Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. 5 Fréttir Kvótinn gæti allt eins verið búinn fyrir árslok - segir Einar Óskarsson hjá Útgeröarfélagi Akureyringa hf. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö gæti allt eins farið svo að þau skip okkar §em eru á aflamarki muni stöðvast undir lok ársins, en þó er ekki hægt að fullyrða neitt um það á þessari stundu," segir Einar Óskars- son hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Fjórir togarar fyrirtækisins, Slétt- bakur, Harðbakur, Kaldbakur og Svalbakur, eru á aflamarki og sagð- ist Einar telja nærri lagi að þeir ættu- eftir samtals um 1000 tonna þorsk- ígildakvóta. Hvort þetta myndi nægja skipunum færi eftir ýmsu, s.s. aflabrögöum, gæftum og hvernig afl- inn yrði samsettur. Hrímbakur og Sólbcikur eru hins vegar á sóknar- marki og eiga eftir um 500 tonn af þorski og karfa. Þeir togarar eiga eftir að taka út stopp, en skip á sókn- armarki verða að stöðva í 32 daga á tímabilinu september til desember. „Mér sýnist ástandiö verra en und- anfarin ár. Það er ekki hægt að miða við síðasta ár því þá höfðum við kvóta Sléttbaks til að deila niður á hin skipin. Nú hefur gengið illa að kaupa kvóta og hann virðist hrein- lega ekki liggja á lausu,“ sagði Einar. Vörubillinn I húsgrunninum. DV-mynd Ragnar Imsland Bílvelta á Höfn Júlía Imsland, DV, Höfn: Það óhapp varð, þegar verið var að keyra í húsgrunn á Júllatúni á Höfn, að bíll valt er jarðvegur brast undan honum. Enginn meiddist en bílhnn skemmdist nokkuð. Á Júllat- úni er að rísa nýtt íbúðarhúsahverfi og verður líklega flutt inn í sum hús- in fyrir jól. Eyfírska sjónvarpsfélagið: Engin ákvörðun um staðbundnar útsendingar Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Ég neita því ekki að það hefur verið heilmikið kvartað yfir því við okkur að við höfum ekki verið með staðbundnar útsendingar hér í haust og vetur eins og var í fyrra,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Eyfirska sjónvarps- félagsins á Akureyri, í samtali við DV. Sl. vetur var Eyfirska sjónvarps- félagið með þáttinn „Á heimaslóð- um“ sem sjónvarpað var á fimmtu- dögum á dreiflkerfi Stöðvar 2, og voru tekin fyrir eyfirsk málefni í þættinum hverju sinni. „Þaö hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort við tökum þessa þætti aftur á dagskrá núna. Ef við gerum það þurf- um við að bæta við starfsmönnum og þá kemur upp vandamál hjá okk- ur sem er það hversu þröngt hús- næði okkar er,“ sagði Bjarni Hafþór. Eyfirska sjónvarpsfélagið er í sama húsnæði og Samver hf. Eyfirska sjónvarpsfélagið sér um að vinna efni fyrir Stöð 2 og ríkissjónvarpið, og kaupir í því sambandi alla tækni- vinnu af Samver. Hjá fyrirtækjunum starfa 10 manns. „Við höfum alveg meira en nóg að gera við framleiðslu á efni fyrir sjón- varpsstöðvarnar tvær. T.d. hefur upptökubíllinn okkar verið meira og minna staðsettur í Reykjavík þar sem unnið hefur veriö í honum viö upptökur fyrir Stöð 2, s.s. þættina „í sumarskapi", „j góðu skapi“ og nýja þáttinn „Rödd fólksins'1. Einnig höf- um við unnið mikið að auglýsinga- gerð og gerð kynningarmynda fyrir ýmsa aðila.“ Bjami Hafþór sagði að það ýrði aö fmna lausn á því máli hvort um stað- bundnar útsendingar verði að ræða í vetur. „Þaö er ekki ótrúlegt að í framtíðinni verði slíkar útsendingar daglega. Hins vegar ber á það að líta að viö viljum aö sem mest af því sem við erum að gera komi fyrir augu allra landsmanna," sagði Bjarni Haf- þór. ufsalýsi, mintl . (Lýsisperlur, i ysi lýsi 500 100 st st Og heilsunnar vegna ' LOFTBRUIN Örstuttar haustferðir fyrir þá sem gleymdu að fara í sumarfrí og eiga eftir að gera jólainnkaupin. BROTTFARARDAGAR 28. OKTÓBER 8 DAGA BIÐLISTI 4. NÓVEMBER 8 DAGA BIÐLISTI 11. NÓVEMBER 8 DAGA *18. NÓVEMBER 8 DAGA Á þessum tíma er ágætisveður á Mallorca, hitastig yfir 20 gráður. Óvíða er betra að gera innkaup en í Palma. Þar fæst tískuvarningur á góður verði. ÞETTA ER TILVALIÐ FYRIR SAUMAKLÚBBA OG AÐRA HÓPA. VERÐ FRA KR. 21. 5» A MANN FERÐASKRIFSTO.FA. HALLVEjGARSTiG.1. SÍMAR 28388-28580.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.