Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. Fréttir____________________________________________i Gunnar Bjamason ráðunautur: Hér er þjóðfélag í lífsstíl - segir landbúnaðinn ekki einu vitleysuna Gunnar Bjarnason landbúnaðarráðunautur. „Það er óskaplega erfitt að ræða um mál sem maður þekkir og vill gagnrýna heiöarlega þegar maður er opinber starfsmaður og launað- ur af þjóðinni. Ég er búinn að vera opinber starfsmaður í 50 ár. Mér er næst að skoða landbúnaðinn en landbúnaðurinn er ekki eina vit- leysan hér á landi. Ég vil ekki segja að hann sé mein, hann er vitleysa. Það er vegna þess að stjómmálin hafa þróað þessa þjóð yfir í að lifa í alls konar lífsstíl. Ég kalla það lífsstíl þegar menn segjast ætla að verða bændur en að þeim komi ekkert við í sjálfu sér hvernig eða hvað þeir framleiða, bara ef þeir hafa kindur og kýr,“ segir Gunnar Bjarnason landbúnaðarráðunaut- ur sem lengi hefur verið óvæginn í gagnrýni sinni á íslenskan land- búnað. Lífsstíll að vera bóndi „Þegar ég var unglingur og kynntist bændastéttinni þekktu bændur ekki ríkisstyrki, aðeins ræktunarstyrki við erfiðar aðstæð- ur og vélaleysi. í dag er þetta orðið þannig að menn hafa tæki í hönd- unum til að framleiða matvæli miklu ódýrar en gert er en það er bara ekki gert. Hins vegar er sagt að við þurfum að hafa svo og svo marga bændur í landinu, helst ekki færri en 4-5000, og það á vera lífs- stíll. Það er lífsstíll að vera bóndi. Það er ekki matarframleiðsla leng- ur. En þetta er ekki eina stéttin með lífsstíl. Ég ætla að taka önnur dæmi.“ Flatneskja í skólakerfinu „Við erum núna með 7-8 þúsund stúdenta í háskóla hér á landi og líklega eina þúsund erlendis. Þetta er ekki lengur nám, menntun fyrir þjóðina. Þetta er lífsstíll. Það er lifsstíll aö vera háskólanemi hér. Stúdentar eiga heimtingu á því að fá launalán á borð við verka- mannakaup. Hveijum dettur í hug að 250 þúsund manna þjóð þurfi að útskrifa jafnvel fimmtíu lækna á ári, tugi af sálfræðingum, félags- fræðingum og svo framvegis. Ef lit- ið er á skólakerfið í heild sér maður ekkert nema flatneskju. Málnotk- un menntafólks ber þess fyllilega merki. Engu að síður hafa menn hverja gráöuna á fætm- annarri til að skreyta sig með og fá lánalaun frá ríkinu." Gamaldags fiski- mjölsverksmiðjur „Menn mega ekki lengur þróa atvinnuvegina inn á hagkvæmustu brautimar vegna þessara lífsstíls- sjónarmiða. Það má ekki selja loðnu úr landinu og fá gott verð fyrir sjómennina sem hafa svo sannarlega unnið til þess heldur er það lífsstíll að reka gamaldags verksmiðju fyrir fiskimjöl og gera hvort tveggja verra, mjölið og laun sjómannanna. Hinar vinnandi stéttir era látnar borga þennan íífsstíl. Það er að verða lífsstíll áð reka frystihús og það er lífsstíll að vera frystihúskona. Sjáðu allt kennarabáknið. Það er lífsstíll að vera kennari. Það er hægt að leysa kennsluna miklu ódýrar en gert er.“ Þykir fínna aö dunda við Reykjavík „Hvað varðar menntun búfræð- inga þá er hún þrjú ár í dag. Hver maður, sem ætiar sér að stimda búskap, þarf ekki nema eitt ár í búfræði. Við gætum haft betri kennslu og fjölbreyttari ef sérfræð-, ingarnir á RALA kenndu á Hvann- eyri. í öðram löndum er allt á ein- um stað: rannsóknir, kennsla og ráöunautastarf. Hvanneyri er góð- ur staður og það er nóg að hafa einn slíkan stað. Þess í stað dunda sérfræðingamir hjá RALA við Reykjavík af því að það þykir fínna, það er lífsstíll. Þjóð, sem er komin út í svona „affekterað" þjóðfélag, er illa stödd. Það getur engin þjóð komist á þetta stig nema rík þjóð eða þrælahalds- þjóð. En ég vil ekki kalla þetta þrælahald heldur lífsstíl. Þannig er þetta með landbúnaðinn. RALA er lífsstíO og það er Búnaðarfélag íslands einnig.“ Tveir bændur á kynningu - Eru þessar stofnanir að einangr- ast frá bændum? Nú var litið um bændur á kynningu sem RALA hélt fyrir skömmu. „Það var haft í flimtingum á stofnuninni að þangað hefðu komið tveir bændur, Jón Helgason, þáver- andi landbúnaðarráðherra, og Þor- valdur í Síld og fisk.“ Ekki talað um verkefni heldur stöðugildi - Er RALA þá að verða fílabeins- tum? „Já, en þó minni fílabeinsturn en Búnaðarfélag íslands. Hvort tveggja er þó kostað af skattborgur- unum. En það er ekki sök þeirra sem hafa stjómað RALA að þar sé stundaður lífsstíll í fílabeinstumi. Þetta er bein afleiðing skólakerfis- ins. Fólk fer í tugatali og lærir líf- fræði, efnafræði og búfræði langt fram yfir það sem þjóðin þarf. Það era alls konar sambönd, bæði kunningjasambönd og pólitísk sambönd, sem gera það að verkum að menn ráðast inn í stöðugildi. Það er ekki lengur talað um verkefni sem verið er að ráða fólk í í opin- berum stofnunum. Það er talað um stöðugildi, stöðugildi í lífsstíl. Það er búið að ræða um stöðugildi á fundum starfsmanna forstjóra í RALA síðustu tuttugu ár. Áður hét þetta Atvinnudeild Há- skólans og var í húsi vestur við Háskóla. Ég var þá í tilraunaráði búfræðinga og deUdin hafði fimm starfsmenn. Við vorum að prófa okkur áfram með að ormahreinsa beitarhross svo þau dræpust ekki úr hor. Við vorum að rannsaka vothey tU að smjörsýran.og eitruð efnasambönd í lélegri geijun dræpu ekki skepnumar. Þetta leiddi til árangurs fyrir bændur þó að við væram ósköp sveitamanns- legir í þessu. Þegar menn voru orðnir stúdentar og höfðu farið í æðri menntun, orðið doktorar, þótti þetta ekki nógu fint. Þá vora stofnaðar rannsóknastofnanir at- vinnuveganna. Þá var hætt að tala um praktíska hluti eins og orma- hreinsanir og votheysverkun. Þá var farið að tala um stöðugUdi. Menn urðu deUdarstjórar með að- stoðarfólki, tölvum og vélum. Mað- ur heyrði varla talað um rannsókn- ir fyrir nokkrum árum, aðeins tölv- ur. Ujá RALA hefur fjölgað úr fimm stöðugildum, svo maður bregði fyrir sig lífsstUstalsmáta, í 80 til 100 stöðugUdi. Ég veit ekki hvað er í hinum rannsóknastofn- ununum." Fílabeinslífsstíll „Ég kenni í raun og veru í bijósti um þetta fólk á RALA. Ég horfi á það reyna að finna sér viðfangs- efni. Það hefur minnimáttarkennd þar sem það finnur að það er ekki í snertingu við hið raunverulega atvinnulíf. Það kaUar sig vísinda- menn en finnur að það er aö vinna í filabeinstumi. Niðri á jörðinni eru síðan bændur í fílabeinslífsstíl og skítsama hvað þeir á RALA gera uppi í fílabeinstuminum. Það er ekkert samband þama á milli. Það getur vel verið að þessa fölks bíði ekki annar lífsstUl en að vera at- vinnuleysingjar eða fara til út- landa.“ Fiskurinn heldur þessu uppi - Hver er tilgangur þessarar gagn- rýni þinnar? „TUgangurinn er að sýna þjóð- inni hvernig hún er komin í þess- um lífsstílssjónarmiðum. Það er ekki aðeins landbúnaðurinn. Ég er gamaU póUtíkus og get sagt þér aö þjóðin er heppin ef hún endar ekki með einhvern Hitier, Stalín eða Napóleon. PóUtíkin er orðin eins og þegar jörðin var fuUplægð fyrir þessa merm. Þjóöimar fógnuðu þeim í fyrstu. Það er lífsstíU að vera póUtíkus. Það eru ekki lengur bændur, sem lifa aðaUega á bú- skap, sem eru á þingi, verslunar- menn eða sjómenn. Þetta er orðinn UfsstUl. í kringum Alþingi og pólitíkina eru 3-400 manns sem stunda lífs- stíl. Þeir læra póUtík í Háskólanum og félagsfræði og annað sUkt. Það er ekkert sem heldur þessu Ufs- formi uppi nema fiskurinn - sjó- mennimir. En þegar sjómenn ætia að fara að selja feng siim þar sem best fæst verðið, hvort sem það er hvalur, loðna eða þorskur, þá kem- ur lífsstUsfólkið og vUl láta vinna aflann í frystihúsum og ónýtum loðnuverksmiðjum hér heima. Þessi þróun skapar ekki annað en fátækt í lokin. Það þykir mér grát- legt.“ Snobb er andlegt krabbamein - Er þá að verða til yfirbygging í þjóðfélaginu, full af lífsstílsfólki? „Já, lífsstUl þar sem undirstaöan er snobberí. Ég tel snobbisma véra andlegt krabbamein hér á íslandi. Það er skrýtið að sjá þegar skóla- börn koma akandi í Mercedes Benz í skólann og verkamenn í dýrastu tegund af Volvo í vinnuna, svo ekki sé minnst á bankastjóra og for- stjóra sem keyra um í límúsínum eins og mUljónarar hjá mUljóna- þjóðum. Ég mótmælti þessari vit- leysu með því að kaupa mér Tra- ban t og stofna Skynsemisklúbbinn. Ýmsir álíta að eigi þeir rándýran bíl veröi þeir mikils metnir í þjóð- félaginu án tillits til verðleika.“ Doktorsgráðurnar tildur „AUar þessar doktorsgráður era ekkert nema tildur. Ég skal segja þér að fyrsti laxaráðunautur Is- lands var bóndi frá Svartárkoti. Hann hafði aldrei séð lax því lax gengur ekki upp í Svartárkot í Bárðardal. Hann fór til Noregs og var þar nokkra mánuði fyrir alda- mót. Þeir segja að hann hafi verið orðinn sérfræðingur í laxeldi, klaki og veiðum áður en hann náði tök- um á norskunni. Hann kom heim og af því að hann var Þingeyingur og stolt í honum þá var hann gerð- ur að laxaráðunaut ríkisins. Hann ferðaðist sífeUt um meðal bænda og kenndi þeim verkin sem hann lærði úti í Noregi: veiða í net og rækta fisk. Hann gerði ekki minna gagn þau tuttugu ár sem hann starfaði sem ráðunautúr, varla læs eða skrifandi, en doktorarnir sem nú eru í fiskeldi. Þá voru ekki stöðugUdi. Þá var verk að vinna. Nú á allt að gerast með köldum og vísindalegum bollaleggingum og frösum, að ógleymdum hvítu slopp- unum.“ Bændur þekkja gott og vont hey - Hvað er að gerast hjá RALA í dag? „Það sem ég sé meðal annars unnið gagnlegt á RALA í dag er í búíjárrækt. Þar er unnið að því að auka vöðvamagnið í kindakjötinu. Gott fjárbú, með um 400 fjár, fram- leiöir ekki meira kjöt en svínabóndi með 7-8 gyltur. Hjá svínabóndan- um er „framleiðsluökónómía“, hitt er lífsstUl með kindum, hundum og hestum - skemmtilegt ævintýr. Þaö hefur verið lagt til að sundur- greina starfsemina á RALA. Þar er unnið við rannsóknir sem er þjón- usta við bændur, til að mynda rannsókn á jarðvegi. Hún er fyrst og fremst gagnleg fyrir gróður- húsin. Bændur fá ekki mikið úr ein- hverri efnagreiningu á heyi. Þegar ég var nemandi HaUdórs á Hvann- eyri á sínum tima fór hann upp í hlööu og kenndi okkur að líta á vel og Ula verkað hey, töðu og vothey. Hann tók það upp og sagði: „Það era tvö kfió í fóðureiningu af þessu heyi, eitt og hálft af hinu“, og svo framvegis. Bændur vita alveg ná- kvæmlega hvað er gott og vont hey. En það er samt sem áður unn- ið að því að efnagreina hey í þaö endalausa og setja það í fóðurrann- sóknir.“ Afbrýðisamar stofnanir „Það er verið að byggja ríkisfjós á MöðruvöUum í Eyjafirði og það er verið að styrkja tilraunaíjós í Ámessýslu sem er alger della og þetta kostar fleiri miUjónir á ári. A Hvanneyri er 70 kúa fjós en það er ekki gerð ein fóðurtilraun þar. Það er aldrei samvinna á miUi þessara stofnana. Það er öfund sem ríkir. RALA er afbrýðisöm út í Hvann- eyri, Hvanneyri afbrýðisöm út i RALA, RALA út í Búnaðarfélagið og Búnaðarfélagið út í RALA. Eina stofnunin í þessu kerfi, sem hefur tilverarétt, er Stéttarsamband bænda, enda kosta bændurnir það sjálfir. Það er mikU afbrýðisemi í þessu kerfi. Þetta era eins og nagdýr í hóp þar sem osturinn er skammtaður. ÖU vilja ná sér í ostbita. Svo fara nag- dýrin að naga hvert annað.“ - Firn af erlendum kostnaði „Þessu er aUt öðravísi farið í sjó- mennskunni. Sjómaðurinn dregur fisk úr sjó og fær gott kaup sem hann á skUið. Þar þarf ekki að hafa neinn sölukvóta. Hann gefur guU í þjóðarbúið. Bóndinn býr með 400 ær í fyrra og fær svo að vita að hann megi ekki hafa nema um 350 ær næsta árið. Hann segir: „Nú, jæja, það verður að hafa það. Eg fæ mitt kaup.“ Svo heldur hann sínu apparati áfram með tilheyrandi vélabákni. Það er sagt að fram- leiðsla hans sé öll innlend. Hvað um áburð, fóðurbæti og vélar? Það eru fim af erlendum kostnaði sem fara í að framleiða hvert kUó af kindakjöti eða osti. Þaö er aldrei reiknað með því. Bara af því að það er notast við íslenskt gras haída menn að þétta sé eingöngu innlend framleiðsla. FóðurgUdið í innflutt- um fóðurblöndum er miklu meira og oft ódýrara en í íslensku heýi. Dilkakjöt frá íslandi er ekki selj- andi í samkeppni við dUkakjöt frá öðrum þjóðum.“ Að halda kjafti af tillitssemi „Vinir mínir í fílabeinstumunum í RALA og í Bændahöllinni lesa þetta og segja síðan: Ohhh, hvað hann Gunnar er leiðinlegur. Hann er að reyna að eyðUeggja fyrir okk- ur, lífsstílinn okkar. En hvernig þróast þaö þjóðfélag þar sem allir halda kjafti af tillits- semi við náungann?“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.