Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. 3 Fréttir ísafjörður: Grunur um ólöglega kindakjötssólu reyndist ekki á rökum reistur Siguiján J. Sigurösson, DV, ísafiröi: komiö hvenær sem er og skoðaö. Og sem hefur verið skoðuö en ég gef Verslunin Búð i Hnífsdal helur verið hreinsuð af grun um ólöglega kinda- verslimin Búð er ekki eina verslunin ekki upp nein nöfn.“ kjötssölu. OV-mynd BB, ísafirði Verslunin Búð í Hnífsdal sætti lög- reglurannsókn í fyrri viku vegna gruns um að þar færi fram ólögleg sala á kjöti af heimaslátruðu fé frá Gerðhömrum í Dýrafirði. Að sögn lögreglunnar á ísafirði leiddi rann- sóknin í ljós að grunurinn var ekki á rökum reistur. „Lögreglan kom hér á þriðjudaginn og sneri öllu við en fann ekkert kjöt ómerkt, nema afgangs nautakjöt sem við hjónin höfðum tekið úr verslun- inni og ætluðum til eigin neyslu,“ sagði Sverrir Guðmundsson, kaup- maður í Búð, í samtali við DV. „Lögreglumenn komu fyrst í versl- unina að viðstöddum kúnnum og síð- an aftur um kvöldið. Lögreglubíll var látinn vakta verslunina langt fram eftir kvöldi. Þetta þykir okkur ailt mjög óvönduð vinnubrögð og höfum lagt fram kæru vegna þess að okkur var sagt að við hefðum fengið á okk- ur opinbera kæru sem var ekki rétt. Við hefðum ekki hleypt þeim inn annars," sagði Sverrir. „Þegar lögreglan fær rökstuddan grun um að refsiverður verknaður hafi veriö framinn þá ber henni skylda til að framkvæma rannsókn," sagði Jónas fl. Eyjólfsson yfirlög- regluþjónn í samtaii við DV. „Eigandinn leyfði okkur fúslega að framkvæma þessa leit og hún leiddi í ljós sakleysi hans. Verslunarmenn og aðrir, sem selja matvörur, verða að gera sér grein fyrir því að heil- brigðisyfirvöld og löggæsla geta Vestfiröir: Heimaslátrun á Gerðhömrum rannsökuð Sguijón J. Sgurðsson, DV, ísafirði: „Þrír lögreglumenn birtust á Gerð- hömrum á mánudagskvöld og hér var allt opnað fyrir þeim en ekkert fannst nema maturinn sem fjölskyld- an átti,“ sagði Einar Jónsson, bóndi frá Gerðhömrum, í samtali við DV. „Ég slátraði hér nokkrum kindum, sem ég hafði á Núpi, til heimilisins og aðstoðaði tvo gamla menn í sveit- inni við það sama og ég hef ekki vit- að fyrr en nú aö það væri lögbrot. Við fáum ekkert að vita um þann sem kærir nema það að hann segir okkur hafa selt umtalsvert magn í tvær verslanir á ísafiröi. Við höfum ekki fengiö að vita hver hin verslun- in á að vera. Ég er ákveðinn að leggja fram kæru og fara fram á skaðabæt- ur,“ sagði Einar. „Það komu inn ábendingar um að á Gerðhömrum færi fram slátrun og þar sem við vissum ekki til að bærinn hefði búmark þá urðum við að kanna málið," sagði Jónas H. Eyjólfsson yfirlögregluþjónn í samtali við DV. „Rannsóknin leiddi í ljós að þarna hefði verið slátrað fé frá nokkrum bændum og slíkt er óheimilt. Þama fannst kjöt af heimaslátruðu. Menn geta ekki sameinast um sláturhús, hvorki bændur né aðrir, nema að sláturhúsið fái viðurkenningu. Þarna er ekki um það aö ræða. Sú aðstaða, sem notuð var, er ætluð til fiskverkunar og það samrýmist alls ekki reglum um meðferð á fiski. Við höfum haft fregnir af því aö heimaslátrun fari fram víða á Vest- fjörðum og við munum fylgjast grannt með því og kanna hvort þaö eigi við rök að styðjast," sagði Jónas. GuUvemd Sjóvd, - lýsandi dœmi umgóðar tryggingar Spurt er: Til hvers á að tryggja? Svar: Til þess ,að öðlast jjárhagslegt öryggi í framtíðintii. Aðalkosturinn við Gullvernd Sjóvá er einmitt að hún tryggir þér JJárhagslegt öryggi. Gullvemd Sjóvá er nýtt tryggingakerfi fyrir einstaklinga, Jjölskyldur og heimili sem byggir á nýjum hugmyndum við að meta tryggingaþöif. í nýju Fjölskyldu- og Fasteignatryggingunum í Gullvernd eru nýjungar sem ekkert vit er í að vera án. Leitið nákvæmra upplýsinga um nýju Gullverndina í síma 692500 til kl. 11:00 á kvöldin. SJOmM Sjóvátryggingarfélag Islands hf, Suðurlandsbraut 4, sími 91-692500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.