Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 14
14 FTMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Auralaus sjóðaþjóð íslendingar ættu rúmlega 20 milljörðum króna meira sparifé á þessu ári og skulduðu útlendingum sennilega mörgum milljörðum minna, ef raunvextir hefðu fengið að dafna hér í lengri tíma en heimilað hefur verið af stjórnmálamönnum, sem eru fangar eigin lýðskrums. Guðmundur Magnússon, fyrrum háskólarektor, benti nýlega í erindi á nokkrar shkar tölur. Rétt fyrir upphaf verðtryggingar, árið 1978, nam sparnaður íslendinga 19% af þjóðarframleiðslu. Eftir eins áratugar verðtrygg- ingu hafði sparnaðurinn aukizt í 34% árið 1987. Þetta þýðir, að innlent fjármagn, sem er til ráðstöfun- ar handa þeim, er hungrar og þyrstir í lán, er ekki 38 milljarðar, eins og verið hefði við óbreytt ástand, heldur 68 milljarðar. Verðtrygging og raunvextir hafa fært þjóðinni 30 milljarða króna aukasparnað á áratug. Ef raunvextir hefðu ekki fæðst í skjóh Ólafslaga, væri annaðhvort 30 milljörðum minna til útlána um þessar mundir eða þjóðin skuldaði útlendingum 30 mihjörðum meira. Sennilega hefði tjónið skipzt tiltölu- lega jafnt milli fjársveltis og erlendrar skuldasöfnunar. Þótt skynsemin hafi fengið að ráða í einn áratug, erum enn töluvert á eftir iðnaðarþjóðum heims, þar sem raun- vextir hafa lengur haft frið fyrir handafh stjórnmála- * manna. Við höfum aukið sparnað úr 19% í 34%, en aðr- ir eru með sparnað á bilinu 40-45% og Japanir með 50%. Munurinn á okkur og þessum samanburðarþjóðum er rúmir 20 mihjarðar króna. Það er sparifé, sem við höfum ekki, en hefðum, ef við hefðum búið við raun- vexti í nokkru lengri tíma en frá Ólafslögum. Það eru peningar, sem margir vildu fá að láni, ef tU væru. Ef sjóðahönnuðir stjórnmálanna leyfðu auralausri þjóðinni að halda óbreyttum raunvöxtum, mundum við á nokkrum árum komast í meira en 40% sparnað eins og hinar þjóðirnar. Þá mundu rúmlega 20 milljarðar bætast við innlendan sparnað og nýtast tU athafna. Aukinn innlendur sparnaður hefur einkum þrenns konar gUdi. í fyrsta lagi gerir hann kleift að grynna á erlendum skuldum, sem flestir viðurkenna, að eru orðn- ar of miklar. Annars vegar færir hann þjóðinni aukið fé til að mæta hinni miklu lánsfjárþörf í landinu. Ekki skiptir þriðja atriðið minnstu máh. Það er, að aukinn sparnaður til jafns við aðrar þjóðir færir okkur nær langþráðu markmiði jafnvægis miUi framboðs og eftirspumar lánsíjár. Það er hornsteinn þess, að raun- vextir geti lækkað á nýjan leik án handafls. Athyghsvert er, að stjórnmálamenn, sem sjá ofsjón- um yfir verðtryggingu og raunvöxtum tU þeirra inn- lendu aðUa, sem þeir á ögurstundu kaUa Qármagnseig- endur og jafnvel okurkarla, eru meira en fúsir að láta þjóðina borga raunvexti tU útlanda í staðinn. SkUjanlegt er, að formaður Alþýðubandalagsins telji henta sér að hóta svoköUuðum fjármagnseigendum öUu Ulu. Hann er að leika ljúfa tónhst fyrir öfundsjúku mið- stéttarhópana, sem eftir em í stuðningshði flokksins, síðan alþýðufylgið hvarf til Kvennahstans. Dapurlegra er fyrir formann Framsóknarflokksins . að sitja yfir höfuðsvörðum stefnunnar, sem forveri hans bar gæfu til að koma til framkvæmda fyrir áratug. En Ólafur Jóhannesson var stjómmálamaður, en ekki lukkuriddari á borð vlð þá, sem nú ráða ríkjum hér. Ömurlegast er þó fyrir hagfræðing á borð við banka- og sjóðaráðherra Alþýðuflokksins að bera ábyrgð á vaxtahandafli, sem stórskaðar auralausa sjóðaþjóð. Jónas Kristjánsson Nokkur orð til vamaðar: Ný lánskjara- vísitala Ríkisstjórnin ætlar aö breyta lánskjaravísitölunni. Vísitalan hef- ur marga ókosti. Hana á að endur- skoða í ljósi fenginnar reynslu. Hugmyndir ráðamanna um nýjan vísitölugrunn eru vafasamar. Nýja vísitalan er að mörgu leyti óheppi- leg. Hún er líklegur þensluvaldur. Undanfarin fjögur ár hefði hún til dæmis hækkaö 10% meira en hin gamla. Lánskjaravísitalan Gamla lánskjaravísitalan er sett saman úr tveimur grunnvísitölum, vísitölu byggingarkostnaðar og vísitölu framfærslukostnaðar. Framfærsluvísitalan hefur tvöfalt vægi á við byggingarvísitöluna. Það er óheppileg samsetning. Hiö mikla vægi framfærsluvísitölunn- ar veldur því að á fárra ára fresti verður misgengi lánskjara og launa. Þessi ókostur kom í ljós 1983 og 1984. Uppbygging lánskjaravísi- tölunnar átti sinn þátt í því aö margar fjölskyldur gátu ekki staðiö í skilum og urðu gjaldþrota. Ríkis- stjómin hefur lýst því yfir að hún muni breyta reiknigrunni láns- kjaravísitölunnar. Eftir. breyting- una mun svonefnd launavísitala vega þyngst í visitölugrunninum. Vægi hennar verður 50%. Fram- færsluvísitala og byggingarvisitala munu einnig ganga inn í nýja grundvöllinn. Þær vega jafnt, 25% hvor. Tilgangurinn með breyting- unn' er að auka vægi launa í láns- kjaravísitölunni. A þann hátt hyggjast menn skapa betra sam- ræmi á milii lánskjara og launaþró- unar. Nýju lánskjaravísitölunni er ætlað að fylgja almennri launaþró- un. Með því verði komið í veg fyrir að alvarlegt misgengi lánskjara og launa verði aftur. Misskilningur Þrátt fyrir góðan tilgang hefur mönnum orðið á í messunni þegar grundvöllur nýju vísitölunnar var settur saman. Það kemur í ljós þeg- ar nýja vísitalan er borin saman við hina gömlu. Best er að gera samanburðinn á mynd. í mynd 1 er nýja vísitalan borin saman við hina gömlu frá 1984. Á henni sést að nýja vísitalan hefði hækkaö 9,7% meira en hin gamla siðastliðin 4 ár. Húsbyggjandi, sem tekiö hefði verðtryggt lán að fiárhæð 1,0 millj- ón krónur 1984, hefði til dæmis tap- að 240 þúsund krónum á nýju vísi- tölunni. Nýja vísitalan hefur þó ýmsa kosti. Ef hún hefði verið í notkun árin 1983 og 1984 hefði að miklu leyti verið tekið fyrir það misgengi sem þá varð. Launavísitalan stendur ekki undir nafni Orsaka þeirra vankanta, sem hér hafa veriö taldir, er að leita í launa- vísitölunni. Hún stendur ekki und- ir nafni. Vísitalan metur launin á röngum forsendum. Misgengi láns- kjara og launa verður þegar al- mennar launatekjur hækka minna en lánskjaravísitalan. Með al- mennum launatekjum er átt viö regluleg laun meirihluta launþega í landinu. Launavísitaian mæhr ekki laun þeirra. Inn í hana eru einnig teknar svonefndar atvinnu- tekjur. Það eru laun sem vinnuveit- endur hafa af rekstri eigin fyrir- tækja. Ennfremur mæhr launavísi- talan yfirborganir og aukavinnu. Þeir „launþegar", sem ráöamenn hugðust líklega miða launaþáttinn í nýju lánskjaravísitölunni við, eru hvorki atvinnurekendur né þeir sem vinna ómælda aukavinnu. Miða á viö launþega sem hafa fram- færi sitt af taxtakaupi og hóflegri yfirvinnu. Þeirra „taxtakaup" veg- Kjallarixm Stefán Ingólfsson verkfræðingur ur hins vegar of htiö í launavísi- tölunni. Vegna eiginleika sinna mæUr launavísitalan þenslu á vinnumarkaði og auknar tekjur fyrirtækja. Þegar launþegar auka við sig vinnu til að láta endana ná saman hækkar launavísitalan. Sama. máU gegnir þegar þensla verður í einni atvinnugrein. Hækk- unin gengur síðan að hálfu inn í nýju lánskjaravísitöluna. Hún mun þannig skapa nýja tegund af mis- gengi. Fjórþætt lánskjaravísitala Auðvelt er að setja saman grund- vöU sem nær þeim markmiðum sem að er stefnt með nýju láns- kjaravísitölunni. Einfaldasta leiðin væri að nota vísitölu byggingar- kostnaðar eina sér. Hún er sú vísi- tala sem fer næst því að mæla eign- ir landsmanna. Því fylgja þó ann- markar að styðjast við eina grunn- vísitölu. Af þeim sökum er æskfiegt að setja lánskjaravísitöluna saman úr nokkrum óskyldum grunnvisi- tölum. Hana má setja saman úr fiórum grunnvísitölum sem reikn- aðar eru í dag: Launavísitala 30% Byggingarvísitala 30% Framfærsluvisitala 20% Gengisvísitala 20% í þessum grundvelU hefur grunn- vísitölunum verið gefið ólíkt vægi. Laun koma fyrir í launavísitölu og byggingarvísitölu. Þau vega um 45% af grundvelUnum. Gengi er- lendra gjaldmiðla vegur 20% og framfærslukostnaður 20%. Þessi samsetning hefur þá kosti að inn í hana ganga margir óskyldir þættir. Hún er hvorki eins viðkvæm og gamla lánskjaravísitalan né sú sem fyrirhuguð er. Þegar dregið er úr vægi launavísitölunnar, vægi byggingarvísitölu aukið og gengis- vísitölu bætt við hverfa sveifluein- kenni hinnar fyrirhuguðu láns- kjaravísitölu. Með þvi að gefa fram- færsluvísitölunni Utiö vægi er skorið á þá sjálfvirkni sem nú er á miUi lánskjaravísitölu og hennar. SjáUvirknin skapast vegna þess að fiármagnskostnaður er innifalinn í framfærsluvísitölu. Þegar láns- kjaravísitalan hækkar vex hann og þar með framfærsluvísitalan. Hækkun hennar veldur síðan aftur hækicun lánskjaravísitölunnar. í mynd 2 er fiórþætta vísitalan borin saman við hina gömlu árin 1980 til 1988. Árin 1983 og 1984 hefði hún lækkað gagnvart þeirri gömlu og komiö í veg fyrir misgengi láns- kjara og launa. Frá 1984 haldast vísitölumar í hendur. Af því má merkja að fiórþætta vísitalan hefði ekki hækkað eins mfidð og hin nýja eftir 1984 eins og sést á mynd 1. Stefán Ingólfsson „Misgengi lánskjara og launa verður þegar almennar launatekjur hækka minna en lánskjaravísitalan. - Með al- mennum launatekjum er átt við reglu- leg laun meirihluta launþega í landinu.“ HYND 1 - NÝJA OG GAMLA LÁNSKJARAVÍSITALAN 1984 - 1988 (Nýja = 100, 1985) Nýj a vísita / / ^Gamla i/ísitalar = 100S L 82 83 84 85 86 87 88 Ár Nýja og gamla lánskjaravísitalan 1984-1985 (Nýja = 100, 1985). Takið eftir að nýja vísitalan hækkar meira en sú gamla. MYNO 2 - FJÚRMIIA LÁNSKJARAVÍSlIALAN Nýr grunduöllur borinn saman viö gamlan Fjórþætta lánskjaravísitalan - nýr grundvöllur borinn saman við gamlan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.