Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. Utlönd Meðlimir Hizbollah-samtakanna gengu um götur Beirút í gær til að votta shitanum, sem lést i sjálfsmorðsáráslnni á fsraelska hermenn, virðlngu sína. Simamynd Reuter Samtökin Heilagt strið i Líbanon hafa endurtekiö hótun sína um að verið geti að bandarísku gíslamir tveir, sem eru í haldi hjá samtökunum, verði skaöaðir ef Bandaríkin láta ekki af stuðningi sínum við ísrael. Sam- tökin hrósa einnig shitanum sem ók bifreið hlaðinni sprengiefni á bíla- lest ísraelskra hermanna í síðustu viku. ítalska lögreglan kvaðst á laugardaginn hafa handtekiö líbanska konu með myndir af þremur bandarískum gíslum sem eru í haldi í Beirút. Taiið er að hún hafi getaö verið milligöngumaður við frelsun fanganna. Gerð var leit á konunni á flugvellinum í Milanó er hún var að koma frá Beirút. Auk myndanna fann lögreglan þúsund dollara í folsuðum seðl- inn og skjöl til ítalsks viðskiptamanns. Konan var eínnig með heróín falið á sér. Mótmæli í Seoul Hundruð syngjandi mótmælenda, sem kröfðust afsagnar fyrrverandi og núverandi forseta Suður-Kóreu, lentu í átökum við óeirðalögreglu í miðborg Seoul í gær. Stúdentar, verkamenn, mannréttindabaráttiunenn og ættingjar söfnuð- ust einnig saman og kröfðust lausnar pólitískra fanga. Kölluðu þeir stjóm landsins hernaðarlega einræðisstjóm. Samkvæmt opinberum tölum em nú 330 pólitískir fangar í Suður-Kóreu en andstæðingar stjómarmnar segja þá vera 500. Bjanú ifinríkssan, DV, Bordaainc Nýlega kom í Ijós í Frakklandi aö tugþúsundum nautgripa hafa undanfarin ár veriö gefin ólögleg lyf nokkm áður en þeim var slátrað svo fituinnihald kjötsins yrði minna og vöðvar meiri. Þessar eiturlyfiabeljur vom svo kubbaðar niður og seldar hinum almenna neytanda sem þannig gat átt krabbamein og aðra kvilla á hættu. Þessi lyfjagjöf virðist ekki óal- geng og þótt ástæöulaust sé að hrópa belja!, belja! hefúr yfirvöld- um þótt ástæða til að rannsaka þetta betur og jafnvel fara í mál viö suma af eiturkjötsframleiðendun- um. Dýraverndunarfélög ýmiss konar em að sjálfsögðu einnig komin í spilið. □ýralæknar trá franska landbún- aðarráðuneytinu taka blóðprufu úr kálfi efttr að uppvíst varð að tíu þúsund nautgripum voru gefnir sterar til að þeir yrðu vöðvameiri. Simamynd Reuter Jamzelski setur skilyrði Jaruzelski, leiðtogi Pólvetja, hef- ur nú sett skilyrði fyrir lögleiðingu Samstöðu, hinna ólöglegu verka- lýðssamtaka. Jaruzelski hefur einnig varað við því að afli verði beitt til að bæla niður pólitiska ókyrrð í landinu. Segir leiðtoginn aöjafnvægi verði að komast á í efnahagsmálum áöur en Samstaða verði leyfð. Einnig þurfi að koma í veg fyrir að verk- smiöjur geti oröið verkfæri i póli- tískri baráttu og viðræöuaöilar þurfi að halda sér frá andsovéskum öflum sem hafi ekkert með verka- lýðsfélög aö gera. Yfirvöld sögðu á laugardaginn að leiötogi Samstöðu, Lech Walesa, Jan«elski i augum skopteiknar- hefði neitaö að eiga fund með full- ans Lurle. trúum stjómarinnar til að undirbúa hrmgborðsumræöur um framtið landsins. Walesa vísar þessari staöhæfingu á bug og kveðst aðeins hafa neitað að skipta um viöræöufulltrúa samtakanna. Verstu náttúraham- farir í sögu Nicaragua íbúar Nicaragua hírðust uppi í trjám og á húsþökum til að bjarga sér frá flóðum sem fylgt hafa í kjölfar fellibylsins Jóhönnu sem hefur verið í sex daga á leið sinni yfir Karíbahaf. Jóhanna, sem hefur nú verið end- urskírð Miriam eftir að fellibylurinn fór út yfir Kyrrahaf, hefur einnig valdið flóðum í E1 Salvador og er talið að um eitt hundrað og flmmtíu þúsund manns geti orðið heimilis- laus þar af völdum fellibylsins. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, Mexikoflói BEXiZE Kunhuhaf Managua Kyrrahaf PANAMA Fellibylurinn Jóhanna hefur valdið miklum skaða í Nicaragua og víðar í Mið-Ameríku. Nú er (ellibylurinn kominn út yfir Kyrrahaf og hefur verið endurskírður Miriam. sagði í gær að Jóhanna væri mestu náttúruhamfarir sem gengið hefðu yfir Nicaragua. Fellibylurinn hefur orðið að minnsta kosti fimmtíu manns að bana og talið er að um þrjú hundruð þúsund manns séu heimilislausir. Fellibylurinn hefur orðið nálægt eitt hundrað manns að bana á ferð sinni yfir Karíbahaf. Reuter Starfsmaður Rauða krossins htúir hér að lítilli stúlku sem varð illa fyrir barðinu á fellibylnum Jóhönnu. Simamynd Reuter Norsk Data vevst úti í verðhmnmu Björg Eva Erlendadóttix, DV, Oaló: Ári eftir hrunið á verðbréfa- mörkuðum víöa um heim er staöan íarin að batna verulega víðast hvar. Sem dærai má neftia Tókýó og New York. í Noregi er þó engrar lækningar aö vænta i náinni fram- tíð. Talsmenn norska verðbréfa- markaöarins skora á norsku ríkis- stjórnina að breyta reglunum og gefa fólki fijálsari hendur tll þess að taka áhættu og að breyta nýjum lögum um sérstaka skatta á sölu og kaupum verðbréfa. Fjárhagur Norömanna er verri en oftast áður, vextir með því hæsta sem gerist í heiminum og fleiri fyrirtæki gjaldþrota en nokkru sinni fyrr. Á verðbréfa- raarkaöinum í Osló gerist ekki neitt, Nýjustu salarkynnin, sem hafa verið tekin í notkun, ganga undir naftiinu svefnsalurinn. Ári eftir hrunið er niðurstaðan sú að 48 milljaröar norskra króna hafi tapast samanborið viö bestu skráningu norsku verðbréfanna fyrir ári. Norsk Data, stærsta tækpi- og hugbúnaðarfyrirtæki Noregs og stolt allra Norömanna, hefur orðið verst úti. Fyrir ári var verömiöinn á fyrirtækinu 7,8 milijarðar en nú kostar það aöeins 1,7 milljarða. Tveggja Breta enn saknað Farþegaskipið Jupiter, sem var sex þúsund og þrjú hundruð tonn, sökk á innan við klukkustund eftir árekst- ur við flutningaskipið Adige frá ítal- íu, sem er fimm þúsund tonn. í dag mun rannsóknardómari í Grikklandi ákveða hvort Flavio Caminale, skipstjóri ítalska skipsins, verður ákærður fyrir manndráp en tveir grískir sjómenn létu lífið við áreksturinn. Caminale, sem sagði að skip sitt hafði verið kyrrt þegar áreksturinn varð, sagðist hafa orðið hissa á hve fljótt gríska skipið sökk og bætti við að hann vissi ekki til annars en aö það ætti aö taka mun lengri tíma fyrir skip af þessari stærð að sökkva. Sagðist hann telja aö það gæti stafaö af því að skilrúm í skipinu heíðu verið skilin eftir opin þannig að vatn heföi átt greiöan aögang um allt skip- iö. Um borð í gríska skipinu voru breskir skólakrakkar ásamt kennur- um sínum og þykir kraftaverki líkast að takast skyldi að bjarga nær öllum íjögur hundruö sjötíu og fimm far- þegum skipsins. Reuter Tveggja Breta er enn saknaö eftir alsks flutningaskips við innsigling- árekstur grísks farþegaskips og ít- unaaðhöfninniíPireusáfóstudag. Björgunarmenn hylja hér lík grisks sjómanns sem lét lífið er farþegaskip- ið, sem hann vann á, lenti í árekstri við italskt flutningaskip og sökk. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.