Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. I 35 . Djúpivogur: Svikin loforð Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi: Þaö geröist, sem flestir Djúpavogs- búar höfðu óttast, aö slátrun var tek- in af hér í kjölfar yfirtöku KASK á eignum Kaupfélags Berufjaröar. Nú er sláturféö flutt ýmist til Hafnar í Hornafirði eöa Breiðdalsvíkur. Eru skilin um Hamarsá í Hamarsfirði. Finnst mönnum þaö nokkuö ein- kennileg pólitík að vera aö færa slátrun héöan, þar sem aldrei hefur vantað menn til verksins, yfir á Homafjörð þar sem varla og ekki er hægt aö manna sláturhús. Þá er búið er aö segja upp tveimur starfsmönnum mjólkurstöövarinnar hér, af þremur, frá og með næstu áramótum. Finnst staðarhúum óþarflega títt höggvið aö atvinnulífi ekki stærra þorps og telja forráða- menn KASK hafa gengið á bak oröa sinna enda haft fyrir satt aö þeir hafi verið búnir að lýsa því yfir aö meöan verðmiðlunarsjóður mjólkur greiddi það tap, sem á stöðinni hér væri, yröi henni ekki lokað. En sem kunnugt er munu allar mjólkur- stöðvar í landinu vera reknar með tapi, í raun. En hvað Kaupfélagið á Djúpavogi snertir verður að segjast eins og er að það er mun stærra og betur út- búið heldur en flest önnur kaupfélög hér eystra og vömúrval mun fjöl- breyttara nú heldur en þegar gamla kaupfélagið, Kaupfélag Beruijarðar, stóð í rekstrinum. Á það skal minnst sem vel er gert. Ný matvöruverslun var opnuð hér í sumar og ber hún það frumlega nafn „Hin búðin“. Mjólkurstöðin á Djúpavogi. Rekstri veröur hætt um áramótin, Flateyri: Kiwanisklúbbur opnaður konum Reynir Traustason, DV, Flateyri: Kiwanisklúbburinn Þorfinnur í Önundarfirði tók um síðustu helgi inn sex konur sem fullgilda félaga og tvær til viðbótar bíða innvígslu. Þetta eru fyrstu konur á íslandi sem fá inngöngu í Kiwanishreyf- inguna. Aðdragandi þessarar innrásar kvennanna í hreyfinguna mun vera mál sem fór fyrir hæstarétt í Bandaríkjunum. Þar fór kona nokkur í mál við þarlendan karl- rembuklúbb og kraföist inngöngu. Hæstaréttardómurinn féll konunni í hag og mega þeir nú, sem iðkaö hafa karlrembu og hafnað konum í klúbbum sínum, gera sig klára fyrir kvennabyltingu. Það þykir þó sumum undarlegt að meðan hvert vígið á fætur öðru fellur á karlavængnum flykkjast þær konur íslenskar, sem stunda pólitík, inn í meyjarskemmur sínar og skella í lás. Nú eru 26 félagar í Kiwanis- klúbbnum Þorfinni, þar af eru átta konur eða tæp 30%. Forseti klúbbs- ins er Guðmundur Hagalíns. Sauðárkrókur: Heitir pottar níu ár í bæjarkerfinu Þórhaflur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Næstu daga munu framkvæmdir hefiast við gerð heitra potta við sund- laug Sauðárkróks. Sundlaugargestir þar hafa þurft að vera án þessara sjálfsögðu þæginda sökum þess að málið er búið að velkjast í bæjarkerf- inu í nær níu ár. Tilboð í tvær setlaugar við sund- laugina voru opnuð sl. mánudag. Knútur Aadnegárd var með lægsta tilboðiö af tveimur, 4,7 milljónir króna. Trésmiðjan Borg var með að- eins hærra tilboð, 4,9 milljónir. Kostn- aðaráætlun var 4,1 milljón. Verkinu á að vera lokið fyrir 15. janúar nk. og rætist þá langþráður draumur þeirra sem hvað duglegastir eru að sækja sundlaugina á Króknum. Ástæðan fyrir því að málið var svona lengi gegnum bæjarkerfið er sú að menn voru ekki sammála um hvort byggja ætti varanlegt mann- virki eða til bráðabirgða. Varanlega byggingin varð loks fyrir valinu á síöasta vetri. Fréttir Aðkoman að stöðinni er stórhættuleg þegar komið er með erfiða ein- staklinga - tröppurnar eru svo brattar. DV-myndir Róbert Starfsmannaaðstaða er engin en Mataráhöld eru þvegin á þessu gert er ráð fyrir að menn hafi fata- eina salerni stöðvarinnar. skáp. Stykkishólmur: Dómsmálaráðuneytið hindrar stórf Vinnu- eftirlits Róbert Jörgensen, DV, Stykkishókni: Sá fáheyrði atburður átti sér stað sl. þriðjudag að fulltrúa Vinnueftir- lits ríkisins á Vesturlandi var bannað af dómsmálaráðuneytinu að framfylgja lögum vegna þess að þetta sama ráðuneyti var þol- andinn í viökomandi máh. Innsigla átti lögreglustöðina í Stykkishólmi vegna brota á löggjöf um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Þar er ýmsu ábótavant og hefur verið um langan tíma. Forsagan er sú að í janúar 1985 kom Vinnueftirlit ríkisins á lög- reglustöðina og gerði athugasemd- ir og óskaði eftir tillögum til úrbóta á stöðinni. Gaf sýslumanni, sem fulltrúa ríkisins, þrigga mánaða frest til að koma með tillögur. Þessu bréfi vinnueftirlitsins ásamt öðrum áréttunarbréfum frá eftirht- ríkisins inu hefur ekki verið svarað. Þá var það í mars 1985 að Holl- ustuvernd ríkisins gerði athuga- semdir vegna skorts á loftræsingu í fangaklefum stöðvarinnar og krafðist tafarlausra úrbóta. Ekkert hefur verið gert þrátt fyrir þessa skýru kröfu. Síðan var það þann 15. september sl. aö vinnueftirhtið sendi dóms- málaráðuneytinu bréf um það að lagfæringar skuli fara fram strax, annars verði stöðinni lokað að 30 dögum liðnum. Enn einu sinni tel- ur ráðuneytið Vinnueftirhtið ekki svaravert og í krafti framkvæmda- valdsins stöðvar hægri hönd ríkis- ins þá vinstri í því að framfylgja sjálfsögðum lögum. Þetta hefði ekki gerst ef einkaaðili hefði átt í hlut. Og hvað er svo að? Höfii: Heilsugæslustoðin hlaut góða gjöf Júlía Imaland, DV, Hö6u Lionessuklúbburinn Kolgríma og Lionsklúbbur Hornafiarðar færðu heilsugæslustöðinni á Höfn hjarta- stuðtæki að gjöf og var tækið afhent 28. september sl. Landssamband Hjálparsveitar skáta útvegaði tækið sem er,af gerðinni Corpus 300 og mjög fullkomið. Verð tækisins var kr. 484.600 þegar söluskattur hafði verið endurgreiddur. Klúbbarnir senda öllum þeim sem stutt hafa þá með flárframlögum og gert þessi kaup möguleg bestu þakkir. Það voru formenn klúbbanna, þau Ellen Þórarinsdóttir og Steinþór Haf- steinsson, sem afhentu Mána Fjal- arssyni lækni gjöfina. IMUMER 0\ P JF $$$, n Gunnar Ásgeirsson hf. WW " W m T ™ ™ T SUÐURLANDSBRAUT16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.