Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 44
Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. ,BltAST0 ÞROSTUR 68-50-60 VANIRMENN anlands Á morgun veröur austan- og norðaustangola eöa kaldi um allt land, skýjaö en að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. Sums staöar veröur léttskýjað á Suðvest- ur- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu -6 til 6 gráður. Veðrið á morgun: Undir frost- marki norð- Garðabær: Lífshættuleg > skemmdarverk Fjöldi ljósastaura var skemmdur í Garðabæ um helgina. Talið er að unglingar hafi verið að verki. Vírar í staurunum voru klipptir sundur. Björn Haraldsson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sagði að það væri sem faraldur gengi í Garðabæ. Hann sagði að þetta athæfi væri stórhættu- legt, bæði þeim sem vinna verkið og eins vegna þess myrkurs sem af hlýst. Rafmagn er á staurunum og því mesta mildi að enginn hefur beðiö fjörtjón af. Skemmdir hafa verið unnar á staurum víða í Garðabæ. Svo sem í Byggða-, Flata- og Móahverf- ___um. Skemmdarverk á ljósastaurum og tengikössum hafa verið unnin áður í haust. Sjö rúður voru brotnar í Hofsstaðaskóla í Garðabæ um helg- ina. Húsvörður skólans sagði að þetta væri í þriðja sinn í vetur sem shkt gerðist. Bjöm Haraldsson sagði að nauð- synlegt væri aö ná í þá sem þama hefðu verið að verki. Hann sagði að Rafmagnsveitan ætlaði að hafa sam- starf við lögreglu og eins væri nauð- synlegt að ræða við skólayfirvöld i '^Garðabæ. Hann sagði að þetta yrði að stöðva áður en stórslys hlýst af. -sme LOKI Af hverju leggja þeir ekki bara á sérstakan öldrunarskatt? Árekstur 1 Skógarseli: Fimm fluttir á slysadeild Fimm manns voru fluttir á slysa- deild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla í Skógarseli síðdegis í gær. Öðrum bílnum var ekið aftan á hinn. Fyrri bíllinn var kyrrstæður þar sem ökumaðurinn beiö færis að beygja til vinstri. Ökumaður og tveir farþegar úr seinni bílnum og ökumaður og far- þegi úr fyrri bílnum voru fluttir á slysadeild. Fólkið mun ekki hafa slasast alvarlega. Báðir bílamir voru fluttir á brott með krana - mikið skemmdir. -sme Gæsluvarðhaldsfangi i Síðumúlafangelsinu reyndi síðdegis í gær að kveikja í sér. Setti hann eld í rúmfatnað. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en fanginn var fluttur á slysadeild vegna ótta við að hann hefði fengið reykeitr- un. Hann hlaut engin brunasár og liðan hans er góð. DV-mynd S Fjárlög fyrir næsta ár: Lækkun ellilrféyris hátekjumanna - tekjuskattur og eignarskattur einstaklinga hækkaður Meðal þess sem lagt hefur verið til í stjómarflokkunum i tengsliun við fjárlög næsta árs er að skerða ellilífeyri hjá hátekjumönnura. „Þaö er orðið töluvert mikið af fólki hér sem er orðið sextíu og sjö ára með allverulegar tekjur, jafn- vel nokkur hundmö þúsund á mánuði. Menn spyrja því sjálfa sig hvort það sé eðlilegt að þetta fólk fái sama tíu þúsund kallinn frá Tryggingastofnun og þeir sem hafa . þrjátíu þúsund. Menn hafa því ver- ið að skoða dæmi um hvað myndi gerast ef ellilífeyririnn væri tengd- ur til dæmis við þá sem hafa ekki hærri tekjur en hundrað þúsund krónur á mánuði,“ sagöi Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráö- herra. Ólafur neitaði því hins vegar al- farið að komið hefði til tals að hækka ellilífeyrisaldurinn upp í 70 ár eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann sagðist fyrst hafa heyrt þá tillögu þegar hringt var í hann eftir fréttirnar og honura sagt firá inni- haldi þeirra. Stefht er að því að Ijúka gerð fiár- lagafrumvarpsins í dag eða á morg- un. Fyrir liggja tillögur sem kynnt- ar voru í þingflokkum stjómar- flokkanna um helgina. Mikil leynd hvilir yfir þessum tillögum og fengu þingmenn ekki að taka nein gögn um þær með sér af fundinum. í þessum tillögum mun vera gert ráð fyrir niðurskurði á ríkisút- gjöldum sem em rétt rúmiega þeir 1,6 milijarðar sem samþykktir vom í stjórnarmyndunarviðræðunum. Margar tillögur eru um hækkun skatta, Gert er ráð fyrir að tekju- skattur og eignarskattur einstakl- inga hækki, tekjuskattur og eignar- skattur fyrirtækja sömuleiðis og að skattar verði lagðir á fiármagn og fjárfestingar. Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fyrir 2 prósent hækkun tekjuskatts einstaklinga og einnig er enn til umr æðu að bæta við nýj u skattþrepi sem auka mun skatt- byrði þeirra sem hafa hærri tekjur. Ólafur Ragnar vildi ekkert segja um hver lendingin yrði varðandi nýja skattheimtu. Teknar yröu ákvarðanir i dag og á morgun óg fram að þeim tíma væru allar þess- ar tillögur í raun á viðræðustigi. -gse Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið ( hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gaett. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Strokubáturinn: Reynt að ná t samkomulagi jfj I Lögfræðingar skipasmíðastöðvar- innar Mánavarar hf. á Skagaströnd og Þóris hf. eiganda Þóris Jóhanns- sonar, bátsins sem sem var siglt úr höfn á Skagaströnd í skjóh myrkurs aðfaranótt fóstudags, en skipasmíða- stöðin ætlaði að halda bátnum vegna milljónaskulda útgerðarinnar við stöðina, halda fund í dag. Reynt verð- ur að ná samkomulagi í máhnu. Lögfræðingur eigenda Þóris Jó- hannssonar GK 116 er Axel Krist- jánsson en lögfræðingur skipasmíða- stöðvarinnar er Sigurður Siguijóns- son. „Báturinn er kominn úr minni lög- sögu og ég hef því ekkert af honum að segja,“ sagði Jón ísberg, sýslu- maöur í Húnavatnssýlu, í morgun um það hvort hann hefði óskað eftir kyrrsetningubátsins. -JGH - sjá bls. 6 Hafrannsóknastofnun: Boðar sam- drátt bæði í humar- og rækjuveiðum Hafrannsóknastofnun leggur til að verulega verði dregið úr úthafs- rækju- og humarveiðum á næsta ári. í ár var humarkvótinn 2.600 lestir en aðeins veiddust 2.200 lestir og er ótíð í sumar aö hluta til skýringin á því en einnig mikil veiöi undanfarin ár. Afh dróst saman um 25 prósent á togtíma, miðað við árið í fyrra. Þvl leggur Hafrannsóknastofnun til að humarkvótinn næsta ár verði ekki nema 2.100 lestir. Varðandi úthafsrækjuna varð afl- inn 35 þúsund lestir 1987. í ár er gert ráð fyrir að hann fari niður í 27 þús- und lestir. Hafrannsóknastofnun leggur til að úthafsrækjukvótinn verði minnkaður niður í 20 þúsund lestir á næsta ári. Við upphaf úthafsrækjuveiöa var afh um 150 kíló á sóknareiningu á flestum svæðum. Nú hefur afhnn minnkað úr 93 kílóum á sóknarein- ingu árið 1985 í 65 Kíló á þessu ári. Vegna þessa er kvótaminnkun lögð til á næsta ári. -S.dór Eltmgarleikur: Ekiðá tvo lög- reglubfla Tvítugur ökumaður, sem mældist aka á 105 kílómetra hraöa á Sætúni skömmu eftir miðnætti á föstudags- kvöld, reyndi að sleppa undan lög- reglu. Hann sinnti engum stöðvunar- merkjum. Lögregla veitti honum eft- irfór. Hann ók mjög greitt um götur borgarinnar. í Dugguvogi var lög- reglubílum lagt fyrir götuna. Öku- maðurinn reyndi að sleppa en tókst ekki. Hann ók á tvo lögreglubíla áður en hann varð að gefast upp. Engin slys hlutust af. Bílarnir skemmdust allir töluvert. Ökumað- urinn reyndist ekki vera drukkinn. Hann var sviptur ökuleyfi. I : -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.