Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 40
52
MÁNUDAGUR 24. OKTÖBER 1988.
Fólk í fréttum
Kristján Thoriacius
Kristján Thorlacius lét um helg-
ina af formennsku í BSRB eftir 28
ára setu í formannsstóli.
Kristján Thorlacius er fæddur 17.
nóvember 1917 á Búlandsnesi í Suö-
ur-Múlasýslu og varð gagnfæðingur
í Reykjavík 1935. Kristján varð
starfsmaður í fjármálaráðuneytinu
1937 og fulltrúi þar 1945 og síðan
deildarstjóri frá 1956. Kristján var
innanþingsskrifari 1937-1941 og var
í happdrættisráði Vöruhappdrættis
SÍBS frá 1952. Kristján var varabæj-
arfulltrúi í Reykjavík 1958-1962 og
formaður stjórnskipaðrar nefndar
um launamál 1958-1960. Kristján
var í stjórn Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins frá 1972 og formaður
1981 og 1982. Kristján hefur verið
formaður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja frá 1960. Kristján hefur
verið formaður kjararáðs, síðan
samninganefndar BSRB, frá 1973 og
setið í kjaranefnd frá 1963. Kristján
sat í miðstjórn Framsóknarflokks-
ins 1963-1970 og var fyrsti varaþing-
maður Framsóknarflokksins 1963-
1971 en sagði sig úr flokknum 1974.
Kristján hefur verið í stjórn sam-
bands verkalýðsfélaga á Norður-
löndum frá 1980 og í stjórn Verka-
mannabústaða í Rvík frá 1981.
Kona Kristjáns er Aðalheiður
Jónsdóttir Thorlacius, f. 6. febrúar
1914, dóttir Jóns Eiríkssonar,
múrarameistara í Rvík, af Galtar-
ættinni í Grímsnesi, og konu hans,
Kristínar Jónsdóttur.
Börn þeirra eru Gylfi hrl., giftur
Svölu Stefánsdóttur hrl., og Sigríður
hdl., gift Arna Kolbeinssyni ráðu-
neytisstjóra.
Meðal systkina Kristjáns, sem upp
komust, eru SigurðurThorlacius,
skólastjóri í Reykjavík, faðir Örn-
ólfs Thorlacius, rektors Mennta-
skólans í Hamrahlíð, Kristjáns
Thorlacius, fyrrv. formanns Hins
íslenska kennarafélags, og Hallveig-
ar, konu Ragnars Arnalds. Aðrir
bræður Kristjáns eru Erlingur
Thorlacius, ökukennari í Kópavogi,
og Birgir Thorlacius ráðuneytis-
stjóri.
Foreldrar þeirra voru Ólafur
Thorlacius, læknir í Búlandsnesi í
Suður-Múlasýslu og kona hans,
Ragnhildur Pétursdóttir.
Faðir Kristjáns, Ólafur, var sonur
Jóns Thorlacius, prests í Saurbæ í
Eyjafirði, Einarssonar Thorlacius,
prests þar, en móðir Jóns var Mar-
grét Jónsdóttir, systir Álfheiðar,
langömmu þeirra Einars Guðfinns-
sonar, útgerðarmanns í Bolungar-
vík, Helga Háldanarsonar leikrita-
þýðanda, Helga Tómassonar, yfir-
læknis á Kleppsspítala, föður Ragn-
hildar alþingismanns og Þórhildar,
móður Sigurðar Líndal prófessors.
Afabróðir Kristjáns, bróðir Jóns í
Saurbæ, var Þorsteinn Thorlacius á
Öxnafelli, afi Vilhjálms Þórs banka-
stjóra. Föðuramma Kristjáns, móðir
Ólafs læknis, var Kristín Rannveig
Tómasdóttir, systurdóttir Jónasar
Hallgrímssonar skálds.
Móðir Kristjáns, Ragnhildur, var
dóttir Péturs Eggerz, kaupmanns í
Akureyjum í Breiðafirði, systir Sig-
Kristján Thorlacius.
urðar Eggerz ráðherra, föður Péturs
Eggerz sendiherra. Aðrar systur
Ragnhildar voru Arndís, langamma
Þorbjarnar Broddasonar dósents, og
Solveig, móðir Sigríðar Thorlacius,
konu Birgis, bróður Kristjáns, og
amma Þorsteins Sæmundssonar
stjörnufræðings.
Ari Guðmundsson
Ari Guðmundsson var kosinn
formaður íþróttabandalags Reykja-
víkur á þingi þess laugardaginn 15
október. Ari Friðbjörn er fæddur 18.
september 1927 í Rvík og var í
Kvöldskóla KFUM1943-1945. Hann
var bankaritari í Landsbanka ís-
lands 1942-1957 og eftirlitsmaöur
með fiskvinnslu og útibúum Lands-.
bankans 1957-1967. Ari vann í
skipulags- og byggingardeild
Landsbankans 1967-1972 og hefur
verið starfsmannastjóri Lands-
bankans 1974-1985. Framkvæmda-
stjóri stafsmannasviðs Landsbank-
ans frá 1985. Hann var í hópi allra
fremstu sundmanna íslendinga
1945-1956 og átti í lengri og skemmri
tíma íslandsmet á öllum vegalengd-
um skriðsunds frá 50 til 800 m. Ari
var í stjórn Sundfélagsins Ægis
1942-1958, formaður 1953-1958, og 1
stjóm Golfklúbbs Rvíkur 1969-1973,
formaður 1976-1978. Hann var ritari
Golfsambands íslands 1979-1985 og
ritari íþróttabandalags Reykjavikur
1981-1988.
Ari kvæntist 21. október 1950
Kötlu Ólafsdóttur verslunarmanni,
f. 28. apríl 1929. Foreldrar hennar
voru, Ölafur Þórarinsson, bakari í
Rvík og kona hans, Vilborg Þor-
steinsdóttir. Börn Ara og Kötlu eru,
Fríða-Svala, f. 1. apríl 1951, gift Jeff
Bolsmayer, kvikmyndaleikstjóra í
New York, Atli, f. 22. október 1953,
ljósmyndari í Los Angeles, Vilborg,
f. 13. maí 1959, gift Steven Golin,
kvikmyndaframleiðanda í Holly-
wood og Guðmundur, f. 3. desember
1966, viðskiptafræðinemi. Systkini
Ara eru, Halldór, f. 13. júlí 1925,
fyrrv. fasteignasali í Flórída, kvænt-
ur Emelíu Guðlaugsdóttur og Hjör-
dís, f. 20. febrúar 1929, gift Arne
Nielsen, kjötiðnaðarmanni í
Grimsted í Danmörku.
Foreldrar Araeru, Guðmundur
Halldórsson, prentari í Rvík, og
kona hans, Friösemd Aradóttir.
Guömundur var sonur Halldórs,
verkamanns í Rvík, Guðmundsson-
ar, b. á Hvalsnesi, Halldórssonar,
bróður Jóns, langafa Kristjönu,
móður Garðars Cortes. Móðir Hall-
dórs var Guðrún, systir Vilborgar,
ömmu Odds Ólafssonar, yfirlæknis
og fyrrv. alþingismanns, og amma
Gunnars, afaGunnars Björnssonar
prests. Guðrún var dóttir Eiríks, b.
í Litlalandi í Ölfusi, Ólafssonar.
Móðir Guðrúnar var Helga Jóns-
dóttir, b. í Vindási í Landi, Jónsson-
ar b„ í Neðra-Seli, Bjarnasonar, b. á
Víkingslæk, Halldórssonar, ætt-
fóður Víkingslækjarættarinnar.
Móðir Guðmundar var Þorbjörg
Einarsdóttir, sjómanns í Gróttu í
Rvík, Erlendssonar, b. á Hamri við
Hafnarfjörð, Sigmundssonar, af
Steingrímsættinni.
Friðsemd er dóttir Ara, verkstjóra
í Rvík, Antonssonar á Vindheimum
í Rvík, Magnússonar. Móðir Frið-
semdar var Guðríður Bergmann.
Móðir Guðríðar var Guðrún, systir
Afmæli
™m M mM
hamingju
IH0O uðginn
Ari Guðmundsson.
Magnúsar í Fuglavík, afa Árna
Bergmann ritstjóra, Harðar náms-
stjóra og Guðlaugs Bergmann í
Karnabæ. Guðrún var dóttir Jóns
Bergmann, sjómanns í Grindavík,
Magnússonar, Bergmann, lögsagn-
ara í Vestmannaeyjum, Ólafssonar,
b. á Vindhæli á Skagaströnd, Guð-
mundssonar, fóður Oddnýjar, móð-
ur Guðrúnar, konu Björns Blöndals
sýslumanns, ættforeldra Blöndals-
ættarinnar. Ólafurvar einnigfaðir
Björns Olsen, langafa Margrétar,
móður Auðar Auðuns, fyrrv. ráð-
herra. Móðir Magnúsar var.Guðrún
Guðmundsdóttir, „Skagakóngs", b.
á Höfnum á Skaga, Björnssonar,
ættföður Hafnarættarinnar, langafa
Amljóts Ólafssonar, prests og al-
þingismanns á Bægisá. Móðir Jóns
var Þórunn Teitsdóttir, vefara í
Rvík, Sveinssonar, íoður Amdísar
langömmu Finnboga, fóður Vigdís-
arforseta.
85 ára
Kjartan Jóhannsson,
Litlagerði 5, Hvoli.
80 ára
Helga Sigurðardóttir,
Kambi, Ongulsstaöahreppi.
70 ára
Jónína Elíasdóttir,
Suðurvangi 2, Hafnarfirði.
Arnbjörg Sigtryggsdóttir,
Melabraut 5, Seltjamarnesi.
60 ára
Bjami Stefánsson,
Suðurgötu 67, Akranesi.
Sigurborg Helgadóttir,
Hraunbæ 82, Reykjavík.
óðinn Rögnvaldsson,
Gljúfraseli 7, Reykjavík.
Eyvindur Pétursson,
Norðurgötu 58, Akureyri.
Blængur Grímsson,
Holtagerði 69, Kópavogi.
Páll Axel Halldórsson,
Syðri-GrÖf, Villingaholtshreppi.
50 ára
Guðlaugur Jóhannesson,
Noröurvegi 27, Hrísey.
Kristjóna Þórðardóttir,
Laxamýri 1, Reykjahreppi.
Þórður Þorsteinsson,
Sunnuvegi 20, Selfossi.
40 ára_______________________
Þórður H. Ólafsson,
Aöallandi 10, Reykjavík.
ErHngui' Þorsteinsson,
Klettagerði 4, Akureyri.
Guðný Hallgrímsdóttir,
Selvogsbraut 31, Þorlákshöfn.
Tilmæli til afmælisbarna
Andlát
Sveinn Beigsveinsson
Dr. Sveinn Bergsveinsson próf-
essor andaðist í Austur-Berlín 17.
októbersl.
Sveinn fæddist 23.10.1907 í Ara-
tungu í Hrófbergshreppi, Stranda-
sýslu, en var sendur vikugamall í
fóstur til ekkju föðurbróður síns.
Sveinn hóf nám viö MA1927. Hann
settist í HÍ1932 og lauk prófi í nor-
rænum fræðum 1936. Hann fór til
náms í hljóðfræði við Berlínar-
háskóla 1936-37 sem skiptinemi en
síöan til Kaupmannahafnar og
skrifaði doktorsritgerð um íslenska
setningahljóðfræði. Sveinn varði
doktorsritgerð sína viö Kaup-
mannahafnarháskóla en doktors-
nafnbót hlaut hann 1941. Hann
starfaði við Deutsche Spracharchiv
í Braunschweig 1940-41 og var þá
jafnframt lektor í Gottlinger. Sveinn
starfaði í Berlín 1941^44 er hann
veiktist af berklum. Sveinn var
stundakennari við MR1946—47 og
við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
1946-48. Hann gaf út fyrsta hefti
Nýyrða 1953. Sveini var boðin staða
við Humbolt háskólann í Austur-
Berhn og starfaði hann þar, fyrst
sem gistiprófessor en frá 1961 sem
yfirprófessor við norrænu stofnun-
ina.
Sveinn kvæntist 1935 Önnu Maríu,
f.21.4.1912, en þau slitu samvistum.
Sveinn og Anna María eignuðust
tvær dætur sem báðar eru búsettar
í Danmörku. Þær eru Edda, f.9.4.
1936, og Sinja, f.19.9.1937.
Sveinn var þriðji elstur fimmtán
systkina. Þrjú systkinanna dóu í
barnæsku en af þeim tólf sem náöu
fulloröinsárum lifa tíu. Systkini
Sveins: Guðbjörg, f.10.9.1905, gift
Marinó L. Stefánssyni, kennara í
Reykjavík: Bergsveinn, f.7.10.1906,
vélstjóri í Reykjavík, ekkja hans er
Valgerður Jónsdóttir: Jóhannes,
f.20.10.1908, verkstjóri í Reykjavík,
giftur Kristínu Jónsdóttur: Hjálm-
fríöur Lilja, f.1.2.1910, ljósmóðir í
Kópavogi: Guðlaugur Margeir, f.8.2.
1911, dó ungur: Kristján, f.4.6.1912,
dó einnig ungur: Pétur Einar,
f.25.10.1913, fv. hótelstjóri á Hólma-
vík, giftur Björgu Aradóttur: Krist-
ján, f.6.3.1915, fv. póst- og símstöðv-
arstjóri á Hólmavík, var kjörsonur
Jóns, verslunarstjóra á Hólmavík,
og konu hans, Guðnýjar Oddsdótt-
ur. Kristján er giftur Önnu Jóns-
dóttur: Ólafur, f.7.6.1916, fv. for-
stjóri í Reykjavík, hann er ókvænt-
ur: Friðrik, f.1.9.1917, dó ungur:
Anna Stefanía, f.17.1.1919: gift
Magnúsi Guðmundssyni, b. á Blesa-
stöðum á Skeiðum: Ananías, f.4.6.
1920, vélstjóri á Akureyri, hann er
látinn. Ekkja hans er Brynhildur
Þorláksdóttir: Ragnar Guömundur,
f.15.7.1922, fv. aðalvarðstjórií
Reykjavík, giftur Gyðu Jónsdóttur:
Guðný, f.5.5.1924, deildarstjóri á
Ólafsfirði, gift Arngrími Guðbjörns-
syni, en hann er látinn.
Foreldrar Sveins voru Bergsveinn
kennari, f. í Sunndal í Kaldrananes-
hreppi 21.9.1876, d.13.7.1967, Sveins-
son, og kona hans, Sigríður Guðrún,
f.10.10.1879, d.13.7.1967, Friöriks-
dóttir. Foreldrar Bergsveins voru
Sveinn, b. í Sunndal, Kristjánsson,
b. á Dunki í Höröudal, Ólafssonar,
og kona hans, Björg Ólafsdóttir, b.
á Hellu á Selströnd við Steingríms-
fjörö, Bjarnasonar. Foreldrar Sig-
ríöar Guörúnar voru Friðrik, b. í
Drangavík í Árneshreppi, Jóhann-
esson, og kona hans, Guðbjörg
Björnsdóttir.
( i
Blaðið hveturafmælisbörn og aðstand-
endur þeirra til að senda því myndir og
upplýsingar um frændgarð og starfssögu
þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast
í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
LdUycllUdyd, 3.UU — I 1.UU |
Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þuerhoiti n
s: 27022