Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988.
17
Veröbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir:
Frumvarp til laga
Fyrsta mál neðri deildar Alþingis
á nýbyrjuðu þingi var frumvarp til
laga um veröbréfviðskipti og verð-
bréfasjóði. Er það vel enda ítrekuð'
krafa frá ýmsum í þjóðfélaginu að
settur verði lagabálkur um þennan
málaílokk.
Viðskipti með verðbréf hafa vax-
ið mjög ört á undanfómum örfáum
árum. Eftirfarandi tölur sýna
hversu þessi viðskipti hafa marg-
faldast:
Heildareign verðbréfasjóða
1985 árslok 380 m.kr.
1987 árslok 3.660 m.kr.
Auk þessa hefur heildareign
verðbréfasjóða vaxið um 69% að
nafnverði fyrstu níu mánuði ársins
1988.
Markmiðið með iagasetningu er
í meginatriðum tvíþætt.
1. Neytendavernd, þ.e. tryggja ör-
yggi og eftirlit með þessum við-
skiptum.
2. Hagstjórn, þ.e. inn í frumvarpið
eins og það kom frá nefnd hefur
viðskiptaráðherra sett heimild-
arákvæði. Ráðherra getur heim-
ilað Seðlabanka íslands að láta
sömu reglur gilda um verðbréfa-
fyrirtæki og verðbréfasjóði, að
því er varðar bundið fé, og settar
eru innlánsstofnunum.
Skilgreiningar
í upphafi frumvarpsins er að
finna skilgreiningu ýmissa hug-
taka þ.e. hvað er: verðbréf, verð-
bréfamiðlun, verðbréfamiðlari,
verðbréfafyrirtæki, markaðsverð-
bréf, verðbréfasjóður og viðskipta-
vaki.
Markaðsverðbréf er skilgreint
sem verðbréf í flokki framseljan-
legra verðbréfa, þar með talinna
hlutabréfa, sem boðin eru einstakl-
ingum og/eða lögaðilum til kaups
með almennu útboði þar sem öll
helstu einkenni bréfa í hverjum
flokki eru hin sömu, þ.á m. nafn
útgefanda (skuldara), fyrsti vaxta-
dagur og endurgreiðsu-, vaxta- og
uppsagnarákvæði eftir því sem viö
getur átt.
Kjallarínn
Guðmundur G. Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
Tekið er fram að markaðsverð-
bréf skuli ætíð skráð á nafn.
Viðskiptavaki (market maker) er
verðbréfafyrirtæki eða annar aðili
sem hefur skuldbundið sig til þess
að kaupa og selja fyrir eigin reikn-
ing ákveðin markaðsverðbréf í því
skyni að greiða fyrir því að mark-
aðsverð skapist á verðbréfunum og
til þess að auðvelda þeim sem
áhuga hafa á kaupum bréfanna aö
fá þau keypt og þeim sem selja vilja
slík bréf að fá kaupanda að þeim.
Ýmis ákvæði
í frumvarpinu er að finna ýmis
merk ákvæði. Hér er rétt að nefna
nokkur.
1. Innherjaviðskipti (insider trad-
ing). Akvæöi eru um hömlur á
viðskiptum aðOa sem búa yfir
trúnaðarupplýsingum um útgef-
anda markaösverðbréfa eða
önnur atriði sem ekki hafa verið
gerö opinber og geta haft áhrif á
markaðsverðbréfanna. Erlendis
hafa að undanförnu komið upp
ýmis mál af þessu tagi og verið
flokkuð sem auðgunarbrot.
2. Ákvæði eru um skilyrði sem
verðbréfamiðlari veröur aö upp-
fylla s.s. ríkisborgararétt, aldur,
menntun o.s.frv. enda hafi hann
leyfi frá viðskiptaráðherra til
starfsemi sinnar.
3. Skýrt er skilið á milli starfsemi
verðbréfamiðlara og veröbréfa-
fyrirtækis. En verðbréfafyrir-
tæki geta annast sölutryggingar
markaðsveröbréfa (underwrit-
ing securities), fjárvörslu fyrir
einstaklinga og lögaðila og rekið
verðbréfasjóð og skylda starf-
semi.
4. Verðbréfafyrirtæki verður aö
vera hlutafélag með innborguðu
hlutafé aö fjárhæð a.m.k. 10
milljónir króna. Eigið fé verður
að nema a.m.k. 1% af höfuðstól
verðbréfasjóðsins og sölutrygg-
ing verðbréfa má ekki nema
hærri fjárhæð en 20-fóldu eigin
fé.
5. Krafa er gerð um að greinargóð-
ar upplýsingar séu gefnar um
kosti varðandi ávöxtun fjár.
6. Verðbréfasjóður skal hafa
samning við verðbréfafyrirtæki
um rekstur sjóðsins og tekið er
fram hvað skuli kveða á um í
samþykktum verðbréfasjóðs.
7. Kveöið er á um hvaö koma skuli
„Viðskipti með verðbréf hafa vaxið
árum“, segir hér m.a.
fram í hlutdeildarskírteinum
verðbréfasjóðs, hvernig inn-
lausnárvirði hlutdeildarskír-
teina skuii reiknast, hversu mik-
il lán verðbréfafyrirtæki megi
taka í nafni verðbréfasjóðs sem
skammtímalán til aö innleysa
bréf eða eignir sjóðsins, að eigi
megi fjárfesta meira en 5% af
eignum sjóðsins í bréfum eins
skuldara og sjóðurinn megi ekki
eiga meira en 10% hlutabréfa í
einu félagi o.s.frv.
8. Ákvæði eru um laust fé verð-
bréfasjóða og skal þaö aldrei
minna en 2% af innlausnarverð-
mæti verðbréfa í sjóönum á
hverjum tíma. Laust fé er þá
taiið peningar í sjóði, nettó inn-
lán í bönkum, ríkisvíxlar eöa
önnur verðbréf sem öruggur
mjög ört á undanförnum örfáum
kaupandi er að innan 30 daga.
9. Á.kvæði eru um ársreikmnga,
endurskoðun og eftirlit. Rekstur
verðbréfasjóða skal háður eftir-
liti bankaeftirlits Seðlabánka ís-
lands og varðar afturköllun
rekstrarleyfis ef ekki er farið að
settum kröfum eða jafnvel fang-
elsisvist. Atburðir undanfarinna
daga hvetja til öruggs eftirlits.
Frumvarpið verður tekið til um-
fjöllunar í fjárhags- og viðskipta-
nefnd.
Verðbréfaviðskipti og verðbréfa-
sjóðir eru mikilvægur þáttur í fjár-
magnsmarkaði landsins. Þessi
þáttur þarf að dafna með eðlilegum
hætti öllum til hagsbóta. En ljóst
er aö þörf er löggjafar og nú fæst
löggjafinn vdð það verkefni.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Veröbréfaviðskipti og verðbréfasjóðir
eru mikilvægur þáttur 1 Qármagns-
markaði landsins. Þessi þáttur þarf að
dafna með eðlilegum hætti öllum til
hagsbóta.“
Mannréttindi
ofár lögum
Það vekur mikla athygli og reiði
almennings á íslandi þegar verið
er að banna verkalýðsfélög og
brjóta þannig mannréttindi í Póll-
andi.
Réttlát er sú reiði og skiljanleg
en eitthvað verður þetta nú allt
saman skrýtið þegar það sama ger-
ist hér heima. Já, það sama, segi
ég, því hver er munurinn á þvd að
banna verkalýðsfélögin sjálf, eins
og í Póllandi, eða banna þeim að
semja fyrir umbjóðendur sína eins
og á íslandi?
Langlundargeð okkar íslendinga
er með ólíkindum, sérstaklega
gagnvart leiðtogum okkar. Þegar
vdð sitjum fyrir framan sjónvarpið
fylgjumst vdð með baráttu pólsks
verkalýðs með innilegri liluttekn-
ingu en þegar okkar eigin ríkis-
stjóm tekur upp á sama ósómanum
og pólskir herforingjar látum vdð
sem ekkert sé. Sennilega erum vdö
sofandi þjóð og í skjóli þess getur
ríkisstjómin gert næstum hvaða
ósóma sem er.
Það kann einhver að segja að ef
vdö séum of sofandi til aö veita
þessu athygli þá sé mannréttinda-
brot á borð vdð afnám samnings-
réttar bara mátulegt á okkur. Það
KjaUaiinn
Helga Gísladóttir
kennari
má vera en hvað um þá sem á eftir
koma, er það ekki siðlaust gagn-
vart þeim að vdð leyfum fordæmi
eins og þetta mannréttindabrot er?
Hvað kemur næst? Afnám kosn-
ingaréttar?
Getum vdð átt von á að heyra í
framtíðinni réttlætingu á borð vdð
þessa? „Það er svo agalega dýrt
fyrir þjóðfélagið að hafa kosningar
svona oft!“ - alveg eins og sagt er
að efnahagsástand í þjóöfélaginu
sé þannig að það sé réttlætanlegt
að taka af samningsréttinn.
Vanvirða við fyrri baráttu
Hvemig líta þeir á þetta sem áður
lögðu mikið á sig til þess að viö
öðluðumst vdðurkenningu á þeim
sjálfsögðu mannréttindum sem
samningsrétturinn er? Skyldi þeim
„Hver er munurinn á því að banna
verkalýðsfélögin sjálf eins og í Póllandi
eða banna þeim að serpja fyrir umbjóð-
endur sína eins og á Islandi?“
„Samningsréttur er það sem aðskilur okkur launafólkið frá þræl-
um ...“ segir greinarhöfundur.
ekki svíða sárt aö sjá samningsrétt-
inn tekinn af okkur og verkalýðs-
hreyfinguna taka því þegjandi og
hljóðalaust? Samningsréttur er það
sem aðskilur okkur launafólkið frá
þrælum sem geta ekki samiö um
sín kjör á neinn hátt.
Viljum vdð vera þrælar eða upp-
réttir menn? Með því að sætta okk-
ur vdð að samningsrétturinn sé tek-
inn af okkur opnum vdð möguleik-
ann á því að önnur mannréttindi
verði af okkur tekin.
Mannréttindi eru
afdráttarlaus
Mannréttindi á borð vio samn-
ingsréttinn eru afdráttarlaus, á
sama hátt og réttur okkar til lífs.
Það má ekki drepa okkur svolítið
eða fangelsa okkur án dóms og laga
„bara í smátíma“. Um mannrétt-
indi verður heldur ekki samið,
þessi réttur okkar er ofar öllum
lögum, hvort sem ríkisstjórnin set-
ur þau eða einhverjir aðrir. Það er
beinlínis skylda okkar sem manna
að hlíta ekki þessum lögum og
raunar má telja þau glæp. - Hvað
á þá að kalla þá menn sem sitja í
núverandi ríkisstjórn? Svari hver
fyrir sig.
Þögn ersamþykki *
í dag, 24. okt., er dagur Samein-
uðu þjóðanna. Við SÞ er kenndur
frægur mannréttindasáttmáli. Ég
skora á alla sem finnast mannrétt-
indi og manngildi einhvers vdröi
að líöa ekki þegjandi og hljóðalaust
þessa aöfór ríkisstjómarinnar að
launafólki. Fólkiö í Flokki manns-
ins mun ekki taka þessu'þegjandi.
Klukkan 5 e.h. í dag verður forsæt-
isráðherra afhent mótmælaskjal
fyrir framan Stjórnarráðið.
Lesandi góður. Leggðu ekki
blessun þína yfir mannréttinda-
brot af þessu tagi með því aö taka
því þegjandi. Helga Gisladóttir