Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988..
7
dv___________________Fréttir
Bifreiöaeftirlit ríkisins lagt niður:
Uigur í bæjarráði
og starfsmönnum
Á aðalfundi Félags íslenskra bif-
reiðaeftirlitsmanna fyrir skömmu
kom fram mikil óánægja með stefnu
stjómvalda í málefnum Bifreiðaeftir-
lits ríkisins. Um 40 bifreiðaeftirlits-
menn munu missa vinnuna með
óbreyttri stefnu.
Fundurinn „mótmæbr harðlega
þeirri stefnu stjórnvalda að ætla að
hætta því umferðar- og öryggiseftir-
liti sem Bifreiðaeftirlitið hefur fram-
kvæmt til þessa. Hlýtur þetta aö ger-
ast þar sem allflestum bifreiðaeftir-
litsmönnum hefur verið sagt upp
störfum.“
Eins mótmælti fundurinn því að
stofnað væri hlutafélag til að skoða
bifreiðar án þess að starfsmönnum
Bifreiðaeftirlitsins væri gefinn kost-
ur á þátttöku eða að framtíö þeirra
væri tryggð á annan hátt. Segir að
margar leiðir séu færar til að bæta
skoðun og eftirlit með ökutækjum,
enda það skref, sem nú hafi verið
stigið, „eitt af þeim fáu sem hægt var
að stíga aftur á bak“.
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur
einnig lýst yfir óánægju vegna hins
nýja fyrirkomulags og þá sérstaklega
að Bifreiðaeftirlitið flytji úr Hafnar-
firði.
„Það er alveg ljóst að ef þjónusta
Bifreiðaeftirlitsins hér í Hafnarfiröi
verður flutt úr bænum upp í Árbæ
er stefnt í þveröfuga átt miðað við
áðurgreind markmið. Þjónusta við
bifreiðaeigendur í Hafnarfirði og ná-
grenni verður miklum mun lakari."
Er skorað á þingmenn og alia þá
sem geta að koma í veg fyrir að þessi
„öfugþróun“ nái fram að ganga.
-hlh
Svartir
kr. 3.500,-
Skóbúðin, Snorrabraut 38,
sínti 14190
GÓÐIR ÍTALSKIR
VETRARSKÓR
Stærðir 37-41
Svart/brúnt
kr. 3.600,-
Borgartúni 23-sími 29350
Svartir,
grænir
kr. 2.700,-
Bjöm Friðfinnsson:
Ekki skoðunar-
stöðvar um allt
„Við fengum það hlutverk að
stofna þetta hlutafélag og koma því
á fót. Þaö eru ekki til peningar til að
byggja skoðunarstöðvar um allt. Nú
er unnið að byggingu fyrstu skoðun-
arstöðvarinnar og einnar færanlegr-
ar stöðvar. í lögunum stendur að það
eigi að vera ein stöö í hverju kjör-
dæmi en það þýðir ekki að skoðunar-
stöð verði á hverjum stað. Ef skoðun
yrði framvegis með gamla laginu
væri ekkert mál að hafa margar
stöðvar en við erum að tala um allt
aðra og betri bifreiðaskoðun en hing-
að til hefur þekkst á íslandi," sagði
Björn Friðfinnsson, stjómarformaö-
ur í Bifreiðaskoðun íslands hf. og
ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu, við DV.
Hvað uppsagnir varðar sagði hann
aö einhverjir starfsmenn Bifreiðaeft-
irlitsins yrðu endurráðnir en ekki
allir þar sem ekki væri þörf á jafn-
mörgum skoðunarmönnum og áður.
„Þess er getið í uppsagnarbréfum
til bifreiðaeftirlitsmanna að launa-
málaskrifstofa ríkisins muni gera
átak til að finna önnur launuö störf
hjá ríkinu fyrir mennina. Við vinn-
um nú að uppbyggingu hins nýja
fyrirtækis. Það hefur verið ráðið í
nokkrar yfirmannastöður og nú um
helgina verður auglýst eftir fólki í
fleiri stöður. Þess má einnig geta að
væntanlegir starfsmenn Bifreiða-
skoðunar íslands hf. verða þjálfaðir
sérstaklega, bæði hér heima og er-
lendis." -hlh
Vetrardagsfýllirí
Óvenjumikil ölvun var á höfuð-
borgarsvæðinu aðfaranótt fyrsta
vetrardags. Lögreglan í Reykjavík
þurfti að hafa afskipti af fjölmörgum
unglingum í miöborginni en fjöl-
menni var þar fram undir morgun.
Fangageymslur lögreglunnar voru
fullar og komust færri að en vildu.
í Kópavogi voru einnig miklar ann-
ir hjá lögreglunni alla nóttina og hún
oft kölluð út til að stilla til friðar í
heimahúsum. Þrátt fyrir ólætin er
hvorki vitað um teljandi meiðsl á
fólkinétjónáeignum. -GK
‘h
KRAKKARÍt
LAUGAVEGI 51, S. 13041
Uppi á lofti í
K R Ö K K U M
(Laugavegi)
er ódýr pínu-ponsu
S A L A
Þar er...obbolítið af
skíðagöllum, úlpum,
buxum, jogginggöllum,
skóm o.fl. o.fl. ogallt
með pínulitlum verð-
miðum.
Notið þetta einstæða
tækifæri.
405 GR OG SRI
RÝMINGARSALA Á ÁRGERÐ 1988
Við rýmum fyrir 1989 árgerðinni af Peuge-
ot 405, lækkum verðið og bjóðum einstak-
lega góð greiðslukjör - 25% ÚTBORGUN
OG EFTIRSTÖÐVAR TIL 18 MÁNAÐA Á
ÓVERÐTRYGGÐU SKULDABRÉFI.
Staðgr.verð Afborg.verð
PEUGEOT 405 GR1900 ’88 795.000,- 858.600,-
VERÐ1989 ÁRGERÐAR 895.500,- 967.100,-
Búnaður: 110 ha vél, 5 gíra skipting, vökvastýri, veltistýri,
rafhitaðir útispeglar, rafhituð framsæti o.fl.
Staðgr.verð Afborg.verð
PEUGEOT 405 SR11900 ’88 895.000,- 966.600,-
VERÐ1989 ÁRGERÐAR 1.014.700,- 1.095.900,-
Búnaður: 125 ha vél með beinni innspýtingu eldsneytis á vél, 5
gíra skipting, vökvastýri, rafdrifnar rúður, fjarstýrðar miðlæsingar
(central), litað gler, rafhitaðir útispeglar, rafhituð framsæti o.fl.
■SwijV
» I
JÖFUR - ÞEGAR
ÞÚ KAUPIR
BÍL
S
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA
j , OG-13-17-LAUGARDAGA