Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. 47 Lífsstm Verðkönnun í starfsmannaverslun Sambandsins: 3500 manna forréttinda- hópur verslar á 14,5% lægra verði í litlu húsi inni á Kirkjusandi rekur Sambandið verslun fyrir starfsmenn Sambandsins og dóttur- og sam- starfsfyrirtækja þess. Þar eru seldar matvörur sem Sambandið flytur inn og hluti af sérvörum verslunardeild- ar. Verslunin er opin þrisvar í viku, þrjá tíma í senn. Aðeins er selt gegn staðgreiöslu. Að sögn Snorra Egilssonar, aðstoð- Vörutegund Verð í starfs- mannaverslun við Kirkjusand Verð í Miklagarði viðSund eða Hringbraut Ardmona perur - heildós 69 82,70 Ardmona Cocktail - heildós 79 93,60 Melroseste50pokar 133 165 Dansukker 2 kg, sykur 67 68 Nescafé-heildós 139 172 Haframjöl Solgryn 950 g 89 78 Morgungull kókos 450 g 158 183 River hrísgrjón 454 g 44 52 Kötlu púðursykur 500 g 44 33,10 Cardiahunang 425 g 90 97 Kötlu gróft salt 1 kg 40 45,20 Ajax Salmiak Plús 750 ml 76 94 Leni WC-pappír8rúllur 161 180 Toblerone súkkulaði 400 g 296 336 Nesquick kókómalt 400 g 125 130 Bragakaffi, gulur 90 91 Melitta kaffip. 102 40 stk. 39 46 Libby's tómatsósa, litil flaska 50 59 ORA fiskibollur, heildós 177 215 Unico-jarðarber, heildós 92 109 Sardínur í ollu, K. Jónsson 50 66 Akrablómi400g 82 93 Smjörvi 300 g 119 126 Sunpat hnetusmjör 227 g 117 143 Ágætis kartöflumús 115 g 62 75,20 IVA þvottaduft 1 lítri 83 97,50 Ajax þvottaefni 75 dl 352 419 Samtals 2923 3.349,30 Munur14.5% Starfsmannaverslun Sambandsins lætur ekki mikið yfir sér samanborið við stórmarkaðina. Innan dyra minnti vöruúrvalið mest á kaupfélag úti á landi. Sú samlíking nær þó ekki til vöruverðsins. DV-mynd KAE Vöruverð í Miklagarði var að jafnaði 14,5% hærra en i starfsmannaversluninni við Kirkjusand. DV-mynd 67 krónur á Kirkjusandi en 68 krónur í Miklagarði. Sams konar sykurpoki kostar 66 krónur í Hagkaup, 49,80 í Grundarkjörum í Kópavogi og 83 krónur í versluninni Herjólfi sam- kvæmt nýlegum verðkönnunum DV. í tveimur tilfellum var verðið lægra í Miklagarði en í versluninni við Kirkjusand. Vörutegundirnar 27 kostuðu sam- tals 2.923 krónur í starfsmannaversl- uninni á Kirkjusandi en 3.349,30 í Miklagarði. Munurinn er 14,5%. 3.500 manna hópur býr því við þau forréttindi að geta keypt vörur til heimilisins á 14,5% lægra verði en aörir launþegar almennt. Þessi fríð- indi eru ekki talin fram til skatts og koma hvergi fram við kjarasamn- inga. -Pá vinnuferða - Landsýnar og Sam- vinnubankans. DV kannaði verð á 27 vörutegund- um í starfsmannaversluninni og bar saman við verð á sömu vörutegund- um í Miklagarði viö Hringbraut og Miklagaröi við Sund. Ódýrast frá SÍS Vörur sem SÍS flytur inn voru mjög ódýrar á Kirkjusandi. Mesti verð- munur á einstökum tegundum í könnuninni var á sardínum i olíu frá K. Jónssyni. Hver dós kostaði 50 krónur á Kirkjusandi en 66 krónur í Miklagarði. Munurinn er 32%. Al- gengur munur var á bilinu 13 - 24%. Á sumum vörutegundum var nánast enginn munur. 2 kíló af sykri kosta arframkvæmdastjóra verslunar- deildar SÍS, er lagt mjög lítið á vörur í versluninni. Aðeins er miðað viö að álagning standi undir lágmarks rekstrarkostnaði. Ekki hefur verið hagnaður af rekstrinum. Þeim halla sem verður af rekstrin- um er deilt niður á þau fyrirtæki sem taka þátt í rekstri hennar í ákveön- um hlutfóllum. Neytendur Þegar inn er komiö er margt sem minnir á kaupfélag úti á landi. Mat- vörur, gjafavörur, fatnaður og bús- áhöld. Allt á einum stað. Ætla má aö um 3500 manns hafi rétt til þess aö versla í starfsmanna- versluninni en erfitt reyndist að fá óyggjandi upplýsingar um það. Stærstu hópar viðskiptavinanna eru starfsfólks Sambandsins, skipadeild- ar SÍS, Samvinnutrygginga, Sam- Svona ger- um við - þegar við þvoum okkar þvott „Það er ekki gefiö aö betra sé að En málin eru miserfið viðureign- ar. Neytendasamtökin þakka ráðherrum - og skora á ráðherra menntamála að stuðla að aukinni neytendafræðslu þvo í höndum en t þvottavel, sagði Elva Björk Gísladóttir, starfsmað- ur Neytendasamtakanna, í samtali við DV. „Meðferðin er ólik og hita- skyniö getiu- villt um fyrir fólki. Sem dæmi má taka að 30 stiga heitt vatn, sem er algengur leyfilegur hámarkshiti fyrir ptjónaflikur, get- ur okkur fundist hálfkalt þegar þvegið er í höndum.“ Mikiil fjöldi þeirra kvörtunar- mála, sem kemm' inn á borð hjá Neytendasamtökunum, er vegna meintra galla á íatnaði. Algengt er að neytendur teiji að gæöum fatnaðar sé áfátt og leið- beiningar um meðferö séu ekki réttar. Gangur málsins er oft sá að telji neytandi að flík hafi ekki þolað þá meðferð sem leiöbeiningar segja til um þá taka Neytendasamtökin sams konar flik og tilraunaþvo eft- ir leiðbeiningum. Komi í ljós að leiðbeiningar séu ekki réttar er bótaskylda seljanda ótvíræð. Að sögn Elvu bregöast kaupmenn í langflestum tilfellum vel við í slíkum tilvikum. Kona nokkur keypti peysu í tískuverslun. Samkvæmt merk- ingu átti að þvo flíkina við 30 gráða hita Konan þvoði peysuna í hönd- um og litir í henni runnu til og varð flíkin öll hin óhrjálegasta. Seljandi neitaði að bæta tjóniö á þeim forsendum að flíkin hefði fengið ranga meðferð. Peysa sömu gerðar, en ekki með öllum sömu litunum, var sett í tilraunaþvott hjá Neytendasamtökunum og kom óskemmd úr þvotti. Seljandi neitar öllum bótagreiðsl- um og kaupandi neitar að sætta sig við niðurstööur og ætlar að setja flikina í rannsókn hjá Iöntækni- stofnun á eigin kostnað. Viö handþvott er mjög áríöandi að leysa þvottaefnið vel upp áöur en flíkin er lögð í vatniö. Eigi að þvo við lágt hitastig getur þurft að leysa þvottaefhið upp í heitu vatnL Látið aldrei þvottaefniö beint á flikumar. Leggið aldrei í bleyti og fariö ekki ftá þvottinum. Þvotta- efnið getur eyðilagt litina eða tært efnið á örfáum mínútum. -Pé Á þingi Neytendasamtakanna á Hótel Sögu um síðustu helgi var sam- þykkt eftirfarandi áskorun til menntamálaráðherra. „Þing Neytendasamtakanna, hald- ið 15. október 1988, leggur áherslu á mikilvægi neytendafræðslu í skóla- kerflnu. í því margflókna neyslusamfélagi sem við búum í er mikilvægt að gera hina ungu neytendur og jafnframt neytendur framtíðarinnar að gagn- rýnum og meðvituðum neytendum. Þetta er nauðsyniegt í ljósi þeirrar hröðu þróunar sem átt hefur sér stað í t.d. neysluvenjum, lifnaðarháttum og fjölmiðlun - með sífellt auknu magni auglýsinga sem stöðugt verða áleitnari gagnvart neytendum. Neytendafræðsla hefur almennt verið hornreka í skólakerfinu og skorar þingið á menntamálaráð- herra að nú þegar verði snúið við blaðinu. Neytendasamtökin lýsa sig tilbúin til samvinnu við að tryggja framgang þessa máls.“ Þingið samþykkti einnig þakkir til viðskiptaráðherra og fyrrverandi íjármálaráöherra fyrir veittan stuðning og velvilja í garð Neytenda- samtakanna. Eitt síðasta verk Jóns Baldvins Hannibalssonar í fjármálaráðuneyt- inu var að samþykkja aukna fjárveit- ingu til Neytendasamtakanna. í ráð- herratíð hans hækkuðu og framlög til neytendamála um meira en helm- ing á milli ára, aö sögn Jóhannesar Gunnarssonar formanns samtak- anna. -Pá r • • HEMLÁHLUTIRIVORUBHA • Hemlaboröar í alla vörubíla. • Hagstætt verö. • Betri ending. Stilling Skeifunni11,108 Reykjavik Simar 31340 & 689340

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.