Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. 15 Vetrardekk og léleg spámennska „1572-3203“ skrifar: Líkt og lóan, sem boðar komu vors- ins, boðar gatnamálastjóri bíleigend- um að veturinn sé í nánd. Ekki með því að hvetja þá til að búa bíla sína undir vetrarkomuna eins og maöur skyldi nú ætla. Ónei, þar kveður við annan tón. - Það má bara alls ekki setja vetrardekkin undir bílinn. Gatnamálastjóri gerist jafnvel svo djarfur að tilkynna á einni útvarps- stöðinni að veturinn sé ekki á næsta leiti. þó að vísu hafi verið „smá- hálka“ einn morguninn. - Smá- hálka? Var það nú_svo? Nei, aldeilis ekki, það var „glærahálka" og ég varð ekki var við að gatnamálastjóri hefði staðið við orð sín um að salta götur þann morguninn. Annars má heita furðulegt af bless- uðum gatnamálastjóranum okkar að lofa því, að veturinn sé ekki á leið- inni. Hann hlýtur þá að hafa góð sambönd þarna uppi og ætti frekar að ráða sig á veðurstofuna og aðstoða við langtímaspámar. Ég minnist þess ekki að maðurinn hafi getað varað vegfarendur við veturinn 1983-1984 þegar hann sýndi okkur klæmar fyrir alvöru. Og hvað gerð- ist ekki þá? Meirihluti bílanna var algjörlega vanbúinn og festist úti um allan bæ. Það má álykta að þaö hafi verið samkvæmt óskum gatnamála- stjóra enda hafi þeir menn sjálfsagt verið að fara eftir ráðum hans og „sparað götumar“ með því að aka ekki á nagladekkjum. Hins vegar kemur mér alltaf einn dagur öðram fremur í hug þegar ég ákveð að setja nagladekkin undir bífinn, þ.e. 4. janúar 1984. Ég minnist þess ekki að gatnamálastjóri hafi getað séð svo um að umferðin gengi snurðulaust fyrir sig þann dag! - Og svo mætti lengi áfram halda. Ríkisstjómin fer troðnar slóðir: Líka í erlend- um lántökum Pétur Guðmundsson skrifar: Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa mikið básúnað það sem þeir kalla óráðsíu fyrrverandi ríkis- stjómar en eru þar að sjálfsögðu að tada til sjálfra sín, þar sem flestir fyrrverandi ráðherrar eru enn í stól- unum. Fjármálin ber hæst og hefur fjármálaráöherra verið fremstur í flokki við að gagnrýna og ekki síst erlendar lántökur. Maður skyldi þá ætla aö nú væm famar nýjar leiðir og stórlega dregið úr erlendum lántökum. En ónei, ekki aldeilis. Hann staðhæfir nú að það hafi verið venjan á undanfórnum ámm að brúa bilið með erlendum lántökum og það séu ekki mörg önn- ur ráð til. - „Þetta er ekkert nýtt í slíkri stöðu,“ segir hann svo í heyr- anda hljóði! Það stendur sem sé ekkert annað eftir hjá hinni nýju ríkisstjóm en framfylgja öllum vinnubrögðum þeirra ríkisstjóma sem hér hafa ver- ið við völd, Úka það að bæta sífellt við erlendum lánum. Samningsrétturinn er afnuminn og matarskatturinn er geirnegldur. Hvað vilja svona menn eiginlega upp á dekk? Þeir hafa engar nýjar hug- myndir og stóru orðin eru bara hol og innantóm. Þeir ætla ekki að verða eftirbátar þeirra sem leggja til nagl- ana í líkkistu þjóðfrelsisins og stefna í þjóöargjaldþrot. Venjan að brúa bilið með erlend- um lánum og svo verður áfram. fFélagsmálastofnun Reykjavíkurborgar HEIMILISHJÁLP Starfsfólk vantar til starfa í heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á viku. Einnig vantar starfsfólk í Hús Öryrkjabandalags is- lands, Hátúni. Upplýsingar í síma 18800. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Síðasti séns!! Já, ef þú ert kominn með prófskrekk út af haust- annarprófunum, þá færðu nú tækifæri ti að bjarga þér fyrir horn. Það getur þú gert með því að drífa þig á síðasta hraðlestrarnámskeið ársins sem hefst naesta miðvikudag, 26. október. Á námskeiðinu geturðu lært að margfalda lestrar- hraðann í öllu lesefni með betri eftirtekt á inni- haldi þess en þú hefur áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN B matarstell fyrir fjóra. Speckle-vasar. Gjafavörur sem gleðja! Nytsamar og fallegar gjafavörur frá Habitat sem gleðja á góðri J stundu! VISA EUROCARO Klukkur. 12 habi LAUGAVEG, S(MI 91-62 Veggspegill i baðherbergið. Austurlenskt matarstell, postulín, kr. 2.950,- Blómavasar, leir. Verð frá kr. 1.490,- Klukkur kr. 1.450.- Zig-zag spegill m/stækkun kr. 1.885,- NVRÚLfltA KR.167.80Q (Staögreiösluverö) Viö rýmum til fyrir '89 árgerðinni og seljum sem til er af Skoda 105 L og 120 L '88 á sérstöku útsöluverði. Cóö greiðslukjör: 25% útborgun og afgangurinn á 12 mánuðum. JÖFUR -ÞÉCAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.