Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988.
13
Fréttir
Ólafsvík:
KvóSnn senn búinn
en nýr kvóti keyptur
- Útgerö togarans Más hefur gengiö vel 1 ár.
Ámi E. Albertsson, DV, Ólafevílc
Togarinn Már SH-127 landaöi hér í
vikunni 100 tonnum eftír um það bil
viku veiðiferð. Uppistaða aflans var
þorskur og fór hann allur í vinnslu
hér heima. Mar hefur lagt megnið
af sínum afla upp hér á árinu og er
það nýmæh í útgerðarsögu togarans.
Rekstur Más hefur gengið bærilega
og er útgerð hans hægt og bítandi
að rétta úr kútnum. Að sögn forráða-
manna má þó ekki mikið út af bregða
til að aftur sígi á ógæfuhliöina. Ekki
er liðið nema rúmt ár frá því að
minnstu munaði að Már yrði seldur
á uppboði, burt úr byggðarlaginu.
Togarinn hefur aflað vel á árinu
og var aflaverðmæti Más í lok ágúst
orðið 93 milljónir króna. Kvóti Más
er langt kominn, aðeins um 100 tonna
þorskígildi eftir en þegar hefur verið
keyptur 130 tonna kvóti og von er
um að 200 tonn fáist til viðbótar.
Af kvóta Más er mest eftir af ufsa
og þorski og er því reiknaö með að
Togarinn Már við bryggju í Ólafsvík eftir síðustu veiðiferðina en hann hef-
ur lagt megnið af afla sínum í ár upp í Ólafsvik. DV-mynd ÁEA
togarinn verði látinn sigla einu sinni menn og hafa flestír þeirra verið
áður en áriö er á enda. í áhöfn Más lengi á skipinu. Skipstjóri er Reynir
eru 16 manns, meirihlutínn heima- Georgsson.
Akureyri:
Sana-völlurinn hverfur senn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Það liggur ekki fyrir endanlega
hvenær við byrjum á dýpkun nýju
fiskihafnarinnar, en þegar það gerist
hverfur Sana-völlurinn,“ segir Guð-
mundur Sigurbjörnsson, hafnar-
stjóri á Akureyri, í samtali við DV.
Guðmundur sagði að sennflega
yrði farið í þessa dýpkun í vetur,
þannig að allt bendtí til þess að
knattspymumenn hafi notaö Sana
völlinn í síðasta skiptí. Þessi völlur
hefur aðallega verið notaður á vorin
þegar aðrir vellir í bænum hafa ekki
verið tilbúnir, og hefur tflvera þessa
vallar lengt keppnistímabil Akur-
eyrskra og reyndar norðlenskra
knattspymumanna mikið og völlur-
inn verið mikið notaður á þessum
árstíma.
Þegar farið verður í dýpkun nýju
fiskihafnarinnar austan vallarins
verður efninu sem kemur upp úr
höfninni dælt upp á vallarstæðið.
Guðmundur sagði að viðkomandi
aðilum heiði verið tilkynnt um þetta
fyrir mörgum ánun og því ætti þetta
ekki aö koma á óvart núna. Hins
vegar hefði ekkert verið gert í því
að finna annað vallarstæði fyrtí völl
sem hægt væri að nota snemma vors
þegar félagsvellimtí í bænum em í
því ástandi að ekki er hægt að nota
þá vegna snjóa eða bleytu. Virðist
þvi ljóst að enn muni aðstöðumunur
knattspyrnumanna í Reykjavík og á
Akureyri aukast, höfuðborgarmönn-
um í vil.
Pierre Tabard og Catherine Sellers þykja frábærir leikarar.
Franskur gesta-
leikur í íslensku
ópemnni
Tveir leikarar frá franska þjóöleik-
húsinu, Catherine Sellers og Pierré
Tabard, gera stuttan stans í Reykja-
vík í kvöld og flytja leik um ást,
hjónaband og framhjáhald Madame
de la Carliére í Gamla bíói kl. 20.30.
Leikurinn er byggður á sögu eftír
Diderot sem ásamt Rousseau og
Voltaire var einn af helstu forkólfum
upplýsingastefnunnar í Frakklandi á
18. öld. Hvört vandamál ástar og
ótryggðar hafa breyst síöan þá skal
ósagt látíð.
FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS
FERÐAMÁLASJÓÐUR
LANDFLUTNINGASJÓÐUR
TILKYNNING UM BREYTT SÍMANÚMER
Frá og meö mánudeginum 24. október 1988 veröur
símanúmer ofangreindra sjóöa 624070.
mmmréMii/F
MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR
STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING
DK*TOPPURINN í DAG, NIICHEUN. "9Q
HUÓÐLÁT og
RÁSFÖST.
HALLANDI GRIPSKURÐIR.
VEL STAÐSETTIR SNJÓ-
NAGLAR.
MJÚKAR HLIOAR, MEIRI
SVEIGJA.
ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT,
0PNARA GRIP.
FLESTAR
FYRIRLIGGJANDI.
LAUSNARORÐIÐ
S-200.
MERKID TRYGGIR GÆÐIN.
MICHELIN.
TVÖFÚLD ENDING.
ÖLL MICHEUN
ERU RADlAL.
MICHELIN
LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN
Póstkröfur sendar samdægurs MICHELIN
HJémmrm h/f
SKEIFUNNI5. SÍMAR 687517 OG 689660
II
solu
arg. 1983, ekinn 89.000 km.
Mjög góður bill. Góð kjör.
Egill Vilhjálmsson hf.
IBÍLVANGUR sf
“HÖFÐABAKKA9 SÍMI 687BOO
Umboösmenn: Borgarnesi, Bílasala Veslurlands - Isafiröi, Vélsmiðj-
an Þór hf. - Sauðárkróki, Nýja Bilasalan - Akureyri, Vóladeild KEA -
Reyðarfirði, Lykill - Vestmannaeyjum, Garðar Arason.
JIMMY/
BLAZER
ABENDING
Við bendum á að áður en nýjar
árgerðir af GMC Jimmy/Blazer
koma til landsins,bjóðum við tvo
síðustu bílana á mun hagstæðara
verði.
Þessir bflar eru mjög fullkomlega
búnir.
Góð greiðslukjör.
[Uíjy mmrt