður, Bjöm verkamaöur, Ingvi Guðmundsson Theódórsson flármálasflóri, Jón líffræöingur, Sveinn Hauksson Þorvaldsson lögfræðingur, Asgeir læknir, Ingvi Ilrafn Jónsson rithöf- Þór Amasson lögfræðingur, Sig- undur, Eiríkur Björasson sagn- urður Sigurðsson, fyrverandi fræðingur, Gunnar Helgi Hálf- fréttamaður, Páh Þórhallsson dánarson framkvæmdasflóri, Ólaf- blaðamaður, Ólafur Eyjólfsson ur H. Jónsson, flármálastjóri skrifstofusflóri, Helgi Beraódusson Stöðvar 2, Viöar Þorsteinsson bók- skrifstofusflóri, Ehas Guðmunds- bindari, Hákon Óskarsson fram- son knattspymumaður, Ólafur Ól- kvæmdasflóri, Ámi Emilsson afsson nemi, Sverrir Noröflörö bankasflóri, Hjörtur Magnússon arkitekt, Guðbjartur Guðmunds- lögskráningarritari, Birgir Sig- son leigubíistjóri, Jón Briem, for- urðsson prentari. Ólafur Hauksson maöur TR, Jón Friöjónsson mál- útvarpssflóri, Ólafur Helgason, fræðingur, Friöjón Sigurðsson, fyr- fyrrverandi bankasflóri, Árai Ár- verandi skrifstoftistjóri, Gunnar mann Árnason lögfræðingur, Tóm- Ragnars forsflóri, Jóhann Þórir as Bjömsson skákmaöur, Rúnar Jónsson útgefandi, Friðrik Frið- Júhusson tónhstarmaöur og Jón riksson flármálasflóri, Hilmar Sigurbjömsson leikari. Thors nemi, Stefán Þormar banka- .gjj j 4. umferð á fostudag Næsta umferð heimsbikarmótsins í skák verður ekki fyrr en á morgun, fóstudag, og hefst kl. 17. í dag er bið- skákardagur en aðeins ein skák hef- ur farið í biö. Þaö er skák Ribhs og Sokolovs sem flestir segja að sé bara jafntefli. Ribh, sem þykir heldur varkár skákmaður, hefur peði meira í hróksendatafli og var haft á orði að hann vildi ujóta þeirra stööuyfir- burða sem lengst. Á morgun tefla eftirtaldir - sá er hefur hvítt talinn á undan: Margeir - Jóhann Sokolov - Portisch Kasparov - Ribli Tal - Speelman Kortsnoj - Andersson Nunn - Jusupov Spassky - Nikolic Beljavsky - Ehlvest Timman - Sax -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.