Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988.
Innflytjendur
Verslunareigendur
Til leigu I glæsilegum sýningarsal pláss (básar) á
jólamarkaði er haldinn verður frá 20. nóv. til 20.
des. Uppl. I símum 674290 og 46844.
LANDSPÍTALI
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á geðdeild 33
C, móttökudeild Landspítalalóð, um er að ræða fullt
starf, morgun- og kvöldvaktir.
Húsnæði í boði.
Upplýsingar veitir Nanna Jónasdóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 602600.
Ríkisspítalar - Landspítali
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
TÆKNIDEILD
Útboð
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps óskar eftir tilboð-
um í byggingu einbýlishúss með háu risi, byggðu
úr timbri, verk nr. B.17.03, úr teikningasafni tækni-
deildar Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 122 m2.
Brúttórúmmál húss 378 m3.
Húsið verður byggt við götuna Högnastíg nr. 52
Flúðum og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Hrunamanna-
hrepps, félagsheimilinu að Flúðum, Hrunamanna-
hreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
frá fimmtudeginum 27. október 1988 gegn
10.000,00 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðju-
daginn 8. nóvember 1988 kl. 11.00 og verða þau
þá opnuð að viðstöddum þjóðendum.
F.h. hreppsnefndar Hrunamannahrepps,
Tæknidield Húsnæðisstofnunar ríkisins.
ri HÚSNÆÐISSTOFNUN
□P RÍKISINS
LJ LAUGAVEGI77 101 REYKJAVÍK SÍMI 696900
„Meintar
hugsanir!"
Nafni minn Kristjánsson, DV,
virðist stundum fá kikk út úr því
að skrifa um mig einhverja bölvaða
vitleysu. Stundum held ég endilega
að það sé vita gagnslaust að veijast
þess konar blaöamennsku, fólk
byrjar umsvifalaust að trúa ef þaö
hefur þörf fyrir þannig andlegt dóp.
Um þessar mundir hefur þú í
þjónustu þinni smábullara með
falleg augu og merg í eyrum og var
nefndur Sigurjón af góðu fólki.
Kannski ætlar hann aö verða
blaðamaður þegar hann er orðinn
stór og verður án efa ágætur og
passar DV eins og flís stór í mögr-
um rassi. Hann skrifar í gær að ég
hafi hugsað mér að sækja um starf
Hrafns Gunnlaugssonar en hætt
viö, því að enginn hefði haft á mér
áhuga og ég orðið hissa á því
áhugaleysi.
Meintar hugsanir
Þetta er víst svokölluð rannsókn-
arblaðamennska. Þarna er verið að
búa til meintar hugsanir mínar og
mig langar að andmæla þessu.
Margur vitleysingurinn mun þó
trúa því að ég láti mig dreyma jafn-
vondan draum og þann að vakna í
stólnum hans Hrafns.
Á útmánuöum 1992 losna ég frá
RÚV og get skautaö á eftirlaunum
út í frelsið alræmda og byrjað á því
að sofa út á morgnana. Ég hef enga
löngun til að kafna í naflastrengn-
um.
Flestir eiga sér drauma um ein-
hvern frama. Þegar ég var lítill í
gamla daga og bjó í Skeijafirði vildi
ég verða forstjóri fyrir hænsnabúi
móður minnar. Þá var nefnilega
annar forstjóri í götunni, Ragnar í
Smára, þessi sem rak smjörlíkið á
pönnurnar og rak skáld til að yrkja
bækur. Hann bjó beint á móti.
Hænurnar virtust sætta sig við
þennan framadraum minn en dag
nokkurn fékk ég harðsoöiö egg og
missti áhugann. Þá vildi ég verða
svertingi á olíuskipi sem kom viö
hjá Shell í Skeijafirði. Þegar það
sigldi á brott fór löngun mín með.
Mér hafði verið hótað öllu illu ef
ég geröist svertingi og vitnað í afa
KjáUarinn
Jónas Jónasson
dagskrárgerðarmaður
mína og ömmur; aldrei hefði
hvarflað að því fólki aö verða svart.
Ég yrði að gjöra svo vel og halda
áfram að.ve.ra hvítur. Það varð.
Þá fæddist gríðarlega sterk löng-
un til að verða strætóbílstjóri en
þar sem það var ekki á hvers
manns færi ákvaö ég að verða
manneskja til vara. í mörg ár
keyrði ég eldhúsborð móður
minnar leiðina Grímsstaðaholt-
Lækjartorg og hafði potthlemm
fyrir stýri og langa sleif fyrir gír-
stöng. Þegar þurfti aö fara að hræra
í pottunum og setja lokið á gufaði
bílstjórinn upp með eldhúsreykn-
um. Loks fullorðnaðist ég eftir
langa mæöu. Þá vildu sumir að ég
yröi edrú og ég lét það eftir þeim.
Það kallaðist manndómur. Sumir
ljúga upp á mig fylliríum ennþá.
Þaö er miklu skemmtilegra að trúa
því að ég blóti á laun.
Varlega, varlega!
Nú er hann Siguijón búinn að
koma enn einni lyginni á prent og
fólk byrjað að trúa. Hvað annað?
Það er svo allt annað mál og sorg-
legra að líklega er lygasmiður á
meðal okkar á RÚV-svæðinu og
hefur sá gubbaö í eyrun á Siguijóni
blessuðum Egilssyni, ágætum sak-
leysingja sem er því miður byijað-
ur að fitna þar sem hann hangir á
bitanum með öðrum púkum.
Ég hef verið að reyna að finna
skýringu á þessu. Æth mér hafi
ekki orðið það á að grínast upp í
einhveija samstarfsmenn um að
best væri bara að sækja um þetta
starf Hrafns Gunnlaugssonar og
fara svo í langt frí!
Kæri nafni, það er auðvelt að
smíða „sannleik" úr lygaefni. Sum-
ir hafa af því atvinnu. En varlega
varlega! Ætli lesendum þínum þyki
skemmtilegt að lesa það að hann
Siguijón Egilsson, blaöamaður á
DV, hafi verið edrú í vinnunni í
gær! Vonandi er það sannleikur,
en líklega vakna ýmsar óþægilegar
spurningar um eðli og karakter
þessa ljúflings sem ekki má vamm
sitt vita. Það vita allir. - Ég er bara
að grínast.
Reyndu nú, kæri, að hvetja öll
þessi dýrðarljós sem hjá þér vinna;
farið vel með sannleikann og
manneskjuna. Sannleikurinn er
dýrmætari en lygin þó hann gefi
minna í aðra hönd.
Pössum okkur svo á brennivín-
inu og verum öll í guðs friði.
Jónas Jónasson
„Ætli mér hafi ekki orðið það á að grín-
ast upp í einhverja samstarfsmenn um
að best væri bara að sækja um þetta
starf Hrafns Gunnlaugssonar og fara
svo í langt frí!“
Slys gera ekki boð á undan sér!
w mIumferdar m
If RAÐ ÖKUM BNS OG MENNI
Vaxandi áhugi er hér á landi á endurvinnslu af ýmsum toga. Samtökin
Landvernd flytja inn endurunninn Ijósritunar- og vélritunarpappír frá
Þýskalandi. Samtökin hyggja á innflutning á fleiri pappírstegundum.
Gífurleg verðmæti fara ísúginn íöllu þvísorpisemfleygterá haugana
á ári hverju. Venjuleg fjögurra manna fjölskylda notará ári hverju papp-
írsem samsvararsexskógartrjám. Nánari umfjöllun á neytendasíðu á
þriðjudag.
Bandarískar og svissneskar rannsóknir hafa leitl í Ijós að ostur hamlar
sýrumyndun og dregur úr líkum á tannskemmdum. Cheddar ostur, sem
gefið hefur hvað besta raun í þessum tilraunum, er ekki framieiddur á
íslandi.
Hann er þó, ólíkt öðrum landbúnaðarvörum, fluttur inn í duftformi til
þess að húða poppkorn. Fjallað verður um málið á neytendasíðu á þriðju-
dag.