Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í slma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Þingembætti: Kvennalista- kona forseti neðri deildar? Nú er taliö næsta öruggt að Jón Helgason veröi kosinn forseti sam- einaðs þings þegar Alþingi kemur saman og leysi því Þorvald Garðar Kristjánsson af hólmi. Þá er einnig talið víst að Karl Steinar Guðnason haldi forsetaembætti sínu í efri deild en ólíklegt er talið að Jón Kristjánson haldi sæti sínu sem forseti neðri deildar. Alþýðubandalagsmenn telja sig eiga mestan rétt á því embætti en heyrst hefur í þeirra röðum að vel geti komið til greina að láta kvennalistakona hafa það embætti. Um leið og forsetar verða kosnir verður gengið frá skipun nefndar- formanna. Eru þar tvö embætti sem athyglin beinist helst að: Formaður fjárveitinganefndar Alþingis er nú Sighvatur Björgvinsson en alþýðu- bandalagsmenn telja rétt að þeir hafi þetta embætti og er Margrét Frí- mannsdóttir helst nefnd þar til. Reyndar segja menn að það sé frá- gengið að hún fái þetta embætti. Að sama skapi munu alþýðuflokks- menn vilja formannsembætti í utan- ^ ríkismálanefnd en þar situr nú Ey- jólfur Konráð Jónsson. Er Kiartan Jóhannsson talinn langlíklegasti kandídatinn en þó ber að hafa í huga að hann og Jón Baldvin hafa verið á öndveröum meiði í ýmsum málum, sérstaklega varðandi Evrópubanda- lagið. Ef þing situr aðeins í einn eða tvo daga er ólíklegt að gengið verði frá öllum nefndakosningum strax. Brýnt er þó að kjósa formann fjár- veitinganefndar enda fjárlagagerðin á fullu. Páll Pétursson, þingflokksformað- ur framsóknarmanna, dvelst nú er- lendis þannig að ekki er búið að ganga fullkomlega frá skiptingu — stjómarflokkanna á formannsemb- ættum í nefndum Alþingis. Þá er óljóst enn hver verður þing- flokksformaður hjá alþýðubandalag- inu þó talið sé líklegt að Guðrún Helgadóttir taki það að sér enda fast að henni lagt að gera það. -SMJ nici oiem&nmi að ASÍ hafi beðið um breytíngar á lánskjaravísitölu „Það er hrein og klár lygi þjá Steingrími Hermannssyni að Al- þýðusambandið hafi beðið um þessar breytingar á lánskjaravisi- tölunni. Það hefur ekki verið fjallað um þetta í miðsijóminni. Það getur vel verið að einstakir miðstjómar- menn telji þetta til bóta. En það er enginn hér á skrifstofunni og eng- inn sem ég hef rætt við sem er þessa sinnis," sagði Ari Skúlason, hag- fræðingur Alþýðusambandsins. Ari sagöist telja að mörgum spumingum væri ósvaraö um hvemig staöið yrði að því að tengja lánskjaravísitöluna frekar við launin. Hins vegar væri Jjóst að í ■ því fælist mikil áhætta. Kaupmátt- ur væri nú á botninum og Ijóst væri að hann myndi aukast í ná- inni framtíð frá því sem nú er. Lán- in myndu því hækka meö launun- um í uppsveiflunni. Þaö væri því ekki verið aö bæta misgengi með þessum aðgerðum heldur þvert á móti að auka það. Þessi afstaða hagfræðings ASÍ er viðbót við svipaða afstöðu hag- fræðings BSRB sem fram kom i kjallaragrein í DV. Þá hefur Seðla- bankinn lýst efasemdum vegna fyr- irhugaöra breytinga á lánskjara- visitölunni. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki bakka með þessar breytingar. Þessi myndarlega hrefna festist í bólfærum bátsins Kristjáns S frá Reykjavík þegar hann var að veiðum úti á Faxaflóa. Hún vó 2,61 tonn og var 6,2 m á lengd. Hér sést þegar verið er að færa hana í verkun hjá Fiskverkun Hafliða á Granda, þar sem hún verður bútuð sundur til neyslu, en hrefnukjöt þykir sérlega Ijúffengt á bragðið. DV-mynd S Nauöungaruppboö á Hótel Örk: Helgi Þór átti hæsta boðið ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN Þriðja og síðasta nauðungarupp- boðið á Hótel Örk í Hveragerði fór fram í morgun. Hæsta tilboðið, að upphæð 230 milljónir króna, kom frá Helga Þór Jónssyni, eiganda Hótel Arkar hf., og fjölskyldu hans. Næst- hæsta tilboðið nam 200 milljónum króna. Það kom frá Framkvæmda- sjóði íslands. Uppboðshaldari vinnur nú að því að athuga hæsta tilboðið og meta hvort gengið verður að því. -sme -sjáeinnig bls.7 LOKI Og ég sem hélt að Denni væri svo grandvar! Veður á morgun: Slydduél á Norður- og Austuriandi Norðan- og norðaustanátt verður á landinu á morgun. Austanlands verður sums staðar allhvasst, ann- ars kaldi. Slydduél á Norðaustur- landi, á annesjum noröanlands og sennilega suður með Austfjörðum. Víða verður léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hitinn verður 0-5 stig. w/ Grimsey Sæljónið EA 56 sökk hér kl. 18:15 f gær. s Kortið sýnir staðinn þar sem Sæljón EA sökk í gær. Mannbjörg: Sæljón EA sokk á Skagafjarðardýpi Sæljón EA 55, rúmlega sextíu tonna eikarbátur frá Dalvík, sökk á Skaga- íjarðardýpi, um 20 sjómílur norður af Siglunesi, um klukkan sex í gær- dag. Þrír menn voru um borð í Sæl- jóni. Þeim var bjargað um borð í Bjarma EA. Bátarnir voru báðir á rækjuveiöum. Leki kom að Sæljón- inu um klukkan hálftvö í gærdag. Lensidælur hátsins biluöu. Skipveij- um tókst ekki að komast fyrir lek- ann. Skipveijar á Sæljóni fóru ekki í björgunarbát heldur stukku yfir í Bjarma. Reynt var aö draga Sæljón til hafnar. Það tókst ekki þar sem báturinn fór á hhðina um klukkan sex og sökk skömmu síðar. Þá voru tveir menn nýkomnir úr Sæljóninu þar sem þeir freistuðu þess aö ganga frá vír sem var á milli bátanna. Sæljón var 61 tonn að stærð, smíð- aður úr eik í Danmörku áriö 1955. Rán hf. á Dalvík átti bátinn. Bjarmi kom með áhöfn Sæljónsins til Dal- vfkur í gærkvöld. -sme Átján ára piltur: Játaði átök við þann látna Átján ára piltur hefur játaö átök við manninn sem lést af völdum áverka sem hann hlaut í átökum við Bifreiðastöð Hafnaríjarðar aðfara- nótt sunnudags. Ekki þótti ástæða til að óska eftir gæsluvarðhaldsúr- skurði yfir piltinum. Áður var búið að úrskurða 47 ára gamlan Hafhfirðing í gæsluvarðhald. Hann hefur nú veriö látinn laus. Lögreglan handtók piltinn eftir fram- burö vitna sem gáfu sig fram. Hinn látni lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans af völdum höfuö- áverka sem hann fékk er hann skall í götuna í eða eftir átökin. Um helgar er oft mikið af drukknu fólki við nætursölu Bifreiðastöðvar Hafnarfiarðar og hefur oft komið til þess að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af mönnum þar. Sá sem lést hét Helgi Jónsson. Hann var 37 ára gamall, ógiftur og bamslaus. -sme Seðlabankinn ferfram á vaxtalækkun Seðlabankinn óskaði eftir því í gær að bankar og sparisjóðir lækki út- lánsvexti sína. Lækkunin verður þann 11. þessa mánaöar, verði hún samþykkt. Fariö var fram á að nafnvextir verði lækkaðir um 5 prósent en raun- vextir um 0,75 prósent sem er þá fyrsti áfanginn í því að raunvextir lækki um 3 prósent fram aö áramót- um. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.