Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. 19 Fréttir Gunnlaugur Fridbjarnarson efna- verkfræöingur útskýrir hvað í lifrar- vinnsiu felst á stofnfundinum. DV-mynd sæ. Ný atvinnutækifærí á Djúpavogi - ákveðið að stofna lifrarbræðslu og þorskhausa- og dálkaþurrkun Siguröur Ægisson, DV, Djúpavogi: ------------j------------------------- A síðastliðnum vetri tóku áhuga- menn um eflingu atvinnulífs á Djúpavogi sig til og könnuðu mögu- leika á því að setja hér upp lifrar- vinnslu. í framhaldi af þeirri rann- sókn var ákveðið að stofna hlutafélag um slíkan rekstur. Stofnfundur var haldinn þann 15. október sl. og mættu þar 17 manns. Kom fram að safnast hefði hlutafé upp að 300 þús- und krónum og 15 einstaklingar, flestir á Djúpavogi, gerst hluthafar. Stefnt er að því að hlutafé losi 2 millj- ónir og eru menn bjartsýnir á að það takist enda eftir að fá stærri aðila inn í reksturinn. Gunnlaugur Friðbjarnarson, efna- verkfræðingur og fyrrum starfsmað- ur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins í Neskaupstað, hefur verið mönn- um hér innan handar með þetta mál. Segir hann að gróft tahð muni stofnkostnaður veröa á bilinu 700 til 800 þúsund krónur og miðaö við 300 tonna lifrarvinnslu muni skila sér tekjur upp á 11 milljónir, á ársgnmd- velíi. Ekki slátrað á Djúpavogi Eins og komið hefur fram í DV verður ekki slátrað á Djúpavogi í haust þannig að möguleikar eru á því að sláturhúsið fáist undir þessa vinnslu. Áætlað er að tveir menn vinni við fyrirtækið til að byrja með. Lifur mun verða safnaö víðs vegar af Austurlandi og brædd í lýsi sem Lýsi hf. í Reykjavík mun svo kaupa til fullvinnslu. Síðar er svo stefnt að fullvinnslu lýsisins heima fyrir, jafn- vel strax á næsta ári, og hefur komið til tals að nýta til þess mjólkurstöð- ina en starfsemi þar verður hætt um áramótin eins og kunnugt er. Stand- ist áætlanir mun sami fjöldi og unnið hefur viö slátrun og mjólkurvinnslu, þ.e. 8-10 manns, fá vinnu við lifrar- vinnsluna. Auk þessa var ákveðið að setja á fót þorskhausa- og dálkaþurrkun til þess að tryggja heilsársvinnslu fyrir- tækisins því lifrarvinnslan er bundin árstíðum. Stofnkostnaður er áætlað- ur 2 milljónir. Á fundinum var kosin undirbún- ingsstjórn og skipa hana þeir Gunn- laugur Friðbjarnarson, Agúst Guð- jónsson, Jóhann Hjaltason, Stein- grímur Helgason og Ólafur Ragnars- son. Sláturhusið á Djúpavogi en stofnendur lifrarvinnslunnar renna hýru auga til þess fyrir starfsemina. DV-mynd sæ ísaQöröur: „Bjartsýnir á að þetta gangi vel“ - segja hinir nýju stjómendur rækjuverksmiðju O.N.Olsen agurjón J. Sgurdeson, DV, kifirðt „í upphafi verða engar sérstakar breytingai- á rekstrinum frá því sem var, við komum til með að vinna hörpudisk fram til jóla og eitthvað af rækju í bland,“ sagði Ásgeir Erling Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri fiármálasviðs hjá Bjartmar hf., en sem kunnugt er keypti þetta nýja fjTirtæki ræKju- verksmiöju O.N.Olsen hf. „Báran ÍS mun leggja upp hjá okkur og sömuleiðis bátur sem kemur til meö að veiða hörpudisk í Ðýrafirði. Markaðsnorfurnar eru þokkalegar og við erum bjartsýnir á að þetta gangi vel.“ Hefur skuldum verið breytt í hlutafé?. „Það er ekki hægt að tala um að skuldum sé breytt í hlutabréf. Menn skrifa sig fyrir ákveðnu hlut- afé og það verða þeir aö borga. Hvort einhverjir aðilar, til dæmis þeir sem eiga inni fé hjá gamla fyr- irtækinu, koma til með að nýta sér það sem út úr þrotabúinu kemur til að greiða hlutabréfin þá er það þeirra mál.“ Asgeir Erling Gunnarsson, til vinstri, og Árni Sigurðsson, framkvæmda stjórar Bjartmars hf., ásamt starfsfólki á fyrsta starfsdegi fyrirtækisins. DV-mynd BB, ísaflrði Gunnlaugur Friðbjarnarson efnaverkfræðingur. DV-mynd sæ Þingeyri: Nýr leikskóli Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Nýr leikskóli verður tekinn í notk- un í næsta mánuði á Þingeyri. Bygg- ing hans hófst fyrir fjórum árum og heildarkostnaöurinn er um 15 millj- ónir króna. Rými verður fyrir 40 börn. „Núverandi aðstaða er í íbúðar- húsnæði sem rúmar 15 börn þannig að hér er um gjörbreytingu að ræða," sagði Jónas Olafsson sveitarstjóri í samtali við DV. „Allar innréttingar eru mjög vand- aðar og við erum því mjög ánægð með þennan áfanga." Þingeyrar- hreppur er einnig að byggja fiölbýlis- hús fyrir aldraða en ekki er ljóst hvenær það verður tilbúið. „Það er tilbúið undir þak og unnið er að því að setja upp sperrur en óvíst er hvort hægt er að ljúka útivinnu í haust,“ sagði Jónas. I húsinu verða tvær hjónaíbúöir, sex einstakhngsíbúðir, tvær sjúkra- stofur, mötuneytisaðstaða og aðstaða fyrir ýmiss konar þjónustu fyrir aldraöa og aðra. Núverandi elliheim- ili er í íbúöarhúsnæði eins og leik- skólinn og er aðstaða þar mjög erfið. Sveitarfélagið stendur eitt í þessari byggingu en hefur þó fengið styrk úr öldrunarsjóði til framkvæmda. „Það er ekki há upphæð sem við höfum fengiö þaðan og það þarf að koma miklu meira til svo hægt sé að fullgera húsið “. sagði Jónas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.