Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988.
21
Fréttir
Akureyrarkirkja:
„Erum
að vel
sannfærðir um
hafl til tekist“
- segir Ami Jóhannesson, formaöur byggingamefiidar safhaöarheimilisihs viö kirkjuna
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Viö vorum á sínum tíma undrandi
þegar þessi lausn kom fram, aö
þyggja safnaðarheimilið svona neð-
anjarðar. En eftir því sem tíminn
hefur liðið og framkvæmdin hefur
þokast áfram, erum við sannfæröir
um að mjög vel hafi til tekist,“ sagði
Árni Jóhannesson, formaður bygg-
inganefndar safnaðarheimihs við
Akureyrarkirkju, er hann sýndi DV
hið nýja safnaðarheimili sem risið
hefur neðanjarðar sunnan við Akur-
eyrarkirkju.
Það hefur staðið eðliiegu safnaðar-
starfi í Akureyrarkiiju fyrir þrifum
að hafa ekki haft safnaðarheimili.
Því var farið að huga að því að ráða
þar bót á, og geysilega skemmtileg
lausn á því hvernig koma mætti safn-
aöarheimilinu fyrir viö kirkjuna
kom frá Teiknistofu Hauks Haraids-
sonar. Reyndar var það dóttir Hauks,
Fanney, sem átti hugmyndina, en
hún stundar nám í arkitektúr í
Þýskalandi.
Undir bílastæöum
Lausnin fólst í því að grafa upp
mikið af jarðvegi undan bílastæðum
sunnan kirkjunnar, byggja þar niðri
um 740 fermetra hús og þak þess er
jafnframt bílastæði sunnan kirkj-
unnar. Með þessu móti varö röskun
á umhverfi kirkjunnar í algjöru lág-
marki og reyndar hefur um leið ver-
ið gert stórátak í því að fegra svæðið
umhverfis kirkjuna.
Aðahnngangur í hið nýja safnaðar-
heimiii er sunnan við kirkjuna,
nærri Eyrarlandsvegi, og þegar inn
er komið er ljóst að rými er miklum
mun meira en menn gætu gert sér í
hugarlund og hátt er til lofts. Safnað-
arheimihð tengist kapellu kirkjunn-
Hér stendur Árni á þaki safnaðarheimilisins sem jafnframt er bílastæði
sunnan við kirkjuna. DV-myndir gk
Árni Jóhannesson við austurhlið safnaðarheimilisins. Eins og sést á mynd-
inni þá fellur húsið mjög vel inn í umhverfi sitt.
ar með tengibyggingu. í því eru tveir
sahr, sinn í hvorum enda byggingar-
innar. í norðurenda er salur sem
rúmar um 30 manns í sæti, en aðal-
salurinn, sem er í hinum endanum,
getur rúmað um 200 manns. Sá salur
er hugsaður fyrir stærri fundi, æsku-
lýðsstarf, veislur ýmiss konar og
erfidrykkjur, tónleika og ýmislegt
fleira. Árni Jóhannesson sagöi að
ekkert væri því til fyrirstöðu að þessi
salur yröi leigður út til félaga sem
hefðu áhuga á að halda þar fundi eða
aðrar samkomur. Af öðrum vistar-
verum í byggingunni má nefna tvö
rúmgóð herbergi fyrir presta safnað-
arins, húsvarðarherbergi, móttöku,
geymslur, snyrtingar, eldhús og upp-
tökuherbergi þar sern hægt er að
taka upp tónleika og annað sem fram
fer í húsinu. „Þegar húsið hefur ver-
ið tekiö í notkun getum við boðiö hér
upp á mjög góða aðstöðu, bæði fyrir
daglegt starf og einnig fyrir ýmsa
félagsstarfsemi. Ég vona bara að
þetta hús verði notað sem allra
mest,“ sagði Árni.
Bjart og rúmgott
Þótt safnaðarheimilið sé niöurgraf-
ið, þá er þar vítt til veggja og hátt til
lofts, og mjög bjart. Stórir gluggar
eru á ahri austurhlið hússins sem
snýr að brekkunni fyrir neðan kirkj-
una og út aö Pollinum. Að utan er
austurhliðin svo klædd með torfi á
milli glugganna og fellur húsið mjög
vel inn í umhverfi sitt.
Sóknargjöld vega þyngst
„Framkvæmdir viö bygginguna
hófust í maí á síðasta ári. Norður-
verk annaðist útgröft og uppsteypu,
en Híbýli hf. hefur séð um fram-
kvæmdir innan húss. Árni sagöi að
í dag næmi kostnaður við bygging-
una um 30 milljónum króna. Stærst-
ur hluti þeirrar upphæðar hefur
fengist með sóknargjöldum, en lánsfé
nemur um 5 milljónum króna, auk
þess sem sjóðir voru til er fram-
kvæmdir hófust. Enn er ýmislegt
ógert við bygginguna, en Ámi sagði
að lokum að mikill áhugi væri fyrir
því að hraða framkvæmdum og taka
bygginguna í notkun sem allra fyrst.
MINOLTA
LJÓSRITU N ARVÉL AR
NETTAR, LITLAR 0GLÉTTAR
Japönsk snilldartiönnun, þýsk endii,i, jg
nákvæmni. Lágt verö og rekstarkostnaöur.
MINOLTAEP50
5 lita prentun el vill, innsetning einstakra arka,
hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri.
Ekjaran
______ARMÚLA 22. SlMI (91) B 30 22, 106 REYKJAVtK_
Gamlir kunningjar
Vorum ad fá sendingu af gömlu góöu reyrstólunum sem hafa reynst svo vel. Hagstætt verð.
StóU, Veronika
Kr. 7.600, með sessu.
Prinsessuborð
Kr. 5.200,-
Eyrún
Kr. 7.600, með sessu.
Café
Kr. 5.900, með sessu.
uisnij
SUÐURLANDSBRAUT 32
SÍMI 36011